Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
AR LÆSIS
Lestrarörðugleikar á ári læsis
m
eftir Arthur
Morthensen
Þeir eru ófáir skólamennirnir er
telja að lestur sé eitt flóknasta
námsferlið í grunnskólanum og
jafnvel í skólakerfmu öllu. Hér á
landi hefur því ætíð verið slegið
föstu, að allir væru læsnir og rúm-
lega það. Samfélagið hefur aldrei
viljað gangast við því, að einhverjir
ættu í erfiðleikum í hinni hörðu
glímu við hið skrifaða orð.
Vissulega má til sanns vegar
færa, að ísland sé ásamt öðrum
Norðurlandaþjóðum í fremstu röð
hvað læsi varðar. Þó má öllum vera
ljóst, að misskipt er auðnum í lestr-
armalnum góða.
Kennarar hafa löngum séð að
ekki ná allir nemendur þeirra sömu
tökum á lestrinum. Við sér-
kennsluáætlun skólanna í
Reykjavík á síðastliðnu ári þurftu
um 1200 nemendur á sérkennslu
að halda vegna örðugleika í lestri,
mismikla einsog gengur og gerist,
en þó það mikla að kennarar töldu
fulla ástæðu til að viðkomandi nem-
endur þyrftu á sérstakri viðbótar
kennslu að halda.
Allt að 10% bamanna lenda í
erfiðleikum í glímunni við stafina
og hljóðin. Framfarir í lestrinum
eru hægar og þanþol þolinmæðinn-
ar er oft við að bresta bæði í skólan-
um og heima fyrir. Grátinn setur
að mörgu baminu sem finnur að
textinn er torfæra sem erfitt er að
sigjast á, þrátt fyrir.fullan vilja.
Af hveiju?
Þótt hartnær öld sé nú um liðin
síðan rannsóknir hófust á lestrar-
örðugleikum, hafa fræðimenn enn
ekki komist að því, með fullri vissu,
af hveiju þeir stafa. Fræðimenn eru
þó sammála um að orsakanna sé
að leita í nokkrum þáttum. Rann-
sóknir hafa m.a. beinst að vinstra
heilahveli þar sem talstöðvar og
málstöðvar liggja.
Fræðimenn, eins og Norðmaður-
inn H.J. Gjessing og Svíinn Ingvar
Lundberg beiria spjótum sínum að
málumhverfi bamsins, uppvaxtar-
skilyrðum þess, ásamt kennslu og
námsferlinu í lestri. Jafnframt því
sem þeir benda á að ófullnægjandi
málumhverfi barnsins geti leitt af
sér lítinn orðaforða og slakan mál-
þroska, telja þeir að rekja megi
lestrarörðugleika til truflana, á ann-
aðhvort heyrn eða sjón. Eðlileg
skráning orða við lestur feli í sér
lipurt samspil hljóðrænna og sjón-
rænna þátta.
Skólinn
í dag ætti skólinn að vera betur
undir það búinn, en nokkru sinni
fyrr, að veita öllum nemendum
sínum góða lestrarkennslu.
Kennaramenntun er hér góð,
menntun sérkennara hefur verið
komið á fót hér á landi, lesver hafa
verið byggð upp við stærri skóla
og útgáfa léttlestrarbóka er nokk-
ur. Eigi að síður er ljóst, að ómark-
viss lestrarkennsla getur dregið
HESTHUS
Á HEIMSENDA
Til sölu ný og glæsileg hesthús á Heimsenda, í hesthúsabyggð sem liggur á milli Kjóavalla
og Víðidals. Hér er um að ræða nýja hönnun hesthúsa þar sem séð er fyrir þörfum jafnt
hesta sem hestamanna.
Til sölu eru:
6 - 7 hestahús
10-12 hestahús
22 - 24 hesta hús
Verð:
Hagstætt verð, eða frá
kr. 209.000 básinn.
Greiðslukjörvið allra hæfi.
Húsin seljast fullfrágengin
að utan og ýmist ófrágengin
eða fullbúin að innan.
HEIMSENDI -þú kemst ekki öllu lengra
Allar upplýsingar ásamtteikningum:
SH VERICTAKAR
Sfapahrauni 4, Hafnarfirði, S: 652221
I
stórlega úr möguleikum nemandans
til að þroska lestrarhæfileika sína
og því verður vandinn æ alvarlegri
eftir því sem ofar dregur í skólan-
um, ef ekki tekst að leysa vandann
snemma.
Samfélagsþróunin hefur ekki
verið hagstæð lestri barna. I könn-
un Þorbjamar Broddasonar, á bók-
lestri bama og unglinga, kemur í
ljós að sjónvarps- og myndbanda-
notkun nemenda í 4.-9. bekk hefur
tvöfaldast á ámnum 1979—1988, á
meðan verulega hefur dregið úr
bóklestri.
