Morgunblaðið - 08.09.1990, Side 32

Morgunblaðið - 08.09.1990, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 Minning: Þórarinn Pálsson frá Skeggjastöðum Fæddur 4. febrúar 1927 Dáinn 30. ágúst 1990 Sveitimar meðfram Lagarfljóti í Múlasýslum hlutu fyrir löngu þá upphefð að vera heitnar einu nafni Héraðið og skrifað með stórum staf. Hérað það er rómað fyrir feg- urð og um byggðir þess var um nokkra mannsaldra í blóma alisér- stætt mannlíf dálítið frábrugðið því sem einkenndi önnur héruð lands- ins. Þessu réðu atvinnuhættir í bú- skap sem skópu bændum margar afgangsstundir og gerði þeim kleift að leita til bóka sinna í næði og að sækja heim sveitunga sína og dvelja hjá þeim dögum saman að iðka samræðulist eða spila lomber. Voru gestamóttökur þeirra Héraðs- búa víðfrægar og voru menn í sveit- um þar þess fúsir að sækja hveijir aðra heim. Inn í svona mannlíf fæddist Þórarinn Pálsson á Skeggj- astöðum fyrir rúmum 60 árum. Hann yfírgaf það aldrei síðan þótt víða færi og voru þessi ein af þeim meginsannindum er líf hans hvíldi á. Þórarinn gerði ekki margt upp- skátt um frumminningar sínar en það mátti á honum skilja að sál hans ætti óhagganlegt athvarf í minningum um fagurt samlíf á mannmörgu bemskuheimili og gott nábýli á Skeggjastöðum sem aldrei bar skugga á. í frásögn Þórarins voru hinir rúmhelgu dagar æskunn- ar ein óslitin hátíð tilfinninganna. Þórarinn hlaut menntun á heimili sínu en einnig hjá barnauppfræður- um byggðarlagsins og að lokum sat hann tvo vetur í héraðsskóla á Laugum í Reykjadal. Hann lagði ekki inn á braut langrar skólagöngu en úr foreldrahúsum bar hann með sér bókvana, mannsmót og mann- sýn er ávallt mótuðu viðhorf háns upp frá því, og til viðbótar svo vand- að málfar, að í því efni má heita að aldrei slaknaði á nokkrum streng. Skarpar greiningargáfur, framúrskarandi minni og eðalborin kímnigáfa stýrðu hinu vandaða málfari hans í farveg frásagnarlist- ar sem er mönnum ógleymanleg. Þórarinn sagði oft frá en í frásögn hans var aldrei of eða van um orða- val og sérhver saga kom til skila sem alskapað listaverk. Frásagnar- efnin voru að miklu leyti sótt til þess umhverfis sem Þórarni var kunnast og kærast. Var þekking hans á sögu, jarðfræði, gróðurfræði og veðurfræði að ógleymdri byggð- ar- og mannlífssögu Héraðsins með ólíkindum. Hefði sumum háskóla- gengnum fræðingum á svo sem einu þessara atriða orðið órótt und- ir upptalningu Þórarins Pálssonar. Ótal kímnisögur hef ég heyrt af munni Þórarins um menn og at- burði á Héraði, sumar æði brosleg- ar, en engar meiðandi eða niðrandi um nokkurn mann. Þetta er mikil lýsing á þessum sendiherra Fljóts- dalshéraðs en rétt er að Þórarinn var altrúisti, það er vildi vera öllum góður og réttlátúr. Útþrá Þórarins og lífsleit báru hann víða þegar á unga aldri. Hann lagði fyrir sig hin ólíkustu störf en ílentist hvergi því leitin rak hann áfram. Hann Iang- aði til að efnast og fann að lokum til þess leið er hann ásamt fleirum stofnaði fyrirtæki við Lagarfljóts- brú er framleiðir einangrunarefni sem er eftirsótt víða um land. Kom Þórarinn upp mikilli byggingu utan um þessa starfsemi í Fellabæ og jafnframt íbúð fyrir sig. Dugnaður og hugvit Þórarins fundu sér þennan vettvang á hinu áþreifanlega og hlutlæga sviði því hugur hans leitaði sér verkefna