Morgunblaðið - 17.01.1991, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1991
J Mikil vinna hjá Álafossi:
Fleiri ráðnir ef samn-
ingar við Rússa takast
ÓVENJU mikið er að gera hjá
Álafossi og ekkert útlit fyrir að
lát verði á vinnu eins og stundum
hefur orðið yfir daufasta tíma
ársins í framleiðslunni sem er frá
desember og fram í mars. Bæði í
vefdeild og prjónadeild eru næg
verkefni fyrirliggjandi til loka
febrúar og takist samningar um
sölu til Sovétríkjanna verður að
bæta 30-40 manns við til starfa í
prjónadeildinni.
Sigurður Einarsson framleiðslu-
stjóri I vefdeild sagði að mikið væri
að gera í deildinni nú, en verið er
að framleiða teppi fyrir Rauða kross-
inn. Fyrir áramót voru send 2.600
teppi frá verksmiðjunni og eftir er
að framleiða 2.000 teppi upp í samn-
inginn. „Þetta hafa verið daufír mán-
uðir í framleiðslunni, en nú eru næg
verkefni fyrirliggjandi og pantanir
farnar að berast fram í tímann þann-
ig að hljóðið í okkur er býsna gott,“
sagði Sigurður.
Hermann Sigursteinsson verk-
smiðjustjóri í pijónadeild tók í sama
streng og sagði að óvenju mikið
væri að gera miðað við árstíma.
Deildin hefði verkefni út febrúar-
mánuð, en verið er að framleiða peys-
ur upp í viðbótarsamning sem gerður
var við Rússa síðasta haust. Þá var
samið um sölu á 40 þúsund peysum
til viðbótar og sagði Hermann að
lokið yrði við samninginn 15. febrúar.
„Það er bullandi vinna hjá okkur
núna, sem en nokkuð óvenjulegt því
oft hefur þurft að stoppa í nokkurn
tíma þetta frá desember og fram í
febrúar. Það sem gerir okkur líka
bjartsýna er að ailt það sem við erum
að framleiða er selt, við erum ekki
Flug'leiðir
kaupa 40%
hlut í Hótel
Norðurlandi
FLUGLEIÐIR keyptu í gær
40% hlutafjár í Hótel Norður-
landi af Gísla Jónssyni, Þórarni
Jónssyni og hlutafélaginu
sjálfu. Auk Flugleiða á Flugfé-
lag Norðurlands 40% hlut í
hótelinu, Ferðaskrifstofa Ak-
ureyrar 10% og þeir Gisli og
Þórarinn 10% sameiginlega.
í frétt frá Flugleiðum segir að
félagið telji mikilvægt að leggja
fjármuni í uppbyggingu ferða-
þjónustu á landsbyggðinni. Slík
uppbygging verði í vaxandi mæli
að fara fram úti á landi og henni
verði að sinna ætli íslendingar
sér að tryggja sér meiri tekjur
af ferðaþjónustu við útlendinga.
Flugleiðir hafi reynt að beina
erlendum ferðamönnum út á
landsbyggðina, en það er jafn-
framt viðleitni félagins til að
tengja betur starfsemi innan-
landsflugs, hótel og bílaleigu.
Hótel Norðurland er í miðbæ
Akureyrar, nýuppgert.
að framleiða á lager eins og stundum
var gert fyrir nokkrum árum,“ sagði
Hermann.
Hann sagði að starfsmenn pijóna-
deildar biðu frétta af nýjum tveggja
ára samningi við Rússa, en þeirra
er að vænta jafnvel í dag. Verði af
þeim samningi séu bjartir tíma fram-
undan, næg atvinna fyrir þá 130
starfsmenn sem nú starfa í pijóna-
deildinni í tvö ár auk þess sem bæta
þyrfti við um 30-40 manns.
Eyjafjarðarferjan Sæfari.
Grímseyingar urðu óánægðir
með breytta áætiun feijunnar
sem gildi tók um áramót, en
Hríseyingar sem reka ferjuna
tímabundið fyrir samgöngu-
ráðuneytið segja að m.a. hafi
hagsmunir Grímseyinga og
Hríseyinga í samgöngumálum
verið hafðir í huga, jafnframt
því sem kostnaður samfélagsins
af þeirri merku samgöngubót
sem Sæfari er verði sem minnst-
ur.
Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson
Reynt að velja þá leið sem
talin er koma sem flestum vel
- segja forráðamenn Hríseyjarhrepps um breytta áætlun Eyjafjarðarferjunnar Sæfara
FORRÁÐAMENN Hríseyjarhrepps segja að breyting á áætlun Eyja-
fjarðarferjunnar Sæfara sem gildi tók um áramótin hafi verið gerð
til að sveigja áætlun skipsins að þörfum notenda. Fram hefur komið
í fréttum blaðsins að Grímseyingar séu óánægðir með breytingar
sem gerðar voru á áætlun ferjunnar, m.a. töldu þeir sig ekki koma
fiski á markað á Dalvík og einnig þyrftu þeir farþegar frá Grímsey
sem væru á leið til Akureyrar að gista í Hrísey þar sem ferjan gengi
ekki alla leið inn til Akureyrar. I greinargerð sem Morgunblaðinu
hefur borist frá Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps segir að þessi atriði
séu röng.
