Morgunblaðið - 08.09.1990, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
KAUPSTAÐIRNIR þrír við Eyjafjörð gengu formlega í Héraðsnefnd
Eyjafjarðar í fyrradag við undirritun samninga þar að lútandi. Alls
á 21 fulltrúi sæti í nefndinni, en í héraðsráði, sem fer með umboð
^iéraðsnefndar á milli funda eiga sæti 5 fulltrúar. Verkefni nefndar-
innar eru margvísleg, en þau máf sem einkum hafa verið á döfínni
að undanförnu hafa snúið að álmálinu.
Héraðsnefnd Eyjafjarðar tók til
starfa í desember árið 1988, en hún
leysti gömlu sýslunefndirnar af
hólmi. Auk þeirra sveitarfélaga sem
mynduðu sýslunefnd Eyjafjarðar
bættist Grýtubakkahreppur við. Nú
hafa kaupstaðirnir þrír, Olafsfjörð-
ur, Dalvík og Akureyri bæst við
héraðsnefndina og var skrifað und-
Heimarækt-
un þéttbýl-
isbúaekki
skattlögð
Morgunblaðinu hefur bo-
rist eftirfarandi tilkynning
frá skattstjóranum í Norður-
landsumdæmi eystra, Gunn-
ari Rafni Einarssyni:
„í tilefni af umræðu fjöl-
miðla um skattskylda garðá-
vexti og ber skal tekið fram,
að svör skattstjóra Norður-
landsumdæmis eystra í því
sambandi hafa einungis verið
efnisleg. Ekki hefir staðið til
að skattleggja heimaræktun
þéttbýlisbúa í Norðurlandsum-
dæmi eystra fremur en annars
staðar í landinu.
Fram hefur komið, að sam-
kvæmt túlkun embættis ríkis-
skattstjóra er hér ekki um
skattskyldar -tekjur að ræða.
Sú túlkun gildir að sjálfsögðu
í Norðurlandsumdæmi eystra
sem og öðrum skattumdæm-
um.“
ir nýjan samningþar um í fyrradag.
í héraðsnefnd eiga sæti fulltrúar
12 sveitarfélaga í Eyjafirði, 2 frá
Dalyík og 2 frá Ólafsfirði og 5 frá
Akureyri eða samtals 21 fulltrúi.
Hérðasnefnd kemur sama a.m.k.
tvisvar á ári, á vor- og vetrarfund,
en héraðsráð, sem fer ineð málefni
nefndarinnar á milli funda, kemur
saman eftir þörfum. í héraðsráði
eru 5 fulltrúar, einn frá hveijum
kaupstað og tveir frá sveitarfélög-
unum.
„Ég vona að þetta verði heilla-
spor fyrir héraðið að fá kaupstaðina
í nefndina," sagði Guðný Sverris-
dóttir, sveitarstjóri í Giýtubakka-
hreppi, en hún er formaður Héraðs-
nefndar Eyjafjarðar.
Morgunblaðið/Runar Þor
Þær Olga Loftsdóttir og María Loknar starfa hjá Alafossi hf. á Akureyri, Olga er nýbyrjuð að vinna þar,
en María hefur starfað hjá verksmiðjunum í 18 ár. Þær voru ánægðar með fundinn með Ólafi Ólafs-
syni forsljóra fyrirtækisins, sögðu hann hafa verið góðan og málefnalegan og þar hefðu fengist svör
við ýmsu því sem á starfsfólki hefði brunnið í kjölfar þess að yfírstjórn fyrirtækisins var flutt suður
í Mosfellsbæ.
