Morgunblaðið - 08.09.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 31 Erla Brynjólfs- dóttir - Minning Fædd 24. mars 1935 Dáin 30. ágúst 1990 Þann 30. ágúst sl. lézt frænka mín og kær vinkona, Erla Brynjólfs- dóttir. Erla var yngst barna föðurbróður míns, Brynjólfs Danivalssonar, og eiginkonu hans, Emelíu Lárusdótt- ur. Þau hjón bjuggu allan sinn bú- skap á Sauðárkróki, lengst af í húsi því er nefnt er Arbær. í þessu húsi fæddist Erla. Ein fyrsta bern- skuminning mín er tengd fæðingu þessarar litlu frænku minnar. Hún var svo agnarlítil, þegar hún fædd- ist, að enginn hugði henni líf. Eg man að foreldrar mínir höfðu það til marks um hversu lítil hún var, að giftingarhringur læknisins komst upp að öxl á handlegg henn- ar. Þessi atburður varð mér, barn- inu, ógleymanlegur. En þessi litla stúlka lifði og þótt sjúkdómar og bæklun ættu eftir að setja sitt mark á líf hennar, þá lifði hún innihaldsríku lífi. Skólagangan varð lítil, en hún aflaði sér sjálfs- menntunar af eigin rammleik. Hún var fróð og víðlesin óg miðlaði sam- ferðamönnum sínum bæði af þekk- ingu sinni og reynziu. Erla giftist ekki, en bjó alla tíð með foreldrum sínum og eftir að faðir hennar dó, með móður sinni, sem nú lifir dóttur sína í hárri elli. Ég fylgdist lítið með Erlu á upp- vaxtarárum hennar. Það var ekki fyrr en við vorum orðnar fullorðn- ar, að leiðir okkar lágu saman og við bundumst vináttu, sem aldrei bar skugga á. Það var alltaf gaman að hitta Erlu frænku mína og spjalla við hana um lífið og tilveruna. Lífsgátan var henni endalaust um- hugsunarefni og umræðuefni, það var svo gaman að hlusta á hana velta þessum málum fyrir sér og þá var líka oft stutt í brosið hennar og gleðina. En bæklun sína og þjáningu bar hún í hljóði og aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún ætlaðist aldrei tii neins af öðrum, en miðlaði hlýju og kærleika til allra sem réttu henni hjálparhönd. Hún var eins og tær lind. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt hana að vini og kveð hana með virðingu og þökk. Við Manfreð og börnin sendum Emelíu, systkinum hennar og öðr- um ástvinum innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Erlu Brynj- ólfsdóttur. Erla Sigurjónsdóttir Drottin gef þú dánum ró og hinum líkn sem lifa. í dag kveðjum við Erlu Brynjólfs- dóttur sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki að morgni 30. ágúst. Erla fæddist á Sauðárkróki 24. mars 1935, foreldrar hennar voru Brynjólfur Danivalsson sem lést árið 1972 og Emelía Lárusdóttir til heimilis í Árbæ, nú Suðurgata 24. Nú hefur í annað sinn á tæpum fjórum árum verið höggvið skarð í systkinahópinn í Árbæ, það eru erfiðir dagar hjá Emmu sem orðin er níutíu og fjögurra ára að horfa á eftir annarri dóttur sinni verða að láta undan fyrir hinum illskeytta sjúkdómi sem krabbamein er. Erla bjó alla sína ævi í Árbæ, og vegna fötlunar sinanr fór hún aldrei út á hinn almenna vinnu- markað. Til að stytta sér stundir las hún mjög mikið og má segja að hún hafi lesið flest ef ekki allt sem hún komst yfir. Hún tók veikindum sínum með æðruleysi og stillingu, henni fannst mikið meira um hvað hún var upp á aðra komin með að komast ferða sinna, er hún þurfti að leita læknis. Ég er þakklát þeirri stund er ég átti með Erlu rúmum sólarhring áður en hún andaðist, er við rædd- um um lífið og það sem á eftir kæmi. Að leiðarlokum kveðjum við fjölskylda mín Erlu hinstu kveðju, með heilli þökk fyrir það sem hún var okkur, og biðjum henni blessun- ar á vit nýrrar veraldar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allþ og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kolla I dag fer fram útför frænku okk- ar Erlu Brynjólfsdóttur, sem andað- ist 30. ágúst á Sjúkrahúsi Sauðár- króks. Okkur systkinin langar til að Una Helgadóttir, Vestmannaeyjum Fædd 17. júní 1901 Dáin 28. ágúst 1990 Ég var staddur ásamt fjölskyldu minni á Laugarvatni er mér barst sú fregn að amma væri dáin. Hún hafði loksins fengið langþráða hvíld eftir áralanga baráttu við veikindi sín. Hvað hugsar maður þegar slík fregn berst til manns? Það gerist margt í einni svipan, söknuður, tregi, léttir yfir langþráðri hvíld ömmu og tómleiki yfir því að hún er farin. Amma var okkur öllum sérlega kær, hún hafði mikil áhrif á upp- vaxtarár okkar í Vestmannaeyjum og líka eftir að vð fórum að heim- an. í minningunni er amma alltaf sterk, blíð og hjálpsöm. Hún hafði létta lund og hafði gaman af að hitta fólk og fá gesti til sín. Ætíð reyndi hún að hjálpa og létta undir þegar einhver átti í erfiðleikum, hún vildi að fólk elskaði friðinn. Brot minninga um liðinn tíma koma upp í hugann. Þegar gosið á Heimaey hófst vildi hún alls ekki fara með bát til lands, heldur vildi hún bíða eftir flugi. Henni fannst óþægilegt að fara með bát þvf hún þjáðist af sjóveiki. En hún fékk því ekki ráðið og varð sjóveik. Þjóðhátíðartjaldið eyðilagð- ist í gosinu. Amma var ekki neitt að tvínóna við hlutina heldur pant- aði nýtt tjald, því hvað er þjóðhátíð án tjalds? Þetta var lýsandi dæmi um drift ömmu, hún vildi ekki vera að hangsa neitt við hlutina. Á þjóðhátíðum vildi hún ætíð tjalda og skella sér í dalinn og einn liður í því var að fara með bekkjabíl. Hún vildi vera að snúast í undirbún- ingi fyrir þjóðhátíðina, smyrja brauð, sjóða lunda^ baka og gera það sem þarf svo veran í dalnum yrði sem skemmtiiegust. Á jólum var amma alltaf með heimboð fyrir okkur, þá var hangi- kjöt, kartöflur í hvítri sósu, rófu- stappa, hangiflot, flatkökur ásamt maltöli og appelsíni blönduðu sam- an. Amma hélt fast í þann sið að ekki mátti stinga nál né spila á aðfangadag. Við krakkarnir vorum stundum að gantast með þessa siði ömmu en hún var föst á sínu og við gáfum eftir því ekki vildum við skemma jólin fyrir Ömmu. Það var alltaf gott að koma til ömmu í Miðgarði, því að hún átti alltaf eitthvað til að stinga uppí síiðandi munn barnsins. Amma var mjög trúuð kona og fengum við að kynnast því þegar við vorum ung því'þá kenndi hún okkur bænir til að fara með á kvöld- in. Oftar en ekki fékk hún að hlusta á okkur fara með bænirnar. Mér dettur í hug fyrsta erindi úr heil- ræðavísum Hallgríms Péturssonar sem amma hélt mikið uppá: Ungum er það allra bezt að óttast guð sinn herra. Þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. Þegar við kveðjum elsku ömmu okkar er okkur efst í huga þakk- læti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Óli t Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, HÖRÐUR BJARIMASON fyrrverandi húsameistari rikisins, sem lést 2. september, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. september 1990 kl. 13.30. Katla Pálsdóttir, Áslaug G. Harðardóttir, Jón Hákon Magnússon, Hörður H. Bjarnason, Áróra Sigurgeirsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN KRISTJÁNSSON fyrrv. íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 10. september kl. 13.30. Kristjana Jónsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Helgi R. Einarsson, Jóhanna Stefánsdóttir, Örn Andrésson, Anna Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, barnabörn og barnabarnabarn. minnast hennar með nokkrum orð- um. Erla fæddist 24. mars 1935 á Sauðárkróki. Dóttir