Morgunblaðið - 08.09.1990, Qupperneq 44
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Ekið á þrjá
gangandi
vegfarendur
FJOGUR umferðarslys urðu í
Reykjavík síðdegis í gær. í þrem-
ur þeirra var ekið á gangandi
vegfarendur.
Roskinn maður slasaðist talsvert
er hann varð fyrir bíl á Miklubraut
skammt austan Réttarholtsvegar.
Drengur varð fyrir bíl og meiddist
á Lönguhlíð við Skaftahlíð. Hann
var á leið vestur yfir Lönguhlíðina
og varð fyrir bíl sem ekið var í suð-
ur eftir hægri akrein. Ökumaðurinn
gat ekki stöðvað bílinn í tæka tíð
þegar barnið gekk út á götuna milli
tveggja kyrrstæðra bíla.
Þá var ekið á gangandi vegfar-
anda í Lækjargötu og var sá fluttur
á sjúkrahús með sjúkrabifreið.
Maður var fluttur á sjúkrahús
eftir harðan árekstur á mótum Norð-
urfells og Breiðholtsbrautar.
Sjálfstæðismenn 1
Reykjavík:
Lagt til að
prófkjör
verði haldið
STJÓRN Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík heldur
fund í dag, þar sem tilhögun vals
á framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir þingkosningarnar á
næsta ári er á dagskrá. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins verður á fundinum lögð fram
tillaga um að valið verði á listann
með prófkjöri.
Samkvæmt heimildum blaðsins er
Morgunblaðið/RAX
Útför Geirs Hallgrímssonar
Útför Geirs Hallgrímssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi forsætisráðherra, var gerð með viðhöfn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Hvert
sæti í kirkjunni var skipað, margir stóðu og varð hópur fólks að standa utan dyra. ,. _
Kanadískt fyrirtæki vill kaupa kindakjöt frá íslandi:
Vilja flytja íslenzkt kindakjöt
almennur vilji fyrir því meðal stjórn-
armanna í fulltrúaráðinu að prófkjör
verði haldið, en mismunandi skoðan-
ir eru uppi um tilhögun þess.
Baldur Guðlaugsson, formaður
fulltrúaráðsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að stefnt væri
að því að taka ákvörðun í dag um
tillögu stjórnarinnar til fulltrúaráðs-
ins og boða til fulltrúaráðsfundar í
framhaldi af því. Stjórn fulltrúa-
ráðsins gerir tillögu til fundarins um
tilhögun kjörs framboðslistans, en
fulltrúaráðið, sem telur yfir 1.000
manns, hefur úrslitavaldið.
inn til Líbýu og Egyptalands
Fengu neikvæð svör frá Sambandinu
FORSTJÓRI kanadíska fyrirtækisins Ultra Management Systems,
Henry Combrink, hefur ritað afurðadeild Sambands islenzkra sam-
vinnufélaga bréf og falazt eftir íslenzku kindakjöti til kaups í heilum
skrokkum. Kjötið vill Combrink flytja inn til Líbýu og Egyptalands í
félagi við Ahmed Nayed, líbýskan auðjöfur. Combrink sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið í gær hafa fengið neikvætt svar frá Sambandinu.
munnlega, en skrifleg svör hefði hann engin fengið.
Alþing-ishúsið:
Húsafriðunamefnd
hafnar skjaldarmerki
HÚSAFRIÐUNARNEFND hafnaði á fundi sínum í gær fyrirliggj-
andi tillögu um uppsetningu skjaldarmerkis íslenska Iýðveldisins á
svalir alþingishússins. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings,
sagði í samtali við Morgunblaðið að forsetar þingsins myndu hittast
í dag og ræða þetta mál. Hún myndi leggja til að ný tillaga yrði gerð.
í svari húsafriðunarnefndar til
húsameistara ríkisins vegna þessa
segir: „Alþingishúsið er friðað
samkvæmt þjóðminjalögum. I þeim
er kveðið svo á um að óheimilt sé
að breyta friðuðu húsi nema með
leyfi nefndarinnar og sérstaklega
er tekið fram að ekki megi setja
skilti eða aðrar áletranir á friðuð
hús. Húsfriðunarnefnd lítur svo á
að þegar hús er friðað beri nefnd-
inni að sýna ítrustu varkárni í því
að veita leyfí til breytinga. Slíkt
eigi einungis að leyfa í undantekn-
ingartilvikum og þá aðeins ef þess
er þörf til að húsið megi nýtast á
eðlilegan hátt. Það er mat nefndar-
innar að um slíkt sé ekki að ræða
í þessu tilviki og ennfremur að
merkið, eins og það liggur fyrir í
tillögu, falli ekki að byggingarstíl
hússins og yrði ekki til prýði.
