Morgunblaðið - 08.09.1990, Síða 43

Morgunblaðið - 08.09.1990, Síða 43
- - ___ , f?Vf 'T .. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 43 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 17. umferð í dag: Spennan í hámarki! Úrslit geta ráðist á toppi sem botni NÆST síðasta umferð íslandsmótsins fer fram í dag. Spennan er í hámarki og getur verið óbreytt að leikjunum loknum, en sá möguleiki er fyrir hendi að Framarar tryggi sér titilinn og íslands- meistarar KA bjargi sér endanlega frá falli. Ekkert er sjálfgefið, víst er að fjögur efstu liðin þurfa að hafa mikið fyrir því að halda sínum hlut og því má fastlega gera ráð fyrir skemmtilegum bar- áttuleikjum. Framarar sækja Stjörnumenn heim. Gestirnir eru í efsta sæti á markatölu og með sigri getur tit- illinn verið í höfn, én þá verða Skagamenn að bera sigurorð af KR-ingum á Skipaskaga og Eyja- menn og Valsmenn að tapa stigum. „Stjarnan úthrópuð í Garðabæ" „Ég hygg að úrslit mótsins ráðist ekki fyrr en í síðustu umferð,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram. „Enn getur allt gerst og það gildir hjá öllum fjórum efstu liðunum að þau verða að sigra til að eiga mögu- leika á titlinum. Spurningin er hvemig menn þola álagið og því er ekki að neita að Fram hefur mikla reynslu í úrslitaleikjum og það er undir okkur sjálfum komið hvort við fögnum sigri.“ Pétur Arnþórsson verður í banni, en Ásgeir sagði að maður kæmi í manns stað. „Þetta verður samt erfitt, því ég er viss um að Stjarnan gefur ekkert eftir.“ Nýliðar Stjörnunnar hafa heldur betur staðið undir nafni á fyrsta ári í 1. deild og rækilega sannað til- vemrétt sinn. Liðið er í efri kantin- um, en möguleiki á Evrópusæti er langsóttur. „Það er ekki langt síðan að tak- markið var að ná 20 stigum,“ sagði Jóhannes Atlason, þjálfari. „Síðan var markmiðið að komast í núver- andi stöðu, en nú spáum við ekkert í sæti lengur. Hins vegar er öll við- bót plús og við gefum ekkert eftir. Okkur hefur gengið vel að undan- förnu, en þetta verður viss próf- raun. Liðið hefur spilað best gegn sterkari liðunum, en ef þessi leikur verður ekki erfiður er enginn leikur erfiður. Það er að duga eða drepast fyrir Framara og ef þeir reyna ekki núna, gera þeir það aldrei." Jóhannes sagði að þrátt fyrir velgengnina hefði Stjarnan fá- mennan stuðningsmannahóp á leikjum. „Allir virðast fylgjast með úr fjarlægð og allir eru tilbúnir að styrkja liðið, en Stjarnan er úthróp- uð á leikjum í Garðabæ, sem er umhugsunarefni. Reyndar er um 20 manna kjarni, sem fylgir okkur hvert á land sem er og veitir okkur geysilegan stuðning, en lið í topp- baráttu í 1. deild þarf á fjölmenn- ari hópi að halda." Afsláttarmiðar með Akraborg KR-ingar mæta Skagamönnum á Skipaskaga og er gert ráð fyrir fjölda áhorfenda frá Reykjavík enda mikið í húfi hjá liðunum. Því hefur verið ákveðið að bjóða sérstkar pakkaferðir með Akraborginni, sem fer kl. 12:30 frá Reykjavík og til baka frá Akranesi kl. 17. Ferðir og miði á leikinn kosta 1.100 kr. fyrir fullorðana og 450 kr. fyrir börn. „Ég hef alla tíð borið mikla virð- ingu fyrir Skagamönnum og geri enn. Þeir hafa gert mikið fyrir íslenska knattspyrnu og síst vildi ég sjá liðið falla í 2. deild,“ sagði Ian Ross, þjálfari KR. „Við förum í alla leiki með því hugarfari að gera okkar besta og sigra, en það er ekki auðvelt frekar en annað í lífínu. Við höfum ekki efni á að vanmeta Skagamenn, en ég vonast eftir sigri, þó það þýði fall fýrir Skagamenn, því miður.