Morgunblaðið - 08.09.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
25
Minning:
Kristinn Fríðriks-
son — Stykkishólmi
Föstudaginn 31.ágúst síðastlið-
inn lést vinur minn Kristinn Frið-
riksson. Osjálfrátt leitar hugur
minn til baka.
Fyrstu kynni mín af Kristni voru
fyrir 18 árum við spilaborðið á spila-
kvöldi í Bridsfélagi Stykkishólms
en hann var einn af stofnendum
félagins.
Er árin liðu urðu samskiptin
meiri og var oft tekið í spil á heim-
ili þeirra Kristins og Þóru og notið
gestrisni þeirra og höfðingsskapar
sem seint gleymist.
Ófá voru þau bridsmótin sem
Kristinn og meðspilarar hans unnu,
en lengst var sonur hans Ellert
hans makker.
Kristinn var án efa besti brids-
spilari okkar, og það kom því ekki
ekki á óvart að hann skyldi verá
valinn bridsmaður ársins á Snæ-
fellsnesi í fyrsta skipti sem sú út-
nefning var gerð síðastliðið vor.
Vandaður brids var hans aðals-
merki og voru spilin látin tala, þótt
oft væri gaman að gantast og sleg-
ið á létta strengi.
Kristinn var mikill keppnismaður
og ef spilamennskan dróst fram
yfir miðnætti vildi hann ógjarnan,
fara heim fyrr en úrslit lágu fyrir.
Við félagarnir í bridsfélagi Stykkis-
hólms munum sakna hans mikið
og skarð hans við spilaborðið verður
seint fyllt.
Annað áhugamál sem við áttum
sameiginlegt var knattspyrnan. Á
leiki Snæfells lét Kristinn sig ekki
vanta sama hvort það var meistara-
flokkur eða yngri flokkar að keppa.
Þar var hann, mættur til að hvetja
sitt lið til dáða, slíkir stuðningsmnn
eru ómetanlegir fyrir lítið félag eins
og Snæfell.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég minnast hans Kristins. Þar
er genginn hjartahlýr og góður
drengur.
Þóra mín, Ellert, Marinó, Friðrik,
Jón Steinar.-tengdadætur og barna-
böm. Ég og fjölskylda mín vottum
ykkur innilega samúð okkar.
Guð veiti ykkur styrk í sorg ykk-
ar. Minningin um góðan dreng lifir.
Eggert Sigurðsson
Gott, þú góði og trúi þjónn.
Yfír litlu varstu trúr,
yfír mikið mun ég setja þig.
Gakk inn í fógnuð herra þíns. (Matt. 25,21.)
Þessi orð heilagrar ritningar
flugu mér í hug er ég frétti að Kiddi
frændi hefði orðið bráðkvaddur á
vinnustað sínum. Samviskusamari
mann gagnvart því sem honum var
trúað fyrir er vandfundinn. Ungur
tók hann að sér verkstjórn yfir hópi
fólks sem vann að sköpun verð-
mæta til bættra lífskjara. Því starfí
gegndi hann hátt í hálfa öld, með
þeim hætti að oft mun verða til
þess vitnað. Sú aðferð sem Kristinn
notaði til að laða fram starfsgleði
og vinnuafköst hjá mönnum sínum
verður ekki lærð af bókum, heldur
með ræktarsemi við þá mannlegu
eiginleika sem Guð færir hverjum
og einum í vöggugjöf. Víst er að á
löngum ferli sem verkstjóri hefur
hann komið mörgum í skilning um
að vinnan göfgar manninn.
Kiddi var til í mínum fyrstu minn-
ingum. Hann og pabbi höfðu byggt
sér hús saman og var innangengt
á milli íbúða. Okkur krökkunum
þótti það eftirsóknarvert að hlusta
á Kidda segja skopsögur úr daglega
lífinu. Hann var sérdeilis næmur á
hinar spaugilegustu hliðar hvers-
dagsins. Allt var þetta græskulaust
gaman sem engan meiddi. En al-
vara lífsins var skammt undan.
