Morgunblaðið - 08.09.1990, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
TEXTÍL í
HAFNAKBORG
________Myndlist____________
EiríkurÞorláksson
Fyrsta sýning haustsins í Hafn-
arborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar, er að þessu sinni
samsýning átta listakvenna, sem
allar vinná í textíl. Það er ekki til-
viljun; þær hafa á þessum áratug
allar lokið námi frá textíldeildum
listaskóla, sex þeirra frá Myndlista-
og handíðaskólánum, en tvær frá
skólum í Finnlandi og Skotlandi.
Auk þess reka sex þeirra sameigin-
lega vinnustofu í Garðabæ, sem
heitir því skemmtilega nafni „Fjórar
grænar og ein svört í sófa“, en tvær
vinna sjálfstætt. Öll verkin, fimmtíu
og tvö talsins, eru unnin á þessu
ári, og sýningin því góður vitnis-
burður um núverandi viðfangsefni
þessa hóps.
Sýningin er björt og létt yfir
henni. Þama eru þrykkt myndverk
og svokölluð nytjalist (t.d. efnis-
strangar til sauma) sýnd skamm-
laust hlið við hlið, og benda þannig
á sjálfsögðu tengsl listarinnar við
tilveru mannsins; það er ekki langt
frá verkunum á veggjunum og efni
þeirra til fatanna sem gestir sýning-
arinnar klæðast. Fiest verkin eru
þrykkt og máluð á bómullarefni,
og áberandi er hversu hreina og
djarfa liti listakonurnar nota í verk-
um sínum. Þetta gefur sýningunni
samstilltan heildarsvip, þó svo hver
listakona skapi auðvitað sinn eigin
sjálfstæða tón, sem sést vel þegar
einstök verk eru skoðuð betur.
Tvö glæsileg rúmteppi frá hendi
Kristrúnar Agústsdóttur skipa
ótvírætt öndvegi á endavegg salar-
ins; stærð þeirra dregu'r athygli að
þeim og þarna eru glitrandi efni
valin saman á smekklegan hátt.
verk Bjarkar Magnúsdóttur eru
lífleg og björt, einkum nr. 14—17,
sem vinna vel saman í rýminu. Fjóla
Kristín Árnadóttir notar sér
skemmtilegar samsetningar forma
í sínum myndum, og koma „Litríkir
draumar" (nr. 25) þar best út.
Helga Pálína Brynjólfsdóttir sýnir
efni sem hún hefur skapað með til-
vísunum í náttúruna, og verkið
„Beint og óbeint“ (nr. 30) tekur af
allan vafa, því þar koma þessar til-
vísanir beint fram í uppsetningunni.
Hrafnhildur Sigurðardóttir á
flest verk á sýningunni, og koma
þau næst því að vera „málverk“ í
hefðbundnum skilningi orðsins; hún
notar fáein form í ölum myndunum,
sem hver hefur einn heilan lit-
grunn, og eins konar rammi er
skapaður með jaðri verkanna.
Vegna þessa standa þau nokkuð sér
á parti og njóta ekki efnisins á sama
hátt og önnur verk á sýningunni.
Ingiríður Óðinsdóttir festir örveru-
heim á flauel í nokkrum myndum,
en nýtir efnið þó best í þremur
„Tilbrigðum“ (nr. 11—13) þar sem
litbrigði þrykksins koma vel fram.
Ragnhildur Ragnarsdóttir sýnir
nokkra tígurlega refla; í formfestu
sinni vísa þeir til aldalangra hefða,
MAZDA 323
►
3ja dyra árgerð 1989. ^
Vélastærð 1500. Með vökvastýri, útvarpi,
breiðum dekkjum, snjódekkjum á felgum.
Ekinn 14000 km. —■ Bíll í sérflokki.
Upplýsingar í síma 52112
011KA D107H LÁRUS Þ. VALDIMARSSOM FRAMKVÆMDASTJORI
L I Iww falw/u KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.loggilturfasteignasali
Til sölu er að koma meðal annarra eigna:
Við Safamýri - ailt sér
3ja herb. ekki stór en vel skipul. íb. í kj. í þríbhúsi. Lítið niðurgrafin.
Sérhiti. Sérinng. Sérþvottahús. Góð geymsla. Ræktuð lóð. Skuldlaus.
Skammt frá Háskólanum
Endaíb. 3ja herb. á 4. hæð við Birkimel 81,1 fm nt. Nýtt eldhús. Sól-
svalir. Risherb. fylgir með snyrtingu. Mikið útsýni. Laus strax.
Göð eign á góðu verði
6 herb. íb. á tveimur hæðum í lyftuh. við Asparfell 131,8 fm nt. 4 rúmg.
svefnherb. Svalir og snyrting á báðum hæðum. Sérinng. á gangsvöl-
um. Sérþvottah. í íb. Bílskúr. Mikið útsýni. Eignaskipti.
