Morgunblaðið - 17.01.1991, Síða 2
MÖÉGtJNBLAÐIÐ FIMMTUDAGL'R 17Í JANÚAR 1991
Athugasemd frá
varnarliðinu við frétt
Kjaradeila sjúkrahúslækna:
110 aðstoðarlæknar
segja upp störfum
AÐSTOÐARLÆKNAR á sjúkrahúsum hafa ákveðið að segja upp
störfum frá 1. febrúar næstkomandi og taka uppsagnir þeirra gildi
1. apríl. Að sögn Kristjáns Oddssonar, formanns Félags ungra lækna,
ná uppsagnirnar til 110 lækna á sjúkrastofnunum.
Sáttafundi samninganefnda
sjúkrahúslækna og viðsemjenda
þeirra lauk í fyrrakvöld án þess að
nýr fundur væri boðaður. Ríkis-
sáttasemjari metur stöðuna í dag í
samráði við oddvita samninga-
nefndanna. Að sögn Kristjáns, verð-
ur einungis unnt að halda uppi
neyðarþjónustu á sjúkrahúsunum
eftir að uppsagnirnar taka gildi.
„Það er enginn vilji til að semja við
okkur,“ sagði hann. „Þar strandar
á fjármálaráðherra í málinu. Við
erum búnir að bjóða allar hugsan-
legar tilslakanir. Meðal annars boð-
ið skipulagsbreytingar á sjúkrahús-
unum með sama kostnaðarauka ef
skilyrðum okkar yrði fullnægt. Við
getum ekki séð að það bijóti í bága
við þjóðarsáttina ef kostnaður er
skorinn niðúr á móti.“
Morgunblaðið/Sverrir
Hafþór Jónsson við stjórntæki viðvörunarkerfis Al-
mannavama klukkan 18 í gær. Á innfelldu myndinni
sést ein viðvörunarflautan.
Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi athugasemd frá vamar-
iiðinu á Keflavíkurflugvelli:
Vegna mjög svo villandi stað-
hæfmga sem fram koma i grein á
baksíðu Morgunblaðsins í dag
(miðvikudag, innsk.) varðandi ör-
yggisviðbúnað á Keflavíkurflug-
velli óskar vamarliðið að gera eftir-
farandi athugasemd:
„I fyrsta lagi er ekkert hæft í
þeirri staðhæfingu að komi til
átaka við Persaflóa verði öll um-
ferð einkabifreiða íslensks starfs-
fólks inn á Keflavíkurflugvöll
stöðvuð eða að það fái ekki að-
gang, eins og það er orðað.
í öðru lagi er það rangt að
mátt hafí sjá varðmenn með stuttu
millibili við flugbrautir Keflavíkur-
flugvallar í gær, svo sem augljóst
má vera af þeim myndum sem
sýndar voru þaðan í fréttatíma
Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Til þess að fyrirbyggja allan
misskilning og jafnframt að koma
í veg fyrir óþarfa ótta er rétt að
benda á að ekki er talin ástæða
til að ætla að til hermdaraðgerða
kunni að koma á Keflavíkurflug-
velli, öðrum stöðum fremur, vegna
ástandsins við Persaflóa. Samt sem
áður er ekki ástæða til annars en
að gera allar viðhlítandi varúðar-
ráðstafanir svo sem ástandið krefst
hveiju sinni. Kæmí nokkurn
tímann til þess að starfsfólk á
Moskva:
Sendiherr-
ann ræddi
við Jeltsín
ÓLAFUR Egilsson, sendi-
herra íslands í Sovétríkjun-
um, og Stefán L. Stefánsson,
sendiráðsritari, áttu í gær
fund með Borís N. Jeltsín,
forseta Rússlands.
A fundinum var farið yfir
stöðu mála í Eystrasaltslöndun-
um og sendiherra greindi frá
fyrirhugaðri heimsókn Jóns
Baldvins Hannibalssonar ut-
anríkisráðherra til þeirra. For-
setanum voru afhentar álykt-
anír Alþingis og hann upplýstur
um samskipti ríkisstjórnar ís-
lands og Eystrasaltsríkjanna.
Sendiherrar hinna Norður-
landanna fjögurra áttu _ fund
með Jeltsfn á þriðjudag. Ólafur
fékk ekki boð um að koma á
þennan fund og frétti ekki af
honum fyrr en um kvöldið að
sendiherra Svía skýrði honum
frá fundinum. Ekki náðist í
Óiaf í gær vegna þessa máls.