Slæpingsháttur og agaleysi voru
eitur í beinum Kristins og hann fór
ekki dult með það álit sitt að heim-
ur versnandi fer. Var ekki laust við
að mörgum þætti hann stundum
fullur svartsýni. Þess ber þó að
gæta, að þeir eru fáir núorðið sem
standast þær kröfur sem Kiddi
gerði til sjálfs síns hvað þetta varð-
ar.
Allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu
bræðra,
það hafið þér gjört mér. (Matt. 25, 40)
Kristinn bar sérstaka umhyggju
fyrir þeim sem minna máttu sín.
Bernskuminningarnar geyma
marga þá sem komu í heimsókn til
Kidda og Þóru. Mörgum lítilmagn-
anum hefði ævin orðið erfíðari ef
Kiddi hefði ekki orðið á vegi þeirra.
Sökum eiginleika sinna varð ekki
hjá því komist að Kristinn hefði
áhrif á þá sem nutu hans samfylgd-
ar. Oft hefur mér verið hugsað til
hans, þegar minnt er á hið eftir-
sóknarverða í lífinu og svo mun
verða áfram. Ég kveð kæran
frænda minn með söknuði en þakk-
látum huga.
Elsku Þóra. Drottinn styrki þig
of fjölskylduna alla í þeirri miklu
sorg sem þið hafið mætt.
Halldór Árnason
Nú þegar ég sest niður við að
rita minningar og þakklætisorð til
míns góða frænda og vinar, fínnst
mér erfiðast að trúa því, að hann
sé ekki lengur á meðal okkar. Ég
vissi að hann var orðinn þreyttur,
því hann unni sér aldrei hvíldar, en
verkstjórn hans og vinnubrögð voru
slík að ég sá aldrei neina uppgjöf.
Kristinn fæddist á Eskifírði 14.
febr. 1922. Hann var 3. barn þeirra
Elínborgar Þorláksdóttur og Frið-
riks Ámasonar, síðar hreppstjóra.
Vorum við þannig systkinabörn í
báðar ættir. Hann var ekki gamall
þegar hann var heimilinu liðsauki
og viljinn ódrepandi. Þegar hann
' óx úr grasi voru honum flestar leið-
ir til vinnu opnar, jafnvel á hinum
alræmdu kreppuárum. Gat hann því
lagt búi fóreldra sinna lið sem var
bæði stórt og gestkvæmt. Alls voru
systkini hans 8. Hann vann bæði
heima og á vertíð í Sandgerði,
meðal annars með þeim kunna skip-
stjóra Sigurði Magnússyni, sem mat
Kristin vel og hóldu þeir vináttu
alla stund og eftir lát Sigurðar,
hélt kona hans jafnan vináttusam-
bandi við Kristin.
Árið 1945 vantaði Sigurð
Ágústsson frystihússtjóra og fyrir
tilmæli mín, réðst Kristinn í starfið.
Hann kom hingað 19. nóv. 1945.
Og hér varð hans starfsvettvangur
alla tíð. Vel gekk honum að um-
gangast og halda starfsfólki og
jafnvel hafa sumir starfað með hon-
um allan tímann. Og eitt sem ekki
má gleymast. Þeir sem minnimáttar
voru áttu gott skjól hjá honum.
Þeim reyndist hann sem besti faðir.