Starfsfólk Álafoss á fundi með forstjóra fyrirtækisins:
Flutningur Alafoss úr bænum
hefur aldrei verið á dagskrá
+ A *
seg-ir Olafur Olafsson forstjóri Alafoss
STARFSFOLK Alafoss hf. á
Akureyri afhenti Ólafí Ólafssyni
forstjóra fyrirtækisins áskorun
í gær, þar sem það tekur undir
áskorun atvinnumálanefndar
Akureyrar frá 10. maí síðastliðn-
um, en þar lýsir nefndin áhyggj-
um sínum vegna flutnings aðal-
Akureyrarbær:
Skuldabréfin upp-
seld á tæpri viku
SÍÐUSTU skuldabréfín í 200 milljóna króna skuldabréfaútboði Akur-
eyrarbæjar seldust eftir hádegi í gær og tók því einungis tæpa viku
að selja öll bréfín sem í boði voru, en sala þeirra hófst á mánudag.
Albert Jónsson hjá Landsbréfum,
•>jem umsjón hafði með sölu bréf-
anna, sagði að.einkum hefðu það
verið lífeyrissjóðir og verðbréfafyr-
irtæki sem keyptu skuldabréf Akur-
eyrarbæjar, en einnig hefðu ein-
staklingar í nokkrum mæli keypt
bréf.
Síðasta skuldabréfaútboð Akur-
eyrarbæjar var árið 1988 og seld-
ust bréfin þá á tveimur til þremur
mánuðum. Landsbréf höfðu skuld-
bundið sig til að selja bréfin fyrir
15. desember næstkomandi. „Við
áttum ekki von á svona góðum við-
brögðum, en ég held að þetta sýni
að sveitarfélög geti nýtt sér skulda-
bréfaútboð af þessu tagi í mun
meira mæii en þau hafa gert,“ sagði
Aibert.
Hreppsnefnd Grýtubakkahrepps:
Yill álver í Eyjafirði
HREPPSNEFND Grýtubakka-
hrepps hefur sent alþingimönn-
um kjördæmisins bréf, þar sem
þeim tilmælum er beint til þeirra
að vinna að því að álver verði
reist við Eyjafjörð.
í bréfinu segir að hreppsnefndin
beini þeim eindregnu tilmælum til
alþingismanna Norðurlandskjör-
dæmis eystra að þeir beiti sér ötul-
lega fyrir vali á Eyjafirði undir
byggingu álvers. Hreppsnefndin
telji byggingu stóriðju vænlegan
kost til atvinnuuppbyggingar á
svæðinu.
skrifstofu fyrirtækisins frá Ak-
ureyri. Ólafur Ólafsson forstjóri
Alafoss hf. kom til Akureyrar í
gær til fundar við starfsfólk, þar
sem hann skýrði frá áformum
varðandi rekstur fyrirtækisins
og því sem framundan væri,
jafnframt því sem hann ítrekaði
að ekki væri á dagskrá að flytja
starfsemi fyrii-tækisins burtu úr
bænum. Nú um mánaðamótin
fluttist aðalskrifstofa Alafoss
hf., sem verið hefur á Akureyri,
suður í Mosfellsbæ. Miklar um-
ræður urðu um flutninga yfír-
manna fyrirtækisins á fundi
bæjarstjórnar Akureyrar í vik-
unni og óttuðust sumir bæjar-
fulltrúar að fyrirtækið allt
myndi fylgja á eftir.
I áskorun starfsfólks Alafoss
segir að komið hafi í ijós að um
mun fleiri störf hafi verið að ræða
Sjávarútvegsdeild:
Engin sjávar-
líffræði vegna
aðgerða FIN
KENNSLA í sjávarlíffræði í sjáv-
arútvegsdeild Háskólans á Akur-
eyri fellur niður í haust í kjölfar
þess að félagar í Félagi íslenskra
náttúrufræðinga neita að vinna
stundakennslu.
Jón Þórðarson deildarstjóri sjáv-
arútvegsdeildar sagði að starfs-
menn Hafrannsóknastofnunar
hefðu ætlað að annast kennsluna.
Aætlað hafði verið að nemendur
fengju eínn dag á rannsóknarskip-
inu Árna Friðrikssyni í nóvember
• tii umhverfisrannsókna í Eyjafirði.