Fram kemur í greinargerðinni
að þrátt fyrir ýmsa vankanta á
samnýtingu skips vegna mismun-
andi þarfa eyjanna hafi verið talið
skynsamlegt og hagkvæmt að festa
kaup á notuðu skipi frá Noregi, sem
var Sæfari. Hríseyingum hefur ver-
ið falið af samgönguráðuneyti að
annast rekstur feijunnar tímabund-
ið og um áramót tók gildi ný áætl-
un feijunnar.* Segja forráðamenn
Hríseyjarhrepps að breytingin hafi
verið gerð til að sveigja áætlun
skipsins að þörfum notenda og
rangt sé að farþegar frá Grímsey
þurfi að gista yfir nótt í Hrísey séu
þeir á leið inn til Akureyrar. Hið
rétta sé að áætlun feijunnar Sæv-
ars, sem siglir milli Hríseyjar og
Árskógsstrandar hafi verið sam-
ræmd áætlun Sæfara þanriíg að
engin bið verði í Hrísey.
Þá segja þeir einnig rangt að
sjómenn í Grímsey geti ekki lengur
flutt fisk á markað á Dalvík, þijár
áætlunarferðir séu til Dalvíkur í
viku, að því viðbættu að Sæfari er
laus til aukaferða alla daga nema
áætlunardagana. Fram kemur að
blint hafi verið rennt í sjóinn varð-
andi þörf fyrir flutninga á vörum
og fólki og áætlun því gerð til
bráðabirgða fram til síðasta hausts.
Fljótlega hafi verið ljóst að henni
þyrfti að breyta og það hafi verið
gert, þegar siglt hafi verið til
Dalvíkur á öðrum dögum en áður
var. Þá hafi Akureyri verið gerð
að aðalákvörðunarstað á megin-
landinu í stað Dalvíkur.
Er ný áætlun var samin voru
ýmis atriði höfð í huga, m.a. að
Grímseyingar fái eins ódýra og
góða þjónustu og mögulegt er í
flutningum á fólki og vörum, að
íbúar beggja eyjanna samnýti Sæ-
fara til vöruflutninga til hagsbóta
fyrir báða aðila, að áætlun'Sæfara
sé þannig uppsett að möguleiki sé
til þess að taka önnur verkefni inn
á milli til að létta undir með útgerð-
inni og að hagsmuna Grímseyinga
og Hríseyinga sé gætt sem best
jafnfram því sem kostnaður samfé-
lagsins af þeirri merku samgöngu-
bót sem Sæfari er verði sem minnst-
ur.
Áætlunin fullnægir að mati feiju-
nefndar fyrsta atriðinu m.a. þar
sem tvær ferðir séu á viku til
Grímseyjar, nýjar vörur séu teknar
á Akureyri og þeim komið samdæg-
urs á áfangastað, en ef komið er
við á Dalvík komast þær ekki sam-
dægurs í verslanir. Þá er heimilum
og fyrirtækjum sparaður flutnings-
kostnaður með bílum og ferðatími
farþega sem nota Sæfara styttist
um einn og hálfan tíma með því
að fara úr í Hrísey og taka Sævar
að Árskógssandi.
Hvað annað atriðið varðar, um
samnýtingu, segir m.a. í greinar-
gerðinni að mestallir vöruflutningar
til Hríseyjar hafi færst yfir á Sæ-
fara, en þeir voru áður fluttir frá
Árskógsströnd með Sævari og segir
að þjónusta við Hríseyinga hafi í
kjölfarið versnað, en til að auðvelda
samnýtingu hafi sú fórn verið færð.
Þá segir um þriðja markmiðið
með nýju áætluninni, að Sæfari
hafi rúman tíma til annarra verk-
efna og mun hann grípa inn í flutn-
inga til og frá Dalvík ef nauðsyn
krefur. Reikna megi með að fólks-
flutningar aukist yfir ferðamanna-
tímann, en slíkir flutningar falla
undir önnur verkefni skipsins.
Um fjórða markmiðið segir að
valdir hafi verið áætlunarstaðir og
áætlun sem skapi rekstri skipsins
og notendum þess minnstan kostn-
að og skipinu sem mesta möguleika
á tekjuöflun. Samrekstur Sævars
og Sæfara sé sá kostur sem best
þjóni íbúum beggja eyjanna og
einnig hafi rekstur feijanna skapað
nýjan möguleika í ferðamálum sem
komi Eyjafjarðarsvæðinu í heild til
góða.
I lok greinargerðar hreppsnefnd-
ar segir að haft hafi verið samband
við útibússtjóra KEA í Grímsey og
afgreiðslumann Sæfara þar auk
fleiri aðila og ekki annað vitað en
flestir væru tiltölulega ánægð-
ir.„Útilokað er að gera öllum til
hæfis og því hefur sú leið verið
valin sem talið er að komi flestum
vel,“ segir að lokum.
