Morgunblaðið - 17.01.1991, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1991
Heimastjómarsamtökin stefna
að framboði í öllum kjördæmum
eftir Stefán
Valgeirsson
Nú eru fjórir mánuðir eftir af
þessu kjörtímabili og því rétt og
skylt að reyna að gera sér grein
fyrir því hvernig málefni þjóðar
okkar standa nú og hvert stefnir,
ef valdahlutföll á Alþingi breytast
ekki frá því sem er.
Hvað hefur áunnist á kjörtímabil-
inu? Hvað hefur mistekist eða farið
á annan veg en heitið var fyrir síð-
ustu kosningar? Síðast en ekki síst
hvernig hefur verið staðið við þau
fyrirheit, sem ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar og síðar ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar gáfu þjóðinni
þegar þær settust á valdastóla.
Fyrir síðustu kosningar kepptust
forustumenn stjórnmálaflokkanna
við að draga upp glæsimyndir af
því þjóðfélagi sem þeir hétu þjóðinni
að skapa ef þeirra flokkar fengju
til þess brautargengi og kæmust í
stjórnarandstöðu. Meðal annars að
koma á raunhæfri landsbyggðar-
stefnu þar sem gerðar yrðu ráðstaf-
anir til að byggja upp atvinnulíf þar
sem atvinna er ekki næg til að
stöðva fólksflóttann. Þeir hétu að
vinna að launajöfnuði, minnka að-
stöðumuninn í þjóðfélaginu, auka
velferð í víðasta skilningi þess orðs,
og fleira mætti upp telja.
Eftir kosningar sást fljótt í úlfs-
hárin undan sauðargæru ríkisstjórn-
ar Þorsteins Pálssonar með sam-
ábyrgð Framsóknar og Krata.
Fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar va_r
að stórhækka vexti á ríkisvíxlum. Á
fyrsta fimm mánaða starfsferli
þeirrar ríkisstjórnar tvöfölduðust
vextir í landinu og það að undirlagi
og frumkvæði ríkisstjórnarinnar
sem hækkaði vexti af ríkisvíxlum
þar til þessu marki var náð.
Áhrifin af þeirri aðgerð létu ekki
á sér standa. Það þurfti ekki mikla
spekinga til að sjá fyrir hvernig
fara myndi fyrir útflutningsatvinnu-
fyrirtækjunum og skuldugum ein-
staklingum þegar vaxtahækkunin
færi að leggjast á þjóðlífið af fullum
þunga. Þar við bættist að gengið
var á sama tíma fast.
Trúin á vaxtafrelsi
Ég ræddi um vaxtafrelsið og af-
leiðingar' þess hvað eftir annað á
Alþingi og í dagblöðum. Ríkisstjórn-
in virtist blind á báðum augum og
heyrnarlaus. En var hún það? Var
þessi sigling ekki eftir stefnu Al-
þýðuflokksins og annarra frjáls-
hyggjumanna? Var ekki hin blinda.
trú hagspekinganna sú að til þess
að lækka verðbólguna yrði að
hækka vextina sem mest.
í marsmánuði 1988 skrifaði ég
opið bréf í dagblöð sem hófst á þessa
leið:
Opið bréf til þings og þjóðar,
þar með forsetans.
Nú eru fáar fréttir góðar,
fjötraðar byggðir lands.
Flokkamir gáfu fyrirheit,
um félagslegt jafnrétti i raun.
Bæta aðstöðu í bæjum og sveit,
borga lífvænleg laun.
Lækka verðbólgu og lánakjör
loforðin mörg og góð.
íhaldsstjóm var svo ýtt úr vör.
Eftir stóð þjóðin hljóð.
Fjármagnið sýgur framleiðsluna
og fátækan-almenning.
Skattinn fræga á matinn muna,
margir sem kjósa á þing.
Og síðar í þessu opna bréfi:
Auður flyst á.fáar hendur,
pldihn snauður er.
I fijálshyggjunnar fræðum stendur,
flest sem gert er hér.
Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar
var ekki búin að sitja nema í 13
mánuði þegar vaxtafrelsið og vaxta-
okrið var búið að keyra mikinn hluta
af framleiðslunni í strand og koma
miklum fjölda einstaklinga í óleys-
anlega skuldafjötra sem hefur leitt
til fjölda gjaldþrota sem enn sér
ekki fyrir endann á. En þegar þar
var komið var eins og sumir ráðherr-
arnir hrykkju upp af svefni. En öðr-
um virtist vel vært eins og þeir
hefðu gert sér grein fyrir hvert
stefndi.
Ríkisstjórnin hrökklaðist frá völd-
um við lítinn orðstír. Stjórnarflokk-
arnir kenndu hver öðrum um hvern-
ig komið var um málefni þjóðarinn-
ar. Ekki hafa í annan tíma verið
notuð þvílík stóryrði og við þessi
stjórnarslit og mátti ekki á milli sjá
hver gekk lengst í því efni.
Tilraunir til stjórnarmyndunar
Mitt í þessum fjörbrotum fóru
Framsóknarmenn, ásámt Krötum,
að ræða við Alþýðubandalagið um
stjórnarmyndun. Þau vandkvæði
voru þó á þessu samstarfi að þessir
þrír flokkar höfðu ekki nema 31
þingmann og gátu því ekki varist
vantrausti og höfðu ekki meirihluta
í hvorugri deild. Þeir ræddu við
Kvennalistann og Borgaraflokkinn
en það bar engan árangur af ástæð-
um sem ég hirði ekki um að geta
um að þessu sinni. Eina leiðin til
að mynda meirihlutaríkisstjórn var
því að ná samkomulagi við Samtök
jafnréttis og félagshyggju sem ég
er fulltrúi fyrir. Það var að vísu
ekki fýsilegur kostur fyrir okkur,
því ég taldi og tel enn forustusveit
kratanna ekki samstarfshæfa og af
margra ára reynslu treysti ég illa
Steingrími Hermannssyni nema á
meðan hann væri háður mínum
stuðningi, sem komið hefur á dag-
inn.
Til að árétta enn frekar afstöðu
okkar og ástæður fyrir að við gerð-
um stjórnarmyndun Steingríms
Hermannssonar mögulega þá birti
ég hér hluta af því sem við lögðum
fram í viðræðunum:
Ástæður og áherslur Samtaka
jafnréttis og félagshyggju
fyrir stuðningi við nýja
ríkisstjórn myndaðaundir
forustu Steingríms
Hermannssonar
Ástæðurþess að Samtök jafnrétt-
is og félagshyggju ljá máls á því
að stuðla að stjómarmyndun nú er
yfirvofandi neyðarástand í landinu.
Firnamikill fjármagnskostnaður er
fólki og fyrirtækjum svo þungur að
ekki verður með nokkru móti við
unað. Há gengisskráning veldur lág-
um tekjum útflutningsfyrirtækja og
stórfelldu rekstrartapi í heilum at-
vinnugreinum. Stöðvun margra fyr-
irtækja vofir yfir sem gæti með
keðjuverkunum valdið fjöldagjald-
þrotum og hruni í atvinnulífinu. Við
þessar aðstæður er brýnt að reyna
að ná stjórn þjóðmála til bráða-
birgða og gefa Alþingi tækifæri til
að koma lagj á mál. Ljóst er hins
vegar af ferli nokkurra síðustu ríkis-
stjórna að alvarleg stjórnmála-
kreppa er í landinu. Hún kemur
fram í mörgum myndum. Ein er sú
að stjórnmálamönnum hefur ekki
tekist að ná þeim meginmarkmiðum
sem þeir hafa sett sér. Nægir að
nefna verðbólgu, viðvarandi hallá á
viðskiptum við útlönd og á ríkis-
sjóði, hækkun erlendra skulda og
aukið misrétti, sérstaklegagagnvart
fólki í láglaunastörfum og á lands-
byggðinni.
Helstu áherslupunktar okkar í
stjórnarmyndunarviðræðun-
um
1. Vegna heimilda til verðhækk-
ana vegna sannanlegra hækk-
. ana erlendis á vörum þarf eftir-
Iit að vera ítarlegt og hver
hækkun skoðuð sérstaklega og
ekki leyfð nema hún sé talin
réttmæt.