þar jafnoft og á hinum huglægu miðum — hann átti að þessu leyti sam- merkt með Einari - Benediktssyni athafnamanni og skáldi. Andleg áhugamál Þórarins áttu sér marga staði og marga heima. Forvitni hans var nær óseðjandi yfir mikið svið og tók einnig til þeirra fyrir- bæra er varða spumingar um stöðu mannsins í okkur óþekktum vídd- um. Deildi hann þessum heilabrot- um með mörgum öðrum er leituðu torfenginna svara — sumum þjóð- kunnum. Hafi einhver haldið að Þórarinn væri í þessum æfnum of gagnrýnislítill er það tæpast rétt ályktað því engan mann hef ég þekkt sem var jafnskjótur að fínna veilu í málflutningi viðmælanda, en honum var einnig lagið að færa málatilbúnað annarra á hærri pall og sníða af honum hnökrana. Bók- vaninn úr foreldrahúsum bar hjá Þórarni ríkulegan ávöxt og snerist með árunum í nær ástríðuþrunginn áhuga fyrir sígildum verkum tung- unnar. Hann var handgenginn helstu fornbókasölum höfuðborgar- innar og eignaðist með tímanum mörg fágæt bókverk sem hvem menntaðan safnara dreymir um að sjá í hillum sínum. í hinu merka bókasafni Þórarins má sjá og skilja hve áhugasvið hans var vítt og hátt og hve vandfýsinn hann var á bækur. Þórarinn lagði oft land undir fót og var langdvölum í ýmsum stöðum en andlegt lögheimili hans var ávallt á Héraði og þangað sneri hann alkominn meðan sól ævinnar var enn í hádegisstað. Tók hann nú, jafnframt því að fyrirtæki hans efldist, að boða til sín vini og vanda- menn sem tíðast og veita þeim risnu en það var einn af sterkustu eðlisþáttum Þórarins að vilja sem mest og oftast bera gestum sínum beina. -Má hafa fýrir satt að veislur þær er Þórarinn bjó vinúm sínum bæru svip af fornum minnum því þegar menn hurfu á brott dasaðir af veitingum og uppljómaðir af menntandi samræðu var ekki við annað komandi en að gestirnir væru einnig leystir út með gjöfum. Margt fór þó hljóðlega er menn nutu hjálpar Þórarins og hygg ég að til hans hafi enginn farið bónleið- ur. Þótt kunningja- og vinahópur Þórarins væri stór og hin krókótta braut hans kæmi við í mörgum stöð- um var hann í raun einfari. Þórar- inn kvæntist ekki og oft mátti sjá hann einsamlan göngumann á víð- lendum heiðum æviskeiðsins. Þar þreytti hann nær þrotlausa göngu í leit að viskusteinum og hverri þeirri vísbendingu er gæti eilítið göfgað og bætt kringumstæður mannanna eða lyft tjaldinu frá huldum heimum góðra fyrirheita. Hin þungbæru sjúkdómsáföll er sóttu á Þórarinn hin síðari árin og rændu hann fyrst- sjóninni og síðan lífinu megnuðu lengi vel ekki að bijóta á bak aftur andlegt þrek hans eða slæva grónar venjur hans og ásetning. Hann brá á glens meðan stætt var og sýndi að lengi býr að fyrstu gerð. Ekki verður auðsótt að safna saman lífí Þórarins Pálssonar í eina málsgrein eða inn á lítinn reib. Var hann athafnamað- ur fyrst og fremst eða var hann bókmenntamaður utan við allar klíkur eða þulur frásagna er hann gleymdi að skrá? Þórarinn Pálsson var allt þetta og er þó margt ótalið og eru þeir til vitnis um það er þekktu hann til einhverrar hlítar og máttu telja sig til vina hans. Nú er þessi fjölvísi göngumaður kominn á nýjar heiðar og heldur þar áfram leit sinni. Þórarinn var aldrei neinn huldumaður né brugg- aði hann mönnum Iaunráð. Á hitt var að líta að hann var skýr og afdráttarlaus í nærveru sinni. Svo