A +
Agreiningur í bæjarstjórn Olafsfjarðar um sölu hótelsins:
Meirihlutinn vill selja
öflugum aðila hótelið
ÁGREININGUR er uppi í bæjarstjórn Ólafsfjarðar varðandi framtíð
Hótels Ólafsfjarðar, en bærinn er stærsti eigandi hótelsins. Rekstur-
inn hefur ekki gengið sem skyldi á síðustu árum og nema heildar-
skuldir þess um 26 milljónum króna. Meirihluti bæjarstjórnar vill
selja hótelið öflugum aðila, en tvö tilboð hafa borist í hlutabréf
bæjarins og Ferðamálasjóðs, sem er næststærsti hluthafinn, frá Skelj-
ungi og Árna Sæmundsyni. Minnihlutinn vill að bærinn leysi vanda
hótelsins og hann ásamt Ferðamálasjóði geri það sem hægt er til
að auka starfsemina og koma rekstrinu á réttan kjöl.
Á hlutahafafundi í Hótel Ólafs- um þetta mál á fundi bæjarstjórnar
Til sölu á Akureyri
Hólabraut: 232 fm iðnaðar- eða verslunarhús-
næði; einnig fylgja teikningar, þar sem gert er
ráð fyrir þremur íþúðum.
Fasteignasalan hf
H Gránufélagsgötu 4, Ak.
Opin alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-19. Sími 96-21878.
Hermann Ri Jónsson, sölumaður, heimasími 96-25025.
firði sem haldinn var í gærkvöld
var ákveðið að afnema forkaupsrétt
hluthafa í félaginu, en það er gert
að undirlagi bæjarstjórnar Ólafs-
fjarðar serri á meirihluta í hótelinu.
Tilgangurinn þessa er sá að bæjar-
stjórn hafi óbundnar hendur varð-
andi sölu á hlutabréfum sínum í
hótelinu. Tvö tilboð hafa borist í
hlutabréf Ólafsfjarðarbæjar og
Ferðamálasjóðs, frá Skeljungi hf.
annars vegar og Árna Sæmunds-
syni sjómanni í Olafsfirði hins veg-
ar.
Nokkur ágreiningur er uppi inn-
an bæjarstjórnar um hótelmálið, en
meirihluti hennar vill ræða við
Skeljung vegna sölu hlutabréfanna,
en minnihlutinn vill hins vegar að
bærinn haldi rekstrinum áfram,
reyni með öllum ráðum að leysa
fjárhagsvanda hótelsins og auka
í fyrradag.
Rekstur hótelsins hefur ekki
gengið sem skyldi og er eigið fé
þess neikvætt um 4 milljónir króna.
Heildarhlutafé er um 10 milljónir
króna, sem skiptist þannig að Ólafs-
fjarðarbær á um 6,6 milljónir,
Ferðamálasjóður þijár milljónir og
annað hlutafé er um 400 þúsund.
Heildarskuldir hótelsins nema um
26 milljónum króna og eru lán að
meðaltali til 7 ára. Þegar gjaldfallin
vanskil eru um 7 milljónir. Veltan
hefur að jafnaði verið um 13 millj-
ónir króna á ári síðustu árin, en til
að endar nái saman í rekstri þarf
að fjórfalda veltuna.
Skuldir hótelsins eru með veði I
húseign þess, ,en þar að auki er
bærinn ábyrgur fyrir 10 milljón
króna skuld hótelsins. Sigurður
Björnsson bæjarfulltrúi sagði að
veltuna. Urðu allnokkrar umræður Jietta væru ástæður þess að bærinn
hefði áhyggjur af þessu máli, stöð-
ugt hefði hallað á ógæfuhliðina og
fyrirsjáanlegt væri að á næstu 5
árum myndu vextir og afborganir
af lánum nema um 6 milljónum
króna á ári, þannig stefndi í 30
milljón króna halla að óbreyttum
rekstrarforsendum.
Skeljungur hefur um árabil leitað
að heppilegri lóð undir starfsemi
sína í Olafsfirði, en síðasta vor var
fyrirtækinu úthlutað_ lóð til móts
við Hótel Ólafsfjörð. í framhaldi af
því kom upp sú hugmynd að fyrir-
tækið keypti hótelið og sendi félag-
ið inn tilboð þess efnis fyrir nokkru.
Árni Sæmundssop sjómaður í Ólafs-
firði sendi einnig inn tilboð, en á
fundi bæjarstjórnar í fyrradag töldu
menn að Skeljungur hefði betri
möguleika í rekstrinum í ljósi þess
að um er að ræða eitt af öflugustu
fyrirtækjum landsins.
Á fundinum kom fram sá vilji
minnihluti bæjarstjórnar að hótelið
verði ekki selt, en bærinn leysi
vanda þess og geri ásamt Ferða-
málasjóði allt það sem unnt er til
að auka starfsemi þess. Meirihlut-
inn samþykkti bókun þar sem segir
að stefnt verði að þvf að selja hótel-
ið öflugum aðila.