Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 17
Mývatnssveit: Ráðstefna um hálendisvegi RÁÐSTEFNA um hálendisvegi og áhrif þeirra, verður haldin á Hót- el Reynihlíð við Mývatn þann 19. og 20. janúar 1991. Það eru Ferða- málafélag Mývatnssveitar, Ferða- málafélag Húsavíkur og nágrenn- is, Iðnþróunarfélag Þingeyinga og Framfarafélag Fljótsdalshéraðs, sem boða til ráðstefnunnar. Meðal framsögumanna eru Trausti Valsson skipulagsfræðingur, sem fjallar um hálendisvegi og framtíðarsýnina, fulltrúi Landsvirkj- unar talar um valkosti við lagningu línu og línuvega og fulltrúi Vega- gerðar ríkisins um hálendisvegi. Full- trúi Byggðastofnunar skoðar hvernig hálendisvegir falla að nýjum hug- myndum í byggðamálum, og Magnús Oddsson talar um hálendisvegi og ferðamálastefnu. Þóroddur Þóroddsson fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs talar um hálendisvegi og náttúru- vernd, Ásgeir Leifsson iðnráðgjafi talar um áhrif hálendisvega á hag- þróun byggðarlaga og Hörður Sigur- bjarnarson um vetrarfæra vegi á söguslóðum hálendis. N ey ðarkall vegna yfir vofandi hung1- ursneyðar í Afríku Hjálparbeiðni hefur borist til Hjálparstofnunar kirkjunnar frá Afríku vegna yfirvofandi hung- ursneyðar, að sögn Jónasar Þóris- sonar, framkvæmdastjóra hjálp- arstofnunarinnar. „Það blasir við að tuttugu milljónir manna munu svelta á næstu mánuðum ef ekkert verður að gert. Ástandið er verst i Eþíópíu, Súdan, Mósambik, An- gólu og Líberíu, þar sem saman fara þurrkar, styijaldarástand og hungursneyð," segir hann. Jónas sagði að jólasöfnun hjálpar- stofnunarinnar hefði gengið vel og að safnast hefðu 17 milljónir króna auk þriggja milljóna kr. framlags ríkisstjórnarinnar. Þar af færu 12 milljónir í föst fyrirbyggjandi verk- efni sem þegar hefði verið lofað. „Okkur barst mikil neyðarbeiðni frá öllum fijálsum hjálparstofnunum í Genf í byijun mánaðarins þar sem því var lýst að hungursneyð blasti við 20 milljónum manna í Afríku. Ef ekki verður gripið til ráðstafana strax verður þetta verri hungursneyð en gekk yfir á árunum 1984 og 1986 þegar milljónir manna fórust.að mati sérfræðinga," sagði Jónas. Sagði hann að nú væri reynt að bregðast nógu fljótt við svo hægt verði að fyrirbyggja hörmungarnar. „Við munum örugglega leggja eitt- hvað af mörkum mjög fljótlega,“ sagði hann. Kvaðst hann óttast að þær 20 milljónir í Afríku sem hungursneyð vofði yfir muni gleymast í þeirri vá sem blásti við vegna stríðsátaka við Persaflóa og þeirri neyð sem gæti skapast í Eystrasaltslöndunum. Milli skinns og hörunds á ensku LEIKRIT Ólafs Hauks Símonar- sonar, Milli skinns og hörunds, er komið út á ensku á leikritasafninu Drama Contemporary sem gefið er út í New York. Nýjasta bindi ritsafnsins er helgað nútímaleik- ritum á Norðurlöndum. Inga Birna Jónsdóttir þýðir leikrit ðl- afs og nefnist það í ensku útgáf- unni Under Your Skin. Drama Contemporary er eina leik- ritasafn sem út kemur í Bandaríkjun- um sem einvörðungu er helgað kynn- ingu erlendra leikrita þar í landi. Meðal norrænna rithöfunda, auk Ól- afs Hauks, sem eiga leikrit í þessu safni, eru Norðmaðurinn Tor Áge Bringsværd og danska skáldkonan Ulla Ryum. Einleikarar á Nýárstónleikunum. Aftari röð frá vinstri: Hafsteinn Guðmundsson, fagott, og trompet- leikararnir Jón Sigurðsson, Lárus Sveinsson og Ásgeir Steingrímsson. I fremri röð frá vinstri: Bryndís Halla Gylfadóttir, knéfiðla, Richard Korn, bassi, Guðný Guðmundsdóttir, fyrsti konsert- meistari, fiðla, og bassaleikararnir Jón Sigurðsson, Dean Ferrel og Krzysztof Panus. Nýárstónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í grænni tónleikaröð: MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991 -r-n — i r—t rt r-r-i : : : r--—n--------------------------- Hjálparstofnun kirkjunnar: Öður til sameinaðrar Evrópu ÁRLEGIR Nýárstónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói í kvöld, fimmtu- daginn 17. janúar kl. 20.00, og laugardaginn 19. janúar kl. 16.30. Auk þess verða þeir í íþróttahúsinu á Selfossi föstu- daginn 18. janúar og hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá verða flölmörg verk, flest í anda Vínartónlistarinnar, eftir evrópsk og amerísk tónskáld. Flutt verða verk m.a. eftir Frakk- ana Marc-Antonine Charpentier og Charles Gounod, Italann Luciano Berio, Þjóðveijann Jóhannes Brahms, Danann Hans Christian Lumbye, Bandaríkjamanninn Leroy Anderson og Austurríkis- mennina Franz von Suppé, Jóhann Strauss eldri og yngri. Einleikarar verða 15. Tíu þeirra koma úr röðum hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar og auk þess leika fimm börn einleik. Þijú þeirra koma úr Tónlistarskóla íslenska Suzuki-sambandsins og tvö úr Tónlistarskóla Hafnarljarð- ar. Hljómsveitarstjóri er Austurrík- ismaðurinn Peter Guth. Hann hefur þijú undanfarin ár komið hingað og stjórnað á Vínartónleikum Sin- Peter Guth, stjórnandi Vínartónleikanna. fóníuhljómsveitar íslands og vakið mikla hrifningu, auk þess sem hann stjórnaði henni í eftirminnilegri ferð um Vestfirði haustið 1989. Ilann hefur valið verkin, sem flutt verða á Nýárstónleikunum nú, og sagt að þessi efnisskrá sé óður til sameinaðrar Evrópu. Hann segir, að í Vínarborg finni menn verulega fyrir því frelsi sem fylgir opnun landamæra nágrannaríkja og að tónlistin endurspegli þessa samein- ingu. Peter Guth er þekktur víða um heim fyrir þá alúð sem hann hefur sýnt Vínartónlistinni. Hann er einn- ig vel þekktur fiðluleikari og tekur sér gjarnan fiðlu í hönd á tónleik- um. Hann lærði fiðluieik hjá Ernst Morowec í Vín og í þijú ár hjá David Oistrach í Moskvu. Hann hefur komið fram sem einleikari á tónleikum víða um heim og fengið verðlaun fyrir fiðluleik. Þá hefur hann einnig ritað námsefni og unn- ið að kennslu í nútíma aðferðar- fræði í fiðluleik. Hann er einnig mikill aðdáandi nútímatónlistar og fyrsti konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar Austurríkis. UTSALA - UTSALA Allt aó o afsláttur HAGKAUP /tCCt í ei*t*U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.