Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR' 17. JANÚAR 1991
35
Guðrún Sigurbergs
dóttir - Minning
Fædd 25. september 1906
Dáin 7. janúar 1991
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin bjðrt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Hún amma mín, Guðrún Sigur-
bergsdóttir frá Moldbrekku, er látin
og með tár í augum sendi ég henni
hinstu kveðju mína. Þó veit ég að
hún er hvíldinni fegin, því hún hafði
svo lengi mátt þola heilsuleysi og
þjáningar. Með góðra manna hjálp,
ekki síst tengdadætra sinna, var
hún heima þar til yfir lauk. Að
öðrum barnabörnum ólöstuðum
langar mig líka til að minnast á þær
Guðrúnu og Jóhönnu, er bjuggu í
sama húsi og amma og afi, og með
umhyggju, hjálpsemi og þolinmæði
léttu ömmu lífið, er hún var þrotin
að kröftum síðustu árin.
Er ég nú í fjarlægu landi, sit og
dreg upp myndir af henni ömmu
Rúnu, sé ég hana fyrir mér sitjandi
við eldhúsgluggann á stólnum sín-
um. Þar drakk hún kaffisopann
sinn, fylgdist með þrestinum úti á
túni og spilaði Ólsen við hann afa.
En þar sat hún líka með pijónana
sína, og á meðan kraftar entust var
hún sjaldan án þeirra, því allt sem
hún tók sér fyrir hendur var gert
af miklu kappi. Ömmu- og lang-
ömmubörnin hafa líka fengið að
njóta góðs af pijónaskapnum og
víst er að vettlingar og sokkar sem
hún pijónaði í haust, munu verma
hendur okkar og fætur á köldum
dögum í Finnlandi, flíkur sem voru
pijónaðar af svo góðum huga,
pijónaðar af vilja fremur en mætti.
Er ég hugsa lengra aftur, þá sé
ég hana fyrir mér á hestbaki, tein-
rétta og spengilega, með alpahúfu
á höfði. Að sjálfsögðu á honum
Kongi sínum, sem mér fannst alltaf
merkilegri en aðrir hestar, kannski
fyrir það að amma átti hann. Þó
svo að ég sjálf hafi lítið verið gefin
fyrir hestamennskuna, þá nutu
mörg barnabörnin góðra samveru-
stunda og leiðbeininga með ömmu
og afa á hestbaki.
Fyrir tveimur árum kom ég
ásamt fjölskyldu minni heim að
bænum Moldbrekku undir Fagra-
skógarfjalli og rifjaði upp með dótt-
ur minni sögurnar hennar ömmu,
sögur af álfum og huldufólki sem
voru hennar æskuvinir. Og ég sé
hana fyrir mér sem lítinn stelpu-
hnokka, barn náttúrunnar af guðs
náð, sem gleymir sér úti við klett-
ana, hvorki ys né þys nútímans fá
truflað barnið. Með söknuði hugsa
ég til þess að með ömmu er runnin
sú kynslóð sem kunni að upplifa
sögur af æðri verum, sögur sem
kalla fram barnið f okkur og tengir
okkur við ódauðlega hluti.
Elsku afi, ég og fjölskylda mín
sendum þér og þínum innilegar
samúðarkveðjur og megi minningin
um ömmu styrkja ykkur á erfiðum
stundum.
Er ég kvaddi ömmu á annan í
jólum, áður en ég hélt af landi brott,
sagðist hún myndi biðja fyrir okkur
í kvöldbænum sínum. Á sama hátt
langar mig að biðja þess að sá sem
öllu ræður taki vel á móti henni
ömmu Rúnu og gefi henni frið.
Blessuð sé minning hennar.
Ella
Þrátt fyrir langvarandi veikindi
ömmu og nokkuð háan aldur kom
lát hennar okkur á óvart. Trúlega
er það vegna þess að amma og afi
hafa alltaf skipað svo stóran sess
í lífi og starfi ijölskyldunnar að
okkur fannst sjálfsagt að hún hlyti
að lifa lengur. En samt sem áður
er það staðreynd að amma er farin
á hvíta hestinum sínum á vit ann-
arrar tilvistar í nýju umhverfi og
vakir þar örugglega yfir okkur með
sömu umhyggjunni og áður. Hun
var mjög trúuð og hafði örugga
vissu fyrir annarri tilvist að þessari
lokinni.
