Morgunblaðið - 05.09.1990, Side 20
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
Farbann sett á
37 báta á árinu
ÞAÐ sem af er þessu ári hefur Sigl-
ingamálastofnun ríkisins sett 37
báta og skip í farbann þar sem þau
hafa ekki verið skoðuð á tilsettum
tíma og fengið haffærisskírteini.
Allt síðasta ár setti Siglingamála-
stofnun samtals 24 skip í slíkt
bann. Einkum eru það trillur og
minni bátar, sem uppfylla ekki
kröfur stofnunarinnar.
„Við höfum í vaxandi mæli þurft
að beita harkalegum aðgerðum og
með aukinni notkun smábáta hafa
verið aukin brögð að því, að menn
sinni ekki skoðunarskyldu," sagði
Roð af hlýra
og steinbít
f rá Flateyri
AÐ VERKA steinbítsroð og nota í
tízkuvarning er ekki ný hugmynd og
m.a. var roð af steinbít og hlýra flutt
út frá Flateyri á árunum fyrir seinna
stríð. Frá því var greint fyrir nokkru,
að framleiðsla á hafmeyjarbolum,
axlaböndum og kúrekastígvélum úr
fiskroði væri ýmist hafin í Bandaríkj-
unum eða á teikniborði tískuhönnuða.
*l-15 dollarar eiga að fást fyrir gott
fiskroð.
Ebeneser Ásgeirsson, forstjóri í
Reykjavík, starfaði sem ungur maður
í frystihúsinu á Flateyri og um
1938-1939 var gerð tilraun til að taka
roð af hlýra og steinbít og flytja út.
Frumkvöðull að þessum útflutningi
var Elínmundur Ólafsson, kaupmaður
í Reykjavík. Því miður hefði þetta
endað þannig að mikið af roðinu hefði
orðið eftir á Flateyri og sterk lyktin
verið tízkufrömuðum erfið viðureign-
ar.
Magnús Jóhannesson, siglingamála-
stjóri. Ein ástæða þessa kann að vera
sú að á minni bátum þarf ekki að lög-
skrá skipveija. Ekki er skráð á bát,
sem ekki hefur haffærisskírteini og
eru stærri bátar því yfirleitt færðir til
skoðunar.
„Til að fylgjast með því hvort bátar
eru á sjó án þess að hafa verið skoðað-
ir og fengið haffærisskírteini höfum
við í æ ríkari mæli snúið okkur til
Landhelgisgæzlu og lögregluyfir-
valda. Bæði lögregla og hafnarstarfs-
menn hafa ríkar skyldur í þessum
efnum samkvæmt lögum um eftirlit
með skipum. Auðvitað er það ærið
verkefni að fylgjast með öllum bátum,
sem gerðir eru út, en í fyrra voru
2.700 skip skráð í flotanum. Það er
hins vegar of mikið í húfi til að menn
séu skeytingarlausir um eigið öryggi
og annarra.
Þá hafa fólksflutningar á minni
skipum einnig færst í vöxt á síðustu
árum og því miður hefur orðið nokkur
misbrestur á að eigendur þeirra upp-
fylli allar kröfur, sem gerðar eru til
báta sem notaðir eru til fólksflutn-
inga. Það sem af er þessu ári höfum
við þurft að stöðva þrjá slíka báta
tímabundið,“ sagði Magnús Jóhannes-
son.
HNÍSA Á STEINI
fSAFJÖRÐUR - EKKI ER VITAÐ hvað varð þessari ungu hnísu að
aldurtila, en ferðamaður á Ieið um Hestfjarðarbotn við fsaljarðardjúp
kom henni fyrir á steini í fjörunni. Kannski var hugmyndin að draga
athyglina frá vel grónuin hliðum fjarðarins þar sem fólk hamaðist við
að tína aðalbláber. Samkvæmt nýjustu skilgreiningu innheimtumanna,
er slík iðja virðisaukaskattskyld samkvæmt bókstafnum.
FOLK
Starfa hjá
Unipeche
■ TVÆR íslenskar stúlkur
starfa nú hjá franska umboðs-
og uppboðsfyrirtækinu
Unipeche í Boulogne-sur-
Mer í Frakklandi en það hef-
ur séð um sölur á íslenskum
gámafiski á markaðnum þar.
