Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 12
VIÐSKIPn AIVINNUIÍF
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBBR 1990
ÍSLENSKUR FORSTJÓRI Framleiðsla In Focus Systems Inc.
Hátækni
Ameríski draumurinn
aðrætasthjá
Eysteini Þórðarsyni
Er orðinn forstjóri bandarísks hátæknifyrirtækis
EYSTEINN G. Þórðarson tók við
sem forstjóri hjá bandaríska
tölvufyrirtækinu „In Focus Syst-
ems Inc;“ hinn 1. október síðast-
liðinn. Útsendari viðskiptablaðs-
ins, Holberg Másson gekk óvænt
fram á Eystein þar sem hann var
í sýningarbás fyrirtækis síns á
stærstu tölvusýningu ársins í
Bandaríkjunum, „COMDEX/Fall
’90“, sem haldin var nýlega.
Greip hann tækifærið og spurði
Eystein um hagi hans og fyrir-
tækið.
Langur starfsferill
Eysteinn, sem er verkfræðingur
að mennt, keppti á skíðum á Vetrar-
ólympíuleikunum í Bandaríkjunum
árið 1960. I kjölfar þess flutti hann
til Kaliforníu og hóf störf hjá ýms-
um bandarískum hátæknifyrirtækj-
um. Vann hann m.a. hjá Raytheon
‘og síðan Ampex, en þar var hann
um tíma yfirmaður Evrópudeildar
fyrirtækisins. Síðar tók hann við
sem yfirmaður allra framleiðslu-
deilda Ampex.
Hjá símtækjafyrirtækinu CONT-
EL í Los Angeles var Eysteinn í
þijú ár. Fujitsu réð hann síðan til
sín til að bygga upp framleiðslu
þessa japanska fyrirtækis á tölvu-
búnaði í Bandaríkjunum. Fjórum
árum seinna velti sú framleiðsla
yfír 250 milljónum dollara á ári. í
byijun október síðastliðinn tók hann
síðan við sem forstjóri hjá „In Foc-
us Systems Inc.“.
„In Focus Systems Inc.“
Fyrirtækið IFSI var stofnað fyrir
fjórum árum. Það byrjaði sem þró-
unarfyrirtæki til að vinna að út-
færslu á „LCD“ flötum tölvuskjám
og hefur fyrirtækið einkaleyfi á
mjög háþróaðri tækni til að fram-
leiða slík tæki. „In Focus Systems
Inc.“ var stofnað af tæknimönnum
Eysteinn Þórðarson
sem höfðu hugmyndir um hvernig
mætti búa til nýja flata tölvuskjái
og fengu áhættufjármagnsfyrir-
tæki til að leggja 10 milljónir doll-
ara í fyrirtækið.
í dag starfa hjá fyrirtækinu tæp-
lega tvöhundruð manns og það velt-
ir um 50 milljónum dollara. Er þró-
un, markaðssetning og sala í
Bandaríkjunum en framleiðslan á
búnaði þessum hefur verið keypt
að frá Japan. Framundan er að
færa framleiðsluna til Banda-
ríkjanna og byggja eigin verksmiðju
þar í því skyni. Er gert ráð fyrir
að kostnaður við að reisa verksmiðj-
una verði 30 til 50 milljónir dollara.
Var Eysteinn ráðinn m.a. vegna
þekkingar sinnar og reynslu á að
byggja upp og reka slíkar verk-
smiðjur. Áætlanir fyrirtækisins
gera ráð fyrir að veltan verði um
200 milljónir dollara eftir tvö ár.
„LCD“ flatir tölvuskjáir
Aðalframleiðsla fyrirtækisins er,
eins og áður segir, flatir tölvuskjáir
með svokallaðri TFT smára
(transistor) tækni. Framleiða þeir
mikið af 10 'A tommu skjám, bæða
lit og svarthvíta. Eru þessir skjáir
mikið notaðir á myndvarpa, en
þannig er hægt að varpa skjámynd
á stórt tjald. Skjáir frá fyrirtækinu
þykja einstaklega skai'pir. Þeir eru
einnig með góða lausn, 640x480
punktar og 4.913 liti. Fljótlega
koma á markaðinn skjáir frá fyrir-
tækinu með 1.200x1.000 punkta
lausn. Á COMDEX sýningunni
sýndi fyrirtækið að auki nýjung,
samtengdan myndvarpa og tús-
stöflu.
