Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 19 Níunda bók RIM komin út: Egill var ekki hreysti- menni heldur skepna - segir Einar Pálsson um helstu niðurstöður EGILS saga og úlfar tveir, níunda hefti bókaflokksins Rætur íslenskr- ar menningar eftir Einar Pálsson er nú komið út. Einar segir í sam- tali við Morgunblaðið, að rannsóknir hans á goðsögnum og launsögn- um í Egils sögu, sem er meginviðfangsefni bókarinnar, leiði til niður- stöðu sem gangi þvert á niðurstöður annarra. Hann segir Snorra Sturluson hafa skrifað Eglu, ekki til þess að hampa hreysti Egils Skallagrímssonar, heldur hið gagnstæða, til þess að sýna skepnu- skap hans og tvíeðli Mýramanna. Sinfóníuhljómsveitin; Námskeið hjá hljóðfæraleikurum Viðfangsefni bókarinnar er Egils saga Skallagrímssonar og land- námsbaugur Vesturlands. Einar Pálsson kveðst leitast við að svara spurningunni hvers vegna var Egils saga skrifuð og hvað býr að baki sögunni, sömuleiðis rýnir hann í helstu stef Snorra Eddu um úlfana tvo og greinir frá ýmsum miðalda- fræðum um hliðstæð efni. „Menn hafa talið að Egils saga væri skrifuð tii þess að hlaða undir Mýramenn, til þess að hrósa Agli sem kempu og hreystimenni. Mín niðurstaða er sú, að sagan er hrein miðaldalaunsögn, eða_ allegóría, kannski sú hreinasta sem við eigum, og hún er skrifuð í lærdómsskyni til að sýna Mýramönnum framan í sitt eigið eðli, tvíeðli. Það er alltaf sett upp sem tvennd, annars vegar sem tungl og hins vegar sem sól. Sólskinið býr í Þórólfunum, tungl- seðlið býr síðan í Agli og Skalla- grími. Þetta er miðaldatvennd sem kallað er og bók mín er sett upp þannig að tvenndirnar eru raktar alveg, þess vegna heitir hún Úlfar tveir. Annar úlfurinn í goðsögninni étur tungl og hinn sól. Niðurstaðan er sem sagt þveröfug við það sem til dæmis Sigurður Nordal og þeir héldu hér áður, að Egils saga væri til þess að hampa hreysti Egils Skallagrímssonar. Það er þveröf- ugt. Þetta er lærdómsför sálar um einstigu lífsins sem býr á bak við þessa sögu. Egill var ekki hreysti- menni, heldur skepna,“ segir Einar. „Þeir hafa talið, þegar Egill er að krækja út auga á Ármóði skegg og þegar hann er að æla í andlit mönnum og hlaða búkum í borgar- hliðum, að verið væri að hossa Mýramönnum fyrir hreysti, en það er alveg þveröfugt samkvæmt minni niðurstöðu um launsögnina," segir hann. Einar segir Snorra hafa skrifað Eglu dulið með þessari launsögn. Hann segir samtímamenn Snorra hafa skilið þetta launsagnamál. „Þetta hefur skilist í því sem kall- ast gildi. Við eigum í Þorgils sögu og Hafliða frásögn af gildinu á Reykjahólum 1119 og þar er ein- mitt sagt frá því að þar hafi farið fram sagnaskemmtan. Gildi er eig- inlega það sem hét í heiðnum sið launhelgar. Þar er geymd forn laun- helg þekking." I fyrsta kafla bókarinnar segir Einar Pálsson. Einar frá því, að honum hafi reynst erfitt að sjá goðsögnina í Egils sögu, þar til hann las vísindaþátt tímaritsins Time 3. júlí 1989. „Ég skildi lengi vel ekki goðsögnina sem gæti verið að baki launsögn Egils sögu, af því að tölurnar voru svo einkennilegar, af hveiju úlfarnir eru alltaf tengdir við töluna 11 og ann- ar þeirra er alltaf að éta sólu. Síðan kemur í ljós samkvæmt nýjustu vísindalegum rannsóknum, að sólin gengur alltaf í 11 ára bylgjum, sól- blettirnir, þannig að á 11 ára fresti minnkar alltaf máttur hennar og eykst svo aftur. Þetta eru tölurnar sem alltaf eru notaðar um úlfinn sem alltaf nagar sól.“ í bókarlok eru raktar niðurstöður Einars, ennfremur er þar sagt frá helstu niðurstöðum annarra um Egils sögu. Úlfar tveir er 357 blaðs- íður, Halldór Jónsson cand. mag. gerði nafnaskrá og las prófarkir. Bókin er prentuð í Odda, útgefandi er Mímir. UNDANFARNAR tvær vikur hafa hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar verið á árlegu nám- skeið, sem haldin eru í upphafi starfsársins. Kennarar á nám- skeiðinu hafa verið tveir. Fyrir strengjasveitina var það Leon Spierer, konsertmeistari Fíharm- Brunamálastofnun: Námstefna um upptök eldsvoða á Hótel Sögu BRUNAMÁLASTOFNUN stendur nú fyrir námstefnu á Hótel Sögu um brunarannsóknir, einkum að því er varðar upptök bruna. Um 50 manns sitja námstefnuna. Að sögn Bergsteins Gizurarsonar, brunamálastjóra, hefur starf Bruna- málastofnunar að miklu leyti beinst að brunavömum og rannsóknum á því hvernig eldur hefur breiðst út. Á námstefnunni væri hins vegar at- hyglinni fyrst og fremst beint að rannsóknum á upptökum bruna og bandarískur sérfræðingur á því sviði, Herbert C. Redfield, hefði verið feng- ’inn til að halda fyrirlestur um það efni. Á námstefnunni eru um 50 manns, lögregluþjónar, slökkviliðsstjórar og fulltrúar tryggingafélaga. Berg- steinn segir að fleiri hafi tekið þátt í störfum hennar en menn hafi átt von á og sýni það mikinn áhuga hér á landi á þessu efni. óníusveitar Berlínar og fyrir blás- ara Anthony Hallstead, sem er talinn einn fremsti hornleikari Breta. Námskeiðin hafa verið haldin í Háskólabiói og í húsnæði Félags íslenskra hljóðfæraleikara. í framhaldi af námskeiðinu verða haldnir tónleikar á laugardaginn 8. september í Háskólabíói og hefjast þeir klukkan 14. Á efnisskrá verða verk og stuttir kaflar úr ýmsum átt- um. Miðaverð er krónur 500. Þessir tónleikar verða haldnir í sal 2 í Há- skólabíói og eru það fyrstu tónleik- arnir sem haldnir verða í þessum sal. LOKSINS ER HANN KOMINN: FJÖGURRA DYRA BIAZER Nýi fjögurra dyra Blazerinn verður til sýnis ísýningarsal okkar að Höfðabakka 9 í Reykjavík, klukkan 13-17 ídag, laugardag, og á morgun, sunnudag. Komdu og skoðaðu þennan g/œsilega bíl og aktu honum til reynslu. _ _______ Margir aðrir bílar til sýnis á sfoðnum. ISUZU GEMINI OPELKADETT ISUZUPICUP OPEL VEC TRA GMC PICKUP HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 OG 674300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.