verður einnig um minningu hans. Emil Als Þegar minnast skal stórbrotinna manna á borð við Þórarinn Pálsson verða orð næsta fátækleg. Upp í hugann koma ýmsir atburðir tengd- ir þessum glæsilega manni sem við munum svo vel m.a. frá fyrri árum þegar hann heimsótti okkur í Aðal- stræti 2 á Akureyri, virðulegur í frakka með hatt og tók í nefið. Lífíð breyttist í ævintýri meðan hann staldraði við og ævinlega umgekkst hann okkur krakkana með sömu virðingu og aðra. Hann 'fylgdist af áhuga með því sem við vorum að fást við í lífinu og gerði sér far um að kynnast þeim sem síðar tengdust fjölskyldunni. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Tóta 'frænda. Nei öðru nær. Þar sem hann var, var alltaf eitthvað að gerast. Hann átti svo auðvelt með að hrífast og sökkva sér á kaf í þau málefni sem áttu hug hans þá stundina. Sannfæring- arkraftur hans var slíkur að unun var á að hlýða og ekki hægt annað en hrífast með hversu vantrúaður sem maður annars var á viðkom- andi hugmyndir og kennmgar. Svo var hann manna fyrstur til að snúa baki við sumum þessara hugmynda og afgreiða þær sem hreinustu vit- leysu. Hann gérði það svo skemmti- lega og gerði jafnframt óspart grín að sjálfum sér í þeim efnum sem öðrum. Hann kunni nefnilega þá list að taka sjálfan sig ekki of hátíð- lega. En hrifnæmi Tóta og hæfi- leiki hans til að hrífa aðra með sér átti einmitt einna stærstan þátt í persónutöfrum hans. Þegar. við bættist einstakt tryggiyndi, hjálp- semi og einlægur áhugi á högum og viðfangsefnum annarra er eng- inn vandi að skilja vinsældir hans. Síðasta eitt og hálfa árið, þegar hann lá langdvölum á Borgarspítal- anum og dvaldi á Rauðakrosshótel- inu eða Blindraheimilinu, kom vel í ljós hversu vinmargur hann var. Það var ánægjulegt að fylgjast með því hve allir vildu allVfyrir Tóta gera. Ekki er hægt að minnast Tóta án þess að geta áhuga hans á bóka- söfnun. En Tóti var ástríðu bóka- safnari og safnaði bókum til hinsta dags. Lét hann það síður en svo aftra sér að hann var nær alveg blindur síðustu tvo áratugina. Þegar sjón hans fór að hraka leitaði hann víða lækninga, jafnt hefðbundinna sem óhefðbundinna og bæði þessa heims og annars. Hann var alla tíð mjög leitandi og opinn fyrir nýjung- um í hvers kyns lækningum og reyndi allt sem hann taldi að verða mætti sér til góðs, ekki síst eftir að krabbinn krækti klóm sínum í hann. Hann bar mátulega virðingu fyrir þeim vísindum sem ráðast ein- ungis á einkenni sjúkdóma með lyfj- um. Hann vildi leita orsakanna, ráðast gegn rótinni og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðferðir. Það var hreint ótrúlegt hvað hann, blindur maðurinn, var óþreytandi við að afla sér vitneskju og þekking- ar jafnt hérlendis sem erlendis. Höfðingsskapur Tóta og gest- risni var slík að helst má líkja við mestu höfðingja íslendingasagna. Væru ættingjar og vinir á ferðinni fyrir austan sló hann ævinlega upp mikilli matarveislu. Þótti honum slæmt ef menn gerðu ekki boð á undan sér svo hann fengi ráðrúm til undirbúnings. Og vei þeim sem fóru hjá án þess án þess að gera vart við sig. Þó hyggjum við að þeir sem það gerðu hafi ekki verið margir, því fáir menn voru skemmt- ilegri heim að sækja en Tóti. Hann var ótrúlega fróður um hina aðskilj- anlegustu hluti, jafnt foma sem nýja. Þannig var