Morgunblaðið - 08.09.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
15
verður 121. sálmur Davíðs úr Elía
eftir F. Mendelsohn fyrir 3 kven-
raddir. Orgelleikari Ronals V.
Turner. Heitt á könnunni eftir
messu. Fimmtudag: Kyrrðarstnd
í hádeginu. Orgelleikur, fyrirbæn-
ir, altarisganga. Léttur hádegis-
verður eftir stundina. Sóknar-
prestur.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr.
Frank M. Halldórsson. Organisti
Reynir Jónasson. Miðvikudag:
Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr.
Frank M. Halldórsson.
SEUAKIRKJA: Fermingarguðs-
þjónusta kl. 14. Fermd verður
Rúna Petersen, Kambaseli 29.
Altarisganga. Kvöldguðsþjónusta
kl. 20. Lárus Sveinsson leikurein-
leik á trompet. Organisti Kjartan
Sigurjónsson. Molasopi eftir
guðsþjónustuna. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Organisti Gyða
Halldórsdóttir. Sr. Guðmundur
Örn Ragnarsson.
SAFNKIRKJAN ÁRBÆ: Guðs-
þjónusta kl. 14. Prestur sr. Krist-
inn Ágúst Friðfinnsson. Organisti
Jón Mýrdal.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Miðvikudag
12. september, morgunandakt kl.
7.30. Cecil Haraldsson.
KRISTSKIRKJAN Landakoti:
Lágmessa kl. 8.30, stundum lesin
á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18, nema á laugar-
dögum, þá kl. 14. Á laugardögum
er ensk messa kl. 20.
MARÍUKIRKJAN Breiðholti: Há-
messa kl. 11. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18 nema á fimmtu-
dögum, þá kl. 19.30.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla-
delfia: Safnaðarsamkoma kl. 11.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Almenn samkoma kl. 20. Ræðu-
maður Sam Daniel Glad. Barna-
gæsla.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálp-
ræðissamkoma kl. 20.30. Ingi-
björg og Óskar sjá um samko-
muna.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa í Lágafellskirkju kl. 14.
Organisti Guðmundur Ómar
Óskarsson. Aðalsafnaðarfundur
verður í safnaðarheimilinu Þver-
holti 3 að lokinni messu. Sr. Jón
Þorsteinsson.
GARÐAKIRKJA: Messa kl. 11.
Hljómeyki syngur. Organísti Ut-
assy Ferenc. Prestarnir.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar
syngur. Organisti Úlrik Ólason.
Sr. Sigurður Helgi Guðmunds-
son. •
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Messa kl. 14. Altarisganga. Org-
anisti Helgi Bragason. Sr. Gunn-
þór Ingason.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga
daga lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
k| Q
KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Stóruvogaskóli
settur. Organisti Frank Herluf-
sen. Sr. Bragi Friðriksson.
YTRI-Njarðvíkurkirkja: Messa kl.
11. Organisti Gróa Hreinsdóttir.
Sr. Þorvaldur Karl Helgason.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Keflavíkurkirkju
syngur sálma eftir Grundtvig og
sálmaskáldsins verður minnst.
Sverrir Guðmundsson syngur
einsöng. Organisti og stjórnandi
Einar Örn Einarsson. Sóknar-
prestur.
KAÞÓLSKA kapellan, Hafnar-
götu 17, Keflavík: Messa á
sunnudögum kl. 16.
GAU LVERJ ARBÆJ ARKIRKJA:
Messa kl. 14. Sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Organleikari Einar
Sigurðsson. Sóknarprestar.
AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Fyrirbænaguðsþjónusta nk.
fimmtudag kl. 18.30. Ath. breytta
dagsetningu. Organisti Jón Ólafur
Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Messa í
Borgarneskirkju. Sóknarprestur.
haft næmt nef, því hann svínaði
hjartadrottingunni af Jóni og vann
sitt spil, 420.
Vestur Norður Austur Suður
v.s. s.v.
pass 2 lyörtu
2 spaðar 4 hjörtu dobl pass
5 lauf dobl 5 spaðar pass
pass dobl pass pass
Vestur stóðst ekki freistinguna
og sagði 2 spaða. Þegar austur
doblaði 4 hjörtu var Valur tilbúinn
með redoblið en suður missti kjark-
inn. Það kostaði hann 1.400 og 14
impa tap.
Garozzo heimsmeistari í
þrautabrids
í Genf var 20 heimskunnum
bridsmeisturum boðið til nýstár-
legrar keppni. Þeir voru settir fyrir
framan tölvuskerm þar sem birtust
16 svínslegar spilaþrautir sem
Svisslendingurinn Pietro Bernas-
coni hafði búið til. Hámark stiga
fyrir hveija þraut var 1.000, sem
þó var ekki hægt að fá öll því fyrir
hveija mínútu sem tók að leysa
þrautina dró tölvan 5 stig frá. Og
fyrir hver mistök fuku 250 stig.
