Morgunblaðið - 17.01.1991, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991
5
*
Islenskt bergvatn:
Mikið magn af vatni selt til
Bandaríkjanna og Kanada
ISLENSKT bergvatn hefur
fengið staðfesta pöntun fyrir
sölu á 297 tonnum af vatni, að
verðmæti um 20 milljónir
króna, til Bandaríkjanna og
Kanada. Að auki liggja fyrir
tvær pantanir á jafn miklu
magni, en fyrirtækið mun ekki
geta afgreitt alla pöntunina.
„Við höfum fengið myndarlega
pöntun og þetta lofar góðu, en það
er rétt að vara við of mikilli bjart-
sýni. Við höfum fengið staðfest-
ingu á pöntun, sem við afgreiðum
í skip í næstu viku, upp á 11 gáma
af dósum og 6 gáma af flöskum.
Við getum því miður ekki afgreitt
nema hluta hennar, því flöskurnar
eru ekki tilbúnar hjá okkur enn.
Tvær svipaðar pantanir liggja fyr-
ir til afgreiðslu næstu fjórar vik-
urnar, en við bíðum eftir staðfest-
ingu á þeim,“ sagði Jón Scheving
Thorsteinsson framkvæmdastjóri
íslensks bergvatns, sem er útflutn-
ingshluti fyrirtækisins Sól hf.
Heimsbikarmótið
í skák:
Fyrsta mótið
í Reykjavík
FYRSTA heimsbikarmótið í
skák, í næstu mótalotu,
verður haldið í Reykjavík í
október á þessu ári. Þetta
var tilkynnt á blaðamanna-
fundi stórmeistarasam-
bandsins í Lyon í Frakkl-
andi fyrir skömmu. Sam-
kvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins mun Stöð 2
standa fyrir mótinu.
Stöð 2 stóð fyrir einu mó-
tanna i fyrstu lotu heimsbikar-
mótanna, sem voru haldin árin
1988-1990, en þar kepptu
sterkustu skákmenn heims um
há peningaverðlaun. Jóhann
Hjartarson_ var í þeim hópi,
en enginn íslendingur náði að
komast í hópinn, sem keppir
í næstu mótalotu. Henni lýkur
í mars árið 1993.
í hveijum 40 feta gámi eru um
70 þúsund dósir, eða nærri 27
tonn af vatni. Ef dósirnar verða
allar afgreiddar verða það því 770
þúsund dósir af vatni sem fara
vestur um haf í næstu viku, eða
297 tonn.
Jón sagði að það yrði erfitt fyr-
ir fyrirtækið að afgreiða þessar
pantanir. „Flöskuverksmiðjan hef-
ur verið helsti flöskuhálsinn hjá
okkur. Hún framleiðir ekki nema
milljón dósir á mánuði. Við erum
hins vegar búnir að kaupa nýjar
vélar sem koma til landsins með
vorinu. Þegar þær verða komnar
í gagnið ættum við að geta fram-
leitt þijár milljónir dósa á mánuði
ogtölvert magn af flöskum," sagði
Jón Scheving.
Til marks um hversu stór pönt-
un þessi er má nefna að íslenskt
bergvatn hóf útflutning á vatni i
lok júlí í fyrra og flutti út tvær
milljónir dósa. Nú fær fyrirtækið
töluvert stærri pöntun í janúar.
Mikillsam-
dráttur í lax-
veiðum í sjó
MIKILL samdráttur hefur orðið
á laxveiðum Grænlendinga og
Færeyinga í sjó tvö síðustu árin.
Þannig veiddu þjóðirnar alls 479
tonn af laxi á síðasta ári, en til
til samanburðar veiddu þær sam-
tals 1.137 tonn árið 1988. Fyrir
tíu árum veiddu þjóðirnar nærri
2.600 tonn árlega. Viðbúið er að
tölur þessar lækki enn, því
tvísýnt er um færeysku útgerð-
ina en þar hafa að sögn Orra
Vigfússonar aðeins 4 bátar af 26,
sem leyfi hafa, stundað veiðarnar
síðan í haust.
Að sögn Orra hafa viðræðurnar við
Færeyinga um kvótakaupin legið
niðri um hríð, en samningsaðilar
eru ekki langt frá samkomulagi,
að hans sögn. Mikil áhersla hafi
verið lögð á það að öllum laxveiðum
Færeyinga ( sjó verði hætt.
Á sama tíma og úthafsveiðar á
laxi hafa dregist saman, hefur lax-
gengd og veiði í ám við Atlantshaf
farið þverrandi. Síðustu tlu árin
fram að síöasta ári dróst stanga-
veiðin hérlendis til dæmis saman
um fjórðung.
HALU.LACO OG BESSI
ásamt Bíbí og Lóló í 5 stjömu
KABARETT Á SÖGU
Anæturvaktinni njótið gleði,
.nýjung sem er að allra geði.
Halli við dyrnar og hleypir þeim inn,
sem hungrar og þyrstir í gleði um sinn.
FYRSTA SÝNING 2. FEBRÚAR
OPINN DANSLEIKUR
FRÁ KL. 23.30 TIL 3.
Hljómsveitin Einsdæmi leikur.
Bessi hann þjónar og þýtur um salinn,
í þjóðkunnum hlutverkum Laddi er falinn
Lóló og Bíbí hér liðast um svið,
lokkandi dansa á baki og kvið.
Ástina forðum við upplifum keik,
til ársins ’30 bregðum á leik.
Kabarett, borðhald og blíð er syndin,
Berlín og París er fyrirmyndin.
Þrírétta veislukvöldverður
(val á réttum)
Leikstjóri: Björn G. Björnsson
Hljómsveitarstjóri: Árni Scheving
*
■f'.isv -irv -
Miðaverð: 4.400 kr.
Húsið opnað kl. 19.
Tilboðsverð á gistingu.
Pöntunarsími 91-29900.