Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 27
MÖR-GUWBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR Í7. JANÚAR IíH)l
27
Framkvæmdasjóður aldraðra:
Aiikið hlutverk eða dul-
búinn niðurskurður
Heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, mælti í neðri deild i gær
fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um málefni aldraðra
[nr. 82/19§9[. Samkvæmt frumvarpinu er Framkvæmdasjóði aldraðra
heimilt að styrkja viðhald á þeim stofnunum aldraðra sem þegar eru
starfandi, auk þess meginhlutverks að styrkja nýframkvæmdir við þjón-
ustumiðstöðvar, dagvistir og þjónustu- og hjúkrunarrými fyrir aldr-
aða. Þá er í frumvarpinu heimild „til að veita tímabundið rekstrarfé
tU stofnana fyrir aldraða sem breyta eða hefja starfsemi eftir að fjár-
lagaár hefst“.
Frumvarp þetta var lagt fram í
efri deild skömmu fyrir jólahlé og
var áhersla á það lögð að flýta mál-
inu eins og frekast væri unnt. Frum-
varpið var samþykkt með breytinga-
tillögum meirihluta í efri deild síðast-
liðinn mánudag. Breytingatillögur
sjálfstæðismanna við frumvarpið
voru felldar.
Guðmundur H. Garðarsson og
Salome Þorkelsdóttir, þingmenn
Sjálfstæðisflokks, gerðu tvær breyt-
ingartillögur. Önnur tillagan fól í sér
að Framkvæmdasjóður aldraðra yrði
ekki samhliða framkvæmda- og
rekstrarsjóður, enda gæti slíkt eyði-
lagt megintilgang hans. Hin kvað á
um að sjóðurinn fengi „að fullu þær
tekjur sem honum ber samkvæmt
lögum með því að skerðingarákvæði
frumvarps til laga um lánsfjárlög
verði felld niður.“
í framsögu í neðri deild gerði
Guðmundur Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra neðri deild nokkra grein
fyrir efnisatriðum frumvarpsins.
Hann dró enga dul á að með þessu
frumvarpi væri hlutverk sjóðsins
rýmkað; honum ætlað að veita styrki
til endurbóta og viðhalds á stofnun-
um aldraðra og ennfremur að veita
tímabundið rekstarfé til stofnana
fyrir aldraða sem breyta eða hefja
starfsemi eftir að fjárlagaár hefst. I
því sambandi nefndi hann m.a. að
stundum þyrfti t.d. að breyta dvalar-
rými í hjúkrunarrými. Að endingu
lagði ráðherra til að frumvarpinu
yrði vísað til annarrar umræðu og
heilbrigðis- og trygginganefndar.
Alexander Stefánsson (F-Vl)
greindi frá þeim athugasemdum sem
hann hefði gert við fyrstu umræðu
um frumvarp til fjárlaga en þá voru
uppi áform um að skerða lögbundið
framlag til sjóðsins. Honum var það
mikið fagnaðarefni að frá því hefur
verið horfið. Sjóðurinn væri óskertur
en hefði jafnframt fengið aukið hlut-
verk. Hann vonaði að engum dytti
framar í hug að skerða sjóðinn. Alex-
ander taldi það ekki vera lausn til
frambúðar að breyta dvalarrými í
sjúkrarými og lagði áherslu á að
uppbygging hjúkrunarheimila yrði
að hafa vissan forgang.
Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv)
sagði rétt áð vissulega vantaði fé til
að bæta aðstöðu aldraðra en þetta
frumvarp þjónaði ekki þeim tilgangi;
það skerti möguleika framkvæmda-
sjóðsins. Ríkið vantaði peninga til
að reka stofnanir fyrir aldraða og
ætlunin væri nú að bæta úr fjárþörf-
inni með því að taka þá af því fé sem
með réttu ætti að fara ti! fram-
kvæmda.
