Morgunblaðið - 06.12.1990, Side 7

Morgunblaðið - 06.12.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 6. DESEMBEft 1990 B 7 að setja fram ákveðnari kröfu um að fyrirtækin skili meiri hagnaði, hagnaði sem er viðunandi miðað við það verð sem greitt er fyrir hlutabréfin. Þeir geta ekki lengur reitt sig á að verð hlutabréfanna hækki á markaði án beinna tengsla við afkomu fyrirtækjanna. Hluthaf- ar bera fram kröfu sína um viðun- andi hagnað þannig að ef þeir eru óánægðir með það hvernig fyrir- tækinu tekst að ávaxta sitt fé selja þeir hlutabréfin og við það lækkar verð bréfanna." Ávöxtunarkrafan nú um 11-12% Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VÍB, skyggndist fram til ársins 2000 í erindi sínu á ráðstefnunni. Hann kvaðst geta fullvissað alla viðstadda um að ávöxtun hlutabréfa myndi framveg- is ekki lengur standa í öfugu hlut- falli við þá áhættu sem tekin væri. „Á þessu frumskeiði hlutabréfavið- skipta sem nú er lokið hafa öll hlutabréf hækkað í verði vegna þess að þau voru vanmetin meðan viðskipti voru hverfandi — og þetta átti við í enn ríkari mæli um hluta- bréf traustustu fyrirtækja en ann- arra.“ Sigurður sagði að út frá V/H hlutfallinu og Q-hlutfallinu væri hægt að reikna að kaupendur hluta- bréfa á innlendum markaði gerðu nú kröfu um 11-12% raunávöxtun eigin fjár almenningshlutafélag- anna. í máli hans kom fram að markaðsvirði hlutabréfa almenn- ingshlutafélaga í lok ársins 1990 stefnir hátt í 30 milljarða króna. Hlutabréf verða þá orðin liðlega fimmtungur af heildarandvirði verðbréfa á innlendum verðbréfa- markaði sem stefnir í um 140 milij- arða króna og um 5-6% af heildar- fjármagni í landinu sem gæti orðið nálægt 550 milljörðum króna í lok ársins. Andvirðið gæti þá orðið um 8-9% af framleiðslu þjóðarbúsins á einu ári. Þetta er hlutfall er afar lágt í alþjóðlegum samanburði eins og sést á meðfylgjandi mynd. Miðað við að hlutfallið á íslandi færi í svipað horf og í nágrannaríkjunum á næstu árum hefði andivirði skráðra hlutabréfa aukist í 200-300 milljarða króna í lok aldarinnar m.v. núgildandi verðlag og fram- leiðslu. Svo mikla aukningu taldi Sigurður ósennilega, nema atvinnu- líf færi að blómstra með óvæntum hætti á næstu árum. Hann sagði augljóst að framund- an væru miklar breytingar á eignar- haldi í íslenskum atvinnurekstri og nefndi þar nokkrar ástæður. Ein helsta ástæðan fyrir því að fram- undan væru miklar breytingar á eignarhaldi ■ í atvinnurekstri er sú hækkun raunvaxta sem varð í landinu um miðjan áratuginn. „Á tímum neikvæðu raunvaxtanna var sá hluti lánsijár sem aldrei var end- urgoldinn, flestum fyrirtækjum næg uppspretta eigin fjár, en jafn- framt óafturkræfur styrkur til fyrir- tækja sem ekki voru arðbær. Hluta- bréfamarkaður er því einasta upp- spretta eigin fjár fjölmargra fyrir- tækja. Breytingin úr neikvæðum í jákvæða raunvexti getur því knúið fyrirtæki til að leita út á hlutabréfa- markað þótt þau hefðu annars eng- ar ástæður til þess.“ Sigurður nefndi einnig að upplýs- ingabyltingin hefði í för með sér breytingu á eignarhaldi fyrirtækja fram til aldamóta svo og krafa fólks um að vita meira um hvert sparifé rennur, hvernig það væri ávaxtað og hver kostnaður við þá ávöxtun reynist. í þriðja lagi sagði hann innlendan hlutabréfamarkað eina af forsendunum fyrir því að öflug og þróttmikil fyrirtæki risu upp og þrifust, og að þeim fjölgaði. Islensk- ir hluthafar myndu og krefjast þess að fyrirtækin sýndu meiri arðsemi en íslensk fyrirtæki hefðu gert til þessa. Loks myndu viðskipti með erlend verðbréf og kaup útlendinga á íslenskum hlutabréfum leiða til þess að veruleg umskipti yrðu næsta áratuginn. IÐNLÁNASJÓÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVfK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 Metsölublad á hverjum degi! SUM MEISTARAVERK ERU FYRIRMYNDIR ANNARRA = ÖRTÖLVUTÆKNI M TOLVUKAUP HF • SKEIFUNN117 • SlMI: 68 72 20 Geislaprentarar Hewlett Packard eru ótvíræðir frumherjar. sem aðrir miða framleiðslu sína við. HP prentararnir eru ekki aðeins skrefi á undan - aðalsmerki þeirra er ótrúleg fullkomnun, fjölhæfni* og öryggi. Kynntu þér Hewlett Packard prentara áður en þú leitar annað - frummyndin gefur alltaf meira en eftirmyndin. * Margar leturgeröir, pappírsstærðir; umslög. HP-PCL, PostScript, HP-GL/2; innbyggt eða fáanlegt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.