Morgunblaðið - 08.09.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990
33 ‘
Finnbogi J. Kristjáns-
son bóndi íReykjar-
firði - Aldarminning
Finnbogi Jakob var fæddur í
Reyðarfirði í Grunnavíkurhreppi
7. sept. 1890. Foreldrar hans voru
hjónin Sigríður Gideonsdóttir,
fædd á Oddsflöt í Grunnavík og
Kristján Loftsson frá Litlu-Ávik í
Árneshreppi. Þau voru fátæk hjón
sem ekki áttu margra kosta völ,
töldust þá í húsmennsku í Reykjar-
firði. Þau áttu líka tvær dætur, sem
voru eldri.
Þegar Jakob er 6 ára flyst hann
með foreldrunum að Litlu-Ávík
þangað sem faðir hans var fæddur
og uppalinn. Á þeim bæ byijar
hann að vinna fyrir sér að ein-
hveiju leyti. Gerðist hann smali
og vikadrengur hjá Jóni Magnús-
syni bónda þar.
Snemma hafði Jakob orð á sér
fyrir hvað hann var fjárglöggur
og léttur á fæti. Það þóttu góðir
eiginleikar hjá smaladreng. Þá var
hann líka látinn fara á milli með
heybandslestina, 7 hesta úr Ávík-
urdal, og þurfti þá að labba aðra
leiðina. Famar voru 3—4 ferðir
yfir daginn. Þegar búið var að
hleypa niður af hestunum var
drengur settur á einn reiðingshest-
inn og réttur matarbiti, er hann
skyldi borða á leiðinni til baka.
Ekki er fullljóst _hve mörg ár
Jakob dvaldi í Litlu-Ávik. Veturinn
1901—1902 er hann þar, þá þátt-
takandi í mikilli þrékraun. I ársriti
átthagafélags Strandamanna,
Strandapóstinum, 6. árgangi 1972,
er skilmerkileg frásögn af hákarla-
veiðum upp um hafís, skráð af
Jóhannesi Jónssyni frá Asparvík.
Heimildarmenn hans eru: Agnar
Jónsson og Guðfríður Kristjáns-
dóttir, alsystir Jakobs. Hún er þá
vinnustúlka á sama bæ og bróðir-
inn, 14—15 ára gömul. Jakob er
111/2 árs. Agnar Jónsson einu ári
eldri. Þessir unglingar allir, ásamt
fleira fólki, eru nafngreind í frá-
sögninni af merkum atburði er
gerðist um páska 1902.
Bændurnir á Ávíkum, Finnboga-
stöðum og fleiri bæjum í Ámes-
hreppi drógu mikið af hákarli upp
um hafís langt úti á firði. Klukku-
stundar gangur var frá Ávík eftir
hafísnum út að vökinni þar sem
hákarlinn veiddist. Fn'skustu
mennirnir unnu við að draga og
skera hákarlinn, en konur og ungl-
ingar unnu af kappi við að draga
aflann á land á sleðum langan veg
í snjó og ófærð og miklu frosti.
Vegna fátæktar vom margir ekki
nógu vel búnir að skjólfötum og
reyndi þá mjög á harðfengi
manna. En lífsbaráttan var hörð,
allir urðu að taka þátt í erfiðinu,
ungir sem gamlir.
Um eins árs skeið var Jakob hjá
Njáli Guðmundssyni á Krossnesi í
sömu sveit. Bar hann alla tíð mik-
ið lof á þá vist og hvað Njáll hefði
verið sér góður.
Þegar Jakob var á 13. ári kom
hann aftur í Reykjaríjörð og varð
sá staður hans aðalvettvangur upp
frá því. Hann ræðst til hjónanna
Ketilríðar Jóhannesardóttur og
Benedikts Hermannssonar sem þá
eru búandi þar. Þess skal getið að
fyrri kona Benedikts hét Matthild-
ur Gideonsdóttir, tvíburasystir Sig-
ríðar móður Jakobs.
í Reykjarfirði var mikið að
starfa. Þar var tijáreki góður,y
nokkur selveiði í lögnum og úti-
gangur fyrir sauðfé á vetram.
Benedikt vann mikið að smíðum
margs konar og Ketilríður var
mikil hannyrðakona. Hún kenndi
Jakobi að vefa á vefstól og það
starf líkaði honum vel. Þegar illa
viðraði á vetrum og tími gafst til
greip hann oft í vefstólinn svo um
munaði. Jakob varð eftirsóttur til
vinnu. Hann fór til sjóróðra vestur
í Jökulljörðu og Hnífsdal og út að
Horni á vorin til að afla matfanga
handa heimilinu í Reykjarfirði.