Guðmundur Bjarnason heil-
brigðisráðherra greindi frá því að í
haust hefði hann mjög beitt sér gegn
því að Tramlög til sjóðsins yrðu skert
og hefði það tekist en um leið væri
eðlilegt að sjóðurinn fengi aukið hlut-
verk. Heilbrigðisráðherra tók undir
orð Alexanders Stefánssonar áð það
væri ekki góður kostur að breyta
dvalarhúsnæði í hjúkrunarrými en
það væri þó skárra en að aldrað fólk
yrði að flytja jafnvel milli héraða.
Friðjón Þórðarson (S-Vl) vakti at-
hygli á því að nauðsynlegt væri að
dvalarheimili væru rekin í tengslum
og samvinnu við sjúkrahús og aðrar
sjúkrastofnanir. Hann hvatti til þesss
að frumvarpið yrði athugað vandlega
í þingnefnd.
Atkvæðagreiðslu um frumvarpið
var frestað.
Fangelsismál:
Deilt um hver úrskurði um
einangrun og agaviðurlög
FRUMVARP til laga um breytingu á lögum um fangelsi og fanga-
vist, nr. 48 19. maí 1988, var til 3. umræðu í neðri deild í gær. Menn
virðast sammála um að frumvarpið sé til bóta en menn greinir mjög
á um hvaða aðili skuli úrskurða um einangrun og agaviðurlög í fang-
elsum.
Frumvarpið er lagt fram vegna
tilmæla frá umboðsmanni Alþingis,
en hann telur að nokkur ákvæði í
lögum um fangelsi og fangavist
brjóti í bága við Mannréttindasátt-
mála Evrópu. Samkomulag er um
að taka athugasemdir umboðs-
mannsins til greina, en ágreiningur
er um hvernig rétti fanga sem sæti
einangrun og agaviðurlögum fanga
skuli háttað. Meirihluti allsheijar-
nefndar leggur til að ákvarðanir
fangelsisstjóra um einangrun og
agaviðurlög sæti kæru beint til
dómsmálaráðuneytis. Minnihlutinn
sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og
Kvennalista skipa vill hins vegar
að ákvörðun um þessi efni sæti
kæru til Fangelsismálastofnunar,
ákvörðun stofnunarinnar sæti síðan
kæru til dómsmálaráðuneytis. Máls-
meðferð er jafnlöng í báðum tilfell-
um; tveir sólarhringar.
Þarf að ræða betur
Ólafur G. Einarsson (S-Rn)
sagði þetta frumvarp ekki hafa
verið rætt nægjanlega, það hefði
komið til umræðu á fámennum
næturfundi rétt fyrir jólahlé. En það
þyrfti að ræða þetta mál betur og
allsheijarnefnd deildarinnar væri
klofin í málinu og ágreiningurinn
snerist um grundvallaratriði í opin-
berri stjórnsýslu.
Ólafur greindi frá því að for-
stjóri Fangelsismálastofnunar hefði
bent á, að stofnuninni væri sam-
kvæmt lögum frá [988 ætlað að
fara með rekstur allra ríkisfang-
elsa, fullnustu refsidóma og öll mál
sem vörðuðu fanga. Þar af leiðandi
legði forstjóri Fangelsismálastofn-
unar til, að fangi gæti skotið
ákvörðun forstöðumanns fangelsis
um einangrun og agaviðurlög til
Fangelsismálastofnunar, ákvörðun
stofnunarinnar væri síðan hægt að
skjóta til dómsmálaráðuneytisins.
