Alþýðublaðið - 29.01.1959, Side 4
fandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást-
son og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars-
Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs-
Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgrei'ðslu-
i: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10.
Vel cif stað farið
MEGINVERKEFNI sérhverrar ríkisstjórnar
erjkö sjálfsögðu að tryggja þjóðinni atvinnu og af-
kdlnu. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum um
jóji og var þá eftir að semja með nokkurra uaga
fyjlirvara um rekstur framleiðslunnar, svo að
ýdtrarvertíð gæti hafizt strax um áramótin. Þetta
hefur tekizt og þannig. að íslenzkir sjómenn hafa
fe-ngið sæmilegar kjarabætur. Framleiðslan ætti
i ,
þess vegna ekki að þurfa að vera Islendingum
áhyggjuefni á þessu ári. Skiptir miklu máli í því
efni, að verðmæti óseldra útflutningsafurða er nú
V0 milljónum meira en á sama tíma í fyrra. Enn-
[remur mæla öll rök með því, að óhætt, muni að
áætla tekjuliði ríkissjóðs hærri en gert er í fjár-
lagafrumvarpinu og jafnframt að lækka suma út-
gjaldaliðina með sparnaði og frestun þeirra frani-
kvæmda, sem bið þola. Alþingi ætti að vera auðið
að ganga frá fjárlögum yfirstandandi árs, án þess
að nýjar álögur komi til sögunnar.
Höfuðatriðið er bó stöðvun dýrtíðarinnar
eins og fyrir ríkisstjórninni vakir. Hættu verð-
bólgunnar verður að afstýra. Ella er framtíð af-
vinnulífsins á Islandi í tvísýnu, og afleiðingar
þess yrðu tilfinnanlegastar fyrir alþýðustéttirn-
ar og launþegana. Þess vegna leggur Alþýðu-
flokkurinn megináherzlu á stöðvun dýrtíðarinn-
ar.
Núverandi ríkisstjórn sætir þeirri gagnrýni.
að hún beiti sér ekki fyrir afgreiðslu efnahagsmál-
anna í heild. Slíkt er þó naumast aðfinnsluvert.
Efnahagsmálin ollu því, að fyrrverandi ríkisstjórn
baðst lausnar, og í fyrra var greiðsla þeirra svo
þung í vöfum, að henni varð ekki lokið fyrr en í
maílok. Nuiverandi ríkisstjórn hefur því unnizt
vel þann stutta tíma, sem liðinn er fró valdatúku
hennar. Þar er vel af stað farið, ef meirihluti al-
þingis ber gæfu til samstarfs á grundvelli stefnu-
mála ríkisstj órnarinnar, en það rnun reynslan
leiða í ljós næstu daga eða vikur.
saœ^sssa^saapBsssBænsBiSi
I RÁ því löngu íyrir stríð
tiafa símskákir verið mikið
■teflclar hér á landi, og er svo
enn. Eru það oftast sveitir úr
.kaupstöðum eða þorpum, sem
eiga í útistöðum, og eru svo
-smekklegar að velja sér töfl og
jsíma að vopni, og svo hugul-
samar að jafna metin að nóttu
til, á meðan friðelskandi fólk
sefur. Oft er komið fram á
.xaiðjan morgun, þegar nokkrir
syfj»ðir menn fara heim til
sin dauðþreyttir á skák ,en sigri
hrósandi, eða að minnsta kosti
staðráðnir í að hefna harma
..sinna með sömu vopnum þótt
, 'íðar verði, og horfa þá ekki í
£ð bæta einni vökunótt við all-
ir þær, sem slæmar biðskák-
itö.ður og skemmtileg skák-
ciæmi hljóta að valda þeim.
\
Þegar tekið er tillit til þeirrar
ánægju, sem skákmenn hafa af
slíkum sunnudagsnóttum, er
það næsta furðulegt að ekki
skuli á ári hverju haldin sím-
skákþing þeirra kaupstaöa og
þorpa á landinu, sem búa við
hvað blómlegast skáklíí. Gæti
slík keppni náð til landsins
alls, hvers fjórðungs um sig
eða einnar sýslu. Mundi keppni
sem þessi sennilega ýta undir
fjörmikla hreppapólitík, sem
stuðlaði að heill alþjóðar og
jafnvægi í byggð landsins. Hef-
ur það verið mjög í tízku að
nota símann, á milli leikja, til
skipta á hnjóðsyrðum, helzt í
bundriu máli. Hagyrtir skák-
snillingar fengju því á þingum
þessum tækifæri til að leiða
(Framhald á 10. síðu).