Ekki voru þau mörg fríin sem Krist-
inn tók um dagana. Starfið var hluti
af sál hans og það sat fyrir. Hann
var alltaf á sínum stað. Gætti alls
vei og það kunnu húsbændur hans
að meta. Nokkru eftir komu sina
hitti hann Þóru Sigurðardóttur sem
varð hans trausti lífsförunautur. Á
þessum tíma vorum við Ingibjörg
ákveðin að rugla saman reitum, en
ekkert húsnæði var til staðar. Það
varð því að byggja. Og við ákváðum
því að byggja hús í sameiningu og
vorum svo heppin að fá hinn mæta
mann Óskar Ölafsson byggingar-
meistara til að standa fyrir smíði
hússins. Við hófum því að byggja
vorið 1947, en þá var mjög erfitt
að fá byggingarefni og það sem
þurfti til búskapar. Ekkert fékkst
nema gegn skömmtunarmiðum sem
ekki voru stórir þá. Lóð fengum við
fram á klettum og þurfti mikið að
sprengja. Þá var hann Pétur í Viðvík
okkur betri en enginn. En húsið
komst upp. Já, og hann Kristinn
var duglegur og man ég ekki til
þess að öll hans vinna hafi verið
færð á byggingarreikning. En án-
ægja erfiðisins var stór. Fyrri hluta
1948 var húsið „tilbúið“ og á þessu
ári giftum við Kristinn okkur og
fluttum inn. í þessu húsi bjuggum
við hlið við hlið í 18 ár er ég flutti
í hús Pósts og síma. Aldrei man
ég til þess að skuggi félli á þetta
sambýli eða með börnum okkar.
Þau voru alltaf leiksystkin. Öll fædd
í þessu húsi.
Og jafnvel þótt við Ingibjörg
flyttum í annað húsnæði, var ein-
ingin sú hin sama. Þau Þóra og
Kristinn eignuðust 4 syni, Ellert,
viðskiptafræðing og framkvæmda-
stjóra hjá Sig. Ágústsson. Kona
hans er Jóhanna Bjarnadóttir og
eiga þau heima í Stykkishólmi, og
eiga 3 syni. Marinó, tölvufræðing,
maki Margrét Halldórsdóttir, búsett
í Garðabæ, Friðrik Sæmund, söng-
kennara. Kona hans Þórdís Helga-
dóttir hárgreiðslumeistari, eiga
dóttur og búsett í Reykjavík og Jón
Steinar, maki Sigrún Hansdóttir og
eiga þau einn dreng. Þau eru bú-
sett í Stykkishólmi.
í 65 ár fylgdumst við Kristinn
að, leituðum hvor til annars. Hann
tók dýrmætan arf úr foreldrahúsum
og varðveitti. Þeim arfí deildi hann
með samborgurum sínum. Hjálp-
semi Kristins munu margir minn-
ast. Kristinn var söngmaður góður
eins og hann átti kyn til, en því var
ekki flíkað um of. Eitt af hans
mestu hugðarefnum var að spila
bridds og þar var hann fær. Hann
var reglusamur alla ævi og mikill
heimilismaður. Og það var hljóður
bær hér, þegar fréttin um andlát
hans barst eins og reiðarslag út um
bæinn. Fólkið fann að það hafði
misst góðan samferðamann og
bærinn nýtan ogtraustan borgara.
Megi landið okkar eignast marga
slíka.
Blessuð sé minning hans og inni-
leg samúð til allra ástvina.
Ingibjörg og Árni Helgason
Kristinn Friðriksson, frystihús-
stjóri, Stykkishólmi, varð bráð-
kvaddur á vinnustað sínum 31.
ágúst sl. Með Kristni er genginn
samviskusamur atorkumaður, sem
átti fáa sína líka.
Kristinn fæddist á Eskifirði 14.
febrúar 1922, sonur hjónanna Elín-
borgar Þorláksdóttur og Friðriks
Árnasonar, hreppstjóra, sem lést í
hárri elli 26. júlí sl.
Til Stykkishólms flutti Kristinn
haustið 1945. Var hann þá ráðinn
til starfa hjá fyrirtæki Sigurðar
Ágústssonar, útgerðarmanns. Allar
götur síðan, í 45 ár, helgaði Krist-
inn þessu fyrirtæki starfskrafta
sína.
