Morgunblaðið - 08.09.1990, Síða 1
64 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
203. tbl. 78. árg.
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hálf milljón njósn-
ara vann hjá STASI
Austur-Berlín. DPA.
HÁLF milljón manna stundaði njósnir fyrir austur-þýsku öryggislög-
regluna, STASI, heima fyrir og erlendis, að sögn Giinthors Eic-
horns, formanns stjórnskipaðrar nefndar sem hefur það verkefni
að leysa upp lögregluna.
Að sögn Eichorns voru njósnarar
í fullu starfi 86.000 talsins en upp-
ljóstrarar í lausamennsku eða hluta-
starfi nær 500.000.
„STASI var lang skipulagðasta
leyniþjónusta heims,“ sagði Peter
Michael Diestel, innanríkisráðherra
Austur-Þýskalands í gær. Hann
sagði að ekki myndi takast að ljúka
upprætingu STASI fyrir samein-
ingu þýsku ríkjanna, sem fyrirhug-
uð er 3. október nk. vegna þess
FáTékkar
fyrirtæki
/ • /1 ••• m
ijolagjof?
Prag. Reuter.
SALA tékkneskra ríkisfyrir-
tækja verður hafin í desember
nk. og gætu þeir sem vonast eft-
ir óvenjulegri jólagjöf þar í landi
í ár setið uppi með nýtt einkafyr-
irtæki.
„Þeir sem áhuga hafa gætu gef-
ið fjölskyldunni fyrirtæki í jóla-
gjöf,“ sagði Dusan Triska aðstöð-
arfjármálaráðherra. Hann hefur
stjórnað undirbúningi að sölu stórs
hluta ríkisfyrirtækja landsins, en
tékkneska stjórnin samþykkti áætl-
un um einkavæðingu atvinnulífsins
fyrr á árinu. Fyrst verða smáfyrir-
tæki seld en síðar stórfyrirtæki og'
er stefnt að því að þau verði gerð
að almenningshlutafélögum.
Eftir að kommúnistar komust ,til
valda í Tékkóslóvakíu 1948 voru
mörg smáfyrirtæki tekin eignar-
námi og sett undir ríkisforsjá. Eftir
fall kommúnistastjórnarinnar í
fyrrahaust hétu nýir valdhafar fyrr-
verandi eigendum smáfyrirtækja og
erfingjum þeirra að þeir gætu gert
tilkall til fyrirtækjanna.
hversu gríðarlegt verk það væri að
komast til botns í hinni flóknu og
víðfeðmu starfsemi öryggislögregl-
unnar. Neitaði hann því að stjórnin
drægi lappirnar í málinu og sagði
að njósnadeild hennar hefði verið
lögð niður og njósnurum kippt af
launaskrá í lok júní sl.
Samkvæmt þeim tölum sem birt-
ar voru í gær átti STASI 1.819
skrifstofuhús, íþrótta- og afþrey-
ingamiðstöðvar, 836 íbúðarbygg-
ingar með meira en 18.000 íbúðum.
Einnig 13.000 bifreiðir og 5.500
önnur farartæki: Lagt hefur verið
hald á 210.000 skammbyssur,
5.000 vélbyssur og sprengjuvörpur
í stöðvum STASI eftir fall kommún-
istastjórnarinnar í Austur-Þýska-
landi.
Reuter
Jórdanskir andstæðingar Bandaríkjastjórnar mótmæla umsvifum íjölþjóðlegs herafla á Persaflóasvæð-
inu eftir bænastund í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær.
írakar meina Ranða kross-
inum að aðstoða útlendinga
Saudi Arabar og Kúvætar heita Qárstuðningi við herkostnað Bandaríkjamanna
Nikósíu. Amman. Washington. London. Reuter.
ÍRAKAR hafa neitað Alþjóða Rauða krossinum um leyfí til að senda
fulltrúa sína til aðstoðar þúsundum útlendinga sem eru innlyksa í
írak og Kúvæt vegna innrásar íraka í Kúvæt. Cornelio Sommaruga,
forseti samtakanna, sagðist hafa átt árangurslausar viðræður við
ráðamenn í Bagdad sem ekki hefðu viljað viðurkenna að samkvæmt
alþjóðalögum ætti hjálparstofnunin fullan rétt á að senda menn sína
til aðstoðar útlendingunum.
Þá hafa Sameinuðu' þjóðirnar
neitað Indveijum um leyfi til að
flytja matvæli og lyf til Iraks og
Kúvæt þar sem um 170.000 ind-
verskir þegnar eru innlyksa. írakar
settu það sem skilyrði fyrir því að
Indveijar fengju að senda flugvélar
og skip eftir fólkinu að þau kæmu
hlaðin matvælum. Munu þeir ekki
hafa sett vestrænum ríkjum ámóta
skilyrði fyrir brottflutningi þegna
sinna.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði eftir fund
með Fahd konungi Saudi-Arabíu,
að málamiðlun kæmi ekki til greina
Höfuðstöðvar pólska kommúnistaflokksins í Varsjá.