2. Við leggjum áherslu á að ráð-
herra noti heimild sína til bindi-
skyldu fjármagnsmarkaða og
sjóða samkvæmt væntanlegum
lögum um þá, þannig að hún
verði hliðstæð og hjá bönkum.
3. Við teljum nauðsynlegt að
lækka raunvexti í 3—4% svo
fljótt sem mögulegt er.
4. Við teljum ráðgerðar breytingar
á lánskjaravísitölu spor í rétta
átt. Hins vegar hljóti markmið-
ið að vera það að fella hana
niður sem viðmiðun í almennum
lánsviðskiptum svo fljótt sem
unnt er.
5. Við teljum nauðsynlegt að ný
fískveiðistefna verði ákveðin og
taki gildi á næsta ári. Nefnd
verði skipuð í málið af stjómar-
liðum og hafl samráð við hags-
munaaðila í sjávarútvegi. Við-
urkenndur verði réttur byggða-
laga til veiðiheimilda.
6. Raforkuverð tii húshitunar
verði lækkað á hinum svoköll-
uðu köldu svæðum og jafnframt
verði niðurgreiðslur á húshitun-
arkostnaði látnar ná yfir þjón-
ustustofnanir sveitarfélaga, svo
sem skóla, sundlaugar, heilsu-
gæslustöðvar o.s.frv.
7. Endurskoðuð verði lög um líf-
eyrissjóði þannig að lágmarks-
lífeyrir verði tryggður jafn-
framt því sem þak verði sett á
lífeyrisgreiðslur.
8. Breyta þarf opinberri tekjuöfl-
un þannig að sveitarfélögum
hvar sem er á landinu sé mögu-
legt að vinna þau verk sem
þeim er falið með lögum.
9. Vinna þarf að því á Alþingi að
heildarendurskoðuii fari fram á
stjómarskrá lýðveldisins. 79.
gr. verði meðal annars breytt
þannig að auðveldara verði að
breyta stjórnarskránni og
stjómarskrárbreytingar verði
að staðfestast með meirihluta-
samþykki í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ný stjórnarskrá verði
þjóðarlög, þ.e. samþykkt af
þjóðinni.
10. Leggja þarf áherslu á að lög,
reglur og samningar séu virtir.
11. Felldur verði niður söluskattur
á innlendum matvælum.
12. Atvinnutryggingasjóður út-
flutningsgreina verði vistaður í
Byggðastofnun en haldi sér-
stöðu sinni.
13. Leitast verði við að kanna meint
undirheimahagkerfí þjóðlífsins
og gera ráðstafanir til að tak-
marka slík umsvif.
Fleiri áhersluatriði settum við
fram í viðræðum við stjórnarmynd-
unina og komum ýmsu inn í stjórn-
arsáttmálann af stefnumálum okk-
ar. Nefni ég hér nokkur áhersiuat-
riði og hvernig efndir hafa orðið:
Endurreisnarstarfið
Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmálum miðuðust við að
treysta atvinnuöryggi í landinu og
hemja samtímis verðbólgu. Með til-
komu Tryggingasjóðs útflutnings-
greina var komið í veg fyrir lokun
og gjaldþrot fjölmargra fyrirtækja
í útflutningsgreinum, sérstaklega
sjávarútvegi. Um það var samið að
við tilnefndum mann til þess að
stjórna þessari aðgerð. Ég veit ekki
betur en að allra dómi hafí verið
vel að því verki staðið miðað við
þann ramma sem löggjafínn setti
sjóðnum.
En hjöðnun verðbólgunnar er
fyrst og fremst verk aðila vinnu-
markaðarins og þó fyrst og fremst
Verkamannasambandsins, sem
hafði frumkvæði að hinni svokölluðu
þjóðarsátt. En ef ríkisstjórnin hefði
staðið við það samkomulag sem
gert var um að raunvextir yrðu
ekki hærri en 6% þá hefði staða
atvinnufyrirtækjanna og alls *al-
mennings í landinu verið verulega
betri en nú er og verðbólgan einnig
minni. Raunvextir eru nú almennt
8,2—8,6% en í mörgum tilfellum
verulega hærri. Þrátt fyrir fyrirheit
ríkisstjórnarinnar er staðan þessi í
dag, og nú talin þörf á að hækka
þá enn um 2—3%. Þvílíkt rugl!