Einnig voru sektir ef spilarar vildu
sjá síðasta slag o.s.frv.
Italinn Benito Garozzo, sem eitt
sinn þótti óumdeilanlega besti spil-
ari heims, sýndi að hann kann enn
sitthvað fyrir sér, og vann þetta
mót léttilega, fékk 7.285 stig.
Næstur kom Bob Hamman frá
Bandaríkjunum með 6.045 stig,
gamli franski meistarinn Pierre
Ghestem varð í 3. sæti, Chip Mart-
el frá Bandaríkjunum varð í 4.
sæti, Andy Robson og Tony Forr-
ester frá Bretlandi urðu í 5. og 6.
sæti og svona má lengi telja.
Hér er sýnishom af þrautunum
sem spilaramir þurftu að leysa.
Þetta vom allt úrspilsþrautir, þar
sem stáldrað er við öðm hvoru og
spurt hvemig ætti að bregðast við
ákveðnum aðstæðum. Sennilega
hefur þessi verið ein sú léttasta, en
spilið er samt talsvert flóknara en
virðist við fyrstu sýn. Þeir sem vilja
glíma við þrautina ættu að halda
fýrir hendur AV.
Vestur
♦ K9873
¥-
♦ KD76
♦ Á1076
Norður
♦ ÁD652
V 9742
♦ 52
+ KG
Austur
♦ -
¥G653
♦ G10983
+ 9543
Suður
♦ G104
¥ ÁKD108
♦ Á4
♦ D82
Vestur opnar á 1 spaða sem sýn-
ir 5-lit, og suður endar í 4 hjörtu
Vestur spilar út tígulkóng. Hver er
fyrsta áætlunin?
Þú verður að drepa fyrsta slag-
inn. Annars spilar vestur spaða,
sem austur trompar, spilar vestri
inn á laufás og trompar aftur spaða.
Eftir að hafa tekið fyrsta slaginn
með tígulás tekur þú hjartaásinn
og vestur hendir tígli. Hvað nú?
Það þýðir ekki að reyna að kom-
ast inn í blindan á lauf, til að svína
hjarta. Vestur fer upp með ásinn
og gefur austri spaðastungu og
kemst svo inn á tíguldrottningu til
að gefa austri aðra stungu. Rétta
framhaldið er að taka KD í hjarta
en hvað svo?
Þú verður að spila spaðagosanum
og hlejrpa honum. Besta vörn aust-
urs er að henda laufi eða tígli. Nú
spilar þú - spaðatíunni, kóngur og
ás, og austur hendir aftur. Þú spil-
ar spaðadrottningu og austur hend-
ir enn. Nú er síðasta hindrunin eft-
ir. Kemstu yfir hana eða detturðu?
í lokastöðinni verður þú að spila
spaða úr borði og henda tígulfjark-
anum heima. Þetta er kallað skæra-
bragð. Vestur á slaginn en vörnin
fær nú aðeins tvo slagi í viðbót, á
hjartagosann og laufaásinn.
«•
Morgunblaðið/Sverrir
Alpa-
þyrnir
- Eryngium alpinum
181. þáttur
Blóm vlkunnar
Umsjón:Ágústa Björnsdóttir
Ef litið er um öxl svosem um
áratug má segja að sú eftirsótta
jurt alpaþymir - Eryngium alpin-
um - hafi þá verið næsta fágæt
hér á suðvesturhorninu, en rækt-
un hennar hefur mjög aukist á
síðustu árum. Norðanlands var
hann algengari og er t.d. getið á
plöntuskrá gróðrarstöðvarinnar
Sólvangs á Akureyri árið 1937. Á
næstu tveim áratugum nær hann
að komast í eigu áhugasömustu
plöntusafnara á Reykjavíkur-
svæðinu, en lítið meira því enn
líða mörg ár þar til hann fer að
dreifast hér um garða svo nokkru
nemi og nú loks þegar síðasti ára-
tugur aldarinnar er að hefjast er
svo komið að hann prýði hér fjöl-
marga garða, það hafa félagar
G.í. getað sannfærst um í síðustu
garðaskoðunum. Hversu hæg út-
breiðsla jurtarinnar hefur verið
má að líkindum rekja til þess
m.a. að fræið spírar misvel og
jafnvel getur reynst býsna erfitt
að koma til græðlingum.
í Skrúðgarðabók og fleirum
íslenskum garðyrkjubókum er
ættkvíslin Eryngium nefnd einu
nafni sveipþyrnir en einstök rækt-
unarafbrigði einkennd nánar eftir
atvikum t.d. Eryngium alpinum =
alpaþyrnir og bendir til þess að
jurtin vaxi upp til fjalla og nær
þá allmikilli hæð, 60-90 sm en
aftur á móti vex Eryngium marit-
imum = marþyrnir við sjávarsíðu
og verður ekki hærri en 30 sm.