Kristinn var ómetaniegur starfs-
maður. Hann var dugnaðarforkur,
ósérhlífinn og einstaklega trúverð-
ugur. Hann var vakandi og sofandi
yfir velferð fyrirtækisins og eigum
við velgengni þess ekki síst honum
að þakka. Slíkra manna er gott að
minnast. Og af slíkum mönnum er
margt hægt að læra.
Mikil mannaforráð hafði Krist-
inn, sem stjórnandi á stórum vinnu-
stað áratugum saman. Og þótt hann
á stundum gæti virst hijúfur vissu
allir að grunnt var á góðmennsk-
unni, kímninni og að hann mátti
ekkert aumt sjá.
Kristinn var einstaklega barn-
góður maður og margan unglinginn
í Hólminum hefur hann leitt fyretu
sporin í átt til dugnandi þegns í
okkar litla byggðarlagi.
Þótt Kristinn væri á yfirborðinu
alvörumaður var hann mikill „húm-
oristi“ og á góðum stundum gat
hann verið hrókur alls fagnaðar.
Hann var góður bridsspilari og við
spilaborðið naut hann sín vel.
Kristinn var hamingjumaður í
einkalífí sínu. Hann var kvæntur
Þóru Sigurðardóttur, sem er' frá
Stykkishólmi. Þau eignuðust 4 syni.
Þeir eru: Ellert, framkvæmdastjóri
hjá Sigurði Ágústssyni hf., maki
Jóhanna Bjarnadóttir. Marinó, bú-
settur í Reykjavík, maki Margrét
Halldóredóttir. Friðrik, búsettur í
Reykjavík, maki Þórdís Helgadóttir.
Jón Steinar, starfsmaður hjá Sig-
urði Ágústssyni hf., maki Sigrún
Hansdóttir.
Þegar við nú kveðjum vin okkar
og samstarfsmann, er okkur eig-
endum Sigurðar Ágústssonar hf.
og starfsfólki fyrirtækisins til lands
og sjávar efst í huga þakklæti fyrir
tryggð hans og góðvild alla tíð.
Guð blessi minningu hans.
Rakel og Ágúst
í dag laugardaginn 8. september
verður til moldar borinn frá Stykk-
ishólmskirkju Kristinn Friðriksson
verkstjóri í Stykkishólmi. Kristinn
lést við vinnu sína föstudaginn 31.
ágúst sl.
Kristinn var fæddur á Eskifirði
14. febrúar 1922, sonur hjónanna
Friðriks Árnasonar hreppstjóra þar
og Elínborgar Þorláksdóttur. Krist-
inn ólst upp í foreldrahúsum á Eski-
fírði og hóf strax við fermingu að
vinna við sjómennsku og öll þau
störf sem tengjast útgerð og físk-
vinnslu. Lengst af var Kristinn á
aflaskipinu Víði frá Eskifirði sem
m.a. var við síldveiðar. Þess tíma
minntist Kristinn með ánægju og
þeirra sjómanna sem þar störfuðu
með honum.
Árið 1945 urðu þáttaskil hjá
Kristni er hann fluttist frá fæðing-
arbænum til Stykkishólms og réðist
sem matsmaður og verkstjóri til
Hraðfrystihúss Sigurðar Ágústs-
sonar. Hjá því fyrirtæki starfaði
hann allt til dauðádags af einstakri
trúmennsku og ósérhlifni.
Árið 1948 kvæntist Kristinn eft-
irlifandi eiginkonu sinni Þóru dóttur
hjónanna Sigurðar Marinós Jó-
hannssonar verkamanns og
Hansínu Jóhannesdóttur sem lifír í
hárrri elli í Stykkishólmi.