hann vel að sér í heimi fomsagnanna og sögu þjóðar- innar, en þó nútímamaður fram í fingurgóma. Hann vildi nýta sér tækniframfarir á ýmsum sviðum og hafði margar hugmyndir í þeim efnum. Ein þeirra síðustu var um það hvernig hugsanlega mætti halda lerkilúsinni í skefjum með hljóðbylgjum á svipaðan hátt og hann hafði heyrt að Kínveijar verðu akra sína gegn einhverri skordýrap- lágu. Tóti gerði sér grein fyrir hvert stefndi síðustu mánuðina og ræddi um dauðann á hispurslausan hátt og kvað margt verra en að'deyja. Einnig í þessu efni var oft stutt í gamansemina og hafði hann t.d. orð á því að við mættum eiga von á prakkarastrikum frá honum.þegar hann væri kominn yfir móðuna miklu. Hann gerði sér vonir um að hann ætti fjörugt og skemmtilegt líf fýrir höndum á nýjum stað. Og vel gætum við trúað að hann stæði við orð sín og skemmti sér alveg konunglega. Við vonum það. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Tóta og minning- in um hann mun ylja og skemmta okkur um ókomna tíð. F.h. fjölskyldna okkar og systk- ina. Bergljót, Anna Þorbjörg og Jóhann Magnús. Mikil hetja er fallin. Þórarinn var kraftmíkill maður og hikaði ekki við að takast á við verkefnin þótt erfið væru. Ég kynntist honum' fyrst árið 1987 svo að ekki voru kynni okkar löng en þau voru traust og gójý • Þórarinn varð fyrir því að missa sjón og barðist hann um langt ára- bil fyrir því að yfirstíga sjúkdóm Þórunn Ólafsdóttír, Hellu - Minning Fædd 19. september 1939 Dáin 4. september 1990 Hún Tóta okkar er dáin. Gest- risni hennar var einstæð í nútíma ysi og þysi mannlífsins þegar það vill gleymast hjá fólki að lifa lífinu (ifandi. Tóta lifði lífinu lifandi af reisn og með glaðværð og einlægni og hafði alltaf tíma fyrir alla sem til hennar leituðu og þá ekki síst börnin sem hændust að henni og dvöldu um skemmri eða lengri tíma hjá henni og Einari, einstæðum maka hennar. Hann stóð við hlið hennar með hógværð og hlýju eins og klettur í róti mannlífsins. Það var gæfa Tótu að eignast góðan eiginmann og indæla dóttur. Ég minnist þess að hún sagði að við fengjum börnin að láni og mætt- um ekki skemma þann efnivið með eftirlæti og ómennsku og þessari skoðun sinni fylgdi hún eftir. Sol- veig Þórdís dóttir þeirra er mikill mannkostaunglingur sem ber virð- ingu fyrir foreldrum sínum, afa og ömmu í Hellnatúni, sem eiga um sárt að binda að sjá af elskulegri dóttur er allt vildi fyrir þau gera. Á þessum tímamótum er okkur hjónum efst í huga þakklæti til Tótu og fjölskyldu hennar fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur á liðnum árum og einnig vottum við okkur dýpstu samúð þeim stóra hópi sem saknar góðs vinar. Hún Tóta var mikill friðarsinni og þegar hún kvaddi þetta tilveru- stig komu í huga minn þessar ljóðl- ínur eftir austfirska konu: Burt með hræðslu sem byrgð er inni, burt með hatrið úr veröldinni burt með sprengjur sem brenna svörð. Biddu með mér um frið á jörð. Guð blessi minningarnar um hana Tótu okkar. Didda og Gunnar sinn. Hann leitaði sér lækninga bæði lærðra og leikra heima og erlendis. Hann náði ekki árangri en hann varð fróður um margt í þessum efnum. Hann átti mikið safn bóka og meðal þeirra voru margar fræðibækur um heilbrigðis- mál. Ég varð fyrir því að fá augn- sjúkdóm og hann væri ekki hægt að lækna. Hvað gat ég