Morgunblaðið - 08.09.1990, Page 17

Morgunblaðið - 08.09.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 17 Samvinnunefnd banka og spari- sjóða í fjölda ára. Friðjón var ákaflega vel máli farinn, lýsti skoðunum sínum á af- dráttar- og öfgalausan hátt. Hann var hæverskur og vinsæl dreng- skaparmaður. Störfum sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Mýrasýslu gegndi hann í 29 ár. Hann var einstaklega fær og samviskusamur og virtur af öllum sem til þekktu. Sparisjóðurinn var í fremstu röð á tæknisviðinu og starfsmenn fengu þar góða skólun. Um það bera traust vitni þeir fyrr- um starfsmenn hans sem flutt hafa til Reykjavíkur og hafið störf hjá sparisjóðunum þar. Sparisjóðurinn ber þess glöggt merki að honum hefur verið vel stjórnað. Þar ríkir myndarskapur í hvívetna og er sparisjóðurinn ein traustasta pen- ingastofnun landsins. Borgfirðingar geta sannalega verið hreyknir af sparisjóðnum sínum. Margs er að minnast af löngum kynnum við Friðjón. Hann var skemmtilegur maður, fyndinn og gamansamur, en kímni beitti hann ævilega á góðlátlegan hátt. Fróður var hann og hafsjór af sögum um menn og málefni. Hann var í eðli sínu hlédrægur, en tók þó oft að sér veislustjórn eftir ársfundi Sam- bands sparisjóða. Þar tókst honum upp frábærlega vel og eftirminni- lega að koma upp skemmtilegri stemmningu. Eg sendi eiginkonu hans, Björku Halldórsdóttur, börnum og öðrum aðstandendum mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Hallgríinur Jónsson. Sunnudagurinn 2. september 1990 rann upp mildur og góður eins og svo margir aðrir hafa verið á þessu góða sumri. En það syrti að í hugum manna þegar sú frétt barst um héraðið, að Friðjón Svein- björnsson sparisjóðsstjóri í Borgar- nesi hefði orðið bráðkvaddur kvöld- ið áður að æskuheimili sínu Snorra- stöðum aðeins 57 ára að aldri. Þessi frétt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir menn, sem töldu þetta gerast áratugum of fljótt. Ég ætia ekki að rekja ævisögu Friðjóns hér. Vænti þess að aðrir geri það. Ég vil aðeins festa hér á blað nokkur þakkarorð fyrir það að hafa kynnst og átt samleið með slíkum manni sem Friðjón var. Friðjón Sveinbjörnsson var óvenju vel gerður maður. Hann var ekki langskólagenginn en kom frá miklu menningarheimili, Snorra- stöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Að alast upp á slíku heimili er betra en nokkur skóli. Friðjón var myndarmaður á velli, ljúfur og aðlaðandi í framkomu. Hann hafði djúpa og hljómfagra rödd enda söngmaður góður, söng m.a. í kirkjukórnum í Borgarnesi um tugi ára og allt til dauðadags. Hann var lengi formaður Tónlistar- félags Borgarfjarðar og hafði sem slíkur forustu um útvegun söng- fólks og annars tónlistarfólks til hljómleikahalds í Borgarfirði. Hann var félagi í Lionsklúbbi Borgarness. Var hann þar virkur vel, enda margt til lista Iagt. Friðjón var lengi frétta- ritari Ríkisútvarps í Borgarnesi. Ungur gerðist Friðjón starfsmað- ur Sparisjóðs Mýrasýslu í Borgar- nesi. Vann hann sér þar fljótlega trausts og álits. Þegar fyrrverandi sparisjóðsstjóri, Halldór Sigurðs- son, féll frá réð stjórn sparisjóðsins Friðjón einróma til starfsins. Friðjón sóttist ekki eftir opinber- um störfum, gaf ekki kost á sér til þeirra þótt oft væri eftir leitað. Mér er nær að halda að einu opinberu störfin, sem hann gegndi, hafi verið í tengslum við sparisjóðs- og banka- mál. Hann var t.d. um árabil for- maður stjórnar Sambands spari- sjóða. í samstarfi við stjórn og gott starfslið sparisjóðsins hefur Friðjón leitt Sparisjóð Mýrasýslu til þess að vera nú einn af stærstu og traustustu sparisjóðum landsins. Oft var vinnudagur sparisjóðsstjór- ans langur og sjaldan tók hann sumarfrí nema aðeins lítinn hluta