Morgunblaðið - 08.09.1990, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
18
Opið hús VÍB um helgina:
„Fjármálin fylgja
okkur alla ævina“
ÁHUGI almennings á því að skipuleggja einka- og fjölskylduijármálin
hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum. Margir hafa takmarkað-
an tíma á virkum dögum til að leita sér ráðgjafar á þessu sviði og því
hefur Verðbréfamarkaður íslandsbanka, Armúla 13a, ákveðið að hafa
„opið hús“ fyrir almenning nú um helgina, 8. og 9. september, undir
kjörorðinu „Fjármálin fylgja okkur alla ævina“.
Fólk getur t.d. kynnt sér sérstak-
lega: fjármálaráðgjöf, reglulegan
sparnað, verðbréfasjóði og hluta-
bréfaviðskipti. Á hveiju sviði verða
ráðgjafar til þess að útskýra hina
ýmsu þætti og svara spurningum.
Auk þess verða flutt fræðsluerindi á
laugardag og sunnudag um eftirla-
unamál, ávöxtun fjármagns á verð-
bréfamarkaði, skattamál, hlutabréf,
húsnæðismál og um fjármálin sem
fylgja okkur alla ævina.
Boðið verður upp á einfaldan
spumingaleik fyrir þá sem heim-
sækja VÍB og dregið verður úr rétt-
um svörum. Þrenn verðlaun verða
veitt, fyrstu verðlaun eru Sjóðsbréf
VÍB að eigin vali fyrir 50 þúsund
krónur en önnur og þriðju verðlaun
eru Sjóðsbréf að upphæð krónur 25
þúsund hvort um sig.
Erla Rut Harðardóttir sem sér um
barnatímann á Stöð 2 verður á staðn-
um til að spjalla við börnin meðan
foreldramir kynna sér fjármálin. Á
laugardaginn verður opið í VÍB,
Ármúla 13a, frá kl. 12.00 til 17.00
og á sunnudaginn frá kl. 13.00 til
kl. 17.00.
(Fréttatilkynning)
Leikarar Þjóðleikhússins, sem lesa upp í Iðnó.
Morgunblaðið/Júlíus
Frá kynningarfundi ráðherra og nefndar um barnamenningu í gær.
Menntamálaráðuneytið;
Átak í að auka menningar- og
listsköpun meðal skólabarna
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ er nú að hrinda af stað átaki í að auka
þátt sköpunar og lista í starfi grunnskólanna. Markmiðið er að vekja
áhuga á menningar- og listsköpun meðal skólabarna. í þessum tilgangi
er ætlunin að auka tengsl lista- og uppeldisstétta á landinu, og hefst
átakið með „Degi læsis“ sem efnt er til í dag í tengslum við ár læsis.
Dagur læsis er í dag
DAGUR læsis verður haldinn hátíðlegur í dag, 8. september, og er
hann liður í Ári læsis 1990. Markmiðið með deginum er að vekja
athygli fólks á mikilvægi þess að vera læs.
Menntamálaráðherra og nefnd um
barnamenningu, sem unnið hefur að
þessu átaki, boðuðu í gær til blaða-
mannafundar um málið. Þar kom
fram að í allan vetur verður unnið
markvisst að því að auka hlut menn-
ingar og listsköpunar í skóla- tóm-
stundastarfí skólabama. í tengslum
við þetta hefur verið samið við
Bandalag íslenskra listamanna, og
munu listamenn heimsækja skóla í
vetur og kynna nemendum starf sitt.
í vor er svo ætlunin að efna til „Lista-
hátíðar bama,“ þar sem börnum
verður gefinn kostur á að kynna al-
menningi listsköpun sína.
Víða verður brugðið á leik á
Degi læsis. Maraþonlestur verður í
Iðnó þar sem leikarar Þjóðleikhúss-
ins lesa upp úr ýmsum bókmennta-
verkum. Lesið er allan daginn og
hefst lesturinn klukkan 10 um
morguninn og stendur fram til
klukkan 22.30 að kvöldi. Hlé verður
gert á lestrinum milli klukkan 12
og 13.30. Dagskránni er skipt upp
í klukkustundar löng atriði. Fyrir
hádegi eru tvö atriði ætluð yngstu
börnunum og þau endurtekin eftir
hádegið milli klukkan 13.30 og
15.30. Þá hefst unglingadagskrá
og síðan um klukkan 16.30 verða
lesnir kaflar úr Fjallkirkjunni og
stendur sá lestur til klukkan 18
þegar unglingaefnið er endurtekið.