gert sjálfur? Mér var ráðlagt að tala við Þórarin. Ég hringdi til hans og tók hann því vel og var strax tilbúinn að gera það sem hann gæti til hjálpar. Hann var þá kominn í samband við konu í Kaliforníu, dr. Halloran, sem hafði misst sjón og var talin með ólæknandi sjúkdóm. Henni hafði tekist að þróa upp augnþjálfunar- kerfí sem hún hafði notað á annan áratug og hafði fengið sjón sína stórbætta. Mál þróuðust þannig að fyrir atbeina Þórarins tókum við 5 okkur saman og fengum dr. Hallor- an til að koma til íslands og halda námskeið fyrir okkur. Námskeiðið var í janúar 1988. Við sum hver náðum merkjahlegum árangri en því miður ekki Þórarinn. Hann var samt hamingjusamur yfir því að hafa staðið í þessu mikla starfí fyrst aðrir höfðu gott af. Ég dáðist að dugnaði hans í þessu efni, þar var hann krafturinn þótt vinir hans og kunningjar hjálpuðu ómetanlega til. Þórarinn var einn þeirra manna sem gleymdi sjálfum sér ef hann gat rétt öðrum hjálparhönd. Og hann beið ekki eftir kalli. Teldi hann sig geta gert gagn var það gert án þess. Og það munaði um hann. Þórarinn var mikill höfðingi. Það var mikil reisn yfir honum. Hann var ákaflega gestrisinn og greiðvik- inn. Ég dvaldi á Héraði vikutíma og vorum við 9 saman. Hann vildi gera okkur dvölina sem ánægjuleg- asta. Og þegar við fórum fékk hann allan hópinn heim til sín í mat. Ekki þýddi að tala um of mikla fyrirhöfn. Hann vildi halda þeim sið að gestir væru ekki látnir fara svangir af Héraði. Annað gengi ekki. Þórarinn barðist hetjulegri baráttu við augnsjúkdóminn. En fyrir um tveimur árum kom í ljós að hann var með krabbamein. Og nú hófst ný barátta og þrátt fyrir mikinn kraft og viljastyrk til að standast og vinna á sjúkdóminum mátti hinn sterki maður ekki við ofureflinu og beið lægri hlut. Þórarinn var mikill höfðingi og hetja, mikill baráttumaður, fróður um márga hluti, þótti vænt um átt- hagana og langaði til að sjá landið skrýðast skógi. Hann mat hrein- skilni og orðheldni, hafði mikið yndi af því að hjálpa og gefa. Hann var vinmargur og átti trausta vini. Við kveðjum Þórarinn með söknuði, þökkum heilsteyptum og góðum dreng samfylgdina og biðjum hon- um blessunar guðs á nýjum vegum. Aðstandendum hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. Það er fátt sem erfiðara er að sætta sig við en að sjá á bak góðs vinar eða ættingja. Þegar harma- fregnin slær vitundina myndast tómarúm í tilverunni sem enginn vegur virðist að fylla og tilgangs- leysið sýnist algert. En samt er þetta rúm fullt minninga sem renna um hugann, gera missinn sárari um stund, en eru samt smyrsli á djúpa holund. Þórunn Olafsdóttir húsmóðir á Hellu lést 4. september eftir skamma sjúkdómslegu. Hún var fædd 19. september 1939, dóttir hjónanna Ólafs Guðmundssonar bónda og Þórdisar Kristjánsdóttur á Hellnatúni í Ásahreppi. Eftirlif- andi eiginmaður Þórunnar er Ein- ar Kristinsson kaupmaður á Hellu. Þáu Þórunn og Einar eignuðust eina dóttur, Sólveigu Þórdísi, sem er á sextánda aldursári. „Leyfið börnunum að koma til mín,“ eru fleyg orð úr ritning- unni. Þórunn var þeirrar gerðar að að henni löðuðust börn og ung- menni. Hún tók á móti þeim af einlægni og viðmót hennar og þeirra hjóna gerði að verkum að fyrsta hugsun barnanna og allra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.