Morgunblaðið - 06.12.1990, Side 10

Morgunblaðið - 06.12.1990, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 RISC MAC-tölva framundan? Fyrir nokkrum dögum kynntu APPLE og Acom-fyrirtækið sam- starfsfyrirtæki, sem kallað er ARM. Tilgangur með stofnuninni er að vinna að frekari hagnýtingu á RISC- örgjörvatækni Acorn-fyrirtækisins. Er hald manna að þetta boði að APPLE muni á næstunni nota þenn- an RlSC-örgjörva í eitthveija nýja tölvu frá APPLE sem komi á markað í fyrsta lagi eftir tvö ár. Fram að þessu hefur Acom fyrst og fremst verið þekkt fyrir BCC kennslutölvur sínar, en þær eru mjög vinsælar í skólum hér. RlSC-örgjörvinn er með- al annars í Archimedes-tölvunni frá Acorn. Umboðsaðilar hér á landi em Japis. KÓS fækkar í tölvudeild Kristján Ó. Skagfjörð, KÓS, sagði upp um mánaðamótin sex manns í tölvudeild sinni. Koma þessar upp- sagnir í kjölfar uppsagnar á átta manns í tölvudeild KÓS í september og yfirmannaskipta hjá fyrirtækinu. Hafa 'sfðustu tvö ár verið erfið hjá tölvudeild KÓS eins og hjá fleirum en nú hefur verið ákveðið að leggja aðaláherslu á Digital-umboðið. Einar J. Skúlason með Cabletron Fyrir nokkurum dögum var haldin kynning hjá Einari J. Skúlasyni, EJS, á nýjungum frá Cabletron Inc., en EJS hefur haft umboð fyrir það fyrirtæki um nokkuð skeið. Helsta nýungin hjá Cabletron var netstjóm- unarhugbúnaður sem notar SNMP- samskipti við hin ýmsu tæki og tölv- ur sem geta verið samtengdar. Legg- ur fyrirtækið sem er kennt við kapla, mikla áherslu á netlagnir og búnað sem tengjast þeim. Hafa þeir nýlega farið útí að bjóða heildarlausnir í öllu er lýtur að bæði staðar- og fjart- ölvunetum. Það að bjóða netstjómun- ar- og eftirlitshugbúnað er eðlilegt framhald af því að geta boðið við- skiptavinum heildarlausnir, segir sölustjóri Cabletron á Norðurlöndum, Mats Flodin, sem hélt kynninguna. L‘ * fS «í 7 cl b i íi V A P > i J r *j & * 3 E R SKEKKJA í DÆMINU? Getur verið að þú sitjir ekki rétt við vinnu - að þú fáir ekki réttan stuðning við bakið - að afstaða milli baks og setu sé ekki rétt? Getur verið að þú sitjir á ómögulegum stól? ERO er stóllinn sem rúmlega 25 þúsund íslendingar sitja á við vinnu sína. Skýringin er augljós. ERO-stólarnir eru hannaðir í samvinnu við lækna og sjúkraþjálfara og hverjir vita betur en þeir hvernig góðir vinnustólar eiga að vera? ERO-stólana stillir hver og einn að eigin þörfum. Mismunandi stiliingar á baki, setu og hæð. ERO-stóiarnir tryggja vinnuveitendum aukin og betri afköst starfsmanna sinna. ERO-stólarnir tryggja stuðning í starfi með betri líðan og meiri afköstum. ERO-stólarnir eru fáaniegir í 3 gerðum með margvíslegum aukaútbúnaði og mismunandi áklæði. ERO-stólarnir eru með 5 ára ábyrgð. ERO þýðir árangur í starfi. ERO tryggir þér öruggan SESS. Frá og með næstu áramótum verður SESS með einkasöluleyfi á ERO-stólunum. t \ 3 1«- \ \ I Lí $ 'i * (X /, 't. 7 0 'U >; ri p 4 9] i í*1 r- r. FAXAFENI 9 0679399 ruT. d n A 1 Z: ;C X Tölvupistill Holberg Másson Framtíðarsýn Bill Gates AÐALRÆÐUMAÐUR á stærstu tölvusýningu ársins í Banda- ríkjunum, „COMDEX/Fall ’90“, var að þessu sinni Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft hug- búnaðarfyrirtækisins. í ræðu sinni horfði Bill til þeirrar fram- tíðar að einmenningstölvur væru aðgangur okkar að nánast óend- anlegum upplýsingum á mjög auðveldan og fullkominn hátt. „COMDEX/Fall ’90“ var eins og jafnan haldin í byrjun nóvember i Las Vegas í Bandaríkjunum, sóttu sýninguna að þessu sinni yfir 130.000 manns. Örsmáar einmenningstölvur Bill Gates var með frumútgáfu af vasabrotstölvu sem hann sagði geta numið sögð fyrirmæli, hægt er að skrifa á skjáinn með sprota ,og getur haft samband við móður- tölvu með litlum farsíma sem er sambyggður tölvunni. Bill ræddi um þá tækni sem mun gera einmenn- ingstölvum mögulegt að eiga við bandmyndir, rödd og skrift, jafn auðveldlega og aðrar upplýsingar. Bill sagði þetta vera ótrúlega erf- itt, „ekkert eitt fyrirtæki mun geta gert slíkt...