Morgunblaðið - 08.09.1990, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
Flóttamannavandamálið:
Hjálparstoftianir biðja um
flugvélar o g fjármag’n
Bagdad, Amman, Nýju Dehlí, Róm, París, Port Rashid. Reutor.
Reuter
Frá flóttamannabúðum á einskismannslandi milli íraks og Jórdaníu.
Asíumaður, sem starfað hefur í Kúvæt, með eigxir sínar á bakinu.
ÚTLÆGUR forsætisráðherra
Kúvæts, Saad al-Abdulla al-
Sabah, lofaði á föstudag að gera
allt sem hann gæti til að hjálpa
fólki sem flúið hefur Kúvæt og
Irak og hefst við í flóttamanna-
búðum á einskismannslandií eyð-
imörk milli Jórdaníu og Iraks.
Þar eru nú í þrennum búðum
105.000 flóttamenn, þar af um
86.000 Asíubúar, og bætast um
10.000 manns við á degi hverjum.
Al-Sabah kenndi einum manni
um hvernig komið væri: Saddam
Hussein, forseta Iraks. Talsmenn
hjálparstofnana segja að til að
koma flóttamönnum frá Jórd-
aníu til heimalanda þeirra þurfi
tvöfalt fleiri flugvélar en þær 72
sem fyrirhugað er að fljúgi með
flóttamenn þaðan á næstu tveim-
ur vikum.
Hassan, ríkiserfmgi Jórdaníu,
hvatti alþjóðlegar hjálparstofnanir
til að flýta brottflutningi flótta-
manna frá Jórdaníu. Hann sagði
að Jórdanir, sem eiga við gífurlegan
efnahagsvanda að etja, m.a. vegna
erlendra skulda, hefðu nú þegar
varið 40 milljónum Bandaríkjadala
(yfir tveim milljörðum ÍSK) til hjálp-
ar flóttamönnunum. Þá sakaði hann
stjómvöld á Vesturlöndum um að
loka augunum fyrir ástandinu í
flóttamannabúðunum, og einblína
um of á mun færri Vesturlandabúa
í Kúvæt og írak. Japanskur sendi-
ráðstalsmaður tilkynnti í gær að
Japanir ætluðu að veija 12 milljón-
um Bandaríkjadala (um 600 millj-
ónum ÍSK) til koma asískum flótta-
mönnum til síns heima.
íranir fóru í gær fram á aðstoð
alþjóðlegra hjálparstofnana til að
annast um hálfa milljón flótta-
manna frá írak og Kúvæt sem vilja
fara um íran á leið heim.
Yfirvöld í Indlandi hafa reiðst því
að fá ekki leyfi Sameinuðu þjóðanna
til að senda mat til 167.p00 Ind-
veija í Kúvæt og 10.000 í írak. Þau
hvöttu á föstudag til alþjóðlegs
átaks til hjálpar flóttafólkinu. Ut-
anríkisráðherra Indlands, Kumar
Gujral, hefur staðfest að írakar
hafí tilkynnt að þeir muni ekki
leyfa Indveijum að senda flugvélar
eða fleiri skip eftir Indveijunum,
sem eru í írak og Kúvæt, nema
þeir sendi mat þangað í staðinn.
Fyrstu flóttamennirnir sem fara sjó-
leiðis frá Kúvæt — nokkur hundruð
Indveijar, aðframkomnir af hungri
og þorsta — komu til Dubai í gær.
Fljúga átti með fólkið í íraskri leigu-
vél til Indlands í gær og í dag.
írosk flugvél, sem Bandaríkja-
menn tóku á leigu, fór frá Bagdad
til Amman í gær með 166 Banda-
ríkjamenn, aðallega konur og börn.
írösk leiguflugvél flutti einnig hóp
Kanadamanna frá ' Kúvæt til
Bagdad á fímmtudag og flaug síðan
með fólkið áfram til Tyrklands.
Áhugamenn um andleg
mál ogheimspeki athugið!
Námskeið samhliða leshring verða haldin vikulega á
vegum áhugamanna um heimspeki.
Viðfangsefnið erþróunarheimspeki ogsálarheimspeki.
Byrjað verður á bókinni
Bréf um dulfræðiiega hugleiðingu eftir Alice
A. Bailey og tíbetska ábótann Djwhal Khul.
Þátttökugjald er kr. 1.500,- á mánuði.
Upplýsingar í síma 91-79763.
Samtök áhugamanna um heimspeki.