“ KR-ingar hafa aðeins yfir tveim- ur sigrum að státa á Akranesi síðan 1969, en Skagamenn hafa verið í óvenjulegum öldudal í sumar. „Við höldum í vonina og og gefum ekk- ert eftir,“ sagði Hörður Jóhannes- son, þjálfari ÍA. „Það hefur ekki gengið vel í sumar en leikurinn gegn ÍBV hleypti nýju blóði í menn og breytti hljóðinu í bæjarbúum, sem ég geri ráð fyrir að fjölmenni og styðji vel við bakið á okkur. Þetta verður baráttuleikur, sem ætti einnig að geta orðið skemmti- legur.“ Eyjamenn fjölmenna Eyjamenn eru í 3. sæti, en hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Meðbyr- inn hefur aukist með hverjum leik og sagði Sigurlás Þorleifsson, þjálf- ari, að hann ætti von á góðum stuðningi á Víkingsvelli, en áhang- endur. liðsins ætla að hittast á Kringlukrá klukkan 12. „Við gerum okkur alveg greín fyrir stöðunni,“ sagði jSigurlás, „en fjögur efstu liðin eiga ámóta erfiða leiki eftir og það verður heppni sem ræður úrslitum um endanlega röð og svo dagsformið. Við ætlum okk- ur sex stig úr síðustu tveimur leikj- unum, en spyrjum að leikslokum. Strákarnir eru metnaðarfullir, stemmningin er ótrúleg og stuðn- ingurinn mikill, en Eyjamenn eru á jörðinni og hafa umfram allt gaman að vera með í toppbaráttunni.“ Jakob Jónsson verður í leikbanni og Elías Friðriksson er meiddur, en að öðru leyti stillir Sigurlás upp sterkasta liði, sem völ er á. „Álagið er á Eyjamönnum,“ sagði Logi Olafsson, þjálfari Víkings. „Takmarkið hjá okkur er að gera betur en í fyrra og því gefum við ekkert eftir á lokasprettinum. Við erum með þijá tapleiki í röð á bak- inu og höfum fullan hug á að snúa dæminu við, seljum okkur dýrt, en þetta verður erfitt.“ Goran Micic byrjar í ljögurra leikja banni í dag og verður því ekki meira með Víkingum í ár, en hann hefur verið einna öflugasti sóknarmaður liðsins. Valsmenn treysta á aðra Bikarmeistarar Vals fá FH-inga í heimsókn. „Það var ákveðið spennufall eftir bikarúrslitin, sem kom fram í deildarleiknum gegn KR,“ sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals. „Við verðum hins veg- ar að sigra í tveimur síðustu leikjun- um til að eiga möguleika, en verðum jafnframt að treysta á aðra — þetta er ekki í okkar hendi. Ég á ekki von á að FH-ingar slaki á, ef ég þekki þá rétt og það er þeim til bóta að þeir eru ekki undir neinu álagi." Sævar Jónsson verður í leikbanni go Snævar Hreinsson er farinn til Bandaríkjanna í nám og að auki sagði Ingi Björn að nokkrir menn væru vafasamir vegna meiðsla og nefndi Anthony Karl, Þórð, Einar Pál og Baldur, en gerði samt ráð fyrir að þeir yrðu með. Eyjamenn hafa haft ærna ástæðu til að fagna í sumar. FH-ingar stilla upp sterkasta liði sínu og sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari, að viðureignin yrði örugg- lega skemmtileg, því bæði lið mættu afslöppuð til leiks. „Við þurfum að rífa okkur upp úr þessu sleni, sem hefur verið yfir okkur, til að ná stemmningu fyrir Evrópuleikinn,“ sagði Ólafur. „Við náðum okkur á strik gegn Fram og sækjum stíft til sigurs gegn Val.