Morgunblaðið - 08.09.1990, Síða 41

Morgunblaðið - 08.09.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 41 ' VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Víti til varnaðar Til Velvakanda. Mig langar til að láta alþjóð vita, á hveiju þeir geta átt von í viðskipt- um við ferðaskrifstofur. Með kveðju og ósk um að þetta geti verið víti til varnaðar. Ferðaskrifstofan Útsýn, Úrval, Saga bjóða upp á ferðir til hótelsins Silchoro í Algarve. Ég var þar á tímabilinu 25. júlí til 15. ágúst á vegum þess fyrst nefnda. Gistiað- staða mín og nokkurra fleiri íslend- inga var í nýbyggingu sem reyndist vera bakhús upp á 4 hæðir, þar af 3 hæðir niður. Og við í daglegu tali okkar á milli kallaðir skúffufé- lagarnir i Útihúsunum. Stúdíóíbúðirnar voru þokkalegar að því frátöldu að í þeim var einn svefnbekkur, dýnulengd 180x80 sm breið. Rúmfataskúffan reyndist geyma svampdýnu að lengd 170 sm, sem í þurfti að sofa er tveir deiídu íbúðinni. Var þessi skúffa þá dregin undan bekknum er kom að svefntíma. Þægilegt fyrir karl- mann sem er tæpir 190 sm á hæð að sofa í þessu. Sól kom aldrei inn um svalirnar, sem voru án borðs og stóla. Útsýni var blokk í byggingu. Þar var haf- ist handa við vinnu kl. 6.50 hvern morgun nema sunnudaga. Enginn svefnfriður var eftir það, vegna steypuhrærivéla og annarskonar byggingahávaða. Ekkert gagn var að því að taia við fararstjórann um að fá sig færð- an. Allt var talið eðlilegt. Reyndar kváðust þeir óhressir með þetta fyrir okkar hönd, en það væri ekki við þá að sakast, við skyldum tala við skrifstofuna heima. Eftir 11 daga bauðst Guðmundur fararstjóri til þess að fara úr sinni stúdíóíbúð fyrir okkur, það þáðum við ekki, töldum það enga lausn. Ég fór í þessa ferð með tveggja daga fyrirvara á gjaldi sem ferða- skrifstofan bauð kr. 49.900 fyrir utan flugvallarskatt. Og átti þetta að vera hvíldarferð, en ekki reynd- ist svo. Það reyndust vera fleiri á þessu hóteli á ennþá lægra gjaldi, en fengu þó betri stúdíóíbúðir með þeim þægindum að hafa 2 svefn- bekki auk þess að hafa borð og stóla úti á svölum, auk sólar, ein- hvern hluta dagsins. Þær íbúðir reyndust líkjast þeim myndum, sem okkur voru sýndar af stúdíóíbúðun- um hér heima á skrifstofu. Óþrifnaður var mikill í sundlaug, svo ekki sé minnst á vatnsskort í þeim tveimur sturtum sem eru úti við sundlaug. Kom fyrir að þær væru vatnslausar suma dagana. Einnig var vatnslaust á hótelinu í tvígang. Annað skiptið frá kl. 8 að kveldi til kl. 9 að morgni. Ræsting var í algjöru lágmarki í íbúðunum, skítugt skólpvatn notað í gólfþvott rétt yfir miðju gólfs sjaldan út í horn, og aldrei í 3 vik- ur undir svefnbekk. Einnig sáust ræstingakonur bleyta borðtuskur sínar í sundlaug til að þvo borð og stóla fyrir utan barinn við sundlaug- ina. \ Ég hefi áður verið hér í Algarve þá á Villa Magna. Því stóðst ég ekki það að labba þangað til að skoða aðstöðuna þar og sundlaug- ina, sem var hrein og tær alveg til fyrirmyndar. Fróðlegt væri að fá að vita hvers vegna allar ferðir sem boðið er upp á erlendis hjá fararstjórunum eru allt að 110% dýrari en hjá hinum ferðaskrifstofunum, svo sem ensku og dönsku. Líka umrædd sælkerakvöld sem boðið var upp á, það reyndist dýr- ara en að fara á eigin vegum. Að endingu, ef þið skylduð nú ekki vita hvernig hvíldaraðstaðan er í nýbyggingu Silchoro sendi ég hér með mynd því til sönnunar. Það verður að segjast eins og er, eftir þessa ferð, að lftill áhugi er á að ferðast með ferðaskrifstofu sem þessari, sem veitir rangar upplýs- ingar í upphafi, og fararstjórn sem ekki stendur fast á því að bjóða gestum sínum betri þjónustu á staðnum. Fararstjórar voru þó til fyrirmyndar í ferðunum. Skoðana- könnun var frá ykkur í ferðinni út. Hún hefði mátt vera á leiðinni heim. Bára Þórðardóttir Til Velvakanda. Styrktarfélag aldraðra í Hafn- arfirði vill koma á framfæri kveðj- um og þakklæti en 55 eldri borgar- ar dvöldu á Edduhótelinu á Húna- völlum 