Morgunblaðið - 08.09.1990, Side 36

Morgunblaðið - 08.09.1990, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 Gunnarog’ Guðbjörg halda tón leika á Isafírði og Flateyri GUNNAR Guðbjörnsson óperusöngvari og Guðbjörg Siguijónsdóttir píanóleikari halda tónleika á Isafirði og Flateyri, helgina 8. og 9. september. Tónleikarnir á Isafirði verða í Sal frímúrara á laugardeg- inum kl. 17 en á Flateyri verða tónleikarnir haldnir í mötuneyti Hjálms kl. 17 á sunnudeginum. Efnisskrá beggja tónleikanna inni- heldur tónlist úr ýmsum áttum, íslensk og ítölsk sönglög sem og ljóðasöngva eftir Gouynod og Schubert. Gunnar Guðbjömsson stundaði söngnám lengst af hjá Sigurði V. Demetz í Nýja Tónlistarskólanum. Hann fór í framhaldsnám til Hanne-Lore Kuhse prófessors í Berlín og Paul Wynne Griffiths í London. Hann hefur einnig sótt tíma hjá Nicolai Gedda í Vín, Morg- es og London. Gunnar hefur á síðustu 5 árum komið víða fram sem einsöngvari bæði hér heima sem erlendis. Hann hefur sungið óperu- hlutverk með íslensku óperunni, Buxton Festival í Englandi, Velsku Þjóðaróperunni og komið fram í leikriti hjá Opera North í Leeds. Hann' hefur einnig komið fram á tónleikum í St. Davids Hall í Card- iff, Queens Hall í Edinborg, og í Royal Albert Hall í London með Royal Philharmonic Orchestra á síðastnefnda staðnum. Þeir tónleik- ar hafa verið gefnir út á hljómplötu og disk í London. Nýlega tók Gunnar þátt í upp- töku á safndiski fyrir Philips Classics, en þar söng hann aríu úr óperunni „Mitridate" eftir Mozart, með hljómsveitinni Academy og St. Martin in the Fields, undir stjórn Sir Neville Marriners. Gunnar hefur oft komið fram í útvarpi og sjón- varpi m.a. í Vikivaka Atla Heimis Sveinssonar og nú síðast í þætti Granada Television um ferðaóperur í Englandi. Fyrir stuttu undirritaði Gunnar námssamning við National Opera Studio í London til eins árs en samhliða mun hann áfram koma fram á tónleikum hér heima og í London. Guðbjörg Siguijónsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún hóf píanónám hjá Ragnari Bjömssyni, en fór síðan til Hollands og stundaði nám við Sweelinck Conservatorium frá 1972 og lauk þaðan prófi árið 1979. Guðbjörg hefur tekið þátt í nám- skeiðum fyrir söngvara og samleik- ara hjá prof. Hanne-Lore Kuhse, prof. Charles Spencer og Dalton Baldwin og unnið með mörgum Gunnar Guðbjörnsson, óperu- söngvari. söngvuram á síðustu áram. Guð- björg starfar einnig sem píanókenn- ari í Reykjavík. Vettvangsferð í Keilisnes í DAG stendur Náttúruvemdar- félag Suðvesturlands fyrir vett- vangsferð á Keilisnes sem er á mótum Vatnsleysustrandar- og Innanheiðarbæjanna. Farið verður klukkan 13.30 frá Stefánsvörðu (Varðan er vestan- megin við gamla Suðumesjaveg- inn) austur af Kálfatjöm og geng- ið niður á Keilsnes. Gengið verður á fjörurein og fyllt út eyðublaðið „Fjaran’mín“. Þá verður gengið um nesið og fyllt út tilraunaeyðu- blöð fyrir „Landið mitt“. Tilgangur ferðarinnar er að kynna ofan- greind skoðunarverkefni og fram- kvæmd þeirra. Fylgdarmenn verða fróðir menn um náttúrufar, sögu og ömefni svæðisins og nágrenni þess. % aiisleiJKur p i í kvöld frá kl. 22.00 - 3.00 Hljómsveitin KOMPÁS leikur nýju og gömlu dansana ásamt Jóni Sigurðssyni og söngkonunni Kristbjörgu Löve Gestur kvöldsins: Hinn sívinsæli Örvar Kristjánsson Dansstuðið er í Ártúni VEmNQAHÚS Vagnhöfða 11, Reykjavfk, sími 685090. & STÖNGIN INN Hljómsveltin Gott ásamt Eyjólfl Kristjánssyni ogfélögum skemmta í kvöld. hýtt SÍMANOMER prentmyndagerðar- KLÚBBURINN Sportklúbburinn, Borgartúni 32. NÝTT SÍMANÚMER auglýsngadeildar^ egnn fUorsjíim&Iattti Dúett úr The Dubliners f rá írlandi í kvöld. flllra síðasta sinn. Húsið opnað kl. 18.00. Nýrírskur matseðill á írsku verði. Miðaverð eftir kl. 21.00 aðeins kr. 500,-. í KVÖLD Fjölbreytt skemmtiatriði ásamt kvöldverði MA TSEÐILL: Reykturlax Glóðarsteikt lambafile ís meðávöxtum Kr. 2.900,- Afsláttur fyrir h ópa Hljómsveit Pdlma Gunnarssonar Miðasala og borðapantanir ísíma 687111 Snyrtilegur klæðnaður (gallaklæðnaður bannaður) Meirn en þú getur ímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.