H IKOJAN fór frá Banda-
ríkjunum umleikinn eldi og
reyk, lenti í einni aðalvarn-.
arstöð frjálsra þjóða á norð-
urhveli jarðar og hélt beint
á fund H. C. Hansens í Kaup- ,
mannahöfn og höfðu þeir svo
margt um að ræða, að Mikoj-
an mátti ekki vera að því að
snæða í boði Sovétvinafélags-
ins í Danmörku.
En hver varð árangurinn af
för þessa business-þenkjandi
Sovétleiðtoga til höfuðstöðva
heimskapitalismans ?
Fyrir einu ári hefði almenn
ingur í Bandaríkj unum tekið
Mikojan illa og vænta hefði
mátt víðtækra mótmæla-
gangna. En nú fóru aðeins
nokkrir landflótta Ungverjar
og aðrir austurevrópumenn í
smákröfugöngur, köstuðu dá-
litlu grjóti og æptu, en allur
almenningur fylgdist af á-
huga með ferðum Mikojans
og enda þótt Meany formað-
ur Verkalýðssambands Banda
ríkjanna hafi ekki viljað tala
við Mikojan og einstöku þing'
maður hafi neitað.að koma í
veizlur með honum, þá höfðu
bæði Dulles og Nixon yfrinn
tíma til að ræða við, Kreml-
furstann og lét Dulles það
ekkert á sig fá þótt hann væri
sársjúkur og yrði að fara
beint upp úr rúminu til að
spjalla við þennan boðbera
Krústjovs. Og þegar Mikojan
kom til iðnaðarsvæðanna víðs
vegar um Bandaríkin, voru
iðjuhöldarnir meira en fúsir
til að taka honum með þeirri
pomp og pragt, sem lýðræð-
isskipulagið leyfir.
Mikojan kom yfirleitt vel
fyrir. Hann var kátur og
fvndinn, hélt skemmtilegar
ræður og virtist alltaf tala af
hreinhjartaðri einlægni. Enda
þótt hann hafi ekki hvikað í
neinu frá yfirlýstri stefnu So-
vétríkjanna í alþjóðamálum,
þá er samt greinilegt að hann
vildi láta það koma fram að
tillögur Krústjovs í Berlín-
armálinu eru ekki úrslita-
kostir. En hvað vilja Rússar
Rússa, en þrátt fyrir það er
ekkert líklegra en Mikojan
hafi , einmitt náð einhvers
konar samkomulagi við þá.
Ef til vill hafa kínversku
kommúnislarnir meira að ótt-
ast slíkt samkomu^ag en Vest-
urvelain. Pekingstjórnin vill
gjarnan halda við kalda stríð-
jS f Mikojan og Dulles.
þá semja um? Miko.jan lét í
það skína, að Sovétríkin vildu
gjarnan semja beint við
Bandaríkjamenn um ágrein-
ingsmálin og' án þátttöku
Breta og Frakka. Lengi hef-
ur verið vitað að Sovétríkin
hafa viljað koma á slíkum
viðræðum, en Bretar og
Frakkar hafa að sjálfsögðu
gert hvað þeir mega til að
koma í veg fyrir einhliða
samkomulag risanna í austri
og vestri. Bandaríkjamenn
hafa til þessa svarið og sárt
við lagt að þeir faJlist ekki á
nokkra baksamninga við
inu enn um sinn þar eð í
Sikjcli þess er henni 'hægara
um vik að koma í gegn hinni
gagngerðu byltingu í innan-
ríkismálum, sem nú fer fram
í Kína.
Kunnugir telja að Stalinist-
arnir í Sovétríkjunum séu
einnig uggandi út af sam-
komulagi stórveldanna. Til-
gangur farar Mikojans er því
kannski fyrst og fremst að
styrkja Krústjov í sessi fyrir
þing kommúnistaflokks Ráð-
stjórnarríkjanna, sem hefst í
Moskvu næstu daga.
^I!IIIIIIUUIIlllllllll|li||lllllllll|ll||||||||||||||l||||||||l||||||||||||lii||||||||l|||||||||i||||i|||MlllllllllllllllllllUIIIIIU'-UMlllllllMlllllllllllllll!llllllillllllUllllllllllllllllllllllllllllllllB
H a n n es
á h.o r n i n u
★ Eiga allir að þegja,
sem ekki geta sannað.
★ Eiturlyfjasala í .
rannsókn.
★ Lifandi rödd eða
dauð?
ir Grímur talar við
Sigurð Guðmunds-
son.