Klukkan 20 hefst lestur á ljóðabók-
um og klukkan 21 dagskrá sem
nefnist „Gluggað í bókaskápinn".
Þar á að lesa úr íslenskum bók-
menntum þessarar aldar. Aðgangur
er ókeypis. Leikarar Þjóðleikhússins
munu síðan fara með eitthvað af
því efni sem lesið verður í Iðnó inn
á sjúkrastofnanir á Reykjavíkur-
svæðinu.
Á Lækjartorgi hefst dagskrá
helguð þessúm degi klukkan 13.30.
Valgeir Guðjónsson ætlar að spila
og syngja fyrir áhorfendur, sýnt
verður brot úr leikriti Litla leikhúss-
ins Trölið týnda, börn úr Æfinga-
og tilraunaskóla KHÍ koma fram
og Einar Áskell mun heilsa upp á
mannskapinn. Hornaflokkur Kópa-
vogs, „stultuhópurinn“ og Einar
Áskell verða í fararbroddi skrúð-
göngu sem fara mun frá skemmti-
pallinum á Lækartorgi að Iðnó.
Á Landsbókasafni Islands verður
í tilefni Árs læsis bráðlega stafrófs-
kverasýning í anddyri safnsins.
Menntamálaráðuneytið hvetur
landsmenn unga sem aldna til að
leggja rækt við þá íþrótt að lesa
sér til fróðleiks og skemmtunar,
segir í frétt fr'a ráðuneytinu.
Stafrófs-
kverasýn-
ing í Lands-
bókasafni
LANDSBÓKASAFN efnir þessa
dagana í tilefni af ári læsis til
sýningar á íslenskum stafrófs-
kverum.
Fyrsta stafrófskverið kom út á
Hólum 1695, annað 1745, endur-
prentað 1753, þriðja í Kaupmanna-
höfn 1773, fjórða á Hólum 1776,
endurprentað með viðaukum 1779
og 1782. Það sama ár (1782) kom
út í Hrappsey og án atbeina kirkju-
yfirvalda fýrsta stafrófskverið á
nútíma vísu, Lítið ungt stöfunar-
barn og var höfundur þess sr. Gunn-
ar Pálsson í Hjarðarholti, kunnur
lærdómsmaður á sinni tíð.
Bókaútgáfan Iðunn hefur nú gef-
ið þetta kver út ljósprentað í sam-
vinnu við Landsbókasafnið og ritar
Gunnar Sveinsson magister ítarleg-
an formála fyrir því. Kverið er 4.
bindi í ritröð er nefist íslensk rit í
frumgerð.
Yngstu stafrófskverin á sýning-
unni eru frá byijun þessarar aldar.
Sýningin er opin á opnunartíma
safnsins mánudaga til föstudaga
klukkan 9-19 og laugardaga klukk-
an 9-12.
Landsbókasafn efnir þessa dag-
ana til sýningar á íslenskum staf-
rófskverum.
íslandsþing:
Ungu skákmennimir í stórsókn
Skák
Bragi Kristjánsson
NÍUNDA umferð í landsliðs-
flokki á Skákþingi íslands var
tefld á Hótel Höfn á fimmtu-
dagskvöld. Héðinn Steingríms-
son hélt vinningsforskoti á aðra
keppendur með því að vinna
öruggan sigur á Halldóri Grét-
ari Einarssyni. Helstu keppina-
utar hans unnu einnig sínar
skákir, Margeir Pétursson vann
Snorra Bergsson, Jón L. Árna-
son vann Sigurð Daða Sigfús-
son og Björgvin Jónsson vann
Árna Ármann Árnason. Sigur
Björgvins var öruggur, en
Snorri og Sigurður Daði áttu
góða stöðu, þar til þeir lentu í
tímahraki.
Önnur úrslit: Þröstur Þ. —
Hannes Hlífar Stefánsson, ‘A;
Tómas Bjömsson — Þröstur Árna-
son, biðskák, betri hjá Þresti.
Staða efstu manna, þegar tveim
umferðum er ólokið: 1. Héðinn, 7
v., 2.-3. Margeir og Björgvin, 6
v., 4. Jón L. og Þröstur Þ., 5 v.,
5. Þröstur Árnason, 4 'A v. og bið-
skák; 6. Hannes Hlífar, 4 'A v.