Um vetur 1913 varð Jakob fyrir
slysi er hann var á heimleið frá
Furufirði úr kaupstaðarferð til ísa-
Qarðar. (Frásögn af þeim atburði
er skráð í Hrakningar og heiðar-
vegir IV. bindi.) Mikil undur þóttu
að hann skyldi sleppa óbrotinn og
lifandi frá því atviki að hrapa fram
af háum klettum niður í stórgrýtta
fjöru. Hann slasaðist að visu og lá
rúmfastur í Furufirði á þriðja mán-
uð. — Þetta sama ár var Jakob
orðinn vistráðinn að Dröngum í
Árneshreppi og um fardaga var
hann orðinn það hress að geta
mætt í vistina á réttum tíma og
staðið þannig við orð sín. Á Dröng-
um var lika mikið að starfa. Þar
var mikill tijáreki og æðarvarp.
Það þurfti mikinn dugnað og vand-
virkni til að hreinsa æðardúninn.
Oft fór Jakob að Dröngum til
þeirra verka eftir að hann fór að
búa í Reykjarfirði.
Árið 1915, 19. september, gift-
ist Jakob Matthildi Herborgu
Benediktsdóttur í Reykjarfirði,
einkadóttur hjónanna Ketilríðar og
Benedikts og stofnuðu þau heimili
á þeim bæ. Vora þau þá búin að
eignast saman tvö börn. Fyrstu
búskaparárin í Reykjarfirði reynd-
var að koma aftur sem fyrst.
Menn og konur sóttust einnig eft-
ir samvistum við Þórunni, eða
hana Tótu, eins og allir kölluðu
hana. Og nafn hennar hafði og
hefur innihald. Hvenær sem var
og hvemig sem á stóð þá var
heimilið á Hellu opið og Tóta tilbú-
in að leggja sitt af mörkum til
þess að létta undir með öðrum.
Hvort heldur sem var í spjalli við
búðarborðið í Mosfelli eða í sam-
ræðum við eldhúsborðið heima á
Arnarsandinum. Hún var heil-
steypt kona með heilbrigðar og
ákveðnar skoðanir á málefnum líð-
andi stundar. Þeir sem áttu við
hana samræður fóru af þeim fundi
ríkari og með nýtt sjónarhorn í
farteskinu.
Þegar komið var að erfiðum
sjúkrabeði hennar vora það hennar
fyrstu orð að spyija um aðra og
fá fullvissu um liðan þeirra en
beina talinu frá sjálfri sér. Hún
bar mikla umhyggju fyrir sínum
nánustu og var þeim ávallt stoð
og stytta. Þetta eru fátækleg orð
um persónugerð hennar en Tóta
var mannkostakona, hún var góð
kona.
Þegar við nú kveðjum ástkæran
vin og ættingja er söknuðurinn sár
yfir því að mega ekki framar upp-
lifa samverastundir með henni,
heyra hvatningarorð hennar og
ust mjög erfið. Þá gengu yfir harð-
indaár og heimsstyijöld geisaði.
Frostaveturinn 1918 gekk spánska
veikin. Þá létust í sömu vikunni
Benedikt, faðir Matthildar, og Sig-
ríður, móðir Jakobs, sem orðin var
ekkja og dvalið hafði hjá syni sín-
um síðustu árin. Þennan illræmda
vetur lá hreinlega við skorti í Reyð-
arfirði.
Eftir hallærið og heimsstyijöld-
ina fór aftur að rofa til og smátt
og smátt glæddist efnahagur og
bústofninn stækkaði. Starfsdagur-
inn var oft langur, snemma risið
úr rekkju og mikil reglusemi höfð
á öllum verkum t.d. mjöltum og
hirðingu búfjár, matmálstímar
þrisvar á dag. Langt þurfti áð fara
til að komast í kaupstað og ekki
hægt að fara á smábátum að vetr-
arlagi. Menn reyndu að birgja sig
upp að haustlagi með kornvöra og
fóðurmjöl ef efnahagur leyfði slíkt.
Jakob vildi alla tíð forðast að safna
skuldum, gat ekki hugsað sér að
vera í skuld við verslun eða hrepps-
félagið um áramót. Og honum
tókst það líka. Það var honum
metnaðarmál.
