Morgunblaðið - 17.01.1991, Page 16
leei-flAíwAi s\ .TJDAauTvwn araAjaMiJOHOw
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR I7/ .JANÚAR TOTl
Beinar útsendingar Stöðvar 2 á óþýddu efni CNN:
Ekki má standa í vegi fyrir
að við getum fylgstjafnóðum
með atburðum í veröldinni
segir Eiður Guðnason formaður menntamálanefndar neðri deildar Alþingis
FORMENN menntamálanefnda Alþingis, Eiður Guðnason og Ragnar
Amalds, vilja leyfa beinar útsendingar Stöðvar 2 á óþýddu efni banda-
ríska gervihnattasjónvarpsins CNN. Telja þeir ekki mögulegt að þýða
efni stöðvarinnar og huga þurfi að breytingum á reglum um þýðingar-
skyldu. Eiður telur ekki að íslenskri menningu eða tungu stafi veruleg
hætta af þessum útsendingum og Ragnar segir að hættan hafi verið
meiri á dögum bandaríska sjónvarpsins á Kefiavíkurflugvelli. Inga
Jóna Þórðardóttir, formaður útvarpsráðs, óttast ekki að útsendingar
CNN hafi mikil áhrif á samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins. Hún segir
að ákvæðin um þýðingarskyldu á erlendu efni væm of ströng og skyn-
samlegt væri að milda þau. Það meginsjónarmið væri ráðandi hjá
Ríkisútvarpinu að texta og endiu-segja erlent efni svo að sem flestir
geti notið þess.
„Minni hætta en á dögum
Keflavíkursj ón varps “
Ragnar Arnalds, formaður
menntamálanefndar efri deildar Al-
þingis, sagði að viðhorfin hefðu
breyst á skömmum tíma. Nú næðu
þúsundir landsmanna gervihnatta-
sjónvarpi beint. Hann sagðist ekki
sjá neinn mun á því og beinum út-
sendingum frá CNN, nema hvað Stöð
2 væri miliiliður í síðamefnda tilvik-
inu. Ragnar sagði ekki hægt að gera
þarna upp á milli og því ætti að leyfa
CNN útsendingar Stöðvar 2.
„Við getum ekki barist á’móti
þessari nýju tækni og verðum að
horfast í augu við það að þegar um
beinar útsendingar er að ræða á er-
lendu efni, er ekkert ráðrúm til að
þýða það,“ sagði Ragnar.
„Auðvitað hefur maður vissar
áhyggjur," sagði Ragnar þegar hann
var spurður hvort hann hefði áhyggj-
ur af íslenskri tungu og menningu
við þessa þróun. Hann taldi hættuna
þó minni nú en á dögum bandaríska
sjónvarfsins á Keflavíkurflugvelli.
Þá hefði sú stöð verið einráð hér á
markaðnum. Nú væri veruleg sam-
keppni, bæði á milli íslenskra sjón-
varpsstöðva og gervihnattasjónvarps
úr ýmsum áttum.
„Milda þarf ákvæði um
þýðingarskyldu"
Eiður Guðnason, formaður
menntamálanefndar neðri deildar
Alþingis, sagðist ekki geta kveðið
upp úr með það hvort umræddar
útsendingr brytu beinlínis í bága við
ákvæði reglugerðar útvarpslaga um
þýðingarskyldu, þær væru greinilega
á nokkurs konar gráu svæði. Taldi
hann augljóst að ekki væri hægt að
koma því við að texta þessar útsend-
ingar. Eiður sagði að hugsunin á bak
við ákvæði reglugerðarinnar um þýð-
ingarskyldu erlendis efnis væri lofs-
verð. Hins vegar hefðu orðið breyt-
ingar, meðal annars á tækni, sem
gerðu það að verkum að svona
ákvæði fengju ekki lengur staðist,
nema þá að menn fái ekki notið sjón-
varpssendinga af þessu tagi. „Það
finnst mér ekki koma til mála,“ sagði
Eiður. Hann sagði að hugsanlega
þyrfti að milda ákvæðin um þýðing-
arskyldu til að ekki væri hætta á að
umrættar útsendingar brytu í bága
við reglur.
Harfh sagðist telja að íslensku
máli og menningu.stafaði alls engin
hætta af útsendingum CNN.