U0SHEIMAR
N0RRÆNIHEILUNARSKÓLINN
Norræni heilunarskólinn hefst 22. september.
Kennt verður í tveimur óföngum.
1. ófangi: Innri líkami mannsins, óran og
orkustöðvar. Hugleiðslutækni og sjólfsvernd.
2. ófangi: Andleg uppbygging og þróun
mannsins, karma og endurholdgun. Hin sjö svið,
geislarnir, vatnsberaöldin, meistarar, tívar,
geimverur o.fl.
Ennfremur hugleiðslu-, orku- og heilunaræfingar.
Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn
1 3. september kl. 20.00 ó Laugavegi 163.
Innritun í símum 674373 og 74074.
íslenska heilunarfélagió
Herkostnaður Bandaríkjamanna:
Saudi-Arabar leggja
fram milljarða dala
Washington^ Taif í Saudi-Arabíu. dpa.
STJÓRNVÖLD í Saudi-Arabíu hafa lýst sig reiðubúin að taka þátt
í kostnaði Bandaríkjamanna vegna viðbúnaðarins við Persaflóa og
munu leggja fram milljarða Bandaríkjadala í þessu skyni. Var þessi
niðurstaða kunngerð eftir fund'þeirra James Bakers, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og Fahds, konungs Saudi-Arabíu, á fimmtu-
dagskvöld.
Fundur þeirra Bakers og Fahds
konungs fór fram í höll konungsins
í Jeddah og stóð hann í rúma
klukkustund. Háttsettur saudi-
arabískur embættismaður sagði að
enginn ágreiningur hefði komið upp
á fundinum og að full samstaða
hefði náðst um framlag Saudi-
Araba.
Embættis-
menn sögðu
Fahd hafa
heitið því að
láta hluta af
gríðarleg-
um olíutekj-
um ríkisins
af hendi í
þessu skyni
og væri um
milljarða
dala að
ræða.
Óstaðfestar
fréttir
hermdu að
samið hefði
verið um að
Saudi-Arabar legðu fram allt það
vatn og eldsneyti sem herlið Banda-
ríkjamanna notaði í landinu auk
þess sem konungurinn hefði heitið
því að greiða kostnaðinn við að
senda herliðið til Saudi-Arabíu að
fullu. Bandaríkjamenn hyggjast
auka enn frekar viðbúnaðinn við
Persaflóa a.m.k. fram til áramóta.
Er talið að kostnaðurinn við að
senda það viðbótarherlið sem ætlað
er að treysta enn frekar varnir
Saudi-Arabíu verði ekki undir sex
milljörðum Bandaríkjadala (rúmum
330 milljörðum ÍSK). Þá er talið
að herkostnaðurinn í mánuði hveij-
um nemi einum milljarði dala,-hið
minnsta.
Ónefndur bandarískur embættis-
maður sagði ástæðu til að ætla að
framlag Saudi-Araba ásamt loforð-
um um fjárstuðning bæði frá Evr-
ópu og Japan færi nærri því að
greiða herkostnaðinn fram til ára-
móta að fullu.
Bandaríski utanríkisráðherrann
átti einnig fund með furstanum í
Kúvæt, Jaber al-Ahmad al-Sabah,
sem dvelst í útlegð í Saudi-Arabíu.
Lýsti furstinn sig reiðubúinn til að
taka þátt í kostnaðinum vegna
Persaflóadeilunnar.
Reuter
James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á
fundi með Fahd, konungi Saudi-Arabíu, í höll Fahds í
borginni Jeddah.
GEBA innréttingar frá
Vestur- Þýskalandi, viðurkenndar
fyrir góða hönnun.
BIGA innréttingar frá Danmörku.
600 litir til að velja úr ásamt mörgu
öðru.
PROFIL innréttingarfrá Danmörku.
Stuttur afgreiðslufrestur og frábært
verð.
SEPTEMBER tilboðið okkar er
frá PROFIL.
Kynnið ykkur verð og gæði.
nú um helgina.
OPIÐ LAUGARDAG KL. 11-15
OPIÐ SUNNUDAG
ÍWVAL
OPIÐ LAUGARDAG KL. 11-15
OPIÐ SUNNUDAG KL. 13-16
Nýbýlavegi 12200 Kópavogur
Sfmi 44011. Pósthótf 167.
Það er opið hús hjá Innvali um
helgina. Við bjóðum alla velkomna
til að kynna sér...