Heita þær Rannveig Sigur-
geirsdóttir og Elísabet
Oskarsdóttir og störfuðu áð-
ur báðar að útflutningsmálum
hér heima.
Saltnesið í
Höfðaborg
■ SALTNESIÐ, flutn-
ingaskip Nesskipa hf., var
ígærvæntanlegttil
Höfðaborgar í Suður-Afr-
íku á leið til Ástralíu, en
ferðin hófst í Noregi.
Skipið hélt frá Noregi 5.
ágúst og hefur því verið
um réttan mánuð á leið-
inni, þegar það kemur til
Höfðaborgar. Undir næstu
ínánaðamót er áætlað að
skipið verði komið til Ad-
elaide í Ástralíu og 4. októ-
ber verði það í Kembla í
sömu álfu. Skipstjóri á
Saltnesinu er Gunnar
Magnússon.
■ ÍSKÝRSLU, sem forsæt-
isráðherra lagði fyrir Alþingi
í vor, um fjárfestingar erlendra
aðila hérlendis, kom fram, að
útlendingar áttu þá verulega
eignaraðild að tveimur fisk-
vinnslufyrirtækjum, íslensk-
um gæðafiski hf. og Sjóvík
hf. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins var það fyrir-
tækið SIBA, sem átti 45%
hlutafjár í Sjóvík og vakti það
fyrir eigendum þess að koma
inn skipi til veiða hér við land.
Það reyndist hins vegar óger-
legt og var fyrirtækinu slitið
fyrir 3-4 mánuðum.
Stofnar
fyrirtæki í
■ INGÓLFUR Skúlason
hefur nú stofnað eigið fyrir-
tæki, Black Tiger Seafoods
Ltd., í Bretlandi. Ingólfur var
um nokkurt skeið fram-
kvæmdastjóri Icelandic
Freezing Plants Ltd. í
Grimsby, dótturfyrirtækis
Sölumiðstöðvar hraðfi-ysti-
húsanna.
Fyrirtæki Ingólfs leggur
megináherzlu á verzlun með
heitsjávarrækju, en stundar
einnig ýmsa aðra verzlun með
fisk og fiskafurðir. Afurðirnar
eru keyptar frá Asíulöndum
svo og fiskveiðiþjóðum við
Norður-Atlantshafið og seldar
í Bretlandi og víðar.
Framleiðsla á rækju á vegum
fyrirtækis Ingólfs og annars
brezks, Bluewater Seafood,
mun hefjast innan fárra vikna.
Verður þar um að ræða laus-
frystingu og suðu og verður
hlutverk Black Tiger Sea-
food meðal annars að sjá um
markaðsmálin, en Bluewater
sér um vinnsluna.
Ari tekur við
starf i Elvars
■ ARI Þorsteinsson, sjávar-
útvegsverkfræðingur, hefur
verið ráðinn forstöðumaður
sjávarafurðasviðs KASK á
Höfn í Hornafirði. Ari tekur
við starfinu af Elvari Einars-
syni, sem nú hefur verið ráð-
inn til Iceland Seafood
Corp., dótturfyrirtækis Sam-
bandsins í Bandaríkjunum.
Ari Þorsteinsson er 32 ára,
sj ávarútvegsverkfræðingur
frá Háskólanum í Álaborg í
Danmörku. Hann hóf störf
hjá KASK að loknu námi fyrir
um þremur árum og hefur síð-
an verið deildarstjóri þróun-
ardeildar.
Ari Elvar
Þorsteinsson Einarsson
Elvar Einarsson er 30 ára,
útgerðartæknir að mennt og
hefur verið forstöðumaður
sjávarafurðasviðs KASK í 5
ár. Þar áður var hann fram-
leiðslustjóri Hraðfrystihúss
Eyrarbakka.
HSKMARKAflURINNHF.
VIÐ FORNUBUÐIR • POSTH 383 • 222 HAFNARFIROI
SIMI 651888 • TELEX 3000 ..Fiskur
Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði hefur til
umráða nýlegt 4.000 fm markaðshús við
Óseyrarbryggju í Hafnarfirði, sem er í góðum
tengslum við umferðaæðar á sjó og landi.
Veitum seljendum og kaupendum
lipra og góða þjónustu.
Verið velkomin
og reynið þjónustuna!
STARFSMENN FMH.