Ólafur Egilsson sendiherra
var í gær viðstaddur minning-
arathöfn í Moskvu um þá sem
fallið hafal átökunum í Litháen
undanfama daga.
Keflavíkurflugvelli fengi fyrirmæli
um að mæta ekki til vinnu yrði
það gert sökum yfíivofandi hættu
af einhveiju tagi og auðvitað með
öryggi þess að leiðarljósi."
Friðþór Eydal upplýsingafull-
trúi,
Scott E. Wilsson upplýsingastjóri.
Aths. ritstj.
Vinnsla á umræddri frétt var
ekki í samræmi við þær starfsregl-
ur sem Morgunblaðið hefur sett
sér. Blaðið harmar þessi mistök
og biður lesendur sína afsökunar
á þeim.
Bilunin hjá Almannavörnum:
Gæti verið skemmdarverk
ENN finnast engar haldbærar skýringar á því hvers vegna flaut-
ur Almannavama hafa þrívegis gefíð frá sér viðvörunarmerki
undanfama daga. Almannavamir velta fyrir sér þeim möguleika
að um skemmdarverk sé að ræða.
Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavama,
sagði að til væri áætlun um að
veija kerfíð fyrir fikti utanaðkom-
andi manna. Hann sagði að til
greina kæmi að hrinda þeirri
áætlun í framkvæmd á næstunni,
en „við gefum ekkert upp um
það,“ sagði Guðjón.
Fyrst bilaði fiauta um klukkan
15 á mánudag. Síðan fór önnur
flauta í gang klukkan 18 sama
dag og klukkan 18 á þriðjudaginn
fór flaután á Laugamesskóla í
gang. Sérstök vakt var við stjóm-
tækin klukkan 18 í gær, en engar
flautur fóru þá í gang. Almanna-
vamir eru með 29 flautur víðs
vegar í Reykjavík.
Guðjón sagði aðaláhyggjuefni
Almannavama vera, ef framhald
yrði á þessu, að viðvömnarkerfíð
þjónaði ekki almenningi eins og
ætlast væri til. Hann vildi ítreka,
'að þegar flautumar fara í gang
eigi fólk að hlusta á útvarpið því
þar verði upplýst hvað sé að ger-
ast.
Birgir Meifur skipaður
bankastjóri Seðlabanka
Nefnd endurskoðar lögin um Seðlabanka
JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra skipaði í gær Birgi ísleif Gunnars-
son alþingismann seðlabankastjóra til sex ára frá 1. febrúar næstkom-
andi. Ráðherra skipaði Birgi ísleif að fenginni tillögu bankaráðs Seðla-
bankans og er þetta í fyrsta sinn sem skipað er í þessa stöðu til af-
markaðs tíma á grundvelli laganna um Seðlabanka íslands frá árinu
1986. Þar er skipunartíma seðlabankastjóra sett ákveðin mörk sem
ekki voru áður.
„Þetta nýja starf leggst ágætlega
í mig, en það er auðvitað með
blendnum huga sem ég skipti um
starfsvettvang. Ég hlakka til að tak-
ast á við ný verkefni á vettvangi
Seðlabankans en mun vafalaust
sakna stjómmálanna sem hafa nú
verið mitt hálfa líf megnið af minni
st'arfsævi. Ég ætlaði mér í raun og
vem aldrei að verða ellidauður í
stjómmálum og þegar þetta kom upp
þá komst ég að þeirri niðurstöðu að
nú væri góður tími til að breyta til,“
sagði Birgir ísleifur. Hann sagði að
það eina sem kannski angraði hann
á þessu augnabliki væri að honum
fyndist hann skulda öllu því góða
fólki sem studdi hann í prófkjörinu
afsökunarbeiðni. „Ég vonast til þess
að það góða fólk sem studdi mig
virði mér það til betri vegar að ég
hverf nú af framboðslistanum hér í
Reylqavík," sagði Birgir Isleifur.
Birgir ísleifur Gunnarsson er
fæddur í Reykjavík árið 1936. Hann
lauk embættisprófi í lögfæði árið
1961, var kjörinn borgarfulltrúi í
Reykjavík 1962 og var borgarstjóri
í Reykjavík 1972-1978. Hann var
fyrst kjörinn á þing 1979 og hefur
verið alþingismaður Reykvíkinga
síðan. Hann var menntamálaráð-
herra frá miðju ári 1987 til hausts
1988.
