Morgunblaðið - 07.09.1990, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.09.1990, Qupperneq 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 Hann var um margt einstakur maður. Kynni okkar stóðu í 30 ár, þótt fyrr hefði ég heyrt hans getið og raunar séð til hans. Samstarf okkar var eðlilega misnáið á þessum tíma. Ég þykist þó eiga af honum rétta mynd. Þá mynd má draga upp í löngu máli. Það má einnig gera með því að segja, að hann hafi ver- ið drengskaparmaður, og láta það nægja. Fleira verður þó að fylgja. Orð hans stóðu, og honum var umhugað að það vissu menn. Þetta Geir Hallgrímsson tók við starfí seðlabankastjóra á árinu 1986. Hér er hann með samstarfsmönnum sínum í bankastjórninni, þeim Tóm- asi Arnasyni (til vinstri) og Jóhannesi Nordal. Með Geir Hallgrímssyni er horf- inn af vettvangi merkur stjórnmála- foringi og mikill mannkostamaður. Honum var falinn meiri trúnaður en flestum öðrum mönnum og hann fékk tækifæri til þess að móta samtíð sína öðrum fremur. Þessu trausti brást Geir ekki. Verka hans sér víða stað, ekki síst í Reykjavík, þar sem hann var borgarstjóri í 13 ár við miklar og almennar vinsæld- ir, enda voru þau ár tími fram- kvæmda í borginni. Hann gegndi æðstu trúnaðarstörfum í ríkisstjórn Islands og ávann sér virðingu manna innanlands sem utan. Efast ég um að aðrir menn sem gegnt hafa starfi utanríkisráðherra á ís- landi hafi notið meiri virðingar og trausts en Geir gerði á meðal for- ystumanna hins lýðfrjálsa heims. Geir var foringi sjálfstæðis- manna á mikium umbrotatímum í Sjálfstæðisflokknum. Þá fékk hann að reyna meiri mótbyr innan flokks- ins en aðrir er gegnt höfðu því starfi á undan honum. En þá komu best í ljós þeir eiginleikar Geirs, sem öðru fremur einkenndu hann, stað- festan, kjarkurinn, prúðmennskan og drenglyndið, enda stóð hann af sér alla erfiðleika og skilaði í ann- arra hendur forystu samhuga flokks. Þegar Geir hætti stjórn- málaafskiptum á árinu 1986 tók hann við stöðu bankastjóra Seðla- banka íslands. Ég átti því láni að fagna að starfa með Geir Hallgrímssyni á ýmsum vettvangi sl. 20 ár, í borgar- stjórn og borgarráði, innan Sjálf- stæðisflokksins og nú síðast í bankaráði Seðlabankans. Öll við- kynning okkar var á þann veg að í stjórnmálaátökunum átti ég auð- velt með að skipa mér í hans sveit og ég gat alltaf rætt við hann af hreinskilni, hvert það mál sem umræðu þarfnaðist. Vináttu hans mat ég mikils og fyrir hana þökkum við hjónin af alhug sem og allar þær ánægjustundir sem við áttum með Ernu og Geir. Geir kom að Seðlabanka íslands með mikla reynslu og þekkingu, sem nýttist vel á þeim vettvangi. Arin þar urðu því miður færri en við höfðum vænst. Við bankaráðs- menn söknum nú vinar og sam- starfsmanns, sem á fundum okkar Iagði ætíð það til málanna sem vert var til umhugsunar og mótað gat afstöðu. Seðlabanki íslands sér nú á bak mikilhæfum forystumanni og þjóðin kveður einn sinna bestu sona. Fyrir hönd bankaráðs Seðlabanka íslands flyt ég ástvinum Geirs Hallgríms- sonar innilegar samúðarkveðjur. Ólafur B. Thors Ríkisráðsfundur 24. janúar 1986, en þá lét Geir Hallgrímsson af starfí utanríkisráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og Matt- hías Á. Mathiesen tók við embættinu. Frá vinstri: Albert Guðmundsson, Halldór Ásgrímsson, Jón Helgason, Alexander Stefánsson, Steingrímur Hermannsson, Vigdís Finnbogadóttir, Geir Hallgrímsson, Þorsteinn Pálsson, Matthías Bjarnason, Ragnhildur Helgadóttir og