MENN ItÆÐA MIKIÐ uin
eiturlyfjanautn og eiturlyfja-
sölu. Tilefnið er ummæli ungs
manns í útvarpinu fyrir nokkru.
Ég hef áður minnzt á þetta mál.
Það er elcki hægt að álasa mönn-
um fyrir það að drepa á mál þó
að þeír geti ekki fært sönnur á
þau. Ef þaö væri gert, þá yrði
oft álcaílega erfitt að vekja máls
á ýmsu því, ‘ sem miöur fer í
sambúð okkar.
REYNSLA MÍN er líka sú, að
oft upplýsast mál einmitt vegna
þess að einhver heíur Þorað að
vekja má!s á þeim, án þess þó
að sá hinn sami verði að bera
sannanaskyldu. Ég segi þetta aí
tilefni bréfs um þessi mál, sem
ég fékk í gær. Þar er ungi mað-
urinn dæmdur hart fyrir um-
mæli sín. Það geri ég ekki, Hins
vegar er það rétt, að í heild var
þetta viðtal vikunnar skelfilega
lélegt, eins og raunár fleiri í
þessum þætti.
GRÍMUR skrifar mér á þessa
leið: „Sigurður nokkur Guð-
mundsson er ákaflega lukkuleg-
ur í síðasta sunnudagsblaði
Þjócviljans með viðtal, sem Sig-
urður Benediktsson átti nýiega
við pilt í Ríkisútvarpinu, og ber
mikið lof á það, sem hann nefnir
„lifandi rödd“, en henni færir
hann það einkum til ágætis, að
menn hafi hrokkið við, enda
ekki furða, þar sem pilturinn
gaf í skyn, að eiturlyfjasala ætti
sér stað hér í bænum, en það
var, ef satt skal segja hið eina
athyglisverða í því sjálfumglaSa
rausi þessa pilts, sem ranglega
er nefnt viðtal.
SIGURÐI SKAL bent á eftir-
greint: 1. Ef þessi piltur hefur
haft rökstuddar grunsemdir um
að eiturlyfjasala ætíi sér stað
hér í bænum, þá bar honum
skylda til að skýra lögreglunni
frá þeirri vitneskju sinni, áður
en hann tjáði hana öllum lands-
lýð. Hafi hann hins vegar ekk-
ert vitað með vissu, þá var hér
um svo alvarlegar sakargiftir að
ræða, að honum bar að þegja um
allt annaS en það, sem hann gat
sannað.
2. VIÐ YFIRHEYRZLU hjá
lögreg-lunni mun þessi piltur ekk
ert hafa haft uppi til rökstuðn-
ings dylgjum sínum, sem rétt-
lætti þær, en þess vegna er auð-
sætt, að tal hans hefur verið á-
byrgðarlaust fleipur. 3. Þó að
orð þessa pilts hafi reynst stað-
lausir safir, þá sannar það vit-
anlega ekkert eða afsakar um,
hvort eiturlyf hafi einhvern tíma
v.erið seld í Reykjavík, heldur
það eitt, að hann hefur borið
menn sakargiftum, án þess að
geta fundið orðum sínum stað.
ÞAÐ ER EKKI nýtt í verald-
arsögunni, að menn reyni að fá
samborgara sína til að „hrökkva
við“ með því að bera fólk röng-
um sökum. Það er svo gamalt,
að fyrir tæpum 4 árþúsundum á-
kvag löggjafi, sem Hammurabi
hét, hver viðurlög --skyldu því
sett, og væri fróðlegt fýrir þá
Sigurð Guðmundsson og skjól-
stæðing hans að kynna sér það.
En vilji Sigurður fremur horfa í
þá ótt, sem lionum er tamast, þá
gæti hánn látið sig renna grun.
í, . hversu lofs&mlega kollega
hans við eitthvert Moskvublað-
anna myndi rita um hið „lifandi
orð“ þess pilts, sem ausið hefði
úr útvarpi borgarinnar órök-
studdum fullyrðingum um eitur
lyfjaneyzlu æskulýðsins.
EF HINN RUSSNES-KI kol-
lega Sigurðar hefði farið að
dæmi hans, þá þykir mér mjög
sennilegt að lögregla Krúsjeffs
hefði stillt svo ti.l, að þeir tyeir,
sem eftirminnanlegast hrykkju
við vegna þessa „lifandi orðs '
myndu vera skjaldsveinninn og
skjólstæðingurinn — og þætti
engum tiltÖkUmál.“
29. jan. 1959 — Alþýðublaðiö