Jöfnun orkukostnaðar
„Endurskoða verðmyndun á orku
með það að markmiði að jafna orku-
Stefán Valgeirsson
„Samtök jafnréttis og
félagshyggju hafa geng-
ið til samstarfs með ein-
staklingum og hópum í
öllum kjördæmum
landsins til að reyna að
knýja fram stefnubreyt-
ingu í umræddum mál-
um. Þessi samtök hafa
hlotið nafnið Heima-
stjórnarsamtökin og er
stefnt að því að bjóða
fram í öllum kjördæm-
um.“
verð og efla innlendan orkubúskap.“
Nefnd hefur starfað síðan í nóvémb-
ermánuði sl. til þess að kanna hvaða
leiðir séu tiltækar til þess að jafna
orkuverð í landinu. í ljós hefur kom-
ið að Landsvirkjun miðar verðlagn-
ingu sína á raforkunni við það að
allar skuldir sem hvíla nú á Lands-
virkjun verði uppgreiddar í árslok
2004. Sumir nefndarmenn, sem
virðast sérstaklega bera hag
Reykjavíkur fyrir bijósti, hafa ekki
verið til viðtals um að breyta þess-
ari greiðsluáætlun. Landsbyggðin
verður því að krefjast þess að endur-
greiðsla á lánum Landsvirkjunar
verði lengd sem til þarf til að jafna
orkuverðið. Ef það gengur ekki með
góðu verða landshlutasamtökin að
ná samstöðu um að kaupa hluti í
Landívirkjun eins og heimild er fyr-
ir í lögum og fá ríkisábyrgð fyrir
þeirri lántöku.
Ef ráðamenn ætla að semja um
orkusölu til álbræðslu, eins og nú
er rætt um, verður að stofna nýtt
orkuvirkjunarfélag til að fullnægja
þeim samningi sem er algerlega
óháður þeim virkjunum sem nú eru
til í landinu. Annars er hætt við að
tapið af orkusölunni til álbræðslunn-
ar lendi á hinum almennu orkunot-
endum í landinu, þrátt fyrir 13. gr.
laga um Landsvirkjun.
Eitt af því sem heitið var er að
bæta lífskjör þeirra tekjulægstu. Ég
hygg að þeir sem þekkja til þeirra
mála, hvað þá þolendumir sjálfir,
telji að rauntekjur lágtekjuhópanna
hafl versnað en ekki batnað.
í stjómarsáttmálanum segir enn
fremur" „að framfylgja árangurs-
ríkri byggðastefnu, sem komi betra
jafnvægi á byggðaþróun í landinu".
Hverjar em svo efndirnar? Að
byggja álbræðslu á Keilisnesi en til
þess að slík framkvæmd leiði ekki
til verðbólguskriðs á að draga úr
framkvæmdum annars staðar á
landinu. Og þetta heitir á máli ríkis-
stjórnarinnar „árangursrík byggða-
stefna“. Það eru mörg öfugmælin í
stefnu ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar ef tillit er tekið til
hvernig staðið er að málum.
Nokkur atriði úr
stjórnarsáttmálanum
Og enn er aðeins hálf sagan sögð.
„Skattlagning fjármagnstekna,
eignatekna og launatekna verði
samræmd." Engar efndir. Eigna-
tilfærslan í þjóðfélaginu heldur
áfram, frelsi fjármagnsins má ekki
skerða, þó flest annað sé í fjötrum.
„Stefnt verði að því að afnema
vísitöluviðmiðanir á lánssamningum
eins fljótt og unnt er. Miðað verður
við að árshraði verðbólgu verði inn-
an við 10 af hundraði á 6 mánaða
tímabili." Engar efndir.
„Gerðar verði ráðstafanir til jöfn-
unar á flutningskostnaði og skóla-
göngu.“ Engar efndir. Aftur á
móti hefur verið stigið skref til jöfn-
unar á símakostnaði.
