Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 I 1 > ...... ----I--..—... .... ■ ■ f :—— t Móðir okkar, SÍSÍ MATTHJASSON, verður jarðsett frá kapellunni í Fossvogi mánudaginn 10. septem- ber kl. 15.00. Börnin. t Fósturfaðir okkar, ÞORSTEINN KRISTLEIFSSON, fyrrum bóndi á Gullberastöðum, Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi, lést í sjúkrahúsi Akraness 7. september. Erla Magnúsdóttir Kristín Herbertsdóttir. t BJÖRG SVEINSDÓTTIR frá Skógum, Vesturgötu 103, Akranesi, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju þriðjudaginn 11. september kl. 14.00. Sveinn Þórðarson, Björg Loftsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Sigurrós Arnadóttir, Ingvi Þórðarson, Auður Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. FERÐAFÉIAG ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Sunnudagur 29. - Dagsferðir sunnudag- inn 9. sept. Afmælisgangan Reykjavík - Hvítárnes 11.ferð Kl. 09.00 Sandá - Kórinn - að Bláfellshálsi (um 12 km) Þessari vinsælu raðgöngu fer senn að Ijúka og sú breyting verður gerð á prentaöri áætlun, að síðustu tveimur áföngunum verður skipt í þrjár gönguferðir. Aukaferð verður laugardaginn 15. sept. frá Bláfellshálsi að Svartá (um 12 km) og síðasti áfanginn verður genginn 22. sept. frá Svartá að Hvítárnes- skála. Neðarlega i Bláfellshálsi vestan- verðum er gljúfur er nefnist Kór- inn, gamall vatnsfarvegur. Sér- stæð náttúrusmíð, sem skoðuð verður í göngunni á sunndaginn 9. sept. Gönguhraöa stillt í hóf - styttri áfangar í hverri göngu. Verð kr. 1.700,- Kl. 09.00 Bláfellsháls - Hvítárnes, ökuferð Óbyggðir á hausti eru sérstakar - loftið tærara og haustlitir. Áhugaverð ökuferö. Verð kr. 2.000,- Kl. 13.00 T röllafoss - Haukafjöll Gengið frá Stardal niður með Leirvogsá að Tröllafossi. Létt gönguferð. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn. Ferðafélag fslands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan Sunnudagur. Safnaðarsam- koma kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Sam Glad. Miðvikudagur. Safnaðarfundur kl. 20.00. Föstudagur. Æskilýðssamkoma kl. 20.30. Laugardagur. Bænasamkoma kl. 20.30. ISLANDS Vélagslíf Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mánu- daginn 10. september kl. 20.30 í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafnar- firði. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. Hugræktarnámskeið vekur athygli á leiöum til jafn- vægis og innri friðar. Kennd er almenn hugrækt og hugleiðing. Athyglisæfingar, hvíldariðkun og andardráttaræfingar. Veittar leiðbeiningar um iðkun jóga. Kristján Fr. Guðmundsson, sími 50166 á kvöldin og um helg- ar. Kaffisala Árleg kaffisala Kristniboðsfélags karla, til ágóða fyrir islenska kristniþoðið í Afríku, verður á morgun, sunnudag, í kristni- boðssalnum, Háaleitisbraut 58-60,3. hæð, kl. 14.30-18.00. Styðjið gott málefni með því að kaupa kaffi. UTIVIST GROFIHHII • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVUII4MÍ Sunnudagur 9. sept. Kl. 08.00: Básar. Nú fer dagsferðum í Þórsmörk að fækka. Skipulögð gönguferð um nágrenni Bása í fylgd með fararstjóra. Verð kr. 2.000. Kl. 08.00: Þórsmerkurgangan. Göngumenn eru nú farnir að nálgast Bása og er þetta 16. gangan og næst síðasta