Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 41
MOKGUNBKAÐIÐ EIMMTOD'AGIIR l'JJJAN.UAR 1991:
41
m ) Remaco hf.
Framboðsraunir framsóknar
Til Velvakanda!
Deilurnar innan Framsóknar-
flokksins í Reykjavík sýna, að
ástandið er ekki betra hjá honum
í höfuðborginni en öðrum flokkum,
sem styðja ríkisstjómina. Þar er
hver höndin upp á móti annarri.
Þrátt fyrir ógnina frá Guðmundi
G. Þórarinssyni ákvað Steingrímur
Hermannsson að vera áfram á
Hagræðing í
bankakerfinu
Til Velvakanda.
Þar kom að því að menn fengju
að sjá slagorðið „Hagræðing í banka-
kerfinu" í verki. Það gerðist nýlega
í smábæ á landsbyggðinni að fram-
kvæmd var endurskipulagning inn-
réttinga í einu bankastofnun staðar-
ins (eins gott að þær eru ekki fleiri,
þá hefði kannski fækkað viðskipta-
vinum þessarar). Jæja, endurskipu-
lagningin var á þann veg að rýmra
varð um starfsfólk og væntanlega
bætt vinnuaðstaða, en snöggt um
óþægilegra fyrir viðskiptavini að at-
hafna sig þar innandyra en áður
var. T.d. er rými við gjaldkeralúgu
svo þröngt að illmögulegt er að
leggja frá sér skjaiatösku og afhenda
pappíra um leið.
Hönnuður þessarar nýsköpunar
kom og leit yfir verk sitt og taldi
það harla gott. Útskýrði hann fyrir
iðnaðarmönnum að breytingar mið-
uðu að því að stytta viðveru fólks á
staðnum, það ætti að skrifa sína
pappíra heima og koma með önnu
atriði tilbúin. Spumingin er bara
hvort ekki hefði verið einfaldast að
afgreiða pöbulinn út um lúgu á vegg
peningamusterisins, þá hefði líka
sparast gólfþvottur og önnur óþæg-
indi. Viðskipta„vinur“
Reykjanesi. Kannski óttaðist
Steingrímur framboð Guðmundar
G. jafn mikið og Finnur Ingólfs-
son? Þeir telja ef til vill báðir, að
framboð Guðmundar G. kunni að
leiða til þess að Framsóknarflokk-
urinn fái engan þingmann kjörinn
í Reykjavík? Ég veit um marga
framsóknarmenn' í höfuðborginni
sem hefðu fagnað því að fá tæki-
færi til að veita formanni sínum
ærlega ráðningu með því að kjósa
Guðmund G. eða einhvem annan.
Hvað með allt fólkið sem hefur
flosnað úr sveitum og sjávarpláss-
um beinlínis vegna aðgerða ríkis-
stjórnar Steingríms Hermanns-
sonar? Þeir sem berjast í bökkum
á landsbyggðinni eiga ættingi, vini
og kunningja í Reykjavík.
Fylgi Framsóknarflokksins hef-
ur verið að minnka jafnt og þétt,
bæði á landinu öllu og sérstaklega
í þeim kjördæmum, þar sem Stein-
grímur Hermannsson hefur verið
í framboði. Steingrímur hefur lýst
trú sinni á völvur eða þá sem segja
fyrir um framtíðina. Nú segir ein-
hver völvan, að 1991 hasli hann
sér völl á nýjum vettvangi. Það
er þegar komið í ljós, að hún á
ekki við framboðslista framsókn-
armanna í Reykjavík. Með því að
greiða Framsóknarflokknum ekki
atkvæði í komandi kosningum
geta kjósendur auðveldað Stein-
. grími að fara að spá völvunnar -
hann gaf til kynna að hann myndi
hætta í stjórnmálum, ef hann
myndaði ekki stjórn eða sæti í rík-
isstjórn að kosningum loknum.
Karl Ormsson, raftækjavörður.
Athyglisverð ljóðabók
Kæri Velvakandi.
Ég vildi gjarnan koma til skila
þakklæti til höfundar bókar sem rak
á fjörur mínar um hátíðarnar. Á
síðustu árum hef ég verið þeirrar
gæfu aðnjótandi að ungur frændi
minn hefur gefíð mér bók rétt fyrir
jólin, og alltaf sama daginn, 17.
desember, og oftar en ekki eru það
kvæði sem hann velur handa mér.