In Focus Systems Inc. hefur stað-
ið sig vel í markaðssetningu, því
að þegar eru vörur fyrirtækisins
seldar í 57 löndum og hefur fyrir-
tækið umboðsmenn í 30 löndum.
Fyrirtækið hefur um 500 endurselj-
endur í Bandaríkjunum og er nú í
viðræðum við stærstu tölvufram-
leiðendur heims um að þau noti
tækni fyrirtækisins í vörum sínum.
Góðar horfur
Eysteinn segir að fyrirtækið hafi
nú um 2 til 3 ára forskot á markað-
inum, það hafi nú um 35% markaðs-
hlutdeild og fari hún vaxandi.
„Hlutverk mitt er að halda áfram
uppbyggingu fyrirtækisins og er að
því stefnt að bjóða hlutabréf á al-
mennum markaði eftir um tvö ár.“
Þetta skiptir Eysteinn mjög
miklu máli þar sem hann hefur
kauprétt á dágóðum fjölda hluta-
bréfa á lágu verði og ef vel tekst
til með hlutafjárútboð þá er einsýnt
að Eysteinn verður sterkefnaður
maður. Eystein talar mjög góða
íslensku og kemur hingað til lands
um það bil einu sinni á ári ef hann
getur. Bróðir hans er Jón Þórðarson
kenndur við Reykjalund.
Fólk
Burðarás og
kúgildi
■ RAGNAR Önundarson fram-
kvæmdastjóri hjá íslandsbanka er
jafnan með hressustu mönnum á
ráðstefnum og mannamótum við-
skiptalífsins.
Hann var eins
og fleiri gestur
á afmælisráð-
stefnu Hluta-
bréfamarkað-
arins á
Holliday Inn á
dögunum og
hlýddi þar m.a. Ragnar
á ágætt erindi Þorkels Sigur-
laugssonar í Eimskip þar sem lýst
var tvenns konar hluthafahópum
erlendis, annars vegar svonefndum
„propriator“ sem eru hinir sauð-
tryggu fjárfestar sem aldrei selja
hvað sem á dynur og hins vegar
„punters" sem eru fjárhættuspilar-
arnir á hlutabréfamarkaðinum og
alltaf á höttum eftir auðfenginni
bráð. Þorkell lagði ekki í að þýða
þessi ensku hugtök en Ragnar reis
þá úr sæti og kvaðst ekki hafa á
hraðbergi þýðingu á „punters“ en
aftur á móti væri gráupplagt að
þýða „propriators" sem burðarása
og það hlyti að láta vel í eyrum
Eimskipafélagsmanna.
■ Ragnar lét ekki hér við sitja.
Þegar Svanbirni Thoroddsen hjá
Verðbréfamarkaði íslandsbanka
var að ræða um íslenska hlutabréfa-
markaðinn í ljósi þekktustu kennit-
alna, varð honum tíðrætt um Q-
hlutfallið sem er aðferð til að meta
verð hlutabréfa og finnst þegar
innra virði fyrirtækisins ( þ.e. eigið
fé deilt með hlutafé) er deilt upp í
sölugengi hlutabréfanna á markað-
inum. Ragnar stakk þá upp á því
að fornfræg verðmætaeining úr
sögunni yrði endurvakin og hér eft-
ir yrð’i þetta hlutfall kallað kú-
gildi. Samkvæmt orðabók Menn-
ingarsjóðs er kúgildið eða kvígildið
jafngildi einnar kýr að verðmæti,
t. d. sex ær loðnar og lembdar, og
að fornu misverðmætt eftir héruð-
um og tímabilum, t.d. um árið 1200
u. þ.b. 3 vættir osts og smjörs og á
15. öld 120 gildir fiskar, svo að það
er e.t.v. alls ekki út í bláinn að
kúgildið fái nú nýja merkingu á
hlutabréfamarkaði.