Börn þeirra Kristins og Þóru eru:
Ellert, framkvæmdastjóri og forseti
bæjarstjórnar, í Stykkishólmi
kvæntur Jóhönnu Bjarnadóttur og
eiga þau synina Bjarna Sveinbjörii,
Kristin Þór og Hannes Marinó;
Marinó, starfsmaður hjá Skýrr í
Reykjavík, sambýliskona hans er
Margrét Halldórsdóttir; Friðrik
Sæmundur, tónlistarkennari í
Kópavogi, kvæntur Þórdísi Helga- "
dóttur og eiga þau dótturina Þóru
Sif; Jón Steinar starfsmaður hjá
Sigurði Ágústssyni hf. Stykkis-
hólmi sambýliskona hans ér Sigrún
Hansdóttir og eiga soninn Garðar
Þór.
Starfsvettvangur Kristins var við
fiskvinnslu í Stykkishólmi í fjörutíu
og fimm ár. Starfíð átti hug hans-*
allan og hefur hann fylgst vel með
og verið áhugasamur þátttakandi í
þeirri þróun, sem hefur orðið í með-
ferð og vinnslu sjávarafurða ekki
síst við skelvinnsluna. Var hann
vakandi og sofandi með hugann við
framleiðsluna og afkomu vinnsl-
unnar allt frá því fískurinn kom á
land til þess að framleiðslan var
kominn á markaðinn.
En Kristinn átti sér einnig
áhugamál sem hann stundaði af
kappi líkt og flest sem hann tók
sér fyrir hendur. Brids var honum
ekki aðeins tómstundagaman held-
ur heilagt viðfangsefni sem hann
hóf kornungur að fást við og naufy __
þess mjög að spila. íþróttir voru*
honum einnig mikið áhugamál og
þá aðallega knattspyrnan sem hann ■
iðkaði á yngri árum og fylgdist með
alla tíð.
Það var á knattspyrnuvellinum á
Görðum í Staðarsveit sem ég kynnt-
ist Kristni fyrst, en þá var hann
þar með ungum Hólmurum sem
síðar urðu mér kunnungir sam-
starfsmenn. Framganga þessa
hægláta manns einkenndist af festu
og yfirvegun, en um leið glettni on
frásagnargleði.
Kristinn var hlédrægur maður
og tranaði sér hvergi fram. Áhugi
hans á stjórnmálum fór þó ekki
leynt. Kristinn var flokkshollur og
samkvæmur í trausti sínu á Sjálf-
stæðisflokkinn á hvetju sem gekk.
Á sama hátt og í starfi hans við
fískvinnsluna var hver dagur að
hans mati þýðingarmikjil í vinnu
fyrir flokkinn og þá sem hann
studdi. Var hann óþreytandi við að
leita að næsta útspili í stjórnmálum
líkt og við spilaborðið. Vildi hann
að hver leikur væri þrauthugsaður
og hefði ótvíræðan tilgang.
Kristinn festi rætur sfnar í Stykk-
ishólmi þar sem hann eignaðist
gott heimili og samhenta fjölskyldui*
Hann var einlægur Hólmari sem
bar hag bæjarins mjög fyrir brjósti
og lagði mikið til sjálfur og með
sínu fólki. Engu að síður var spegil-
slettur Eskifjörðurinn og æsku-
byggðin þar honum kær og oft
minntist hann góðra daga þar með
ættingjum og vinum.
Að leiðarlokum er Kristinn
kvaddur með þökk og virðingu. Ég
og fjölskylda mín vottum Þóru og
fjölskyldunni innilega samúð.
Sturla Böðvarsson
DANSSKÓLIAUÐAR HARALDS
Afhending skírteina hefst
sunnudaginn 9. september.
REYKJAVÍK: í Gerðubergi, Breiðholti, KR-
heimilinu v/Frostaskjól, Tónabæ og Skeifunni
11 B (opið í Skeifunni frá kl. 13-19).
GARÐABRÆ: í Garðalundi frá kl. 13-16.
KEFLAVÍK: í Hafnargötu 31 frá kl. 13-16.
VOGAR: í Glaðheimum frá kl. 17-19.
Kennsla hefst mánudaginn 10. september.
Euro-Visa raðgreiðsiur.
DA/VSS
AUÐAR HARAIDS