Morgunblaðið/Ásgeir Sverrisson
Flokksmiðstöð breytt í kauphöll
Varsjá. Reuter.
PÓLSKA sljórnin hyggst láta
breyta höfuðstöðvum komm-
únistaflokksins fyrrverandi í
fjármálamiðstöð, að sögn Malg-
orzata Niezahitowska, tals-
manns stjórnarinnar.
Að sögn Niezahitowska ráðgera
yfirvöld að breyta hvítu marmara-
höllinni í kauphöll. Verður þar
starfræktur verðbréfamarkaður en
stærstur hluti hússins verður boð-
inn fjármálafyrirtækjum, sem þar
vilja hafa skrifstofur sínar, til
kaups.
Niezahitowska sagði að búist
væri við því að verðbréfamarkaður
hefji starfsemi í Varsjá á næsta ári.
Pólski kommúnistaflokkurinn
missti völd í hendur Samstöðu,
óháðu verkalýðssamtakanna, í
fyrra og nokkru seinna samþykktu
flokksmenn að leysa hann upp en
úr rústum flokksins risu aðrir
flokkar.
vegna innrásar íraka í Kúvæt 2.
ágúst sl. Ekkert annað kæmi til
greina en írakar drægju heri sín'a
til baka og fyrri valdhafar tækju
aftur við stjórn landsins. Saudi-
Arabar hétu því að leggja fram
nokkra milljarða dollara til þess að
mæta kostnaði Bandaríkjamanna
af því að senda herlið til Persaflóa-
svæðisins. Þangað eru komnir um
100.000 bandarískir hermenn og
ijölgar þeim stöðugt. Þá hét furst-
inn af Kúvæt í gær fimm milljarða
dollara framlagi til herkostnaðarins
og búist er við að Sameinuðu fursta-
dæmin muni gera slíkt hið sama.
Ennfremur fóru Bandaríkjamenn
þess á leit við Japani i gær að þeir
veittu á þriðja milljarð dollara í
þessu skyni.
Bandan'kjamenn fóru þess á leit
við ríki Atlantshafsbandalagsins
(NATO) í gær, að þau legðu til
fleiri skip og flugvélar til þess að
flytja vistir og hergögn til banda-
rísku hersveitanna á Persaflóa-
svæðinu.
Utanríkisráðherrar Evrópu-
bandalagsins (EB) samþykktu í gær
að bandalagið mæti að hluta þeim
skaða sem Jórdanir, Tyrkir og
Egyptar verða fyrir vegna við-
skiptabanns SÞ á írak. Miðað er
við að bandalagið greiði 15% tjóns-
ins sem talið er að muni nema jafn-
virði 10 milljarða Bandaríkjadollara
á þessu ári og því næsta.
Breska þingið lýsti í gær stuðn-
ingi við þá ákvörðun stjórnar Marg-
áret Thatcher forsætisráðherra að
senda herskíp og flugvélar til Persa-
flóasvæðisins og útilpka ekki hern-
aðaraðgerðir gegn írökum vegna
innrásar þeirra í Kúvæt. Eftir
tveggja daga umræður í neðri deild
samþykkti þingið með 437 atkvæð-
um gegn 35 stuðning við stefnu
stjórnarinnar.
Edúard Shevardnadze utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, sagðist í
gærkvöldi reiðubúinn að fara til
Iraks ef þörf kræfi til þess að reyna
finna friðsamlega lausn á
stríðsástandinu við Persaflóa. Sagð-
ist hann telja að alþjóðleg ráðstefna
um frið í Miðausturlöndum gæti
dregið úr spennu í þessum heims-
hluta.
Sjá fréttir á bls. 21.
Svíþjóð:
Fara meira
með strætó
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, frétta-
ritai’a Morgunblaðsins.
HÁTT bensínverð í Svíþjóð
hefur valdið því að farþegum
með almenningsfarartækjum
hefur fjölgað í fyrsta sinn í
mörg ár.
Þegar fólk kom heim úr
sumarfríi brugðu margir, sem
áður höfðu ekið í eigin bíl til
og frá vinnu, á það ráð að
kaupa mánaðarkort í strætis-
vagna og lestir. Kortin seldust
upp í Stokkhólmi og Gaútaborg
í byrjun vikunnar en ný hafa
verið prentuð og er verið að
dreifa þeim á útsölustaðina.
Seld hafa verið 35.000 fleiri
kort í Stokkhólmi fyrir sept-
embermánuð en fyrir sama
mánuð í fyrra.