Morgunblaðið - 08.09.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
23 ■*-
i
~r
Þorsteinn Pálsson hylltur af þjóðþingi Litháens, eftir að hann ávarpaði þingið á setningardegi þess
síðastliðinn þriðjudag.
ens og Þorsteinn Pálsson.
til sem
látan
janna
í alþj óðavettvangi
listlandi.
að ég teldi eðlilegt að þeir fengju
einhvers konar áheyrnaraðild að
Norðurlandaráði og tel rétt að
þeim verði boðið að koma á næsta
fund Norðurlandaráðs og flytja
þar sitt mál.“
Frá leiksýningnm til þjóðþinga
Þorsteinn segir að nú sé staða
Eystrasaltsþjóðanna sú, að verið
sé að undirbúa samningaviðræður
við Sovétríkin um sjálfstæði þjóð-
anna og lögð hafi verið fram drög
að viðræðugrundvelli. „En Gorb-
atsjov hefur bara lagt fram þessar
nýju tillögur um einingu Sovétríkj-
anna sem fela í raun og veru í sér
aukið miðstjórnarvald að þeirra
mati. Þeir eru líka í viðræðum við
Jeltsín um efnahagsmál og reyna
að ná samkomulagi við hann um
þau efni.
Inn á við eru þeir svo að byija
að undirbúa þessar breytingar.
Gömlu þingin eru að breytast úr
eins konar leiksýningum þar sem
haldnir voru þingfundir tvisvar á
ári, einn dag í hvort skipti, yfir í
raunverulegt íjölflokka þingræði.
Þessar breytingar eru allar að
gerast, stjórnmálaflokkarnir eru
að myndast. Svo eru þeir að byija
að ræða um nýskipan efnahags-
mála. Við fylgdumst með utnræð-
um sem byijuðu strax á fyrsta
þingdegi í Litháen um möguleika
á því að stofna sérstakan banka,
sem gæti tekið upp alþjóðleg við-
skipti, og rofið peningatengslin við
Sovétríkin.
Líkt og kosningabarátta á
síðasta snúningi
Þetta er óskaplega flókið og
margbreytilegt, en ástandið er líka
sérkennilegt, maður hefur það á
tilfmningunni að maður sé að
koma inn í kosningabaráttu á
síðasta snúningi, það er allt á svo
mikilli fleygiferð og kerfíð er svo
óundirbúið. Þegar eistneski ráð-
herrann, Lippmaa, kom til að
kveðja okkur í morgun, þá var
hann nýkominn frá því að keyra
son sinn niður á höfn, af því að
hann þurfti'að láta strákinn fara
yfir til Helsinki til að koma stjórn-
arpósti áleiðis. Þeir treysta ekki
og geta ekki treyst póstkerfinu
heima. Það virkar einfaldlega ekki
eða þá of seint. Svona er þetta allt
í mikilli geijun.“
Ríkisstjórnin viðurkenni strax
sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna
Þorsteinn segist munu flytja til-
lögu á Alþingi strax í haust um
viðurkenningu á fullveldi Litháen,
ef þörf krefji. „Ég vona auðvitað
að um það geti orðið samkomulag
fyrr, að ríkisstjórnin fallist á að
.viðurkenna fullveldi og sjálfstæði
allra Eystrasaltsríkjanna þriggja.
Ég tel að það væri lang skynsam-
legast að slík ákvörðun yrði tekin
strax og að ríkisstjórnin gerði það
óg dragi ekki lengur, því að þetta
.er líka spurning um tYma fýrir
Eystrasaltsríkin. En ef ekkert
verður af því, þá mun ég taka
málið upp á þinginu.“ En þeir tóku
fram að þeir væru ánægðir með
viðbröögð utanríkisráðherra Jóns
Baldvins að því er varðar óskina
um áheyrnaraðild að ráðstefnunni
um öryggi og samvinnu í Evrópu.
Þorsteinn kveðst sjá fyrir sér
aukin samskipti íslands og Eystra-
saltsríkjanna og vill að við stuðlum
að því. „Til að mynda eigum við
að bjóða hingað þingmönnum frá
þessum ríkjum og ég held að það
sé eðlilegt að stuðla að menning-
arsamskiptum þarna á milli. í Lit-
háen eiga þeir nokkurn jarðhita
og þeir spurðu mikið um það hvort
þeir gætu fengið héðan sérfræð-
iaðstoð í þeim efnum varðandi
hugsanlega nýtingu. Ég held að
það fari þannig ekki á milli mála
að hægt er að koma á tengslum
á mörgum sviðum.
Réttlátur málstaður
Þeir eru með réttlátan málstað
og að mínu mati ber okkur skylda
til, sem smáþjóð, að styðja þann
málstað. Því er ekki að leyna að
stóru ríkin í Atlantshafsbandalag-
inu, Bandaríkin, Bretland og
Frakkland, hafa tekið Þýskalands-
málið fram yfir öll önnur mál og
látið málefni þessara ríkja sitja á
hakanum. Maður finnur ákveðna
gremju í garð þessara stóru lýð-
ræðisríkja, hvernig þau hafa
gleymt Eystrasaltsríkjunum, þeir
spyija núna: Af hveiju er brugðist
svona skjótt við í Kúvæt, en það
vilja allir gleyma okkur? Mér finnst
þetta vera skýr rök og skýr skila-
boð til þessara ríkja og við eigum
ekki að láta Bandaríkjamenn eða
Breta stjóma afstöðu okkar í þessu
efni, við eigum að taka sjálfstæða
ákvörðun og sjálfstæða afstöðu.“
Eiga íslendingar þá að halda á
loft málflutningi innan NATO?