Héðinn þarf nú aðeins 1 vinning
úr tveim síðustu skákunum til að
tryggja sér a.m.k. aukakeppni um
íslandsmeistaratitilinn. Hann hef-
ur að auki tryggt sér áfanga að
titli alþjóðlegs skákmeistara.
Sannarlega glæsileg frammistaða
hjá 15 ára pilti í svo sterku móti.
Björgvin hefur einnig staðið sig
frábærlega vel. Hann þarf aðeins
1 vinning í tveim síðustu umferð-
unum til að ná áfanga að alþjóð-
legum meistaratitli. Ef það tekst,
er líklegt að hann hafí uppyllt
„kvóta“ þann, sem þarf til að
hljóta titilinn.
Stórmeistararnir Margeir og
Jón L. hafa fengið óvenjumikla
mótstöðu „óbreyttra" íslenskra
skákmanna í þessu móti. Það sýn-
ir enn einu sinni, hve ungu skák-
mennirnir okkar eru að verða
sterkir.
Stórmeistarakandídatinn,
Hannes Hlífar, hefur verið óþekkj-
anlegur í þessu móti, og Þröstur
Þórhallsson átti í mestu vandræð-
um í byijun mótsins, þótt hann
hafi sótt í sig veðrið.
Loks er vert að geta góðrar
frammistöðu Þrastar Árnasonar.
Hvítt: Héðinn Steingrímsson
Svart: Halldór G. Einarsson
Grunfelds-vörn
1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3
- d5, 4. Bf4 - Bg7, 5. e3 - c6,
6. Rf3 - 0-0, 7. Hcl - Da5
Til greina kemur 7. — Bg4, t.d.
8. h3 - Bxf3, 9. Dxf3 - Da5,
10. Bd3 - Rbd7, 11. 0-0 - dxc4,
12. Bxc4 — e5 með jöfnu tafli.
8. Rd2!
Héðinn teflir eftir gamalli upp-
skrift Boleslavskíjs, sem lítur bet-
ur út en skákfræðin í dag: 8. Dd2
— Be6, 9. cxd5 — Rxd5, 10. Rxd5
- Dxd2+, 11. Kxd2 - Bxd5, 12.
Bc4 — Bxf3, 13. gxf3 — Rd7,
14. Ke2 — e5, 15. dxe5 — Rxe5
með lítið eitt betra tafli fyrir
hvítan.
8. - Rh5?!
Vafasamur leikur. Best er
líklega 8. — Bg4, 9. Db3 — Db6,
10. cxd5 - Dxb3, 11. Rxb3 -
cxd5. með litlum, en varanlegum
yfirburðum hvíts. Til greina kem-
ur einnig 8. — Rbd7, 9. Rb3 —
Dd8, 10. cxd5 — Rxd5, 11. Rxd5
— cxd5 o.s.frv.
9. Bg5 - He8?
Afleikur. Líklega er 9. — Bf6!
skársti leikurinn.
10. cxd5 - cxdö, 11. Rb3 -
Dd8, 12. Df3! - Be6
Reynandi var 12. — Bf6.
13. Rc5 - Rd7,14. Rxe6 - fxe6,
15. Bb5 - a6, 16. Ba4 - b5,
17. Bb3 - Rb6,18. Dh3 - Dd7?
Svarti yfírsést næsti leikur
hvíts. Hann hefði betur leikið 18.
- Dd6.
og vinnur.
20. Rc5 - Dc6, 21. 0-0 - Bf6?!
22. Dxe6+ — Dxe6, 23. Rxe6 —
Rc4, 24. h4 - Rg7, 25. Rc5 -
Bxg5, 26. hxg5 — e5?
Nú fellur peð eða skiptamunur
til viðbótar.
27. Bxc4 - bxc4, 28. Rd7 -
exd4, 29. Rf6+ - Kf7, 30. Rxe8
— Hxe8, 31. exd4 — He4, 32.
b3 - Re6, 33. Hfel - Hxd4,
34. bxc4 - dxc4, 35. He3 -
Rf4, 36. Hbl - Hd7? 37. Hf3
og svartur gafst upp, því hann
tapar riddaranum á f4 til viðbótar
við fyrri hörmungar.