„Reynslan hefur sýnt og margar
kannanir leitt í ljós að í þeim löndum
sem eiga kost á svona sjónvarpi horf-
ið yfirgnæfandi fjöldi fólks á sjón-
varps sem sent er út á móðurmáli
þess en lítill minnihluti sem notar sér
óþýtt erlent sjónvarp. Ég held að það
eigi einnig við hér. Ég vek athygli á
því að engar hömlur eru lágðar í
götu þeirra sem hlusta á erlendar
útvarpsstöðvar. Þó sjónvarpið sé mun
sterkari miðill þurfum við ekki að
vera hæddir við afleiðingarnar.
Það er eðlilegt að erlent sjónvarps-
efni sem hér er sýnt sé þýtt þegar
hægt er. En gamli fréttaneistinn seg-
ir mér að það megi ekki standa í
vegi þess að við getum fylgst með
því sem er að gerast í veröldinni um
leið og það gerist,“ sagði Eiður.
Eiður sagði að CNN væri mjög
vönduð fréttastöð, eftir því sem hann
best vissi. Sem dæmi um það nefndi
hann að mjög margir þjóðarleiðtogar
hefðu gert ráðstafanir til að geta
fylgst með CNN á skrifstofum sínum.
Sjálfur sagðist hann hafa verið er-
lendis þegar írakar réðust inn í Kúv-
eit í byrjun ágúst og fylgst með at-
burðunum í CNN. Þar hefði þeim
verið gerð mjög góð skil. „Ég hefði
ekki viljað missa af því og mér finnst
það gott framtak hjá Stöð 2 að hefja
beinar útsendingar frá CNN nú,“
sagði Eiður.
„Þýðingarskyldan of ströng“
Inga Jóna Þórðardóttir, formaður
útvarpsráðs Ríkisútvarpsins, sagði
þegar hennar álits var leitað að
ákvæði um þýðingarskyldu væru of
ströng og skynsamlegt að milda þau.
„Það að viðhafa svona ströng ákvæði
um þýðingarskyldu hefur leitt til
þess að þróun sjónvarpsmála hefur
orðið allt önnur hjá okkur en í ná-
grannalöndunum, þar sem kapalvæð-
ingin hefur orðið. Það er ekki fram-
kvæmanlegt að framfylgja þýðing-
arákvæðunum við dreifingu sjón-
varpsefnis um kapalkerfi. Hér hefur
þróunin því orðið sú að menn kaupa
sína eigin móttökudiska til að ná
gervihnattasjónvarpi og verða slíkir
diskar komnir á nánast annað hvert
hús innan fárra ára með sömu þró-
un. Þó þýðingarskyldu yrði aflétt
myndu sjónvarpsstöðvamar eftir sem
áður veita þá þjónustu að bjóða upp
á textaða og endursagða þætti,"
sagði Inga Jóna.
Inga Jóna sagðist ekki vilja blanda
sér inn í umræður um það hvort
beinar útsendingar Stöðvar 2 frá
CNN væru löglegar eða ólöglegar.
„Það verður auðvitað að fara eftir
iögum og reglum. Það meginsjónar-
mið er ráðandi hjá Ríkisútvarpinu
að texta eða endursegja erlent efni
til að sem flestir geti notið þess,“
sagði Inga Jóna.
Hún sagðist ekki óttast samkeppn-
ina við CNN. Stöð 2 sendi þetta efni
ekki út á hefðbundnum sýning-
artímp, að minnsta kosti enn sem
komið er. Hún sagðist ekki vita hvað
sá hópur væri stór sem vildi nota
þessa þjónustu, taldi að það væru
fyrst og fremst áhugamenn um er-
lend málefni. „Dagskrá Sjónvarpsins
byggist að mestu leyti upp á inn-
lendu efni og hefur því góða sam-
keppnisstöðu," sagði formaður út-
varpsráðs.
KjarUin Ragnarsson með nýju skinnurnar. Morgunbiaðið/Juiíus
Einkaleyfi í höfn
KJARTAN Ragnarsson, uppfinningamaður úr Grindavík, hefur
fengið einkaleyfi á framleiðslu sérstakra skinna til að nota til að
halda saman gúmmibobbingalengjum, svokölluðum „Rockhopper-
um“. Skinnurnar eru einfaldar í notkun og þarf hvorki tól né
vélar til að festa þær né losa, mannshöndin ein dugir.