ferðin. Gengið inn með giljum í hlíðum Eyjafjallajökuls. Gefinn góður tími til að skoða Selgil, Grýtugil, Kýlisgil, Smjörgil og jökullónið við Falljökul. Verð frá Reykjavik kr. 1.500. Hægt að slást í hópinn við Fossnesti á Selfossi, Grill- skálann á Hellu og við Hlíðar- enda á Hvolsvelli. Kl. 13.00: Hengill. Gengið frá Draugatjörn um vest- urbrúnir Hengils og á Skeggja. Til baka um Innstadal. Verð kr. 1.000. Brottför í ofangreindar ferðir frá BSf - bensínsölu, stansað við Árbæjarsafn. Kl. 13.00: Hjólreiðaferð. Hjólað meðfram Elliðavatni og um Heiðmörk. Takið með ykkur nesti. Brottför frá Árbæjarsafni. Verð kr. 200. Ath.: Frá og með 1. sept. er skrifstofan opin frá kl. 12 til kl. 18. Uppl. um næstu ferðir fé- lagsins á si'msvara 14606. Sjáumst! Útivist. Minning: Fjóla Jóhannsdótt- ir frá Hlíðarlandi í dag verður jarðsett frá Stærri Árskógskirkju á Árskógsströnd Fjóla Jóhannsdóttir frá Hlíðarlandi sama stað. Hún fæddist 22. septem- ber 1937 á Svalbarðseyri við Eyja- fjörð, dóttir Sigrúnar Guðbrands- dóttur og Jóhanns Bergvinssonar sem síðar fluttust norðar með firð- inum í Grýtubakkahrepp og reistu þar nýbýlið Áshól. Þar ólst Fjóla upp í fögru umhverfi og við almenn sveitastörf. Fjóla, sem var elst sex systkina, giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Þorsteini Marinóssyni frá Engihlíð, árið 1956 og eignuðust þau 5 börn, 3 stúlkur og 2 pilta. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Fjóla og Steini eins og þau voru kölluð daglega, á Hauganesi en byggðu sér síðar hús í landi Engihlíðar, þar sem Steini hafði reist bifreiðaverk- stæði sem hann rak þar til fyrir um tveim árum er hann seldi verk- stæðið og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar. Fjóla var mjög jákvæð og félags- lynd og hafði unun af að ferðast og blanda geði við annað_ fólk. Á búskaparárum þeirra á Árskógs- strönd starfaði hún með kvenfélag- inu af miklum krafti, einnig söng hún með kirkjukómum og tók þátt í safnaðarstarfinu. íþróttir voru henni hugleiknar.' Öll fjölskyldan hafði yndi af íþróttum og útiveru, drengimir spiluðu knattspyrnu með Reyni og vom báðir í keppnisliðinu. Þegar Reynir tók þátt í keppni skipti það ekki máli hvar hún fór fram, Fjóla var mætt á völlinn tii að hvetja liðið og eftir leik var rætt af miklum móð um leikinn bæði það sem vel var gert og einn- ig hitt sem betur mætti fara. Fyrir nokkrum árum endur- byggði Steini sendibifreið og breytti í húsbíl. Á húsbílnum var ferðast víða hérlendis og meira að segja var hann hafður með til Færeyja í skoðunarferð, en hann reyndist ekki eins hentugur og skyldi, og því var ráðist í að kaupa annan sem að vísu þurfti að breyta og lagfæra. Að því var unnið liðinn vetur en nota átti sumarið til ferðalaga. Steini annaðist allar breytingar sjálfur, hvort sem unnið var með tré eða jám en Fjóla sá um allt sem laut að innbúinu. Já, það átti að skoða Vestfirðina, vera í Vagla- skógi um verslunarmannahelgina o.s.frv., ferðaáætlanir voru gerðar og ferðast í huganum. Líklega var Fjólu ljóst á meðan á undirbúningn- um stóð að henni mundi ekki end- ast ævin til að fara í þær allar, stundaglasið yrði tæmt áður. Fyrir tveimur árum varð vart við þann sjúkdóm sem nú hefur haft Sigríður