Morgunblaðið - 17.01.1991, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991
PERSAFLOADEILAN
Afleiðingar Persaflóastyrjaldar:
Spá upplausn og
þjóðfélag,sleg,u um-
róti í arabaríkjum
Óttast vaxandi hatur á öllu sem
vestrænt er
Kairó. Reuter.
FLEST bendir til, að styrjöld
við Persaflóa verði ekki umflúin
en um hitt greinir menn á hvaða
afleiðingar hún muni hafa fyrir
næstu framtíð. Margir sljórn-
málaskýrendur, jafnt á Vestur-
löndum sem í arabaheiminum,
segjast þó óttast, að útkoman
verði þjóðfélagslegt umrót í
arabaríkjunum, vaxandi hatur á
öllu, sem vestrænt er, hryðju-
verk og aukið trúarofstæki.
„Að styijöldinni lokinni verður
skelfilegt um að litast. Hún verður
eins og nýtt Nóaflóð, sem lætur
engan ósnertan," segir Mo-
hammed Heykal, kunnur, egypsk-
ur blaðamaður og fyrrum ráðgjafi
Nassers, forseta Egyptalands, og
vestrænir stjórnarerindrekar í
arabaríkjunum spá pólitískri upp-
lausn í Irak, Jórdaníu og Norður-
Afríku og vaxandi kröfum um
stjórnmálaumbætur í hinum
íhaldssömu konungsríkjum við
Persaflóa.
Ofstækismenn, allt frá Ma-
rokkó til Pakistans, hafa í hótun-
um vegna liðssafnaðarins í
Saudi-Arabíu enda finnst mörgum
aröbum það niðurlægjandi, að
kallað skuli á vestrænan, kristinn
her til að vetja mestu helgidóma
íslams. Flokkur ofsatrúarmanna,
sem vann mikinn sigur í sveitar-
stjórnarkosningum í Alsír, hefur
skorað á stuðningsmenn sína að
snúast gegn Bandaríkjunum og
öðrum vestrænum ríkjum og
skoðanabræður þeirra í öðrum
arabaríkjum hafa gert það sama.
Bandarískir embættismenn,
sem telja, að skjótur sigur yfir
Saddam Hussein muni verða til
að styrkja hófsöm öfl í arabarikj-
unum, hafa verið sakaðir um
barnalega bjartsýni og er þá með-
al annars bent á, að í Irak sé í
raun enginn þess umkominn að
taka við af Saddam. Að honum
frágengnum muni því taka við
pólitískt tómarúm, sem Kúrdar í
norðurhlutanum, shítameirihlut-
inn í suðurhlutanum og íranir og
Sýrlendingar reyni að notfæra
sér. Þá hafa Tyrkir einnig hags-
muna að gæta og Turgut Ozal
forseti sagði í gær, að aldrei yrði
á það fallist, að írak yrði limað í
sundur.
Á síðustu dögum hafa ýmsir
Reuter
Þúsundir Bagdad-búa komu saman á götum borgarinnar í gær
til að taka þátt í mótmælum gegn Bandaríkjunum, sem stjórn-
völd skipulögðu. Margir þeirra héldu á myndum af Saddam Hus-
sein Iraksforseta.
ráðamenn í arabaríkjunum næst-
um grátbænt Saddam Hussein um
að koma í veg fyrir stríð og fara
með herinn frá Kúvæt en allt
hefur það verið árangurslaust.
Hefur hann hvorki svarað áskor-
ununum né viljað taka við bréfum
eins og fram kom hjá Hosni Mu-
barak Egyptalandsforseta í fyrra-
kvöld þegar hann sagði meðal
annars, að mannkynið stæði nú
frammi fyrir mesta hildarleik sög-
unnar frá því í síðustu heimsstyij-
öld. Friðartilraunir stjórnvalda í
Marokkó og Túnis og í Jórdaníu
og Jemen, sem hafa þó stutt Sadd-
am, hafa heldur engan árangur
borið en Fahd, konungur Saudi-
Arabíu, var hins vegar ómyrkur
í máli þegar hann flutti ávarp til
þjóðarinnar í fyrrakvöld. Sagði
hann, að Saddam væri haldinn
illum anda og stefndi að allsheij-
aryfirráðum yfir öllum aröbum.
Saudi-Arabar studdu íraka með
ráðum og dáð í átta ára langri
styijöld þeirra við írani og þetta
eru þakkirnar, sagði Fahd og
skýrði frá því, að meðan á stríðinu
stóð og síðan hefðu Saudi-Arabar
gefið Irökum meira en 25,7 millj-
arða dollara.
Kína:
Akvörðun
um stríð
verði ekki
tekin í flýti
Peking. Reuter.
KÍNVERJAR hvöttu Bandaríkja-
menn í gær til að flýta sér ekki
í stríð gegn írökum heldur halda
áfram að leita friðsamlegra
lausna á deilunni um Kúveit.
Fréttastofan Nýja Kína birti yfir-
lýsingu þar sem sagði að ekki bæri
að hætta friðarumleitunum þótt
frestur íraka til að hverfa frá Kúv-
eit hefði runnið út. Saddam Hus-
sein íraksforseti var einnig hvattur
til að kalla hersveitir sínar í Kúveit
heim og lagt var til að efnt yrði til
alþjóðlegrar ráðstefnu um málefni
Miðausturlanda.