Amma fæddist að Miklholti í
Mýrarsýslu 25. september 1906 og
var því á 85. aldursári. Hún var
því af þeirri kynslóð sem má muna
stórfenglegar breytingar á öllum
lifnaðarháttum og hugsunarhætti.
Undruðumst við oft hvað hún fylgd-
ist vel með og sýndi þessum breyt-
ingum mikinn skilning. Foreldrar
hennar voru Kristín Þórðardóttir
og Sigurbergur Sigurðsson sem
bjuggu lengst af að Moldbrekku í
Kolbeinsstaðahreppi. Hún kom úr
stórum systkinahóp en systkinin eru
öll látin nema Karólína, sem dvelur
á Elliheimilinu Grund. Amma ólst
upp við kröpp kjör og fór snemma
að vinna fyrir sér. Árið 1926 lá
leið hennar til Hafnarijarðar þar
sem þau afi, Guðmundur Guð-
mundsson, kynntust og giftust 19.
júní sama ár. Þau eignuðust tvo
syni, Hörð og Ólaf, auk þess sem
þau tóku fósturson, Braga Þor-
bergsson.
Afi og amma hafa alla tíð átt'
kindur og hesta. Við bamabörnin
nutum þess ríkulega að vera með
þeim innan um dýrin. Þær eru ótelj-
andi minningamar sem streyma nú
gegnum hugann og tengjast þess-
um árum. T.d. þegar Rúnar og
Gulli frændi fóru með þeim á hest-
bak stundum oft í viku, árið um
kring, bæði langar ferðir og stutt-
ar, jafnt upp til fjalla sem til Reykja-
víkur á kappreiðar. Alltaf skyldi
amma vera með nammi í vasanum,
ekki bara handa okkur heldur líka
sykurmola handa hestunum. Þegar
heim var komið var sest í eldhúsið
og amma bakaði heimsins bestu
pönnukökur og svo var keppt um
hver gæti borðað flestar. Oft hvarf
stór stæða af pönnukökum eins og
dögg fyrir sólu og amma og afi
hlógu bara að þessum hamagangi.
Ömmu þótti geysilega vænt um
hestinn sinn sem var hvítur og hét
Kóngur. Hún missti mikið þegar
hann dó í hárri elli. Trúlega hafa
aðrir hestar sem hún eignaðist aldr-
ei náð sömu metum hjá henni.
Líkamlegri heilsu ömmu fór að
hraka fyrir all löngu og varð hún
sífellt meira bundin við stólinn sinn
heima og varð því mikið upp á aðra
komin með alla snúninga. En það
átti hún dálítið erfitt með að sætta
sig við því hún var stolt og dugleg
og vildi sjá um sitt sjálf. Með að-
stoð fjölskyldunnar, ekki hvað síst
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa
EGILS ÁSTBJÖRIMSSOIMAR,
Álftamýri 22,
fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 18. jánúar kl. 15.00.
Ásta Stefánsdóttir,
Kristín Egilsdóttir,
Margrét Egilsdóttir,
Ástbjörn Egilsson, Elín Sœmundóttir,
Stefón Egílsson,
Gunnar Egilsson, Sigrún Halldórsdóttír,
barnabörn og barnabarnabörn.
Jóu og Harðar sem búa í sama
húsi, Guðrúnar hjúkrunarfræðings
og svo auðvitað hennar Öddu síð-
ustu árin gekk þetta bara ágætlega
þrátt fyrir heilsubrest. En í Öddu
eignaðist hún góða vinkonu sem
henni þótti mikið til koma og það
hefur afi einnig metið mikils.
Nú seinni árin var oft setið í eld-
húsinu hjá þeim og spjallað um
heima og geima. Umræðuefnið gat
jafnt verið fjölskyldumál sem pólitík
og allt þar á milli. Þó ekki værum
við amma alltaf sammála og gátum
jafnvel deilt, skildum við alltaf með
bros á vör og gleði í hjarta, annað
var ekki hægt þegar amma átti í
hlut. Ömmu var mjög annt um vel-
ferð okkar barnabarnanna og þá
ekki síður litlu barnabörnunum.