Jakob og Matthildur eignuðust
saman 14 börn á árunum
1913—1941 og ólust þau upp hjá
foreldrunum. Eitt misstu þau árs
gamalt en 13 komust til fullorðins-
ára. Öll börnin nema það elsta og
næstyngsta fæddust í Reykjar-
firði. Árið 1930 eru 12 manns í
heimili hjá þeim hjónum.
Á áratugnum 1930 til 1940
gengu yfir hin svokölluðu kreppu-
ár. Afurðaverð var þá mjög lágt
og önnur heimsstyijöld braust út.
En á þessu tímabili byggði Jakob
ný peningshús og nýtt íbúðarhús
í Reykjarfirði og hélt áfram búskap
þar í 17 ár eftir þetta og búnaðist
vel. Um vetur 1955 veiktist Matt-
hildur og lá lengi veik. Þá var
komið talstöðvarsamband í Reykj-
arfjörð og Björn Pálsson flugmað-
ur var fenginn til að koma norður
í sjúkraflug. Hann hafði aldrei
komið þangað áður en tók strax
vel í málið og flugferðin gekk að
óskum. Hjónin fóru bæði suður.
Matthildur gekkst undir uppskurð
á Landspítalanum hjá Snorra Hall-
grímssyni og komst heim í Reykj-
aríjörð aftur. — Hún fór að vinna
alltof snemma eftir skurðaðgerð-
ina og náði sér aldrei að fullu. Sjúk-
dómurinn var ekki illkynja og hún
lifði í 34 ár þar eftir.
Jakob hætti búskap 1957 og
flutti til Ísaíjarðar árið 1958. —
Hjónin fengu húsaskjól hjá Jó-
hönnu, elstu dótturinni og Kristjáni
manni hennar. Síðar fluttu Jakob
og Matthildur til Jóhannesar sonar
síns í nýtt hús og höfðu þar eldhús
og stofu út af fyrir sig.
Á ísafirði stundaði Jakob al-
genga verkamannavinnu, aðallega
við fiskvinnslu, spyrða skreið og
hengja upp í skreiðarhjalla. Eitt
haust er hann var að störfum
uppi í Breiðadalsheiði í kalsaveðri
veiktist hann og náði aldrei fullri
heilsu eftir það. Hann gekkst und-
ir skurðaðgerð í Ísafjarðarspítala
hjá Úlfi Gunnarssyni lækni. Það
var erfið aðgerð, svo aldrei greri
um heilt og Jakob gat ekki stund-
að vinnu eftir það. Þegar svo var
komið fannst honum dagarnir
lengi að líða. Hans mesta gleði
fólst öll í starfmu á meðan heilsan
leyfði. Jakob gat ekki unnið nema
heilshugar að hveiju sem hann
gekk. Það var hans upplag sem
gengið hefur að erfðum til afkom-
enda.
Á meðan Jakob stundaði bú-
skapinn í Reykjarfírði hirti hann
vel um skepnur sínar og fór vel
með þær. Haustið 1930 fékk hann
mann til að útvega sér hross norð-
an úr Húnavatnssýslu. Þettá var
ljósgrá hryssa, þriggja vetra. Hún
hafði gengið með folaldi um suma-
rið og sýndist ekkert afgerandi.
Þessa hryssu nefndi Jakob Lóu,
ól hana vel um veturinn og umg-
ekkst hana af nærfæmi. Svo brá
við að hún reyndist afbragðsvel
og varð augnayndi og stolt eigan-
dans. Jakob dáði hana mest af
sínum skepnum á meðan hún lifði.
í vinahópi gat Jakob oft verið
glaður og hláturmildur. Hann átti
létt með að hafa lag og hafði
ánægju af söng, kunni líka nokkuð
af visum og þulum. Einn ríkur
þáttur í fari hans var mikil trú-
hneigð, sem hann flíkaði ekki en
veitti honum styrk í veikindum og
amstri daganna þegar dró að leið-
arlokum.
Jakob lést í Sjúkrahúsi ísafjarð-
ar haustið 1972 — 82 ára að aldri.
Guðfinnur Jakobsson
Ingólfur Jónsson
Nýlendi — Minning
Fæddur 6. nóvember 1923
Dáinn 27. ágúst 1990
Hann Ingólfur Jónsson frændi
okkar er dáinn. Hann er nú úr aug-
sýn en í hjörtum okkar á hann stór-
an stað, og í hugum okkar mun
hann alltaf vera. Okkur finnst ein-
kennilegt að vita af honum svo óra
langt í burtu, en þó svo nálægur.
