Morgunblaðið - 06.12.1990, Side 9

Morgunblaðið - 06.12.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 6 9 eða hinu nýja ísflugi. Þó telur hann að samkeppni sé öllum til góðs. „Ég vil ekki fjárfesta í fyrirtæki sem fer í beina samkeppni við Flugleiðir. Það er minn gamli atvinnuveitandi og mér þætti ekki rétt að hjálpa aðilum í beinni samkeppni við hann,“ sagði Gunnar. Hann er flug- virki að mennt og hóf störf hjá Flug- félaginu 1958 en fiutti sig yfir til Loftleiða 1959. Honum var falið að setja upp stöð flugfélagsins í Lúx- emborg 1963 og varð þar um kyrrt. Hann gekk að eiga franska konu og þau eiga tvo syni. Hann var yfirmaður viðgerðardeildar Flug- leiða þegar Cargolux tók hana yfir á áttunda áratugnum og hélt störf- um áfram hjá Cargolux þangað til að hann fór út í eigin viðskipti sumarið 1982. Hann fluttisttil Liec- htenstein 1984 en er ríkisborgari í Lúxemborg og eyðir stórum hluta ársins í íbúðinni sinni í Montreux í Sviss eða húsinu í Nizza á frönsku Rívíerunni. Hann er sannarlega vel efnaður og stundar viðskipti þar sem allir hljóta að reyna að maka krókinn. „Ég reyni að standa þannig að mínum samningum að allir séu ánægðir. Ég reyni að skilja afstöðu þess sem ég er að semja við og koma þannig fram við hann að við getum aftur átt viðskipti í fram- tíðinni. Auðvitað stunda einhveijir þessi viðskipti sem vilja græða heil- mikið með skjótum hætti, en þeir endast ekki lengi í þessu ef þeir gera það ekki á heiðarlegan hátt,“ sagði Gunnar. Hann hefur áhyggjur af óréttlátri misskiptingu auðs heimsins milli ríkra og fátækra, iðnríkja og þróunarríkjanna. „Ég held að það sé ekki eins bjart fram- undan eins og margir virðast halda. Það er mikil ólga í þjóðunum hérna í Evrópu og ég hef á tilfinningunni að það verði það líka á mörkuðun- um.“ Hann veltir fyrir sér framtrð ís- lands, þar sem hann á enn ættingja og marga kunningja sem hann hitt- ir þegar hann fer heim að meðal- tali einu sinni á ári. „Það hlýtur að verða íslandi fyrir bestu að tengjast Evrópu og opnast sem mest. Það eru miklir möguleikar á íslandi ef fjármagn er fyrir hendi. Til þess þarf að gefa erlendum aðil- um tækifæri til að fjárfesta þar. Það ætti aðeins að koma þjóðinni að góðum notum.“ Sjálfur var hann ekki reiðubúinn að segja í hveiju hann myndi fjárfesta á íslandi ef skilyrði væru fyrir hendi. „Það yrði ekkert í sambandi við flugvélar," var það eina sem hann vildi láta hafa eftir sér. -ab. Um 300 íslendingar uppfylla skil- yrði fyrir inngöngu í velvildarklúbb- inn en jafnframt er gert ráð fyrir að útlendingar geti gerst félagar. Að sögn Asdísar verður í fyrstu stuðst við upplýsingar frá ferðaskrif- stofum og söluskrifstofum Flugleiða um hveijum verður boðin þátttaka en í framtíðinni verður unnt að fá upplýsingar af farþegaskrám um hveijir uppfylla áðurnefnd skilyrði. Þeir sem ekki fá sjálfkrafa inngöngu í klúbbinn en telja sig eiga rétt á því þurfa að senda inn umsókn á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi á ferðaskrifstofum og sölu- skrifstofum Flugleiða. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands verður heiðursíelagi í velvild- arklúbbi Flugleiða. Ásdís segir það mat fyrirtækisins að forsetinn hafí lagt ómetanlegan skerf til þess að skapa íslandi jákvæða ímynd víða um lönd. Erlendar heimsóknir for- setans og heimsóknir erlendra þjóð- höfðingja hingað til lands á hennar fund hafi styrkt mjög tengsl íslend- inga við aðrar þjóðir. Hún segir að Flugleiðum sé vitaskuld heiður að því að flytja forsetann heiman og heim á ferðalögum hennar. Það sé jafnframt fagnaðarefni að frú Vigdís hafi þekkst boð félagsins um að verða heiðursfélagi í velvildarklúbbi þess. n tryggvTTT IjUNNARSSON ÆVIOG STORF ATHAFNAMANNS NÚ, UM LEIÐ og 4. og síðasta bindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar, ritað af Bergsteini Jónssyni, kemur út hjá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs, að tilhlutan Landsbanka íslands og Seðlabanka íslands, kemur jafnframt ritsafnið út í heild í eintaklega vandaðri gjafaöskju. Sagan er ekki einvörðungu litrík ævisaga þessa merka manns, hún er jafnframt sjónarhóll, þaðan sem gefur að líta óvenjulega vítt og fjölbreytt svið íslensks þjóðfélags, athafnalífs, stjórnmála og menningar um meira en hálfrar aldar skeið. í 4. og síðasta bindi ritsafnsins er fjöldi mynda af samtímamönnum Tryggva sem aldrei hafa birst áður. Af störfum Tryggva um dagana er augljóst að þar fór mikill athafnamaður sem lét sig flest skipta er þjóðinni gat orðið til framdráttar. Má þar t.a.m. nefna aðild hans að Hinu íslenska þjóðvinafélagi, Fiskifélaginu ogöðrum samtökum útvegsmanna, Dýraverndunarfélaginu, Skógræktarfélag- inu, Alþýðubókasafninu, Slippfélaginu í Reykjavík, íshúsfélaginu og síðast en ekki síst Gránufélaginu. AÐEINS 350 GJAFAÖSKJUR EN 650 EINTÖK AF 4. BINDI. Vert er að taka fram að einstök bindi ritsafnsins (1.-3.) eru ófáanleg. í tilefni af útkomu heildarsafnsins voru 1. og 2. bindi endurprentuð í aðeins 350 eintökum hvort. irsóknarverð eign vandaðri gjafaöskju GLÆSILEGUR GÆÐAVAGN Á meðan Bandaríkjadalur er skráður lágt er hagstœtt að kaupa bandarískan glœsivagn. Hinn nýi fjögurra dyra Chevrolet Blazer er ekki aðeins aflmikill fjórhjóladrifsbíll, heldur einnig sparneytinn, stöðugur f akstri, lipur, þýður og hljóðlátur eins og fólksbíll. Chevrolet Blazer er byggður á heila grind. Rýmið í honum er mjög mikið, bœði fyrir farþega og farangur, og aftursœtið má leggja alveg niður, þannig að gott svefnpláss myndast í bílnum. Búnaðun • 4,3 1, V-6 bensínvél • Afl- og veltistýri • Sjálfskiptur með yfirgfr • Hraðastillir (Cruise Control) • Aflhemlar með ABS lœsingavara á • Stereó-útvarp öllum hjólum • Stafrœnt mœlaborð • Rafstýrðar hurðalœsingar og • Álfelgur - Hjólbarðar P235 - 15 rúðuvindur • Glœsileg innrétting Verð 2.854.000staðgreitt. Komdu til okkar með fjölskylduna og reynsluaktu þessum frábœra bíl! CHEVROLET BLAZER - Bestur þegar mest á reynir. J(°Mi®D HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670 000 OG 674 300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.