Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
GEIR Hallgrímsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráð-
herra, var til grafar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.
Mikið fjölmenni var viðstatt athöfnina, hvert sæti í kirkjunni
skipað og staðið þar sem rúm var. Hópur fólks varð að standa
utan dyra, en þar hafði verið komið fyrir hátölurum.
Fjöldi blómaskreytinga og
kransa, með kveðjum frá vinum
Geirs og samherjum, opinberum
aðilum og erlendum ríkisstjóm-
um, fyllti gólfið við kórtröppur
Dómkirkjunnai' og kórinn. Þá voru
kveðjukransar festir framan á
svalir kirkjunnar.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörns-
son, sóknarprestur í Áskirkju,
jarðsöng. Tónlistarflutning önn-
uðust Marteinn H. Friðriksson,
dómorganisti, Kammersveit
Reykjavfkur undir stjórn Rutar
Ingólfsdóttur og félagar úr Karla-
kórnum Fóstbræðrum. Kammer-
sveitin flutti, ásamt Marteini,
Adagio eftir Albinoni og Air úr
svítu í D-dúr eftir J. S. Bach. Er
kista Geirs var borin úr kirkju var
leikin á orgelið Prelúdía í Es-dúr
eftir Bach.
Sungnir voru sálmamir Á hend-
ur fel þú honum, Ég lifi og ég
veit, Hver á sér fegra föðurland,
Son Guðs ertu með sanni og Ég
lifi í Jesú nafni.
Lögregla stóð heiðursvörð er
kista Geirs var borin úr kirkju.
Samband ungra sjálfstæðismanna
gekkst fyrir því að ungt sjálfstæð-
isfólk myndaði fánaborg meðfram
öllum Fríkirkjuvegi er líkfylgdin
ók þar um á leið frá kirkjunni.
Geir Hallgrímsson var jarðsettur
í Fossvogskirkjugarði.
Héðinn Steingrímsson.
Skákþing íslands;
VerðurHéðinn
yngsti íslands-
meistarinn?
FYRIR 11. og síðustu umferð á
Skákþingi íslands, sem tefld verð-
ur klukkan 13 I dag á Hótel Höfn,
er Héðinn Steingrímsson einn í
efsta sæti með 8 vinninga og hef-
ur vinnings forskot á Björgvin
Jónsson, sem er í öðru sæti. Geri
Héðinn jafntefli í dag við Margeir
Pétursson hefur hann tryggt sér
sigurinn og Islandsmeistaratitil.
Héðinn Steingrímsson, sem er 15
ára, yrði yngsti íslandsmeistarinn
í skák frá upphafl. Að sögn Ólafs
Ásgrímssonar skáksljóra slægi
hann við Jóni L. Árnasyni sem
varð meistari 1977 þá 16 ára.
í tíundu umferð Skákþingsins í
gær vann Héðinn Snorra Bergsson,
Björgvin Jónsson vann Tómas
Bjömsson, Þröstur Ámason vann
Margeir Pétursson og Hannes Hlífar
Stefánsson vann Sigurð Daða Sig-
fússon. Jafntefli gerðu Halldór G.
Einarsson og Þröstur Þórhallsson og
Jón L. Ámason og Ámi Ármann
Árnason.
Að sögn Ólafs Ásgrímssonar er
nú Ijóst að auk stórmeistaranna fjog-
urra, Helga, Jóhanns, Margeirs og
Jóns L., verður Ólympíusveit íslands
í skák skipuð Héðni Steingrímssyni
og Björgvin Jónssyni eða Þresti
Ámasyni, en alþjóðlegu meistararnir,
Hannes Hlífar og Þröstur Þórhalls-
son, hafa misst af lestinni. Þriðji al-
þjóðlegi meistarinn, Karl Þorsteins,
gaf hins vegar ekki kost á sér vegna
annríkis.
Sjá skákþátt á bls. 18.
Morgunblaðið/Þorkell
Um 100 ungir sjálfstæðismenn mynduðu fánaborg meðfram Fríkirkjuvegi þegar
líkfylgdin ók þar um.
Morgunblaðið/Bjarni
Kista Geirs borin úr kirkju. Líkmenn eru frá vinstri: Björn Bjarnason, Ólafur B.
Thors, Jóhannes Nordal, Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson, Haraldur Sveinsson,
Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson. Á eftir kistunni gengur Erna Finns-
dóttir, eiginkona Geirs, og henni sitt til hvorrar handar börn þeirra, Hallgrímur
og Áslaug.
XJtför Geirs Hallgrímssonar gerð með viðhöfn
Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSI:
IHF hefur ekki breytt kröf-
um sínum varðandi íþróttahús
JÓN Hjaltalín Magnússon, formaður Handknattleikssambands ís-
lands, segir að engar breytingar hafí orðið á þeim kröfúm sem Al-
þjóðahandknattleikssambandið (IHF) geri til íþróttahallar og ef hún
hýsi ekki tilkskilinn fjölda áhorfenda, sjö þúsund manns, hljóti skýr-
ingin að felast í því að Kópavogsbær hafi gert breytingar á kröfum
sínum til stærðar og gerðar sæta í húsinu.
Jón Hjaltalín sagði að IHF hefði
sett fram kröfu um íþróttahús sem
tæki sjö þúsund manns í sæti að
meðtöldum blaðamönnum, kepp-
endum, starfsfólki og gestum. „Við
sáum ekki ástæðu til þess að telja
sætin eða bekkjaraðimar á þeim
teiknirigum sem okkur voru sýndar,
enda hafa viðkomandi arkitektar
teiknað önnur íþróttahús hér á ís-
landi sem við höfum verið mjög
ánægðir með. Við lýstum yfir á
sínum tíma að handknattleikssam-
bandið gerði engar sérstakar kröfur
um stærð eða gæði sætanna, enda
að sjálfsögðu gengið út frá því að
þau uppfylli íslenska staðla sem og
kröfur Brunamálastofnunar," sagði
Jón Hjaltalín.