“ Til að þetta sé mögu- legt verða öll helstu tölvufyrirtæki heims í vél- og hugbúnaði að vinna saman við upplýsingasöfnun, til að hver sem vill gæti haft nánast ótak- markaðar upplýsingar á hraðbergi. Bill Gates sýndi á stórum skjá ráðstefnuaðstöðunni í Hilton-hótel- inu, þar sem frægir skemmtikraft- ar, eins og t.a.m. Elvis Presley, hafa komið fram. Hann sýndi með stuttum kvikmyndum ýmilegt sem verður tæknilega framkvæmanlegt á næstu árum. Sýnt var hvernig samtvinnuð var myndræn fram- setning við kvikmyndir þar sem tölvan talaði og birti á skjánum myndir. Sýnt var þegar sölumaður fór með verslunarmanni yfir þær vörur sem hann hafði pantað, kvitt- aði fyrir, merkti við þær pantanir sem búðareigandinn staðfesti ásamt magni og breytti pöntun sem var ekki rétt. Þegar verslunareig- andinn var óviss um hvort hann vildi kaupa ákveðna vöru, kallaði sölumaðurinn fram línurit þar sem sýnt var að á ákveðnum árstíma var mjög mikil sala á viðkomandi vöru og það væri best fyrir verslun- areigandan að kaupa. Hann ákvað að slá til og einnig að bæta við nokkrum vörum til viðbótar, en þá tilkynnti tölvan að verslunarmaður- inn hefði ekki heimild til að taka út svo mikið af vörum. Sölumaður- inn bað um úttektarheimild og fékk staðfestingu á að verslunarmaður- inn gæti keypt fyrir úttektartak- mörk, en þá var verslunarmaðurinn beðinn um að gefa undirskrift sína með penna inn á tölvuna og stað- NIÐURHENGD LOFT CMC Karfi fyrír nióurhengd lo«, *r ur gahranÍMruóum málmi og eldþolió. CMC kerfi er auðvelt i uppsetningu og m|og sterkt. CMC kerfl er fest með stillanlegum upphengjum sem þola allt a& 50 kg þunga. CMC kerfi faest i mörgum ger&um bas&i sýnilegt og falið og veröift er Otrulegs Itfgt. CMC kerfi er serstaklegk hannad fyrir loftplötur frð Armstrong Hnngiö eftir Irekan upplysmgum Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykavik - sími 38640 FRAMTÍÐAR- TÖLVA —■ Bill Gates, stjómarformaður Microsoft með byltingarkenda fartölvu. festa þar með kaup hans og sam- þykki fyrir að fara yfir heimild. Þannig var búið að fá undirskrift verslunarmannsins fyrir viðskiptun- um og þau voru afgreidd. Bill Gates, sem er 35 ára, sagði að tæknin sem hann væri að sýna væri ekki draumur sinn, heldur væri hún til staðar eða til í rann- sóknastofum. Það þyrfti gera svo auðvelt að nota tölvur að hver sem er gæti notað þær án sérstakrar þjálfunar. Einmenningstölvur verða fyrst persónuleg verkfæri okkar þegar „hver sem er getur notað tölvuna til hins ítrasta án þess að fá aðstoð, nema frá og í gegnum tölvuna". Að loknu erindi Bill Gates var COMDEX/Fall ’90 ráðstefnan og tölvusýningin formlega opnuð. Áhugaverðir fyrirlestrar Gilbert Hyatt, sem fékk nýlega viðurkenda einkaleyfisumsókn sína fyrir örgjörvum, sem hann sótti um 1968, hélt erindi um „ransóknir og uppfyndingar í tölvuiðnaðinum". Gilbert tilkynnti þar að honum hefði verið nýlega verið veitt einkaleyfi fyrir aðferð til að þrefalda hraða lesturs minniseininga. Er Gilbert nú í samningum við helstu tölvu- framleiðendur um hve mikið þeir þurfa að borga honum fyrir einka- leyfí hans, en hundruðir miljóna dollara hafa verið nefndar. Mjög áhugaverðir fyrirlestrar voru haldn- ir um áhrif sameinaðs markaðar Evrópu eftir 1992, um þróun í sölu- málum tölvuiðnaðarins í Banda- ríkjunum, um þróun helstu stýri- kerfa og tölvuneta á næstu árum. Aðstaða öll var til fyrirmyndar á ráðstefnunni og á sýningunni, yfir 1.800 blaðamenn sóttu ráðstefnuna og var vel að þeim búið. Var meðal annars starfrækt útvarps- og sjón- varpsstöð á ráðstefnunni og gefið út hátt á annað hundrað síðna dag- blað. Meðal annarrar þjónustu við blaðamenn var samantekt á fyrir- huguðum blaðamannafundum, sem voru yfír 50, og móttökum, sem voru yfir 200, en á þeim lista voru ekki þær móttökur sem búið var að bjóða undirrituðum á. Dugði vik- an skammt til að skoða allt sem fyrir bar. Höfundur starfar við tölvuráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.