Hann vex villtur víða um Norður-
lönd t.d. við strendur í Danmörku.
En það er fyrst og fremst alpa-
þyrnir sem hér verður rætt um
og ber því að lýsa nokkru nánar.
Stönglar eru bláleitir, allmikið
greindir, þeir eru vel stinnir full-
vaxnir og hvort við fáum beina
og tígulega leggi til að þurrka
ræðst mikið á því við hvaða að-
stæður jurtin býr. Ef mögulegt
Alpaþyrnir
er að veija hana miklum hvass-
viðrum á meðan hún er að styrkj-
ast og ná fullri hæð er það mikils
vert því í uppvextinum eru legg-
irnir meyrir og mjúkir og hættir
til að sveigjast sitt á hvað í stormi
og ná þá ekki að rétta úr kútnum
aftur og ber því brýna nauðsyn
til að fylgjast með því sem fram
vindur. Blöðin, blámenguð, sitja
all þétt á stönglinum, eru þau
með hvassar og þyrnóttar brúnir
og er þá komið að minnast á reifa-
blöð blómskipunarinnar en þau
eru aðalskraut jurtarinnar með
geislandi silfurbláan lit og sitja
þétt utan um nær svartan blóm-
koljinn.
í þokkalegu árferði hefst
blómgun jafnan uppúr miðjum
júlí og stendur oftar en ekki yfír
í um það bil mánaðartíma. Ef
þurrka á blómstönglana þarf að
taka þá áður en jurtin fer að sölna
og gott er að láta þá snúa ýmist
upp eða niður meðan á þurrkun
stendur. Blómin þurrkuð geta ver-
ið skemmtileg til margra hluta
t.d. í jólaskreytingar, má þá gjam-
an spreyja þau aðeins með silf-
urbronsi einkum hafi þau verið
búin að missa mesta glansinn
þegar þau voru tekin.
Rótarkerfí alpaþyrnisins er
mikið en svo viðkvænit að jurtin
þolir illa flutning. Þó getur, ef
varlega er að farið, heppnast að
skipta henni sé það gert snemma
vors. Fyrr á öldum var því trúað
að jurtin byggi yfir lækninga-
mætti. í Danmörku hefur hún
gengið undir nafninu Mandstro
frá fornu fari og hefur lauslegri
þýðingu karlmannstryggð heyrst
bregða hér fyrir.
Alpaþyrnir þroskar vel fræ hér
á landi þótt misvel gangi að láta
það spíra og um langt árabij hef-
ur það verið á frælista G.í. Þá
hafa plöntur verið fáanlega í hin-
um ýmsu gróðarstöðvum, oftast
aldar þar upp af fræi, en þó hafa
einhver brögð verið að innflutn-
ingi.
Skagaströnd;
Hallbjörn kántrýkóngur
með nýja bók o g nýja plötu
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Hallbjörn Hjartarson og Páll Ásgeirsson spjalla saman á heimili
Hallbjarnar yfír próförkum að nýju bókinni.
NÝ hljómplata Hallbjörns Hjart-
arsonar, Kántrý 6, I Nashville,
kemur út um mánaðamótin sept-
ember/október. Bók um Hall-
björn er síðan væntanleg á jóla-
markaðinn.
Á Kántrý 6, í Nashville eru 11
ný lög eftir Hallbjörn og eitt gam-
alt í nýrri útsetningu. Platan var
tekin upp í háborg sveitatónlistar-
innar, Nashville, Tennessee og á
henni leika nokkrir þekktustu hljóð-
færaleikarar sveitatónlistarinnar í
Bandaríkjunum. Textahöfundar
plötunnar eru þeir sömu ogáður
háfa starfað með Hallbirni. Á plöt-
unni viðheldur Hallbjörn því, sem
hann tók upp á síðustu plötu, að
fjalla um íslenska stjórnmálamenn
í lögum sínum því eitt laga plötunn-
ar ijallar um Davíð Oddsson borgar-
stjóra. Hallbjörn gefur nýju plötuna
út sjálfur eins og hann hefur gert
með síðustu plötur sínar.
Ætla má að Hallbjörn verði nokk-
uð í sviðsljósinu seinni hluta ársins
því auk plötunnar kemur út bók
um hann nú fyrir jólin. Það er bóka-
útgáfan ísprent hf. á ísafirði sem
gefur bókina út. Páll Ásgeirsson
blaðamaður skrifar bókina og er-
hann um það bil að ljúka verkinu
þessa dagana. Ekki er þó komið
nafn á bókina enn sem komið er. í
samtali við Morgunblaðið sagði
Páll að vinnan við ritun bókarinnar
og samstarfíð við Hallbjörn hefði
hvort tveggja verið mjög ánægju-
legt. Hefði það reyndar ekki komið
sér á óvart því að Hallbjörn væri
skemmtilegur og skapandi maður.
- ÓB.