Sverrir Her- mannsson. forystu af ungum sjálfstæðismönn- um og síðar kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann varð borgar- fulltrúi í Reykjavík og athafnamik- ili borgarstjóri Reykvíkinga. Kjör- inn alþingismaður og gegndi emb- ætti forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra en síðustu árin störfum Seðlabankastjóra. Það er því víða sem Geir Hall- grímsson markaði spor í samtíð sína og hafði áhrif og forystu um þýð- ingarmiklar ákvarðanir. Ber þar einna hæst lokasigur í landhelgis- málinu, þegar Islendingum var tryggð 200 mflna efnahagslögsaga. Þeir eru fjölmargir sem áttu við hann samstarf og nutu forystu ^hans, sem að leiðarlokum er þökk- uð. Þar í hópi eru sjálfstæðismenn og reyndar fjölmargir í Reykjanes- kjördæmi. Eins og veganesti foreldrahús- anna reyndist Geir Hallgrímssyni vel, átti hann heimili og fjölskyldu, eiginkonu og fjögur börn, sem gáfu honum mikið og reyndust honum með þeim hætti, sem slíkum for- ystumanni er þörf. Skólasystir Geirs og síðar eigin- kona, frú Erna Finnsdóttir, hefur ætíð staðið við hlið hans traust og örugg og til hennar sótti hann mik- inn styrk til hins síðasta. Þegar Geir Hallgrímsson er allur minnist ég samstarfs og vináttu -sem nú er þökkuð um leið og við Sigrún sendum frú Ernu og fjöl- skyldu hennar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Geirs Hall- grímssonar. Matthías Á. Mathiesen er svo sem sjálfsagður eiginleiki, en finnst ekki í fari allra. Hann fór ekki með fláttskap. Hann var hreinn og beinn, allir vissu hvar þeir höfðu hann, eins og sagt er. Sumir töldu þetta ljóð á ráði hans sem stjórnmálaforingja, þar sem refsháttur gagnar stundum, en aldrei til langframa. Hann var skýr í hugsun og stál- minnugur, eiginleikar sem spegluð- ust í ræðum hans, mæltum fram á góðri íslenzku, án allra málaleng- inga eða endurtekninga. Að því leyti var hann mælskumaður, þótt hann væri ekki flugmælskur. Slíkt orða- flóð dá margir, þótt enginn muni á eftir hvað sagt var. Hann var hógvær maður, en þó svo fastur fyrir sem nauðsyn krafði um mann, sem gegndi slíkum for- ystustörfum sem hann, þar sem ábyrgðinni varð að lokum ekki deilt með öðrum. Hann var kominn af vönduðu og góðu fólki. Faðir hans var athafna- maður, bæjarfulltrúi í Reykjavík og alþingismaður, svo sem varð sonur- inn. Geir var alinn upp í því um- hverfi og v.ið slíkar aðstæður, að hann ofmetnaðist ekki af þeim trún- aði, sem honum var síðar sýndur eða því valdi sem hann fór með. Þetta umhverfi á uppvaxtarárum, ásamt eðlislægri staðfestu hlýtur einnig að hafa hjálpað honum til að standast það álag og það um- tal, sem hann mátti þola á löngum stjórnmálaferii. Samskipti okkar voru nánust þegar erfiðleikar í starfi Sjálfstæð- ‘isflokksins voru hvað mestir. Þá fann ég best hvern mann hann hafði að geyma. En sú saga verður ekki rakin hér. Vinsældir hans voru einstakar meðan hann gegndi starfi borgar- stjóra. Á þingferlinum varð hann fyrir ýmsu mótlæti, en leiddi þó flokk sinn til hins mesta kosninga- sigurs árið 1974. Við leiðarlok var hann virtur af öllum, líka þeim sem á tímabili töldu sig hafa efni á að láta hann ekki njóta sannmælis. I eigin nafni þakka ég fyrir að hafa átt þess kost að starfa með Geir Hallgrímssyni. Þingflokkur sjálfstæðismanna þakkar einstakt framlag í þágu flokks og þjóðar. Eiginkonu hans, börnum og að- standendum öllum vottum við dýpstu samuð. Ólafur G. Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.