hjónanna Brynjólfs Danivalssonar og Emelíu Lárusdóttur. Hún var yngst fimm systkina. Allt frá fæðingu var líf hennar tengt þjáningu, en Erla fæddist 3 mánuðum fyrir tímann og vó aðeins 1 kíló. Henni var kom- ið fyrir í smákassa, vafin í bómull og höfð ofan á ofni. Það þótti mik- ið undur að hún skyldi lifa og fólk streymdi að til að sjá þennan hvítvoðung. Svo lítil var hún að hægt var að setja giftingarhring læknisins upp að öxl á henni. Nær- ingu fékk hún í gegnum dropatelj- ara/ Þá var ekki hugsað mikið um smithættu og sú litla tók allar um- gangspestar. Eins árs fékk hún lömunarveiki sem hún bar merki alla tíð. Æskuárin voru erfið og á meðan aðrii- krakkar gleymdu sér í starfi og leik var Erla oftast áhorfandi. Þó einkenndi það Erlu að alltaf hélt hún gleði sinni og hún gat svo auðveldlega samglaðst öðrum. Erla-var mikil félagsvera og hafði mjög gaman að söng. Hún hafði sjálf góða söngrödd og hennar mesta skemmtun var að syngja bæði ein eða í góðra vina hópi. Hún fylgdist vel með og sýndi öðrum mikinn skilning og umhyggju. Aldr- ei heyrði maður hana kvarta. Það var gaman að rabba við Erlu því hún var víðlesin og mikill heimspek- ingur á sína vísu. Einlægnin og falsleysið átti vel við okkur börnin. Við lærðum af Erlu að meta það að vera heilbrigð, gera ekki kröfur og vera þakklát. „Kílóbarnið" eins og hún var kölluð var fædd í gamla Árbænum sem er eitt elsta hús á Króknum og þar bjó hún alla sína ævi, nú síðast ásamt 94 ára gamalli móður sinni. Samband þeirra var mjög náið og má segja að naflastrengur- inn hafi aldrei slitnað. Eftir að afi dó árið 1972 bjuggu þær einar og er merkilegt að þeim skyldi takast svo lengi að halda heimili. Fyrir þremur árum fékk Erla krabbamein sem átti eftir að auka enn á þjáningar hennar. Hún tók móti þessum ólæknandi sjúkdómi svo full af auðmýkt og æðruleysi alveg þar til yfir lauk. Sofnaði eins og lítið saklaust barn sem svífur inn í draumalandið. Hjartað hlýtt hætti að bærast í bijósti hennar. Hún var sátt við Guð og menn. Nú er Erla komin í annan farveg eins og hún orðaði það, þar sem fötlun hennar háir henni ekki lengur. Hvíli hún í friði. Sólveig og Daníval Toffolo t Útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÓSKARS GISSURARSONAR, áður til heimilis á Lokastfg 23, verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. septem- ber nk. kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á að láta líknarfélög njóta þess. Helga Óskarsdóttir, Jón Ferdinandsson, Ásgeir Óskarsson, Svanlaug Torfadóttir, Birna Óskarsdóttir, Guðmundur Lárusson, Guðlaug Óskarsdóttir, Örn S. Ingibergsson og barnabörn. t Þökkum hlýhug og samúðarkveðjur við andlát og útför ELLENAR JÓNU KRISTVINSDÓTTUR. Birgir Jónsson, börn, tengdabörn, barnabörn barnabarnabörn og systkini. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför MAGNDÍSAR ÖNNU ARADÓTTUR, er lést 16. ágúst sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkradeildar, 2. hæð, Hrafnistu, Hafnarfirði. Laufey Jónsdóttir Muscente, Ralph Muscente, Dýrleif Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ólafur H. Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir vinarhug og samúð við andlát og jarðarför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, HELGA ÞORLEIFSSONAR frá ísafirði. Sérstakar þakkir til þeirra á Hrafnistu, sem önnuðust hann öll árin sem hann dvaldi þar. Guð blessi ykkur öll. María Júlía Helgadóttir, Reynir Guðsteinsson, María Björk Reynisdóttir, Helgi Reynisson, Guðmundur Víðir Reynisson, Margrét Ósk Reynisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.