20. til 27. ágúst. Hótel stjórarnir Þór Ragnarsson og Sigríður Sigmundsdóttir sýndu gestum sínum einstaka alúð og umhyggju sem ber að þakka. Og þjónustufólkið, sem flest var ungt að árum, gerði sitt til að gera Bjargaði hundi Til Velvakanda, í gær, þriðjudaginn 2. september kl. rúmlega fimm, var ég með barn og tvo hunda á bakka stríðrar elfur bílaumferðar á Miklubraut gegnt Tjörninni. Hafði barnið misst tökin á ól um hálsinn á Chosie litlu (Cock- er Spaniel) og hljóp hún út í umferð- arflauminn og komst á eyjuna milli austur- og vesturumferðar. Vestur-straumurinn var óstöðvandi lest af bílum, bíll við bíl, á báðum akreinum, og gerði Chosie sig líklega til þess að stökkva út í flauminn í opinn dauðann. Ekki gat ég sleppt barninu og hlaupið á eft- ir Chosie, en mér fannst sem ég sæi hana þar í síðasta sinn og hún mundi kremjast undir bílhjólum í óvitaskap sínum. Hefði það gerst, ef ekki hefði borið að göfuglynda stúlku á svörtum bíl á vesturleið í vinstri akrein, sem hægði ferðina og girti fyrir dauða-leið Chosiar. Og til þess að tryggja líf hennar sveigði hún upp á eyjuna, væntan- lega til armæðu fyrir þá bíla sem á eftir voru og höfðu hægt á sér og stöðvast, en vissu ekki hvað olli. Þegar loks slotaði umferðinni og varð hlé vegna gönguljósa ofar við Miklubraut, komst ég yfir með barnið og Tinnu, svarta labradortík, en rétt í því skaust Chosie yfir ak- brautina á öruggum stað milli bíla og hélt niður að Tjörn, en ég beið á eyjunni með barnið og Tinnu eft- ir frekari uppstyttu í umferðinni, skelfingu lostin. Þegar loksins varð hlé komst ég yfir, og var þar mað- ur sem náði Chosie fyrir mig, — reyndist hann danskur, og þakkaði ég honum af innsta grunni hjarta míns! Þennan mann hitti ég í dag í Norræna húsinu, fundarstað allra Norðurlandabúa! — En ég veit ekki hver stúlkan á svarta bílnum er. Nú langar mig svo fjarska mikið að biðja Velvakanda að hafa upp á henni með því að birta þennan pist- ■ il og biðja hana að hringja í annað hvort okkar hjónanna svo við getum þakkað henni lífgjöf okkar góðu og trúföstu vinkonu, hennar Chosie. Síminn er 16605 (eða 694349). Og með þessu skrifi fylgja auðvitað innilegar þakkir til stúlkunnar á svarta bílnum sem við eigum svo mikið upp að unna. Megi lánið og gæfan fylgja henni í allri umferð lífsins um ókomin ár. Þórir Kr. Þórðarson dvöl eldri borgaranna sem án- gægjulegasta og þægilegasta. Það má gjarnan geta þess sem vel er gert sem mótvægi gegn öllum þeim umkvörtunum og þeirri nei- kvæðu umfjöllun sem mest er áberandi í dagblöðum. Einnig vilj- um við þakka bílstjóranum sem var mjög þægilegur. Þökkum ánægjulega dvöl á Húnavöllum. Styrktarfélag aldraðra í Hafnarfírði Ánægjuleg ferð Mínar bestu þakkir til allra þeirra, sem heiðr- uðu mig vegna sextugsafmœlis míns með gjöf- um, skeytum og vinarhug. Guð blessi ykkur. öll. Hilmar Bjarnason. f ^ II LIMB0ND FYRIR TRJÁPLÖNTUR í stað spotta og borða, í stað þess að hefta eða negla, býðst nú lausn sem gerir uppbindingu trjáa að léttum leik. Veðurþolnu límböndin frá MAPA eru sterk, mjúk og þjál og særa ekki viðkvæman börk. Sölustaðir: Sölufél. garðyrkjumanna, Smiðjuvegi 5, Kóp. Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Skipavík, Stykkishólmi. Versl. Hamrar, Grunarfirði. Versl. Vík, Ólafsvík. Ástubúð, Patreksfirði. Versl. Tían, Tálknafirði. Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri. Jón Fr. Einarsson h/f, Bolungarvík. Pensillinn, ísafirði. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. A-Hún., Blönduósi. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Versl. Hegri, Sauðárkróki. Torgið, Siglufirði. Valberg h/f, Ólafsvík. Skapti h/f, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Stálbúðin, Seyðisfirði. Versl. Vík, Neskaupstað. K.A.S.K. Hornafirði. Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Þríhyrningur, Hellu. Kf. Árnesinga, Selfossi. Kf. Suðurnesja, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.