Við minnumst allra þeirra stunda
er Ingólfur heimsótti okkur, ætíð
svo hress og kátur, jafnvel fram á
síðustu stundu, eins var þegar við
komum norður til hans, þá var oft
glatt á hjalla.
Nú er Ingólfur vinur okkar far-
taka þátt í glaðværðinni sem
ávallt var svo stutt í. Eftir stendur
svo það sem kærleiksrík vinátta
og kynni af góðri manneskju gef-
ur. Það fyllir hugann og verður
gefandi við hinar ýmsu aðstæður
sem lífíð skapar þegar frá líður.
Þórunnar Ólafsdóttur er sárt
saknað meðal allra sem kynntust
henni en gleðin er líka mikil yfir
því að hafa fengið að eiga með
henni samleið. Kynnin era lær-
dómsrík og kenna okkur mikilvægi
þess að rækta sinn vináttu- og
frændgarð. Orð mega sín lítils
frammi fyrir hinum stóru stað-
reyndum lífsins. En vissan um
betra líf gefur styrk og beinir
huganum að kærleiksríkri minn-
ingu um góða manneskju.
Innilegustu samúðarkveðjur
sendum við fjölskyldunum á Hellu
og í Hellnatúni sem bera sárasta
söknuðinn. Megi góður Guð gefa
ykkur styrk í sorgirini.
Sigurður Jónsson,
Esther Óskarsdóttir,
Díana Óskarsdóttir,
Guðmundur Óskarsson.
inn. Við vildum svo sannarlega
kynnast fleiri svona mönnum, sem
hafa slíkt hugrekki og slíkan kjark
sem Ingólfur heitinn hafði og sem
kom gleggst fram þegar honum var
sagt frá sjúkdómnum sem hann
gekk með.
Við getum öll tekið undir orð
meistarans og sagt: „Allir menn
fæðast til að missa, en þá kemur
aftur á móti, en við getum öll
glaðst óendanlega yfir því að hafa
átt.“
Guð blessi alla aðstandendur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
v (V.Briem.)
Blessuð sé minning Ingólfs
frænda.
Jón E. Hjartarson,
Vigdís Hjartardóttir,
Hreinn Hjartarson.
í dag fer fram á Hofí á Höfða-
strönd jarðarför Ingólfs Jónssonar
bónda á Nýlendi, en Hann lést á
Landsspítalanum eftir stutta legu
þann 27. ágúst sl.
Ingólfur var fæddur á Kambi í
Deildardal 6. nóvember 1923, sonur
Hólmfríðar Þorgilsdóttur og Jóns
H. Arnarsonar trésmiðs er þar
.bjuggu um alllangt skeið. Hann var
yngstur fjögurra sona þeirra Hólm-
fríðar og Jóns og ólst upp á Kambi
með foreldrum sínum og bræðrum.
1941 kaupir Hólmfríður og synir
hennar Brúarland, en þá var Jón
látinn fyrir nokkru. Á Brúarlandi
bjó hún ásamt sonum sínum Run-
ólfí og Ingólfi til 1955, að þau Ing-
ólfur kaupa Nýlendi og flytja þang-
að. Hólmfríður lést árið 1971 og
bjó Ingólfur þar síðan, oftast einbúi.
Ingólfur var í frumbernsku mik-
ill sjúklingur en varð er hann þrosk-
aðist hraustmenni og harðduglegur
og mátti segja að hvert verk iéki
í höndum hans. Lengst af ævinnar
stundaði hann vinnu utan heimilis-
ins ef aðstæður leyfðu, fór á ver-
tíð, vann á þungavinnuvélum, í
byggingavinnu og að múrverki. Bú
mun hann aldrei hafa haft stórt,
enda gaf jarðnæðið ekki tilefni tií
slíks en hann var alltaf vel bjarg-
álna. Um skeið átti hann vörubíl
og var ósínkur að hjálpa vinum sín-
um og grönnum, því einn stærsti
þátturinn í fari hans var hjálpsemi
og greiðvikni sem þó oft mun hafa
komið niður á hag hans sjálfs.
Ingólfur var í uppvexti mikill
mömmudrengur enda brást hann
henni ekki er hann eltist og má
fullyrða að hann fómaði sér alveg
fyrir móður sína meðan hún lifði
svo að hún gæti lifað lífinu á þann
hátt er hún kaus.
Ýmsir munu sakna Ingólfs er
hann er allur. Hann var gleðimaður
og kátína hans oft gáskafull og
þeir sem þekktu hann best vissu
að hann var drengur góður og þá
bestur er mest á reyndi.
Steinar Þórðarson.