Morgunblaðið - 17.01.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.01.1991, Qupperneq 1
56 SIÐUR B 13.tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins HAEÐAR LOFTARASIR A HERNAÐARSKOTMÖKK í BAGDAD OG KÚVEIT Washington. Reuter. FRELSUN Kúveit hófst í gærkvöldi en á miðnætti að íslenskum tíma hófu sprengju- þotur herliðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) loft- árásir á Bagdad, höfuðborg Iraks, og írösk skotmörk í Kúveit, að því er Marlin Fitzwat- er, talsmaður George Bush Bandaríkjafor- seta, og fulltrúi breska varnarmálaráðu- neytisins tilkynntu nokkrum mínútum síðar. Fréttamenn bandarískra sjónvarpsstöðva Hernaðaraðgerðirnar hófust er mikill fjöldi F-15E sprengjuþotna var sendur á loft frá herstöðvum flölþjóðlega hersins í mið- og aust- urhluta Saudi-Arabíu klukkan 10 mínútum fyrir eitt í nótt að stað- artíma, 21.50 að íslenskum tíma. Um klukkustund síðar voru breskar Tornado-árásarþotur sendar til bar- daga frá Bahrain-eyju. Sprengjuþoturnar komu yfir Bagdad í fjórum fylkingum með stuttu millibili og virtist fyrsta lota loftárásanna yfirstaðin hálftíma seinna. Flugu þær í mikilli hæð og virtist ekki saka þrátt fyrir harða loftvarnaskothríð. Fréttamenn bættu við að svo virtist sem loft- varnaskytturnar sæju ekki vélarnar og vissu ekki fyllilega á hvað þær ættu að miða. Hefðbundinn sprengioddur Loftinntak Tomahawk- stýriflaug Tomahowk stýiiflougor ernotuð bæði rf flugher og floto Bondcrikjanna. Ens og oðrarstýriflougarer húo tölvustýrt flugskeyti með þchjhreyfil. Stýriflouginflýgur bodslogs við tölvukort og leiðréttirstefnuno soiÁvæmt skotmörk sín með 30 motro nókvsmri. Lengd: 6 metrar Hroðl:l 220 kmAkt. Þvermól: 53 cm Drægni: 2.785 km Þyngd: 1.144 kg Sprengioddur: 450 kg Gorbatsjov vill tak- marka ritfrelsið Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétfor- seti lagði í gær til að ritfrelsi yrði afnumið í Sovétríkjunum og kvartaði sáran undan frá- sögnum og gagnrýni fjölmiðla á ofbeldisaðgerðir Rauða hers- ins í Eystrasaltsríkjunum og stuðning forsetans við þær. völdum. Hefði Gorbatsjov fylgt tillögunni eftir og hún verið samþykkt hefðu fjölmiðlar verið settir undir stjórn Æðsta ráðsins. lýstu árásunum á borgina og sögðu gífurleg- ar eldglæringar hafa verið á himni um mið- nætti og ægilegar sprengingar kveðið við. Svartir og þykkir reykbólstrar stigu upp og vélarnar hringsóluðu um borgina að því er virtist meðan flugmennirnir huguðu að nýjum skotmörkum. SÖgðu fréttamennirnir að hver sprengja virtist hitta fyrirfram ákveðið skotmark. Eftir fyrstu árásarlotuna á Bagdad varð stutt hlé en síðan hóf- ust árásir aftur. Svo virtist sem megin olíuhreinsunarstöð borgar- innar hefði orðið fyrir tjóni og jafn- framt að gerð hefði verið árás ná- lægt helstu fjarskiptamiðstöð borg- arinnar, en ekki var ljóst hvort hún hafði orðið fyrir skemmdum. Loftvarnarflautur voru þeyttar í Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu, skömmu eftir að árásir hófust á írak og Kúveit og voru íbúar borg- arinnar hvattir til að koma sér í loftvarnarbyrgi. Talið var að gagn- árás væri yfirvofandi á Dhahran- flugvöllinn í austurhluta Saudi- Arabíu í grennd við helstu olíulind- ir landsins og var öllum óbreyttum borgurum og starfsliði vallarins sagt