Hún yngdist upp um mörg ár í
hvert skipti sem litlu krílin stöldr-
uðu við hjá he.nni og manni fannst
oft sem hún 'gleymdi lasleikanum
þegar hún var að sækja kökur og
nammi inn í skápana og afi náði í
kók á meðan. Ósjaldan voru börnin
leyst út, með ullarsokkum og vettl-
ingum sem hún pijónaði heil ósköp-
in af.
Amma var alla tíð mikið náttúru-
barn og unni jafnt sveitinni sinni
sem fuglunum utan eldhús-
gluggans. Hún kunni frá mörgu að
segja, bæði sögur af lífsbaráttu
þeirra afa og uppvexti sínum í sveit-
inni innan um álfa og huldufólk sem
hún náði sambandi við. Þessa fróð-
leiks munum við börnin njóta um
ókomna tíð.
Nu þegar við kveðjum ömmu er
okkur efst í huga þakklæti fyrir að
hafa fengið að hafa þau afa svona
lengi með okkur. Því fyrir lítil börn
að alast upp í svona nánum tengsl-
um við afa og ömmu, langafa og
langömmu í næsta nágrenni er al-
veg ómetanlegt.
Söknuðurinn er mikill en þó
mestur hjá hafa sem misst hefur
langmest.
Elsku afi, með Guðs hjálp munum
við öll hjálpast að við að gera sorg-
ina léttbærari.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Rúnar, Kristín og Erling.
t
Elskulegur eiginmaður minn,
ÞÓRÐUR JÓNSSON,
Stiilholti 15,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 11. janúar sl.
Minningarathöfn verður í Akraneskirkju föstudagin 18. janúar
kl. 11.00.
Jarðsett verður að Melstað laugardaginn 19. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem'-vilja minnast hans, er
bent á Sjúkrahús Akraness eða Samhjálp hvítasunnumanna.
Fyrir hönd dætra og annarra ástvina,
Skarpheiður Gunnlaugsdóttir.
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Hlíðarhjalla 6,
áður Smárahvammi,
Kópavogi,
fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 18. janúar kl. 13.30.
Þórunn Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson,
Kristján Kristjánsson, Þórunn Garðarsdóttir,
Helga Kristjánsdóttir,
Gunnar Kristjánsson, Ellen Pálsdóttir,
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir,
börn og barnabörn.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug
og vináttu við andlát og útför
KRISTÍNAR JAKOBÍNU SIGURÐARDÓTTUR
frá Snæbjarnarstöðum,
Furugerði 1,
Reykjavík.
Sveinbjörg Kristinsdóttir, Sigurður Guðlaugsson,
Guðrún Anna Thorlacius, Halldór Geir Halldórsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
+
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð, hjálpsemi og vinarhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar, tendamóður, ömmu og
langömmu,
JENNÝAR REBEKKU JÓNSDÓTTUR,
Eyjólfsstöðum,
Vatnsdal.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna Bjarnadóttir,
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Jón Bjarnason,
Ingvar Steingrímsson,
Kristín Lárusdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
+
Hjartans þakkirtil ykkar allra, sem auðsýnt hafið einstæða samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, fósturmóður, ömmu og langömmu,
LAUFEYJAR TRYGGVADÓTTUR,
Bugðulæk 18.
Guð blessi ykkur öll.
Tryggvi Þorsteinsson,
Þuríður Þorsteinsdóttir,
Jóhannes Þorsteinsson,
Jónfna Þorsteinsdóttir,
Haukur Þorsteinsson,
Sigurlína Helgadóttir,
Elín Jónsdóttir,
Þorsteinn Jóhannesson,
Hjördís Björnsdóttir,
Barði Friðriksson,
Sjöfn Magnúsdóttir,
Guðmundur Finnbjörnsson,
Guðrún Blöndal,
Steinar Jakobsson,
bræður, barnabörn og barnabarnabörn.
PC
byrjendanámskeið
Skemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir þá,
sem eru að byrja að fást við tölvur.
VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sína til
þátttöku í öllum námskeiðum Tölvuskóla
Reykjavíkur.
Tölvuskóli Reykiavíkur
'i Wk Borgartúni 28, sími 91-687590
i %*isi&f
t
atit»3
. í. i.