Sérhæð - þríbýli - stór bílskúr
4ra herb. efri hæð 106 fm nt. við Ölduslóð, Hf. Allt sér, (-inng., -hiti,
-þvottah.). Skipti mögul. á einb. eða raðhúsi í nágr.
í Heimunum - sérhiti - sérþvottahús
4ra herb. þakhæð 92 fm nt. (2 herb., 2 stofur). Nýl. gler og póstar.
Svalir. Mikið útsýni. Skuldlaus. Laus strax. Gott verð.
Á vinsælum stað á Nesinu
í þrfbhúsi við Melabraut 4ra herb. mjög góð jarðhæð. Allt sér, (-hiti,
-inng., -þvottah.). Ný vistgata. Gott verð.
Rúmgott parhús við Norðurbrún
með 6 herb. íb. á 1. hæð. Á jarðhæð 2 forstofuherb. m/snyrtingu,
þvottah., geymsla, rúmg. föndurherb. og innb. bílsk. Útsýnisstaður.
Skipti mögul. á sérhæð af meðalstærð nær miðborginni.
2ja herb. íbúðir m.a. við:
Asparfell, Dúfnahóla, Hverfisgötu, Stelkshóla, Tryggvagötu.
Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga.
Fjársterkir kaupendur óska eftir:
3ja herb. íb. á 1. hæð eða í lyftuhúsi.
Húseign með tveimur íbúðum.
4ra-5 herb. og 2ja-3ja herb.
Sérhæð 4ra-6 herb. i borginni eða á Nesinu.
Skrifsthúsnæði 150-300 fm.
• • •
Opið í dag kl. 10-16.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Almenna fasteignasalan sf.,
var stofnuð 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASTEIONASALAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Listakonurnar við uppsetningu sýningarinnar í Hafnarborg.
sem sífellt er hægt að endurnýja
og bera fram á ferskan hátt. Loks
skal nefna myndir Huldu Sigurðar-
dóttur, sem að ýmsu leyti eru ijöl-
breyttustu verk sýningarinnar.
„Raðspil" (nr. 43) notar viðjeitni
ungra barna í teikningunni á
skemmtilegan hátt, og „1x25“ (nr.
44) sýnir dofnandi littóna í fríhang-
andi þríhymingum; loks má nefna
að „Fjórstrigi" (nr. 46) er áhuga-
verð samsetning gegnsærra flata,
en nýtur sín illa hálffalið undir
stiga.
I heild er hér á ferð ánægjuleg
sýning á hefðbundnum textílverk-
um ungra listakvenna, sem eru
tæknilega vel undirbúnar til frekari
afreka. Helst má fínna að því að
nokkuð skorti á djörfung og að þær
haldi sig að óþörfu að mestu innan
hins hefðbundna textílþrykks. En
þær eiga framtíðina fyrir sér til að
þreifa sig áfram um þá fjölbreyttu
möguleika, sem þetta listform býð-
ur óneitanlega upp á.
Loks má benda á að uppsetning
á ýmsum sýningum í Hafnarborg
er ef til vill gerð óþarflega flókin
fyrir gesti; það er engin ástæða til
að menn þurfí að leita sýningar-
gripa í anddyri og við enda kaffí-
stofu, þó ekki rúmist allt í aðalsaln-
um. Komi slíkt vandamál upp á ein-
faldlega að hafa færri verk á hverri
sýningu.
ItOaiEÍMináQ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 554. þáttur
Veikar eru þær sagnir kallað-
ar í máli okkar sem eru fleir-
kvæðar í þátíð. Nú er mér að
vísu ekki ljóst, hver veikleiki
felst í því, að sögn sé fleiri en
eitt atkvæði í fyrrnefndri tíð, en
látum það gott heita.
Veikar sagnir greinast í fjóra
flokka (skv. greiningaráráttu
fræðanna). Skal nú lítillega get-
ið þessara flokka:
Fyrsti flokkur (Ó-beyging)
einkennist af því, að þátíð sagn-
arinnar endar á -aði, en nútíð á
-a. Er hér miðað við framsögu-
hátt. Dæmi verða þá: kalla,
kallaði, kallað; flokka, flokk-
aði, flokkað og svara, svaraði,
svarað. Þessi þykir umsjónar-
manni flötust og tilkomuminnst
sagnbeyging í málinu.
Af sögnum í þessum flokki
er mikill siður að mynda nafnorð
í kvenkyni með endingunni -un,
svo sem köliun, flokkun og
svörun.
Annar flokkur veikra sagna
ber það einkenni skýrast, að
nútíð er endingarlaus í fyrstu
persónu, og minnir þannig á
sterkar sagnir. Þessi flokkur er
stundum nefndur Ja-beyging,
þar sem nafnháttur þessara
sagna endar á -ja og þetta j í
endingunni hefur valdið hljóð-
varpi. Þess hljóðvarps gætir ekki
í þátfð, þar sem ekkert var joð-
ið, og kemur út úr þessu
skemmtileg beyging eins og
flytja, flutti, flutt, velja, valdi,
valið og æja (=tefja), áði, áð.