Bjömsdóttir frá Kornsá — Minning Fædd 25. janúár 1897 Dáin 22. júlí 1990 Hún Sigríður á Laufásveginum, Sigríður Bjömsdótttir, er látin, 92ja ára gömul. Það er hár aldur, enda mikið langlífi í ættinni. Foreldrar hennar voru Ingunn Jónsdóttir, skáldkona og húsfreyja á Kornsá í Vatnsdat, og Björn Sigfússon, al- þingismaður. Kornsá var mikið höfðingjasetur eins og flestir bæir í Vatnsdal á þessum tíma og vildi Sigríður gjarn- an kenna sig við Kornsá, þó ætti heima í Reykjavík. Þegar fólk sem maður hefur umgengist í áratugi deyr, þá hrann- ast minningarnar upp. Sigríður var glaðlynd og gamansöm og sérlega skemmtileg á vinafundum. Hún hafði ríka kímnigáfu og sagði skemmtilega frá. Fegurðarsmekk hafði hún góðan, vildi hafa allt í röð og reglu og góða umgengni í kringum sig og var mikið fyrir fal- lega hluti. Hún keypti aldrei ljótan hlut, allt varð að vera listrænt og smekklegt. Hún gekk í Kennara- skólann í Reykjavík og síðar í skóla í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði vefnað og matreiðslu, sem hún bjó að alla ævi, enda vandaði hún til alls sem hún gerði, hvort heldur var handavinna eða matreiðsla. Árið 1925 giftist hún Jóni Árna- + Dóttir mín og systir, ALDÍS EIRÍKSDÓTTIR, sem lést þann 12. ágúst, hefur verið jarðsungin. Bergþóra Runólfsdóttir og systkini hinnar látnu. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í Ijóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. betur. Frá upphafi benti flest til þess að tíminn yrði skammur, en þrátt fyrir það var beitt öllum þeim ráðum sem nútíminn býður til varn- ar. Þess vegna dvaldist Fjóla oft fjarri heimili sínu í Reykjavík og á milli þess sem hún var undir læknis- hendi dvaldist hún á heimili okkar. Það var aðdáunarvert að fylgjast með baráttu hennar og æðruleysi til síðustu stundar. Við leiðarlok sendum við Steina, börnum, bamabörnum og öðrum nákomnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Fjólu Jó- hannsdóttur. Guðrún og Helgi é syni frá Stóra-Vatnsskarði í Skaga- firði. Hann var framkvæmdastjóri hjá Sambandi islenskra samvinnu- félaga og síðar bankastjóri við Landsbanka íslands og loks við Alþjóðabankann. í sambandi við störf manns síns var hún mikið í utanlandsferðum og naut þess í ríkum mæli. En sorgin barði líka að dyrum hjá Sigríði eins og mörgum öðrum. Árið 1948 missti hún einkadóttur sína, Ingunni Guðrúnu, af slysför- um, 13 ára gamla. Þess beið hún aldrei bætur. Mann sinn missti hún á nýársdag 1977, og 1984 eldri son sinn, Björn, en Ebba kona hans lést árið 1974. Allur þessi ástvinamissir var henni mjög þungbær, en hún átti því láni að fagna að geta dval- ið á eigin heimili til æviloka, þótt auðvitað þyrfti hún á stundum að dvelja á sjúkrahúsum vegna van- heilsu. Alltaf komst hún þó aftur heim og bjó þar í sambýli við Árna son sinn og Gíselu konu hans og naut þar aðhlynningar þeirra og bamabarnanna í ríkum mæli. Fögur blóm og fallegur gróður voru henni til mikils unaðar og fram á síðustu daga hafði hún hug á að láta laga til í garðinum sínum. Nú hefur hún lagt upp í sína hinstu för, þegar náttúran skartar sínu fegursta. Betri kveðjustund getur enginn kosið sér. Blessuð sé minning hennar. G.Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.