Ingvar Lundberg behdir á að
lestrarörðugleikar stafí af ónógum
lestramndirbúningi og lestrar-
reynslu bama og unglinga.
Skólinn er ekki eyland óháð þjóð-
félagsþróuninni. Því er ljóst að efla
verður faglega færni skólans, enn
frekar en nú er, til þess að taka á
hinu flókna ferli lestursins.
Lestrarmiðstöð
Áratugum saman hafa ná-
grannaþjóðir okkar varið miklum
fjármunum í rannsóknir á sviði
lestrarörðugleika. Rannsóknarþátt-
urinn hér á landi er vægast sagt
rýr, þrátt fyrir að einstaka kennar-
ar hafi þróað kennsluaðferðir og
stundað stöku rannsóknir, emm við
miklir eftirbátar annarra Norður-
landaþjóða. Brýna nauðsyn ber til
að efla stórlega rannsóknir tengdar
bættum kennsluaðferðum.
Stofnun lestrarmiðstöðvar, er
hefur kennslu og rannsóknar-
skyldu, er liður í að styrkja skóla-
starfið. Slík lestrarmiðstöð, er gæti
bæði sinnt sérstakri lestrarkennslu
fyrir börn og unglinga, þyrfti jafn-
Arthur Morthensen
framt að geta þjónað lestrarkennslu
fullorðinna og styrkt þannig sjálf-
sögð mannréttindi. Eðlilegt er að
starfsemi slíkrar lestrarmiðstöðvar
sé tengd Kennaraháskóla íslands
og staðsett við Æfinga- og tilrauna-
skólann. Tækjabúnaður hefur þegar
verið keyptur til þessarar starf-
semi, sérmenntaðir kennarar bíða í
startholunum, gott húsnæði hefur
verið boðið til kaups fyrir litlar 5
milljónir, er tregðan í kerfinu lætur
ekki að sér hæða.
Besta gjöfín sem stjómvöld geta
gefíð börnum á árTlæsis er lestrar-
miðstöð, sem þjónar þeim er eiga
við að glíma erfíðleika í Iestri, þeir
em fleiri en nokkurn gmnar.
Höfundur er sérkennslufulltrúi
Fræðsluskrifstofu
Reykja víkurumdæmis.
Fundur norrænnajafnréttisráðherra:
Norrænt kvenna-
þingárið 1994
RÁÐHERRAR jafnréttismála á Norðurlöndum héldu fund í Kaup-
mannahöfn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sat
fundinn af hálfu Islands. Á ráðherrafundinum var meðal annars rædd-
ur undirbúningur fyrir norrænt kvennaþing sem haldið verður árið
1994. Um er að ræða hliðstætt þing og haldið var í Ósló árið 1988.
Á fundinum var samþykkt að
kjörorð kvennaþingsins verði Líf og
starf kvenna.
Ráðherramir leggja til að þingið
ijalli um eftirtalin atriði:
— framvindum á sviði jafnréttis-
mála frá kvennaþinginu í Ósló
árið 1988.
— nýjar leiðir fyrir alla sem starfa
að jafnréttismálum og hugmyndir
um ný verkefni.
— hvemig treysta megi almennan
áhuga á jafnréttismálum og
virkja nýja hópa í löndunum sem
og á norrænum vettvangi, eink-
um yngra fólk.
— undirbúning þátttöku Norður-
landa í kvennaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna árið 1995.
— tækifæri til samskipta við konur
og samtök þeirra á Norðurlönd-
unum og í nágrannaríkjum
þeirra, t.d. í Austur-Evrópu (Sov-
étríkjunum, Eystrasaltslöndun-
um og Póllandi).
— hugmyndir karla og kvenna um
þjóðfélag jafnréttis árið 2000.
Þess skal getið að Norðurlandaráð
hefur samþykkt að kvennaþingið
árið 1994 skuli fjalla um tengsl íjöl-
skyldulífs og þátttöku á vinnumark-
aðinum. í því felst að varpað er ljósi
á mörg önnur viðfangsefni, t.d. nýtt
hlutverk karla, stöðu barna og jöfn
laun kynjanna.
I framhaldi af fundi ráðherranna
verður sérstakri skipulagsnefnd falið
að vinna að frekari undirbúningi
þingsins. í nefndinni sitja fulltrúar
kvennasamtakanna, samtaka aðila
vinnumarkaðarins og æskulýðssam-
taka.
Auk Jóhönnu Sigurðardóttur fé-
lagsmálaráðherra sátu fundinn af
hálfu íslands Berglind Ásgeirsdóttir,
ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðu-
neytinu, og Elsa Þorkelsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisráðs.
(Fróttatilkynning.)
sís lASTl DAG iUR mm SNORRABRAUT 56 ARÍKI SÍMI 13505 "14303
O' rSÖLUNNA Enn frekari verdlækkun Opió fró kl. 10 til 16 í dag lR