Nútíðin var sem fyrr sagði end-
ingarlaus: ég flyt, ég vel og ég
æ. Reyndar er mér ekki grun-
laust um að einhver segi: ég ái
í nútíð framsöguháttar, þá sjald-
an þessi sögn er enn notuð.
Margar skemmtilegar sagnir
eftir þessum flokki eru nú ýmist
týndar og tröllum gefnar, til að
einhverjum hluta eða ummynd-
aðar í líkingu við 1. flokk. Nefn-
um nokkur dæmi: Þysja heyrist
nú varla nema í þátíðinni þusti.
Við getum enn sagt að allskonar
illþýði þusti á vettvang. Og nafn-
orðið þys (oft í næsta nábýli við
ys) er á margra vörum. Bysja,
busti, busið er víst með öllu
farin forgörðum, en hún merkti
að streyma. Blóð busti á eggjar
í gömlum bardagavísum. Sömu-
leiðis mun þyrja, þurði, þurið
alglötuð, en sá sem böðlast
áfram var nefndur þurs, og það
orð þekkjum við mæta vel,
stundum lengt i þursi.
í Þrymskviðu segir um Þór:
skegg nam að hrista,
skör nam að dýja.
Með öðrum orðum: Þór hristi
skegg sitt og hár. Þarna er þá
komin sögnin dýja, dúði, dúð
og var í nútíð ég dý, og jörðin
dýr undir fótum okkar hafa
menn getað sagt. Náskylt þessu
er náttúrlega nafnorðið dý. En
nú hefur illa farið fyrir sögninni
að dýja. Hún hefur flæmst yfir
í flatneskjuna í 1. flokki, breyst
í dúa, dúaði, dúað, svo að nú
dúar jörðin undir fótum okkar,
ef svo ber undir, en dýr því
miður ekki lengur.
Ekki hefur betur farið fyrir
hinni ágætu sögn að spenja,
spandi, spanið = teygja, lokka.
Hún á sér enn beygingarhlið-
stæður í venja og þenja, en álp-
aðist sjálf yfir í flatneskjuna
spana, spanaði, spanað, þannig
að nú spana menn þann sem
þeir spöndu áður. Áður sögðu
menn í nútíð: ég spen eða hann
spen(u)r. í vísu Egils Skalla-
Grímssonar segir:
Jörð spenr Engla skerðir
Alfgeirs und sik halfa.
En nú spenur enginrríannan
til eins eða neins, en spanar
hann kannski upp í einhverja
vitleysu.
Mörg endingarlaus nafnorð
samsvara sögnum eftir 2. flokki,
svo sem val og dul, en mörg
eru mynduð með viðskeytinu
-ing, svo sem barningur, vakn-
ing og flutning(ur).
Sýnist nú umsjónarmanni ráð
að geyma 3. og 4. flokk veikra
sagna til næsta þáttar.
★
Reis af dauða
ræsir sauða
ríkur að páskum.
Þá var lýður
Ijúfur og blíður
leiddur úr háskuni.
(Úr Kristbálki, gömlu helgi-
kvæði, sjá 250. þátt.)
★
Jóhannes Straumland í
Reykjavík er ánægður með efni
það sem Steindór Steindórsson
frá Hlöðum hefur lagt þættinum
til undanfarið. Hann segir að
um -vík horfi málið svo við frá
sínu sjónarmiði: Um alla aðal-
staði er sagt í -vík frá og með
Vík í Mýrdal vestur, suður (svo
sem í Grindavík) og norður um
(dæmi í Súðavík) allt að Horni.
Þá skiptir um, segir Jóhannes,
og nú segja menn á -vík frá og
með á Djúpuvík og austur eftir
öllu Norðurlandi. Um Austfírði
vill hann ekki dæma.
★
Nikulás norðan kvað:
Sr. Hallbimi Grönsted frá Gáttum
var gefið að ná víða háttum.
Líf hans með línum
var lagt býsna fínum
og markað dýram og ódýrum dráttum.
★
„Edda er í senn goðafræði og
um leið einskonar kennslubók í
skáldskap að fomum germönsk-
um hætti. Áhrif hennar með ís-
lendingum urðu geysileg og eng-
in ofsögn að telja að hún hafi
átt sinn mikla þátt í því að Is-
lendingar einir allra varð-
veittu og varðveita enn forn-
germanska ljóðahefð. En ef
Islendingar hefðu lagt þessa
fornu skáldskaparhefð fyrir
róða eins og aðrir, er engan
veginn víst að þeir hefðu varð-
veitt fornt norrænt mál eins
og þeir hafa gert, en þetta
mál, málið sem vér tölum enn,
er dýrasti þáttur íslenskrar
menningar.11 (Leturbr. hér.)
Kristján Eldjárn: Arfur
Snorra Sturlusonar, 1979).
★
Og svo var það konan sem
kom vestur í Dali og frétti af
því, að þar væri verið að slá há.
Henni varð að orði: „Ósköp eru
bændumir duglegir, búnir að slá
alla leið frá A til H.“