Jón sagði bagalegt að fella þyrfti
kennsluna niður, „þetta er ekki
gott“.
sem færðust burtu en upphaflega
var gert ráð fyrir. „Af þessu hefur
starfsfólk Álafoss hf. á Akureyri
miklar áhyggjur og skorar því á
forstjóra og stjórn fyrirtækisins að
endurskoða þessar ákvarðanir og
vinna að frekari uppbyggingu fyrir-
tækisins á Akureyri,“ segir í áskor-
uninni.
Kristín Hjálmarsdóttir formaður
Iðju, félags verksmiðjufólks, sagði
að starfsfólk hefði áhyggjur þegar
verið væri að breyta til innan fyrir-
tækisins. „Við höfum ekki ■ alltof
góða reynslu af því og þess vegna
er ósköp eðlilegt að fólk sé kvíðið
og hrætt um að þessi atvinnugrein
geti horfið, en hún á sér meira en
100 ára sögu hér í Eyjafirði. Þess
vegna viljum við með öllum tiltæk-
um ráðum halda í þessa atvinnu-
grein,“ sagði Kristín.
Heimir Ingimarsson formaður
atvinnumálanefndar sagði að hann
myndi leggja það til við bæjarstjórn
að óskað yrði eftir viðræðum við
stjórn og eigendur fyrirtækisins um
flutning yfirstjórnar fyrirtækisins
suður í Mosfellsbæ, en í stofnsam-
þykkt félagsins segði að heimili
þess og varnarþing væri á_ Akur-
eyri. Það stæði ekki lengur. Á fundi
bæjarstjórnar Akureyrar í vikunni
sagði Björn Jósef Arnviðarson,
Sjálfstæðisflokki, alvarlegast að
þarna ætti í hlut fyrirtæki í eigu
ríkisins, m.a. með tilliti til þess að
verið væri að flytja burtu atvinnu
af landsbyggðinni þar sem hana
skorti.
Óiafur Ólafsson forstjóri Álafoss
sagði eftir fundinn í gær, að hann
hefði ítrekað við starfsfólk að ekki
stæði til að flytja verksmiðjur fé-
lagsins í burtu frá Akureyri. Allur
ótti þar um væri ástæðulaus. „Við
hörmum það að hagsmunir bæjar-
ins og Álafoss hf. fari ekki saman
í þessu einstaka máli, en hagsmun-
ir okkar og starfsmanna fara alfar-
ið saman um að treysta rekstur
fyrirtækisins. Við höfum leitað
allra ieiða og tekið ýmsar sársauka-
fullar ákvarðanir, en markmiðið er
fyrst og fremst að treysta rekstur-
inn og þar með þau tæpiega 200
störf sem eru á Akureyri. Flutning-
ur verksmiðjunnar þaðan er ekki á
dagskrá og hefur aldrei verið,“
sagði Ólafur.
Júlíus Jónsson og Jón V. Ólafsson
matreiðslumenn við nýja kjöt-
borðið í Hrísalundi.
Nýtt kjötborð
í Hrísalundi
NÝTT fullkomið kjötborð hefur
verið tekið í notkun í Hrísalundi,
sem hefur í för með sér mun
betri vörumeðferð en áður var.
Tveir matreiðslumenn starfa í
Hrisalundi sem yfirumsjón munu
hafa með þeim vörum sem settar
verða í borðið.
Vélsmiðjan Oddi seldi og setti
nýja borðið upp, en fyrirtækið gerði
nýlega samning við þýska fyrirtæk-
ið Linde AG um sölu og þjónustu
á kæli- og frystiklefainnréttingum
í verslanir. KEA er fyrsti aðilinn
sem keypt hefur kjötborð, framleitt
af hinu þýska fyrirtæki af Odda.
Borðið er tæpir átta metrar á lengd.
(Úr fréttatilkynningu)
Kaupstaðirnir við
Eyjafjörð ganga
í héraðsnefndina