þess frís, sem hann átti rétt á. Lýsir þetta nokkuð hinni óvenjulegu samviskusemi Friðjóns. Friðjón var samvinnumaður, enda uppalinn á samvinnuheimili. Hann var oft einn af fulltrúum Borgarnesdeildar KB á aðalfundum kaupfélagsins. Ég vil með þessum fáu línum þakka Friðjóni sérstaklega fyrir þennan þátt, það er viðhorf hans til samvinnufélaganna. Ég vil per- sónulega þakka honum gott sam- starf þau 20 ár sem ég var kaupfé- lagsstjóri í Borgarnesi. Hann tók jafnan af þekkingu og velvilja mál- efnum Kaupfélags Borgfirðinga. Þótt ekki væri alltaf hægt að verða við öllum óskum okkar í KB, þá var það ekki vegna þess að viljann vant- aði. Þvert á móti voru allar óskir Kf. Borgfirðinga til Sparisjóðs Mýrasýslu skoðaðar gaumgæfilega og málin afgreidd eftir bestu getu og samvisku. Fyrir þetta vil ég nú þakka. Ég tel það mikið lán fyrir eitt hérað að hafa átt slíkan mann sem Friðjón Sveinbjörnsson var og hafa notið starfa hans um áratugi. Sagt er að jafnan komi maður í manns stað. Vafalaust verður það svo í Sparisjóði Mýrasýslu, þó skarð sé fyrir skildi eins og er. En hvað sem því líður þá ríkir nú sár söknuð- ur í Borgarnesi og héraðinu öllu yfir fráfalli hins góða drengs Frið- jóns Sveinbjörnssonar. Ég votta aldraðri móður, eigin- konu og dætrum og öðrum ættingj- um og vinum samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Olafur Sverrisson í dag fylgjum við til grafar elsku- legum húsbónda okkar, Friðjóni Sveinbjörnssyni sparisjóðsstjóra, það eru okkur þung spor. Lát hans, sem bar að með snöggum hætti, varð okkur öllum mikið áfall. Það er erfitt að sjá á bak góðum vini sem fellur frá í blóma lífsins. Friðjón var svo sannarlega vinur og félagi okkar, starfsfólksins í Sparisjóði Mýrasýslu. Það er ekki lítils virði að hafa slíkan yfirmann sem Friðjón var, hann var hinn ljúfi stjórnandi sem allir báru virðingu fyrir og þótti vænt um. Og það var ekki aðeins á vinnu- staðnum sem hann var okkar góði félagi, hann tók þátt í félagsstarfi fólksins utan vinnutíma svo sem ferðalögum, skemmtunum og öðru slíku, og okkur fannst mikið vanta ef það kom fyrir að Friðjón var ekki með í hópnum, sem ekki var oft. Friðjón var mikill mannkosta- maður og hann hafði til að bera þá persónutöfra og hlýja viðmót, sem aflaði honum margra vina. FraThkoma hans einkenndist líka af léttleika og hann hafði næmt auga fyrir því spaugilega í tilver- unni og það var ekki síst honum að þakka sá góði andi sem ríkt hefur meðal starfsfólksins í Spari- sjóðnum, og munum við heiðra minningu hans með því að viðhalda þeim anda. Ériðjón var drengur góður sem öllum reyndist vel og gleymdi ekki þeim sem þurftu á hjálp og stuðn- ingi að halda, hlífði ekki sjálfum sér og var ávallt reiðubúinn að leggja öðrum lið. Það er því trú okkar að hann hafi verið búinn að leggja vel inn á æðri stöðum og hverfi að góðri inneign þar, er hann nú kveður þennan heim. En sú stund kom alltof fljótt, og erfitt er að skilja tilganginn þegar manni á besta aldri er kippt svo snögglega burtu, manni sem hafði svo mikið að gefa öðrum. Við sem eftir stöndum söknum hans sárt og á þessari hinstu kveðjustund færum við honum okk- ar innilegustu þakkir fyrir allt sem hann var okkur og biðjum honum ' blessunar Guðs. Einnig sendum við eiginkonu .hans, dætrum, aldraðri móður og fjölskyldunni allri innilega.r samúð- arkveðjur. Guð gefi ykkur öllum styrk. Starfsfólk Sparisjóðs Mýrasýslu. Fleiri greinar um Friðjón Sveinbjörnsson bíða birt- ingar. Þær munu birtast í blaðinu næstu daga lllltfíS' HKwrat'S'í Kw- Yí ‘ . . x.. ljÆ HVERJIR STEFNA A BESSASTAÐI? TÍSKAN HAUSTIÐ1990 ÆTT ÞÓRÐAR Á KLEPPI HEIMILIUNGS FÓLKS UPP Á LÍF OG DAUDA HJÁ ÓLAFIRAGNARI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.