V.S.I. ræður
öryggisráð-
gjafa
M ÁSBJÖRN Björgvinsson hefur
verið ráðinn til Verkfræðistofu
Snorra Ingi-
marssonar
(V.S.I) til að
ánnast örygg-
isráðgjöf.
V.S.I. var
stofnuð árið
1987 ogereina
verkfræðistof-
an sem sérhæf-
ir sig í öryggis-
ráðgjöf hérlendis, segir í frétt frá
stofunni. Ásbjörn mun starfa við
almenna ráðgjöf í öryggismálum
en sérsvið hans verða brunavarnir
og brunaviðvörunarkerfi ásamt út-
tektum og prófunum á þessum bún-
aði.
■ Ásbjörn Björgvinsson lauk raf-
virkjanámi árið 1979. Hann hefur
aflað sér sérfræðiþekkingar og
reynslu á sviði öryggismála en hann
starfaði m.a. í níu ár við ráðgjöf
og hönnun öryggiskerfa hjá Vara
hf.
NIB selur skulda-
bréf á tslandi
MÞORSTEINN Þorsteinsson, að-
stoðarbankastjóri við Norræna
fjárfestingabankann, NIB, tók í
haust við nýrri stöðu sem for-
stöðumaður á
því sviði sem
sér um innlán
bankans svo
sem skulda-
bréfaútgáfu
og skulda-
skipti. NIB
íjármagnar
lánastarfsemi Þorsteinn
sína með skuldabréfaútgáfum á
norrænum og alþjóðlegum fjár-
magnsmörkuðum. Hingað til hefur
bankinn ekki selt skuldabréf á Is-
landi, en samkvæmt frétt frá NIB
mun það breytast á næstunni. Haft
er eftir Þorsteini að íslenski fjár-
magnsmarkaðurinn sé nú orðinn
það svipaður öðrum slíkum á Norð-
urlöndum að ekki sé eftir neinu
að bíða. NIB stefnir að því að bjóða
skuldabréfin til sölu á íslandi á
næsta ári og þá í íslenskum krónum.
Theodór Agnar
tilNIB
MTHEODÓR Agnnr Bjarnason,
sem vann áður við mat lánsum-
sókna hjá Iðnþróunarsjóði íslands
hefur tekið við
svipuðu starfi
hjá NIB í Dan-
mörku þar
sem hann met-
ur nú lánsum-
sóknir Dana í
stað Islend-
inga. í frétt frá
NIB segir að
Theodór Agn-
ar, sem er
danskættaður, hafi flutt til Dan-
merkur af fjölskylduástæðum og
það hafi verið eðlilegt framhald af
störfum hans á íslandi að sækja
um hjá norrænni stofnun líkt og
NIB.
F.v. Þórhildur Gunnarsdóttir fram-
kvæmdastjóri, Lill Nylen fulltrúi Hus
qvarna og Erla Asgeirsdóttir sölustóri.
Verslunin Völu-
steinn opnuð
MÞÓRHILDUR Gunnarsdóttir og
Magnús Jónsson opnuðu nýlega
verslunina Völustein í Faxafeni
14. Völusteinn er einkaumboðsað-
ili fyrir Husqvarna og Brother
saumavélar og Hitachi handverk-
færi og öll viðgerðarþjónusta fyrir
þessar tegundir er hjá Völusteini.
Þá er búðin með einkaumboð fyrir
Panduro og Fredensborg Inköb-
central föndurvörur. Þessi fyrir-
tæki gefa út eigin vörulista með
yfir átta þúsund vörunúmerum.
Völusteinn sér um að panta úr list-
anum fyrir viðskiptavini. Hingað til
hefur Völusteinn einungis selt vör-
ur sínar í heildsölu.