Skinnumar hefur Kjartan hann- Kjartan hefur unnið að öflun einka-
að samfara smíði á sérstakri vél til leyfisins með fulltingi Félags Hug-
að setja bobbingalengjumar saman, vitsmanna og segir hann stuðning
en með henni er hægt ákveða hve þess hafa verið mjög mikilvægan.
mikill þrýstingur er á lengjunni.
H LANGI SELI og Skuggarnir
ieika laugardaginn 19. janúar á Púls-
inum, en hljómsveitina skipa: Axel
Jóhannsson, gitar og söngur, Jón
Steinþórsson á kontrabassa, Korm-
ákur Geirharðsson á trommur og
Steingrímur E. Guðmundsson á
gítar og munnhörpu. Langi Seli og
Skuggamir eru í sérstöku uppáhaldi
Púlsara, þannig að það er vissara
að mæta tímanlega þegar þeir spila.
Sunnudaginn 20. janúar verður
kántrýkvöld á Púlsinum. Hljóm-
sveitin Flækingarnir og Anna Vil-
hjálms söngkona leika, en hljóm-
sveitina skipa auk Önnu; Kristján
Óskarsson, hljómborð, Þröstur
Þorbjörnsson á' gítar, Sigurður
Helgason á trommur og Sigurður
Elinbergsson á bassa. Gestakántrý-
söngvari kvöldsins verður Ari Jóns-
son.
Duni dúkarúllur
kalla fram réttu stemmninguna
við veisluborðið.
Fallegir litir sem fara vel við
borðbúnaðinn geta skapað þetta litla
sem þarf til að veislan verði fulikomin.
Duni dúkarúllurnar eru 50m á lengd
og l,25m á breidd og passa því á öll borð
Og þú þarft ekki að þvo dúkinn á eftir.
Fannir hf. • Krókhálsi 3
Sími 672511
Alþýðublaðið og Press-
an flytja í Alþýðuhúsið
ALÞÝÐUBLAÐIÐ og Pressan flytja í lok mánaðarins alla starfsemi
sína í Alþýðuhúsið á Hverfisgötu 8 - 10, þar sem skrifstofur Alþðyðu-
flokksins eru til húsa. Þá kemur Alþýðublaðið framvegis út á fimmtu-
dögum ásamt Pressunni. Frá stofnun Pressunnar 1988 hefur Alþýðu-
blaðið ekki komið út á fimmtudögum en Pressan þess í stað borist til
áskrifenda blaðsins.
Jafnhliða þessari breytingu fellur
laugardagsútgáfa Alþýðublaðsins
niður um sinn. Kemur blaðið eftir
sem áður út ijórum sinnum í viku.
Að sögn Ingólfs Margeirssonar,
ritstjóra Alþýðublaðsins, er fimmtu-
dagsútgáfa Alþýðublaðsins liður í að
skilja ennfrekar á milli útgáfu Press-
unnar og Alþýðublaðsins en aðskild-
ar ritstjómir vinna við blöðin.
Sagði Ingólfur að bæði. blöðin
myndu flytja alla sína starfsemi á
Hverfisgötu 8-10, ásamt fyrirtæk-
inu Leturvali sf., sem hefur séð um
setningu og umbrot blaðanna. Skrif-
að hefur verið undir Ieigusamning
við eigendur hússins en þeir eru, auk
Alþýðuflokksins, ýmis verkalýðsfé-
lög og einstaklingar. Blöðin munu
fá hálfa hæð tii umráða á móti skrif-
stofu Alþýðuflokksins auk allrar
þriðju hæðar hússins þar sem starf-
semi Hagstofunnar var til húsa. Er
húsnæðið allt nýuppgert.
„Við emm að fara með blaðið aft-
ur heim,“ sagði Ingólfur og minnti
á að Alþýðubiaðið var stofnað á þess-
um stað árið 1919 og gefið þar út í
hálfa öld. Síðastliðin tuttugu ár hefur
blaðið hins vegar verið á vergangi,
að sögn Ingólfs. Undanfarin tvö ár
hafa Alþýðublaðið og Pressan haft
aðsetur sitt í leiguhúsnæði við Ár-
múla 36, þar sem útgáfa Helgar-
póstsins var um árabil.