„Hvarvetna eigum við að gera
það,“ segir Þorsteinn. „Á þeim
vettvangi eigum við að gera grein
fyrir okkar afstöðu og leggja
áherslu á að vestrænar þjóðir
styðji sjálfstæðisbaráttu þessara
ríkja. Ég held að við höfum þarna
tækifæri til þess að láta gott af
okkur leiða. Það verður mikils
metið og það mun hafa áhrif. Við
höfum tækifæri til þess að láta
gott af okkur leiða og hafa raun-
veruleg áhrif á alþjóðavettvangi
með því að taka myndarlega og
einarðlega á þessu máli á grund-
velli þeirra miklu þjóðahagsmuna
sem þarna eru í húfí og þess rétt-
ar sem þessar þjóðir byggja á. Þær
hafa alveg ótvíræðan rétt að al-
þjóðalögum til þess að endurreisa
sjálfstæði sitt.“
Eining um sjálfstæðismálið
Stjórnmálaflokkar eru þegar
orðnir margir í Eystrasaltsríkjun-
um og þeim fjölgar ört. „Það var
mjög fróðlegt að hitta og ræða
við fulltrúa og forystumenn allra
þessara nýju flokka sem eru að
mótast. Þeir eru sammála í öllum
grundvallaratriðum í sjálfstæðis-
málinu, en leggja auðvitað mis-
munandi áherslur á stjórn efna-
hagsmála eins og gerist og gengur
í vestrænum ríkjum, en mér virð-
ist vera almennur og mikill meiri-
hlutastuðningur við að taka upp
markaðskerfi. Þeir hafa jafnvel
Kvennalista í Litháen, þeir eiga
allavega það sameiginlegt með
okkur.“
Næturlestur á laun
Þorsteinn segir flokkana eiga
sér ákaflega fjölskrúðugan bak-
grunn og sumir hveijir eiga rætur
langt aftur í tímann. „Á kúgun-
artímabilinu hafa þeir viðhaldið
menningarsamtökum af ýmsu
tagi, þar sem sjálfstæðisbaráttan
blómstraði. Þessi samtök útdeildu
bókum á laun og einn forystumað-
ur þeirra sagði við mig: Svo skaltu
muna það, að menn gleyma miklu
síður því sem þeir lesa, og þurfa
að lesa, að næturlagi á laun. Þann-
ig hafa þeir viðhaldið þjóðarvit-
undinni. Þetta eru einkum
menntamenn, vísindamenn, sem
eru að taka forystu í þessum sam-
tökum. Þeir virðast víðast hvar
vera í forystu fyrir nýjum samtök-
um og flokkum. En, allt er þetta
í mótun ennþá og á vafalaust eft-
ir að taka miklum breytingum.
Ég sagði þeim að það hefði nú
tekið býsna langan tíma að móta
flokkakerfið á Islandi, þannig að
þeir þyrftu nú ekki að hafa miklar
áhyggjur þótt það gerðist ekki
allt á nokkrum mánuðum,“ sagði
Þorsteinn Pálsson.
Jóhanna
Bogadóttir
sýnir í SPRON
SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og
nágrennis opnar niyndlistarsýn-
ingn í útibúinu Álfabakka 14,
Breiðholti, sunnudagin 9. septem-
ber klukkan 14-17. Sýnd verða
verk eftir Jóhönnu Bogadóttur.
Sýnd verða um 20 myndverk,
málverk og oliukrítarteikningar
og grafík með blandaðri tækni.
Jóhanna er fædd í Vestmannaeyj-
um árið 1944. Hún var við listnám
í listaháskólanum í París, Stokkhólmi
og víðar.
Jóhanna hefur haldið fjölda einka:
sýningar hér á landi sem erlendis: í
Unuhúsi 1968 og 1971. Gallerí SÚM
1976, í Norræna húsinu 1983, 1985
og 1986. Einnig á Kjarvalsstöðum
1989, í Svíþjóð í Örebro árið 1979,
á Öland 1983, í Taidegraafikotgall-
erí, Helsinki Konsthall Studio árið
1982 og í Gallerí Duetto' Helsinki
1989.
Verk Jóhönnu eru í eigu ýmissa
safna erlendis sem innanlands auk
einkaaðila. Sýningin að Álfabakka
14 mun standa yfir til 30. október
nk. og verður opin frá mánudegi til
föstudags, frá kl. 9.15-16.00, þ.e. á
opnunartíma útibússins.
Sýningin er sölusýning.
i IfSa > i '
Eitt af verkum Huldu Hrannar.
Opnar sýn-
ingu í Gall-
erí einn einn
HULDA Hrönn Ágústsdóttir opn-
ar sýningu sína í Gallerí einn einn,
Skólavörðustíg 4a, laugardaginn
8. september klukkan 15.
Hulda er fædd í Reykjavík árið
1965, en hún útskrifaðist úr Fjöltæk-
nideild Myndlista- og handíðaskóla
íslands vorið 1990.
Sýningin stendur til 20. september
og er opið daglega frá klukkan
14-18.
Svanhvít Egilsdóttir.
Lokatónleikar
söngnámskeiðs
Lokatónleikar söngnámskeiðs
Svanhvítar Egilsdóttur, Olafs Vignis
Albertssonar og Hólmfríðar Sigurð-
ardóttur verða í Menningar- og lista-
stofnuninni Hafnarborg, Strandgötu
34, Hafnarfirði, í dag laugardaginn
8. september klukkan 18.
Á aðaltorginu í Tallinn, höfuðborg Eistlands. Þar eru daglega útifund-
ir þar sem heitar umræður fara fram um stjórnmál, jafnt milli manna
á torginu sem í kassaræðum mælskumanna.