„Átak verði gert í uppbyggingu
félagslegra íbúða og sérhannaðra
íbúða fyrir aldraða. Áhersla verði
lögð á íbúðabyggingar á lands-
byggðinni, m.a. með kaupleiguíbúð-
um og búseturéttaríbúðum." Hvern-
ig standa þau mál? Húsbréf hafa
verið fáanleg, sem hefur leitt til að
minnsta kosti 10% hækkunar á verði
íbúða.
Stjórnun fiskveiða og vinnslu
%
Og enn segir í stjórnarsáttmálan-
um: „Mörkuð verði sérstök fisk-
vinnslustefna." Sjávarútvegsráð-
herra gat um það á Álþingi á dögun-
um að engin fiskvinnslustefna yrði
mörkuð nú og lögin um stjórnun
fiskveiða yrðu ekki endurskoðuð á
þessu þingi. Þetta var svar hans við
spurningum mínum um þessi mál.
Það urðu mikil átök um frumvarpið
um stjórnun fískveiða þegar það var
til umfjöllunar á síðasta þingi.
Frumvarpið var þó lögfest og tók
gildi nú um áramótin. Mál þetta var
til umfjöllunar í marga mánuði í
nefnd. I henni störfuðu fulltrúar frá
stjórnmálaflokkunum og hags-
munaaðilum. Ekki náðist samkomu-
lag í nefndinni um mörg atriði og
fyrirvarar margir þegar nefndin loks
lauk störfum.
Breytingartillögur voru lagðar
fram við margar greinar frumvarps-
ins, t.d. að byggðirnar fái hluta af
aflakvóta. Allir sem hafa veiðiheim-
ildir mættu flytja út sama hlutfall
af kvóta sínum, ef á annað borð
yrði leyft að flytja út óunninn fisk.
Ef þeir væru þannig settir að þeir
gætu ekki flutt aflann út sjálfir
mættu þeir leigja öðrum útflutning-
inn fyrir umsamið gjald.
Fleiri breytingartillögur voru
lagðar fram en engin þeirra náði
fram að ganga. Ég flutti t.d. fímm
breytingartillögur og mun gera
grein fyrir þeim síðar. Mjög heitar
umræður urðu um þessi mál, bæði
í sölum Alþingis og að tjaldabaki.
Ég sagði sjávarútvegsráðherra að
ef staðið yrði að stjórnun fiskveiða
og vinnslu, eins og gert hefur verið
og lögin stefna að, mundi það leiða
til eyðingar ýmissa byggða. Eina
svarið sem ég fékk frá Halldóri
var: „Þá fer fleira." Hann var sem
sagt ekki til viðræðu um breytingar.
Kvótaúthlutun og sala
Þó ekki sé að fullu ljóst hvernig
úthlutun á aflakvóta muni endan-
lega verða þá virðist stefnan sú að
minnka hann alls staðar með sömu
prósentutölu, meira að segja á þeim
stöðum þar sem einu atvinnumögu-
leikarnir eru fískvinnsla. Ekkert til-
lit er tekið til sjávarkuldans fyrir
Norðurlandi öll viðmiðunarárin og
aflaleysis sem af honum leiddi. Er
þetta raunhæf landsbyggðarstefna?
Ég tek Grímsey sem dæmi. Verði
úthlutunin á líkum nótum og upp
hefur verið gefið þá er byggð þar
komin að minnsta kosti í tvísýnu
og jafnvel vonlaus. Sama gildir um
fleiri staði. Ef lögin um stjórnun
fiskveiða verða ekki endurskoðuð á
þessu þingi og fiskvinnslustefna
mótuð og lögfest þá verða þessi
málefni gerð að kosningamáli í vor.
Aðgerðarleysi framkvæmda-
valdsins gagnvart sölu á aflakvóta
er undraverð. Samkvæmt 1. gr. laga
um stjórn fiskveiða þá er óveiddur
fiskur sameign þjóðarinnar. Menn
sem eru að selja kvóta eru því að
selja það sem þeir ekki eiga. Ef
framkvæmdavaldið lætur slíka sölu
afskiptalausa þá gætu slíkar sölur
öðlast hefð sem stefnir þessu máli
í ófæru, því þögn er sama og sam-
þykki. Það er engin furða þótt al-
menningur virði ekki lög landsins
þegar framkvæmdavaldið horfir