Hann sagði að á fundi hans og
forseta IHF með forsvarsmönnum
Kópavogsbæjar að morgni fimmtu-
dagsins hefðu þeir síðarnefndu leit-
að hófanna um hvort mögulegt
væri að IHF samþykkti að húsið
tæki færri áhorfendur eða allt niður
í fímm þúsund, en forseti IHF hefði
hafnað því. Varðandi stærð og
gæði sæta hefði hann sagt að IHF
gerði engar sérstakar kröfur varð-
andi þau, enda giltu mismunandi
reglur í mismunandi löndum. Hins
vegar væri æskilegt að vel færi um
blaðamenn og heiðursgesti. Jón
Hjaltalín minnti einnig á að þó að
gert væri ráð fyrir að húsið tæki
7000 manns í sæti meðan á keppni
stæði þá væri fyrirhugað að breyta
húsinu eftir keppnina þannig að það
tæki einungis 4000 í sæti. Þama
væri því um að ræða 3000 bráða-
birgðasæti sem ekki þyrftu að vera
jafnvönduð og þau sæti sem yrðu
áfram í húsinu.
„Ef það hefur nú komið í ljós að
sú bygging sem teiknuð hefur verið
rúmi ekki þessa sjö þúsund áhorf-
endur, þá er það okkar spurning
hvort Kópavogsbær hafi gert ein-
hveijar nýjar kröfur um stærð og
gæði sætanna, en það leiðir að sjálf-
sögðu af sér að húsið þyrfti að vera
stærra. Við höfum ekki séð neinar
nýjar teikningar eða skýrslur varð-
andi þetta frá Kópavogsbæ, en ger-
um ráð fyrir að fá að sjá þær mjög
fljótlega," sagði Jón Hjaltalín.
Jón Hjaltalín sagði að stjóm HSÍ
hefði hins vegar lýst því yfir að það
væri mjög skynsamlegt og áhuga-
vert að endurskoða þær teikningar
sem legið hefðu fyrir með tilliti til
þess hvernig hagkvæmast væri að
byggja húsið og einnig hvað varð-
aði framtíðarrekstur þess.
„Okkar samstarf við Kópavogs-
menn hefur verið mjög gott og við
erum mjög áhugasamir um að svo
verði áfram. Við emm mjög ánægð-
ir með það sem fram kom á þessum
fundi að það er fullur einhugur hjá
Kópavogsbæ að halda þessu verki
áfram,“ sagði hann.
Sauðárkrókur:
Melrakki gjaldþrota að
kröfii Osta- og smjörsölu
Sauðárkróki.
FÓÐURSTÖÐIN Melrakki á Sauð-
árkróki var úrskurðuð gjaldþrota
í gærmorgun. Greiðslustöðvun
sem fyrirtækið fékk og stóð í fímm
mánuði, rann út þann 31. júlí
síðastliðinn.
Á þeim tíma sem liðinn er síðan
hefur ekki tekist að endurskipuleggja
rekstur stöðvarinnar, eða ná samn-
Álver á Keilisnesi:
Þingmenn og sveitarstjórnir
fái skýrslu Byggðasto fnunar
MATTHÍAS A. Mathiesen, alþingismaður, hefur sent. Steingrími
Hermannssyni, forsætisráðherra, bréf þar sem hann fer fram á að
þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum á Reykjanesi og í Reykjavík
verði send skýrsla Byggðastofnunar um áhrif álvers á Keilisnesi á
vinnumarkaðinn.
Bréf Matthíasar hljóðar svo: sætisráðuneytið skýrslu um áhrif
„Fram hefur komið í fréttum að álvers á Keilisnesi á vinnumarkað-
Byggðastofnun hafí gert fyrir for-
Óska eftir því að umrædd skýrsla
Byggðastofnunar verði send í dag
öllum þingmönnum Reykjanes- og
Reykjavíkurkjördæma, auk þess
öllum sveitarstjórnum í Reykjanes-
kjördæmi og borgarstjóranum í
Reykjavík.“
mn.
ingum við lánardrottna sem nægðu
til þess að tryggja rekstur fyrirtækis-
ins, að sögn Arna Guðmundssonar
stjómarformanns, sem segir að
gjaldþrotinu fylgi alvarleg staða við-
skiptamanna stöðvarinnar og bú-
stofns þeirra.
Einn lánardrottnanna, Osta- og
smjörsalan, krafðist gjaldþrotaskipta
á grundvelli árangurslauss fjárnáms
frá þvi í sumar og búvörudeild SÍS
sem gert hafði fjárnám í tækjum og
búnaði á síðastliðnu hausti, nýtti sér
heimild til vörslusviptingar á bifreið,
lyfturum, tölvum og öðrum skrif-
stofubúnaði og voru þessir hlutir
fluttir til geymslu hjá Kaupfélagi
Skagfírðinga á fimmtudagskvöld og
þar með voru ekki möguleikar á frek-
ari fóðurframleiðslu í stöðinni. Fyrir-
tækið var síðan úrskurðað gjaldþrota
á grundvelli kröfu Osta- og smjörsöl-
unnar í gærmorgun í skiptarétti
Sauðárkróks og skiptaráðandi tók
lykla að fyrirtækinu í sína vörslu.
Árni Guðmundsson kvaðst telja
lokun stöðvarinnar koma á versta
tíma, þar sem stutt er í pelsun, sem
hefst í október, og líkur eru nú’tald-
ar á að skinnaverð fari hækkandi
þegar í byrjun næsta árs.
-BB