Morgunblaðið - 27.01.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1991
17
Sovétmenn g’ag’nrýna
þá sem vilja vopnahlé
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
YULI Vorontsov, sendiherra Sov-
étríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun-
um, gagnrýndi á föstudag N-
Afríkuríki harðlega og önnur þau
ríki er vijja opinn fund i Oryggir-
áði SÞ um hvcrnig koma skuli á
vopnahléi í Persaflóastríðinu.
hefði Öryggisráðið efni og ástæður
til aðgerða þá væri það gott í sjálfu
sér. „En ef aðeins á að ræða andúð
á stríðinu, er engin þörf á að boða
til fundar," sagði hann.
Oliuflákinn á Persaflóa er þegar farinn að hafa slæm áhrif á fuglalif.
Er Vorontsov ávarpaði fréttamenn
sló hann fram þeirri spurningu hvers
vegna nauðsynlegt væri að halda
slíkan fund, eins og fulltrúar Alsír,
Líbýu, Marokkó, Máritaníu og Túnis
hefðu farið fram á. Vilja þeir tæki-
færi „til að endurtaka þá afstöðu
sína að þeir séu á móti hemaðarað-
gerðum?“ spurði hann. „Enginn okk-
ar aðhyllist hernaðaraðgerðir en á
sama tíma eru þeir ekki tilbúnir til
að fara fram á það við stjórnvöld í
Bagdad að þau dragi heri sína frá
Kúveit. Þeir eiga fyrst að beina ósk-
um sínum þangað, síðan til Öryggis-
ráðsins," sagði hann.
Vorontsov ræddi við fréttmenn
meðan fulltrúar í Öryggisráðinu
héldu óformlega fundi þar sem þeir
ráðfærðu sig hver við annan um
hvernig ætti að setja fram ósk um
opinn fund. Þeir koma aftur saman
á morgun til að taka ákvörðun.
Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar
hafa gefið til kynna að þeir séu
mótfallnir fundi Öryggisráðsins á
þessum tíma.
Vorontsov sagði fréttamönnum að
Talið að olíumengunin hafi
takmörkuð hernaðarleg áhrif
London. Washington. The Daily Telegraph.
Bandaríkjamenn hafa sakað Iraka um „umhverfishryðjuverk“ með
því að dæla olíu í Persaflóa. Irakar segja að Bandaríkjamenn beri
ábyrgð á oliulekanum því þeir hafi ráðist á írösk olíuskip. Gaddafi
Líbýuleiðtogi hefur snúist til varnar Saddam Hussein íraksforseta
og segir að í stríði helgi tilgangurinn meðalið.
Samkvæmt upplýsingum Pete
Williams, talsmanns bandaríska
vamarmálaráðuneytisins, hefur olí-
unni verið dælt út úr olíuskipalægi
á Sea Island 10 mílum undan
ströndu Kúvæt. Hann telur að um
helmingur olíunnar komi frá fimm
íröskum olíuskipum sem tóku olíu
í olíuhöfn í írak í október en hafa
síðan legið við bryggju í hafnar-
borginni Mina al-Ahmadi í Kúvæt.
Williams sagðist ekki vita nákvæm-
lega hve mikilli olíu hefði verið
Hvernig bandamönnum
berst njósn
af Scud
Innrauður sjónauki
gervitunglsíns
nemur hitann f ró
Scud-eldflaugum
nær samstundis
eftir að þeim er
skotið, en eina til
tvær minútur tekur
að reikna út hvert
flauginni er stefnt.
Flugtími þeirra til
Ryadh, Tel Aviv og
Haifa er um fimm
minútur, en um
þrjúr mínútur
til Dahran.
15 bandorískir
njósnahnettir eru
scrstaklega helgaðír
fyrir botni Persaflóa, en
bandariskar og óstralskar
jarðstöðvar nema
upplýsingar fró þeim og
koma óleiðis.
Alite Springs
Nurrungar
dælt út í sjó en sagðist-telja að um
væri að ræða nokkrar milljónir
tunna og væri líklegt að tjónið yrði
meira en tólf sinnum meira en þeg-
ar olía lak úr olíuskipinu Exxon
Valdez við Alaska árið 1989. Þótt
þá hafi tjón orðið mikið vegna við-
kvæms lífríkis við strönd Alaska
er það slys ekki nema hið 34. í
röðinni ef magn olíu er mælikvarð-
inn. Þá fóru 1,8 milljónir tunna af
olíu í sjóinn. En talið er að allt að
10 milljónir tunna af olíu hafi
streymt úr Ixtoc-olíulindinni í Mex-
íkóflóa árin 1979-1980.
Williams sagði að bandaríska
varnarmálaráðuneytið vissi ekki
hvort írakar dældu enn olíu eins
og þeir hefðu gert undanfarna þijá
daga og stærð olíuflákans væri
breytingum undirorpin. En ljóst
væri að afleiðingarnar fyrir ríki við
Persaflóa yrðu alvarlegar. Flákinn
hefði þegar teygt sig suður fyrir
landamæri Kúvæt og Saudi-Arabíu
og ógnaði ströndinni við Ras al-
Khafji. Embættismenn hjá orku-
málaráðuneyti Bandaríkjanna segja
að olían gæti ógnað starfsemi sjó-
hreinsunarstöðva innarlega í flóan-
um. Bæði Kúvæt og Saudi-Arabía
eru mjög háð vatni þaðan en fulltrú-
ar bandamanna segja að þeir hafi
önnur ráð með að útvega herliði
sínu vatn.