að leita skjóls. Níutíu mínútum eftir að árásirnar hófust hafði ekki heyrst um gagnárásir af hálfu Ir- aka. ísraelski herinn skipaði borgur- um landsins að halda kyrru fyrir á heimilum sínum og búa sig undir mögulega efnavopnaárás af hálfu íraka eftir að flugvélar banda- manna gerðu sprengjuárásir á Bagdad. Allt virtist með kyrrum kjörum í Dúbai og Amman í Jórd- aníu. Sjá ennfremur fréttir á 19-21. bls. Reuter Saddam Hussein, íraksforseti, lítur á klukku sína er hann kannaði viðbúnað liðsaflans í Kúveit á þriðjudag. Fréttir í gærkvöldi hermdu að forsetinn stýrði nú aðgerðum heraflans úr neðanjarðarstjórnstöð í írak. Ofbeldisverk sovéska hersins í Litháen: 500.000 manns minnast fóm- arlambanna á götum Vilnius Vilnius, Tókíó, Riga. Reuter. ALLT AÐ hálf milljón manna kom í gær saman á götum Vilnius, höfuðbörgar Litháens, til að minnast þeirra þrettán Litliáa sem drepn- ir voru í ofbeldisaðgerðum Rauða hersins í bórginni aðfaranótt sunnu- dags. Margir héldu á blómum og kertum er líkkistur fórnarlamb- anna, málaðar í fánalitum Litháens, voru fluttar á gráum líkvögnum til dómkirkjunnar í borginni, þar sem níu þeirra voru jarðsungin. Gorbatsjov sagði við umræður í Æðsta ráðinu að nauðsynlegt væri að „hafa eftirlit með hlutlægni" fjöl- miðla. Harðlínumenn fögnuðu yfir- lýsingu hans með lófaklappi en hún ærði hins vegar fijálslynda þing- menn og umbótasinna sem sögðu ritfrelsi og hlutlægni fjölmiðla mik- ilvægasta ávöxt glasnost-stefnu forsetans og spurðu hvað orðið væri af henni. Dró Gorbatsjov síðar í land og sagðist ekki myndu fylgja tillögunni eftir en engu að síður samþykkti þingið að settar yrðu reglur „til að tryggja hlutlægni". Gorbatsjov réðst að vikuritinu Moscow News sem birti yfirlýsingu á forsíðu frá frjálslyndum aðilum, m.a. tveimur helstu efnahagsráð- gjöfum hans, þar sem sagði að blóð- baðið í Litháen sl. sunnudag væri glæpur stjórnar sem hygðist grípa til allra tiltækra ráða til að halda Ungar litháískar konur, klæddar þjóðbúningum, gengu hægt fyrir framan líkvagnana og báru myndir af fórnarlömbunum. Tveir ungir menn héldu á fána lýðveldisins við hvern líkvagn. Á meðan fólkið streymdi út á göturnar hvöttu Moskvuhollir kommúnistar í lýðveldinu Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta til að svipta leiðtoga lýðveldisins völdum og færa það, undir þeina stjórn sína. Þeir sökuðu leiðtoga litháískra sjáifstæð- issinna um að hafa hvatt til hefndar- aðgerða gegn kommúnistum og fjöl- skyldum þeirra. Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, kvaðst í gær telja að Gorb- atsjov hefði verið upplýstur um að- gerðir hersins áður en látið var til skarar skríða. „Ég tel ekki að herfor- ingjar á svæðinu liafi tekið ákvörð- unina. Þeir hljóta að hafa samið við forsetann á einhvern hátt áður,“ sagði forsætisráðherrann. Gorb- atsjov hefur varið aðgerðir hersins en vísað því á bug að hann beri ábyrgð á afleiðingunum. Sovéskir hermenn skutu tæplega fertugan Letta til bana í gær og er hann fyrsta fórnarlamb sovéska hersins frá því hann jók viðbúnað sinn í Eystrasaltsríkjunum. Maður- inn var að aka yfir brú skammt frá herstöð nálægt Riga er hann var skotinn í hnakkann. Sjá „Bakatín fordæmir aðgerð- ir ..á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.