Tillagan virtist í megindráttum
sú sama og Frakkar lögðu fram í
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
en Bandaríkjamenn og Bretar höfn-
uðu þar sem þeir vildu ekki tengja
Kúveitmálið deilu araba og Israela.
„Innrás íraka í Kúveit og deila
araba og ísraela eru aðskilin mál
og þau ber að leysa á réttlátan
hátt. Það hvort tengja beri þessi
mál skiptir þrátt fyrir allt litlu
máli,“ sagði í yfirlýsingu Kínveija.
Kína var eina ríkið af fimm með
fastafulltrúa í Öi-yggisráði Samein-
uðu þjóðanna, sem greiddi ekki at-
kvæði með tillögu um að ráðið heim-
ilaði að hervaldi yrði beitt gegn
írökum.
Sýrland:
Liðsflutningar í
átt til Gólan-hæða
Damaskus. Reuter.
HER Sýrlands sendi í gær þús-
undir hermanna í átt til Gólan-
hæða, sem eru á valdi ísraela,
og að landamærum landsins að
Jórdaníu. Þetta var gert í varúð-
arskyni vegna yfirvofandi styij-
aldar við Persaflóa og hugsan-
legrar þátttöku ísraela í því.
Herinn sendi einnig skriðdreka
og loftvarnavopn til þessara svæða,
að sögn heimildarmanna í Sýrlandi.
Sýrlensk blöð sögðu að stríð væri
óhjákvæmilegt við Persaflóa og
Saddam Hussein íraksforseti ætti
sökina á því.
Sýrlensk stjórnvöld hafa sent
þúsundir hermanna til liðs við fjöl-
þjóðaherinn í Saudi-Arabíu en sagt
að þeir gegni þar aðeins varnarhlut-
verki. Þau hafa hótað að koma írök-
um og öðrum arabaþjóðum til varn-
ar ef ísraelar réðust á þær.
írakar hafa_ sagt að Tel Aviv,
stærsta borg ísraels, verði fyrsta
skotmark langdrægra eldflauga
þeirra ef fjölþjóðaherinn réðist á
þá. ísraelar hafa svarið að hefna
slíkra árása.
Sýrlensk stjórnvöld hafa fallist á
að heimila alþjóðlegum hjálpar-
stofnunum að reisa flóttamanna-
búðir á ýmsum stöðum í landinu.
Búist er við miklum flóttamanna-
straumi til landsins frá írak, Kúv-
eit og hugsanlega Jórdaníu. Hjálp-
arstofnun lækna, Medicins sans
Frontieres, hyggst reisa búðir fyrir
50.000 manns í Sýrlandi og senda
teppi, lyf og tjöld til Damaskus.
„Veit ekki hvað þið
eigið sökótt við okkur“
ÍRASKUR blaðamaður á einu af stærstu dagblöðum Bagdad sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær að hann vonaði að ekki kæmi til
átaka. Almenningur í landinu væri reyndar nokkuð viss um að
málin myndu leysast með friðsamlegum hætti en útlitið væri svart.
„Ég skil ekki hvað er að gerast og bið til guðs að við förum ekki
hleypt út úr landinu nema með
sérstökum undanþágum. „Ég hef
reynt að komast til framhaldsnáms
við erlendan háskóla. Til þess þarf
ég að fá umsókn mína samþykkta
hjá erlendum skóla og það er orðið
of seint. Auðvitað hef ég áhyggj-
ur, rétt eins og allir írakar, en ég
reyni að bera höfuðið hátt. Við
verðum að vera bjartsýn og standa
saman í þessu. En ég get ekki
neitað því að ég er hræddur."
„Við höfum frétt af því að herir
vesturveldanna séu tilbúnir við
landamærin en við vitum ekki hvað
þið eigið sökótt við okkur,“ sagði
blaðamaðurinn sem vildi ekki láta
nafn síns getið. Hann sagði að lífið
í Bagdad gengi sinn vanagang,
þrátt fyrir að síðustu daga hefði
mátt sjá merki um að stríð væri
yfirvofandi.
Hann sagði að landamærum ír-
aks hefði verið lokað og fólki ekki
HELGARFERÐIR í JANÚAR FEBRÚAR OG MARS
Skemmtiskrepp um helgi,
kostar eJkJxuL miIuéF.« •
...með Flugleiðum.
11
KMMMHOFH
Kaupmannahöfn er ævintýri líkust. Þar býðst allt sem hugurinn girnist. Góðir
veitingastaðir, bjórstofur, skemmtistaðir, menning og listir.
Verslanir eru opnar á laugardögum fyrir þá sem vilja nota tímann vel.
Kaupmannahöfn kemur alltaf á óvart.
FÖSTUDAGUR TIL MÁNUDAGS
ADMIRAL / SOPHIE AMALIE
TVEIR í HERB. KR. 36.390 Á MANN
FLUGLEIÐIR
Þjónusta alla leið
Söluskrifstofur Flugleiða:
Lækjargötu 2, Hótel Esju oq Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í sima 6 90 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum
* * * * *
, P- ", »