Ólafur var þessu áliti forstjóra
Fangelsismálastofnunar fullkom-
lega sammála. Fangelsismálastofn-
un hefði verið sett á fót til að sam-
eina á einn stað verkefni fangelsis-
máladeildar dómsmálaráðuneytis-
ins og Skilorðseftirlits ríkisins. Ól-
afur taldi að með þeirri málsmeð-
ferð að kæra beint til dómsmála-
ráðuneytis væri verið að vinna gegn
tilgangi laganna um Fangelsismála-
stofnun; hlutverk hennar fært á
nýjan leik til ráðuneytisins. Ólafur
greindi frá því að þeim rökum hefði
verið teflt fram í fyrri umræðu að
aðrir umsagnaraðilar, t.d. Lands-
samband lögreglumanna, hefðu
ekki tekið undir álit forstjóra Fang-
elsismálastofnunar. Ræðumaður
benti á að álitsgerð lögreglumann-
anna tæki ekki á því atriði hvernig
málsskotsrétti skyldi háttað. Það
væri ekki ágreiningur um að frum-
varpið í heild væri til bóta og stuðn-
ingur við frumvarpið þýddi í sjálfu
sér ekki stuðning við þá málsskots-
meðferð sem meirihlutinn legði til.
Rannveig Guðmundsdóttir
(A-Rn) aftur á móti taldi að álit
umsagnaraðila benti í flestum til-
vikum til að menn vildu að þessum
málum væri skotið beint til dóms-
málaráðuneytis. Rannveig' taldi
ekki vera gengið framhjá Fangelsis-
málastofnun. Hlutverk stofnunar-
innar væri að fylgjast með og hafa
eftirlit, hún ætti ekki að vera úr-
skurðaraðili, það væri hlutverk ann-
ars stjórnsýslustig.
Ekki pólítískt mál
Kristín Einarsdóttir (SK-Rv)
benti á að Fangelsismálastofnun
gegndi vissulega eftirlitshlutverki
og félagslegu þjónustuhlutverki við
fanga. Stofnunin væri því í stakk
búin til að meta hvort tilteknar
ákvarðanir um agaviðurlög væru
réttlætanlegar, — betur en embætt-
ismenn í ráðuneyti. í þessu frum-
varpi væri freklega gengið framhjá
Fangelsismálastofnun. Kristín var-
aði þingmenn við því að taka af-
stöðu í þessu máli eftir því hvort
þeir styddu ríkisstjórn eður ei. Þetta
mál væri ekki þannig, það yrði að
skoða með hliðsjón af réttindum og
hagsmunum fanganna.
Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne)
taldi eðlilegt að úrskurðarvaldið
væri í dómsmálaráðuneyti en Fang-
elsismálastofnun væri umsagnarað-
ili. Hann hvatti til þess að slíkt
yrðj athugað vandlega.
Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála-
ráðherra rakti nokkuð tildrög og
sögu málsins og lauk lofsorði á
vinnubrögð allsheijamefndar þó því
væri ekki að leyna að nefndin hefði
klofnað. Dómsmálaráðherra taldi
þá málsmeðferð sem Ólafur G. Ein-
arsson og Kristín Einarsdóttir legðu
til ekki vera nægilega skilvirka í
svo mikilvægum málum sem þyrfti
að úrskurða snarlega um. Máls-
skotsréttur til tvegga aðila og
stjórnsýslustiga hlyti og að flækja
málið. Ráðherra sagði einnig að
Fangelsismálastofnun væri sam-
starfsaðili fangelsanna og því ekki
rétt að hún úrskurðaði í þessum
viðkvæmu málum.
Ólafur G. Einarsson átti síðasta
orðið í þessari umræðu. Hann taldi
að umsjónar- og eftirlitsþlutverk
Fangelsismálastofnunar gerði hana
ekki vanhæfa til að úrskurða um
agaviðurlög. Einnig sagði ræðu-
maður m.a., að samkvæmt rök-
leiðslu dómsmálaráðherra um
nokkra aðila og stjórnsýslustig
mætti leggja héraðsdómstóla niður
og höfða mál strax í Hæstarétti,
slíkt væri einfaldara.
Atkvæðagreiðslu um frumvarpið
var frestað.
Lokað í dag
UTSALAN
hefst á morgun
Polarn&Pyret
KRINGLUNNI 8-12, SÍMI681822, OPIÐ MÁNUD.-FÖSTUD. KL. 10:00-19:00 OG LAUGARD. KL. 10:00-14:00