Morgunblaðið - 17.01.1991, Qupperneq 43
4Ö **•
mRómáWSM£h^&íiú^ML
HANDKNATTLEIKUR
ísland og Litháen mætast í landsleikjum í Laugardalshöll síðari hluta mars:
Mikilvægt ad leika sem
landslið — stór þáttur í
sjálfstædisbaráttunni -
- sagði Janis Grinbergas, einn helsti forystumaður íþróttamála í Litháen við Morgunblaðið
JANIS Grinbergas, einn helsti
forystumaður íþrótta í Litháen,
sagði í símasamtali við Morg-
unblaðið frá Vilnius í gær að
landslið landsins í handknatt-
leik myndi koma til íslands í
mars til að leika við landslið
íslands. Hugmynd þar að lút-
andi varðtil er þeir Jón Hjalta:
lín Magnússon, formaður HSÍ,
hittust í Ósló á dögunum á leik
Norðurlandaúrvalsins og
heimsliðsins.
Ti'minn hentar okkur vel því við
verðum í Ósló 11.-13 mars og
viljum fá fleiri leiki í ferðinni. Það
er mikilvægt fyrir Litháen að leika
sem landslið og stór þáttur í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar," sagði
Grinbergas.
Eigum gott lið
„Við eigum gott lið og .ijiarga
leikmenn sem eru í hópi þeirra
Lagt á ráðin. Þeir mæta Litháen fyrsta sinni í mars. Frá vinstri: Einar Þor-
varðarson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálf-
ari, Geir Sveinsson og Jakob Sigurðsson, fyrirliði.
bestu. Úrslitin í síðustu leikjum
okkar sýna að landslið okkar getur
staðið í þeim bestu og við höfum
til dæmis sigrað á mótum í Portúg-
al og Hollandi nýlega. Auk þess
höfum við leikið við margar þjóðir
í Evrópu og náð góðum úrslitum,
þrátt fyrir að hafa ekki alltaf náð
að tefla fram sterkasta liði okkar,“
sagði Grinbergas.
Grinbergas á sæti í dómaranefnd
alþjóð handknattleikssambandsins
(IHF) og er einnig aðalritari
Ölympíunefndnar Litháens. Hann
var á árum áður landsliðsþjálfari
Sovétmanna í handknattleik og
stjómaði liði þe;rra sem tók þátt í
vígsluleik Laugardalshallar á sínum
tíma.
Frægasta lið Litháens er Granít-
as Kaunas sem lék til úrslita á
Evrópumótum félagsliða í hand-
knattleik tvö ár í röð og sigraði í
Evrópukeppni bikarhafa 1987. Lit-
háar hafa oft verið valdir í sovéska
landsliðið en síðan ríkið lýsti yfir
sjálfstæði hafa Litháar neitað að
leika fyrir Sovétríkin. „Það er alveg
ömggt að við leikum ekki fyrir
Sovétríkin. Við erum sjálfstæð þjóð
og leikum undir okkar eigin fána.
Með því að leika sem Litháen ítrek-
um við kröfuna um sjálfstæði og
því hefur mikið að segja að við leik-
um gegn sem flestum þjóðum,“
sagði Grinbergas.
Hann sagði að þrátt fyrir að al-
þjóða ólympíunefndin og alþjóða
handknattleikssambandið hefðu
ekki viðurkennt Litháen sem full-
gilt ríki, tryði hann því ekki að
þess væri langt að bíða. „Við höfum
spilað fjölda leikja síðustu mánuði
og við eigum eftir að fá viðurkenn-
ingu. Það er aðeins spurning um
tíma,“ sagði Grinbergas við Morg-
unblaðið.
Eystrasaltsríkin vilja aðild að IHF:
HSÍ hvetur til
stuðnings
HANDKNATTLEIKSSAMBAND íslands hvatti til þess í gær
að umsóknir frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen, um aðild að
alþjóða handknattleikssambandinu, yrðu samþykktar.
Eg sagði Grinbergas, þegar við aðild að IHF. Einnig sendi HSI í
hittumst í Osló, að mikill áhugi gær símbréf til allra annarra hand-
væri á íslandi að efla samstarf við knattleikssambanda í heiminum,
Eystrasaltsríkin, ekki síst á sviði með sömu skilaboðum, og var þar
íþrótta, og landsleikur milli þessara að auki vonast eftir því að viðkom-
þjóða væri mikil viðurkenning á andi styddi umsóknir ríkjanna, þeg-
sjálfstæði þeirra, þar sem þjóðfánar ar þær yrðu teknar fyrir á IHF-
færu að húni og þjóðsöngvar yrðu þinginu næsta haust, sem haldið
leiknir. Hann tók undir þetta, sagði verður í tengslum við Ólympíuleik-
það mjög áhugavart og óskaði þess ana í Barcelona.
að við styðjum það að Litháen verði ísland er eina landið sem sent
aðili að alþjóða handknattleikssam- hefur IHF siíkt bréf.
bandinu," sagði Jón Hjaltalín Jón Hjaltalín sagðist, um vænt-
Magnússon, formaður HSÍ, við anlegaheimsókn'Litháa, munugera
Morgunblaðið. gera ríkisstjóm íslands grein fyrir
HSÍ sendi í gær símbréf (fax) til málinu. „Ég vona að hún styðji
alþjóða sambandsins þar sem segir okkur bæði siðferðislega og fjár-
að íslenska ríkisstjórnin hafi ávallt hagslega, til að geta boðið landsiiði
litið 4 Eystrasaltsríkin þrjú, Eist- Litháens — og einnig liðum frá hin-
land, Lettland og Litháen, sem um Eystrasaltsríkjunum — til ís-
sjálfstæð ríki. HSÍ lýsi því yfir lands,“ sagði Jón Hjaltalín.
stuðningi við umsóknir þeirra um
„Aðeins eift lið
frá hverju landi“
Raymond Hahn, framkvæmdastjóri alþjóða handknattleikssambandsins,
IHF, segir að sambandið geti ekki boðið ríkjunum þremur við Eystra-
salt aðild vegna þess að þau séu enn.hluti af Sovétríkjunum. „Þetta er
pólitískt mál og reglur sambandsins banna okkur að blanda saman íþróttum
og stjómmálum," sagði Hahn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það eina
sem við getum gert er að fylgjast með þróun mála og bíða átekta. íbúar
þessara ríkja eru með sovésk vegabréf og reglur okkar heimila aðeins einu
sambandi frá hveiju landi aðild,“ sagði Hahn.
Hann sagði að IHF hefði borist umsóknir frá Eistlandi, Lettlandi og
Litháen en þeim hefði verið vísað frá. Það sama hefði gerst hjá alþjóða
ólympíunefndinni. „Við höfum ekki fengið bréf frá öðrum þjóðum um þessi
efni og bréf Islendinga breytir engu. Við gettim ekki tekið afstöðu til inn-
anríkisdeilna í Sovétríkjunum," sagði Raymond Hahn.
ITSAIA
20-50%
afsláttur
»hum»él^p
SPORTBÚÐIN 3
Ármúla 40, símar 83555 og 83655.
Eiðistorgi 11, Seltjarnarnesi, sími 611055.