Þessi ungi frændi er mikill áhuga-
maður um bækur og þegar við svo
hittumst um jólin er það venjan að
við drögum okkar örlítið afsíðis og
spjöllum um þá bók sem orðið hefur
fyrir valinu. Það þarf vart að taka
fram að ég gef honum alltaf bók í
jólagjöf, enda er það hans ósk.
Að þessu sinni fékk ég í hendurn-
ar bók með biblíuljóðum. Hún heit-
ir Hin nýja sýn og er skrifuð af
Haraldi C. Geirssyni. Það er afar
sjaldgæft að út séu gefnar bækur
sem nær eingöngu snúast um boð-
skap hinnar heilögu ritningar, vita-
skuld er alltaf hægt að grípa til
sálmabókarinnar eða Passíusál-
Jólagestur
Þessi steingráa læða kom sem
jólagestur í íbúð við Neðstaleiti og
gaut þar fimm kettlingum. Aðeins
er hægt að hýsa hana tímabundið.
Upplýsingar í símum 26239 og
687471.
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi...
... þær duga sem besta bók.
Múlalundur
SÍMI: 62 84 50
IR AÐ:
26C
/VLUt
manna, en í þessu tilfelli er mjög
gleðilegt að sjá mann með skáld-
skapargáfu veita kristinni trú lið á
þessum síðustu og verstu tímum.
Ég tel mig hafa svolitla yfírsýn
yfír nútímalegan kveðskap, þökk
sé frænda mínum unga, og bók
Haraldar rís töluvert hátt upp úr
þeim aragrúa kvæðabóka sem gefn-
ar eru út árlega, ekki aðeins vegna
innihalds heldur einnig vegna þess
valds sem höfundur hefur á íjóð-
forminu. Svo er val hans á orðum
með miklum ágætum. Friðsældin í
sumum kvæðanna jafnast á við það
allra besta í okkar ljóðsögu, og ég
leyfi mér að jafna sumu við afrek
S'norra Hjartarsonar, þótt efni og
umhverfi hans og Haraldar séu af
ólíkum toga.
Að lokum vil ég þakka höfundi
og útgefanda fyrir þær góðu stund-
ir sem bókin hefur veitt mér, frænda
mínum fyrir hugulsemina og Morg-
unblaðinu fyrir birtingu þessara
orða.
Ein ljóðelsk
TILBOÐ Á FJÖLSKYLDUPÖKKUM
í heilan mánuð bjóðum við nú 20% afslátt af
fjölskyldupökkum sem innihalda kjúklinga, franskar, sósu og salat.
Fjókkyldupakki íyrir 5.
10 kjúklingabilar, franskar, sús.i og salat.
Verð áður 2520 kr. Verð nú kr.
Athugið. Aðeins 400 kr. á mann.
Fjolsktldupakki fyrir 3.
6 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat.
Verð áður 1640 kr. Verð nú 1300
Verð nú
raðou nnr i.
2 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat.
Verð áður 610 kr. Verð nú
kr.
490
kr.
CHICKEN
Sími 16480
Þú getur bæði tekið matinn með þér heim eða borðað hann á staðnum.
SKEIFUNNI 17 • 108R. • S. 681665
IVICTRON varaaflgjafinn tryggir að þú
tapir ekki mikilvægum gögnum úr tölvunni
þinni við rafmagnstruflanir. Við algjört raf-
magnsleysi veitir VICTRON varaaflgjafinn
svigrúm til að gera viðeigandi ráðstafanir
áður en skaðinn er skeður.
AÐVORUN!!
Rafmagnstruflanir
geta valdið gagnatapi
úr tölvum!
Við eigum VICTRON varaaflgjafana á
lager í stærðum frá 400 VA til 2000 VA og
getum útvegað með skömmum fyrirvara
aðrar stærðir upp í 45 KW.
Fullkomin viðhalds- og varahlutaþjónusta.
Hafið samband við sölumenn okkar, sem
veita fúslega allar nánari upplýsingar.
Umboðsmenn um land allt.