“ „Tímabært að sigra Þór“ íslandsmeistarar KA eru í fall- hættu, en sigur gegn Þór tryggir áframhaldandi veru í 1. deild..KA hefur hins vegar aldrei sigrað ná- grannana í deildinni. „Það er að duga eða drepast," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari, „ogþað ertíma- bært að snúa blaðinu við áður en Þórsarar yfirgefa deildina. Þeir ætla sér örugglega að gera það sem þeir geta til að taka okkur með niður og hafa engu að tapa, en við erum jafnmargir og ekkert nema sigur kemur til greina. Þetta verður samt mjög erfiður leikur, því Þór spilar aldrei betur en gegn KA.“ Halldór Kristinsson verður í banni og Erlingur Kristjánsson er erlend- is. Luca Kostic, þjálfari Þórs, sagði að þetta væri sérstakur leikur eins og allar viðureignir félaganna, burt- séð frá stöðunni. „Við erum að spila fyrir Þór og okkar stuðningsmenn og viljum ljúka mótinu með reisn. Því leikum við stíft til sigurs og stefnum að því að halda uppteknum hætti gegn KA í deildinni." Hlynur Birgisson leikur ekki með Þór vegna leikbanns. Stórleikur á Fylkisvelli Spennan er ekki minni í 2. deild. Víðir, sem sækir Tindastól heim, hefur þegar sigrað í deildinni. Bar- áttan um 2. sætið er á milli Fylkis og UBK, en liðin mætast á Fylkis- velli og fara heimamenn upp með sigri. Grindavík gulltryggir sætið í deildinni með sigri á Selfossi, KS fær ÍR í heimsókn og tap þýðir fall. Sama verður uppi á teningnum hjá Leiftri, ef liðið tapar í Keflavík. Fj. leikja U j T Mörk Stig VÍÐIR 16 11 4 1 35: 16 37 FYLKIR 16 9 3 4 33: 17 30 BREIÐABLIK 16 8 4 4 22: 13 28 ÍBK 16 7 3 6 15: 15 24 ÍR 16 7 2 7 17: 21 23 SELFOSS 16 6 3 7 32: 28 21 TINDASTÓLL16 5 4 7 18: 25 19 GRINDAVÍK 16 5 2 9 18: 30 17 KS 16 4 1 11 18: 29 13 LEIFTUR 16 3 4 9 12: 26 13 Fj. leikja u J T Mörk Stig FRAM 16 10 2 4 30: 13 32 KR 16 10 2 4 26: 16 32 ÍBV 16 9 4 3 31: 29 31 VALUR 16 9 3 4 25: 18 30 STJARNAN 16 8 2 6 21: 17 26 FH 16 6 2 8 22: 26 20 VÍKINGUR 16 4 7 5 16: 16 19 KA 16 5 1 10 17: 24 16 IA 16 3 2 11 17: 31 11 ÞÓR 16 2 3 11 7: 22 9 Hvaleyrar- holtsvöllur Úrslitaleikur í 3. deild HAUKAR - ÍB ídag kl. 14 Tryggja Haukar sér sæti í 2. deild? 50 fyrstu gestirnir fá Stjörnupopp Kaffistofan Kænan, Verkamanna- Augnsýn, verslun, Fornbúðum félagið Hlíf Reykjavíkurvegi 62 Nú mæta allir Haukar á völlinn Fylgjum strákunum alla leið upp í 2. deild ÁFRAM HAUKAR! - ÁFRAM HAUKAR! Firmakeppni Gróttu í innanhússknattspyrnu verður haldin laugardaginn 30. sept. og sunnudag- inn 1. okt. í nýja íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þátttaka tilkynnist: Rögnvaldi Dofra Péturssyni s. 621160 - 687210, Sverri Herbertssyni s. 615786, Pétri Sigurðssyni s. 675603 - 686300. Knattspyrnudeild Gróttu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.