Nefndin getur því ekki fallist á
erindi yðar.
Húsafriðunarnefnd vill enn-
fremur taka fram að ekki er hefð
fyrir því að opinberar byggingar
séu merktar með skjaldarmerki
iýðveldisins. Sú hefð sem tíðkaðist
á fyrri tímum að merkja opinberar
byggingar með nafndrætti þess
stjórnarherra sem þá ríkti hefur
ekki viðhaldist, en slík merki eru
þó látin vera áfram á húsum.“
„Forsetar munu hittast og ræða
hvað gera skuli og ég mun alla
vega leggja til að önnur tillaga
verði gerð og lögð að nýju fyrir
húsafriðunarnefnd. Hún hefur
þetta vald ótvírætt samkvæmt
þjóðminjalögum", sagði Guðrún
Helgadóttir.
í bréfinu segist Combrink hafa öll
leyfi til innflutnings á kjöti tii Líbýu
og Egyptalands. Hann biður Sam-
bandið að senda sér um hæl svör á
telefaxi við eftirfarandi spurningum:
„Hafið þér lambakjöt til útflutn-
ings eftir að eðlilegri ársneyzlu yðar
og núverandi skuldbindingum um
útflutning hefur verið •fullnægt? Ef
svo er, hversu mikið kjöt (í tonnum
talið) gætuð þér útvegað? Gætum
við sent einhvern til að hafa umsjón
með slátrunirini af okkar hálfu, til
að sjá tii þess að kröfum múslima
um slátrun sé fullnægt í þágu trúar-
legra skoðana? Gefið okkur vinsam-
legast upp verðið f.o.b. á skrokk, eða
á tonn. Hvenær gæti fyrsta sending
farið frá íslandi ef öllum þessum
skijyrðum er fullnægt?"
í bréfinu segir Combrink að fyrir-
tæki sitt stundi alþjóðleg viðskipti í
félagi við fyrirtæki Ahmeds Nayeds
og hafi það skrifstofur víða um heim,
auk þess sem það stundi viðskipti
við sex ríki í Mið-Austuriöndum.
„Við myndum reiða fram borgun í
hvaða gjaldmiðli sem þér óskið. Ég
bíð svars yðar.“
Er Morgunblaðið ræddi símleiðis
við Combrink í gær sagðist hann
hafa beðið svars frá Sambandinu,
sem ekki hefði komið. Hann hefði
þá hringt sjálfur til afurðadeildarinn-
ar, en verið tjáð af talsmanni henn-
ar, Jóhanni Steinssyni, að ekkert
kjöt væri til reiðu og til lítils væri
því að ræða um verð. Einnig hefði
sér verið tjáð að til þess að slátra
mætti fé samkvæmt trúarsetningum
múslima, það er með því að skera
það á háls, þyrfti Alþingi að breyta
lögum. Combrink sagðist hafa beðið
um að þetta samtal yrði staðfest
bréflega. „Þetta var fyrir sex vikum.
Ég hef ekkert bréf fengið og enginn
haft samband við mig,“ sagði hann.
Hann sagði að Ahmed Nayed hefði
tjáð sér að mikill skortur væri nú á
kindakjöti í Mið-Austurlöndum, en
hann hefði leyfi til að flytja inn kjöt
ef hann fyndi seljanda. Frá íslenzk-
um kunningja sínum í Kanada hefði
hann þá vitneskju að offramleiðsla
væri á kindakjöti á íslandi, og hann
hefði því leitað hingað. Hann sagðist
hafa orðið mjög hissa á viðbrögðum
Sambandsins. „Ég sagði að ef um
einhveija umframframleiðslu væri
að ræða eða hægt væri að auka fram-
leiðsluna, skyldi hann ræða við mig,
því að við gætum þá eflaust undirrit-
að einhvers konar langtímasamn-
ing,“ sagði Combrink. „Ég fékk mjög
neikvæð viðbrögð."
Ekki náðist í Jóhann Steinsson hjá
Sambandinu vegna þessa máls. Árni
S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri
afurðadeildarinnar, sagðist ekki hafa
heyrt af þessu máli, en sér kæmi á
óvart ef bréfi Combrinks hefði ekki
verið svarað. Hann sagði að stjórn-
völd hefðu gefið leyfi fyrir útflutn-
ingi 1.400 tonna af kindakjöti á
síðasta framleiðsluári. „Það var allt
selt til Norðurlanda fyrir margfalt
betra verð en hægt er að fá þarna
niðurfrá. Þessir markaðir hafa verið
kannaðir þráfaldlega," sagði hann.
Árni sagði að útflutningsheimildir
fyrir næsta ár lægju ekki fyrir, en
ekki væru líkur á að þær yrðu meiri
en fyrir kjöt, sem hægt væri að selja
á Norðurlöndum.