Tveir bankaráðsmenn greiddu
Birgi Ísleifí atkvæði en það vom
þeir Ólafur B. Thors og Davíð Schev-
ing Thorsteinsson, sem er varamað-
ur Guðmundar Magnússonar í ráð-
inu. Geir Gunnarsson var á móti en
Davíð Aðalsteinsson og Ágúst Ein-
'áfssón’fdrmáðúf Tía'rikáraðsins' sátú'
hjá, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins. Ágúst Einarsson er full-
trúi Alþýðuflokksins i bankaráði
Seðlabankans. Viðskiptaráðherra
var spurður að því hvort hjáseta
bankaráðsformannsins hefði ekki
komið honum á óvart: „Ég hafði
hugboð um að þetta yrði svona,“
svaraði hann.
í frétt frá viðskiptaráðuneytinu
segir að ráðherra hafí einnig ákveð-
ið að skipa nefnd til þess að íjalla
um endurskoðun laga um Seðla-
banka íslands og til þess að gera
tillögur um breytingar í samræmi
við niðurstöður slíkrar endurskoðuri-
ar.
„Breyttar aðstæður á íslenskum
fjármagnsmarkaði frá því núgildandi
lög vom samin og aukið fjölþjóða-
samstarf á sviði gengis- og vaxta-
mála munu í vaxandi mæli setja
mark sitt á efnahagslíf íslendinga í
framtíðinni. Breyttar aðstæður kalla
á breytt vinnubrögð og bætt stjóm-
tæki Seðlabankans í gengis-, vaxta-
og peningamálum. Ástæða er því til
þess að taka skipan og hlutverk
bankastjórnar og bankaráðs til end-
urskoðunar," segir í frétt ráðuneytis-
ins.
Birgir ísl. Gunnarsson
Sólveig Pétursdóttir tek-
ur sæti Birgis á Alþingi
SÓLVEIG Pétursdóttir lögfræð-
ingur tekur sæti Birgis Isleifs
Gunnarssonar á Alþingi 1. febr-
úar nk. þegar Birgir tekur við
embætti seðlabankasljóra. Sól-
veig er 1. varaþingmaður sjálf-
stæðismanna í Reykjavík og hefur
margoft setið á þingi.
Heimsókn til Litháens:
Áritunarumsókn Jóns
Baldvins óafgreidd
SOVÉSK stjórnvöld höfðu í gær-
kvöldi ekki tekið afstöðu til
beiðni Jóns Baldvins Hannibals-
sonar utanríkisráðherra um
vegabréfsáritun til Lithácn en
hann hyggst fara í heimsókn
þangað á föstudag og dvelja í
iandinu til sunnudags.
Jón Baldvin fór í gær til Hels-
inki á fund foringja norrænna jafn-
aðarmannaflokka, sem lýkur á
morgun. Hann hyggst þá fljúga
um Stokkhólm til Riga, höfuðborg-
ar Lettlands, og ferðast þaðan
landleiðina til Vilnius, höfuðborgar
Litháens, þar sem þess er vænst
að hann hitti Landsbergis forseta
og aðra sjálfstæðissinna 1 víggirtu
þinghúsi landsins.
Litháar hafa fagnað væntanlegri
heimsókn utanríkisráðherra og í
gær var staðfest formlega boð til
hans um að koma í heimsókn til
landsins.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík heldur aðalfund sinn 29.
þessa mánaðar og að sögn Baldurs
Guðlaugssonar, formanns fulltrúa-
ráðsins, er stefnt að því að afgreiða
tillögu kjörnefndar um framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
vegna alþingiskosninganna í vor.
Birgir ísleifur Gunnarsson hverfur
af listanum, en hann hafnaði í fjórða
sæti í prófkjöri flokksins í haust.
Líklegast er talið að þeir sem fyrir
neðan hann urðu í prófkjörinu færist
allir upp um eitt sæti, en Baldur
Guðlaugsson formaður fulltrúaráðs-
ins sagði í gær að ótímabært væri
að geta sér til um hver röðin yrði á
listanum áður en kjörnefnd hefði
skilað tillögu sinni.
Verði raunin sú að\allir fyrir neð-
an Birgi færist upp um eitt sæti
verður listinn þannig: 1. Davíð Odds-
son. 2. Friðrik Sophusson. 3. Bjöm
Bjarnason. 4. Eyjólfur Konráð Jóns-
son. 5. Ingi Bjöm Albertsson. 6.
Sólveig Pétursdóttir. 7. Geir H. Ha-
arde. 8. Lára Margrét Ragnarsdótt-
ic. 9. Guðmundur Hallvarðsson. 10.
Þuríður Pálsdóttir. 11. Guðmundur
H. Garðarsson. 12. Guðmundur
'Magnússon.------------------