Flóinn líkist stöðuvatni
Sem stendur hafa menn mestar
áhyggjur af árifum á lífríki í flóan-
um. En breska dagblaðið The Daily
Telegraph segir ólíklegt að áhrifin
yrðu jafn geigvænleg og þegar olíu-
skipið Exxon Vvaldez fórst. En
líklegt er að olíumengunin verði
vandamál um nokkurt skeið.
Straumar eru litlir á flóanum og
honum svipar til stórs stöðuvatns
þar sem Hormuz-sund er einungis
40 mílur á breidd. Á friðartímum
auðveldar þetta sérfræðingum að
kljást við olíumengun. En á ófrið-
artímum er afleiðingin sú að ólík-
legt er að öldugangur einn og sér
vinni bug á olíumenguninni. Þess í
stað færist flákinn hægt fram og
aftur og smitar allt sem hann kem-
ur nærri. Ef ekkert er gert næstu
tvo til þijá daga er líklegt að hráol-
ían breytist í hlaup sem erfitt verð-
ur að vinna á með uppleysiefnum.
Síðasta dæmi um olíumengun af
þessu tagi á Persaflóa var í stríðinu
milli íraka og írana. Þá fóru
300.000 tunnur af olíu í sjóinn frá
Nowruz olíulindunum í Iran eftir
árásir íraka. Þá varð að loka einni
sjóhreinsistöð og girða aðrar af. Þá
þakti olíubrákin 10% Persafióa og
var allt að 30 mílna breið.
Churchill ætlaði að beita sömu
aðferð
Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið staðhæfir að olíuflákinn
muni ekki hafa nein áhrif á hern-
aðaraðgerðir gagnvart Kúvæt. Það
sé t.d. mjög erfitt að kveikja í hrá-
olíubrák. Reyndar ætluðu Bretar
sér að beita sömu aðferð til að tor-
velda innrás Þjóðveija sem þótti
standa fyrir dyrum árið 1940. Wins-
ton Churchill fyrirskipaði þá að
lagðar yrðu olíuleiðslur að Ermar-
sundi. En tilraunir sýndu að nær
ógerlegt var að kveikja í hráolíunni.
Landganga í gegnum olíubrák
yrði hins vegar óneitanlega sóða-
legri en ella. Talið er líklegt að land-
gangan hefjist með þeim hætti að
orrustuskipin Wisconsin og Misso-
uri hefji skothríð á skotmörk allt
að 20 mílur inn í land í Kúvæt. Þá
myndu þyrlur hefja sig til flugs frá
þyrlumóðurskipum eins og Nassau,
Tarwa og Inchon. Þær myndu flytja
tvo þriðju hluta hermanna yfir olíu-
flákann upp á land. Síðan myndu
loftpúðaprammar flytja skriðdreka,
hermenn og brynvarða bíla á land.
Olíuflákinn ætti ekki að hafa áhrif
á siglingu þeirra. Við eðlilegar að-
stæður myndu brynvarin farartæki
sem bæði geta farið yfir láð og lög,
svonefnd Amtracks, sem hvert ber
10 hermenn, sigla í land og aka
upp ströndina og inn í land. I kjöl-
farið kæmu hefðbundnir land-
gönguprammar sem siglt er í strand
og úr þeim streymdu hermenn og
vopn sem ætluð eru til skriðdreka-
varna. Olían gæti stöðvað þessa
pramma með því að setjast í vél
þeirra.
Braut Scud-flauganna sést
í byrgi undir Klettafjöllum
Colorado Springs. Reuter.
í BYRGI, djúpt í jörðu í Klettafjöllunum í Kóloradó, er lítill hópur
manna, sem fer með eitt aðalhlutverkið í styrjöldinni við Persaf-
lóa. Það eru þeir, sem lesa úr upplýsingum gervihnattanna og
koma síðan boðunum áleiðis til yfirherstjórnar bandamanna i
Saudi-Arabíu. Er þetta haft eftir heimildum innan Bandaríkjahers.
Eitt þýðingarmesta starfið hefur
verið að fylgjast með Scud-eld-
flaugum íraka svo unnt sé að eyða
þeim með Patriot-gagnflaugum en
stöðin, sem hefur verið starfrækt
frá 1985, er búin fullkomnasta
búnaði, sem völ er á, og afar hrað-
virkum tölvum. Þar sitja menn og
konur í löngum röðum fyrir framan
skjáina og öryggisgæslan er að
sjálfsögðu ströng. Þangað hefur
enginn óviðkomandi fengið að
koma ef undan er skilin Margaret
Thatcher, fyrrverandi forsætisráð-
herra Breta, en henni var sýnd
stöðin í fyrrasumar ásamt örfáum
blaðamönnum.
John Pike, sérfræðingur í geim-
vísindum og starfsmaður samtaka
bandarískra vísindamanna, telur,
að tveimur mínútum eftir að Scud-
flaugin er komin á loft geti stöðin
ákvarðað brautina og líklegt skot-
mark og látið herstjórnina í Mið-
austurlondum vita. Til frekara ör-
yggis er einnig stuðst við upplýs-
ingar frá bandarískri fjarskipta-
og eftirlitsstöð í Alice Springs í
Ástralíu.
Upplýsingarnar fá stöðvarnar
frá að minnsta kosti tveimur geivi-
hnöttum og þegar þessum útreikn-
ingum öllum, sem mega ekki taka
nema örskotsstund, hefur verið
komið alla leið er Patriot-gagn-
flaugunum skotið. Tölvubúnaður-
inn í þeim „læsir“ sig við skotmark-
ið og eyðir því.