Morgunblaðið - 27.01.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.01.1991, Qupperneq 1
HEIMIII SUNNUDAGUR 27. JANUAR 1991 BLAÐ Fjölbýllshús i Rcykjavik: Stöóugtverö- lag í fyrra EFTIR að raunverð íbúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík hafði stöðugt farið lækkandi f rá miðju ári 1989 stöðvaðist sú þróun á öðrum ársfjórðungi 1990 og varð þá 0,22% hækkun á milli fyrsta og annars árs- fjórðungs. Má ætla að þessi stöðugleiki hafi haldist á þriðja ársfjórðungi samkvæmt bráða- birgðatölum Fasteignamats ríkisins. í markaðsfréttum Fasteigna- matsins kemur fram að lækkun raunverðs á tólf mánaða tíma- bili frá öðrum ársfjórðungi 1989 til annars ársfjórðungs í fyrra varð 8,6% að meðaltali, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þar má jafnframt sjá verðþróunina að undanförnu í samhengi við þróunina frá 1984. Helstu breytingar milli ann- ars ársfjórðungs 1989 og ann- ars ársfjórðungs 1990, varð- andi sölu fjölbýlishúsaíbúða í Reykjavík, eru þær að seldum íbúðum fækkar um 73, úr 404 í 331. Meðalstærð eigna jókst um 4,5 fermetra í 86,9, sölu- verð á fermetra, nafnverð, hækkar um 11 % í 66.243 krón- ur, útborgunarhlutfall lækkar um 12,5% í 64% vegna hús- bréfakerfisins, verðtryggð lán hækka um 16,3% í 33,4% og óverðtryggð lán lækka um 3,8% í 2,6%. RAUNVIRÐI FASTEIGNA Breytingar á raunviröi fasteigna í fjölbýlishúsum í Reykjavík 1984-1990 III. Janúargildiö 1984 er sett á 100. 120 115 100 IV '901 II 891 Gildf gamalla húsa VIÐ erum ekki rík af gömlum húsum á íslandi. Elztu steinhús okkar eru ekki nema um 240 ára gömul. Við erum líka alltof stórtæki í að rífa nið- ur og hætta að nota gömul hús. Eðlileg þróun hlýtur þó að eiga sér stað, því að tíminn heldur áfram að marka spor sín á umhverfið. Þetta kemur m. a. fram í þættinum Smiðjan eftir Bjarna Ólafsson. Þarfjallar hann um gildi gamalla húsa og segir það vel, að nokkur hús séu friðlýst og að sumar götur fái að halda svipmóti sínu. Komandi kyn- slóðir munu spyrja: Hvar stóð Brekkukot, bærinn sem Halld- ór Laxnes skrifaði um? Hvar bjó Þórbergur Þórðarson, er hann ritaði sínar bækur og hvar eru götur þær og hús, sem Tómas Guðmundsson gaf svo mikið líf með Ijóðum sínum? Ibúðir SEM- sanmtalianna í Fossvogi NÚ er í smíðum 4ra hæða hús með 20 íbúðum á veg- um Samtaka um endurhæfingu mænuskaddaðra (SEM). Hús þetta stendur á góðri lóð í Fossvogi og er áformað að taka íbúðir þar í notkun í júní nk. í viðtali hér í blaðinu í dag við Magnús Bjarnason, bygg- ingarstjóra, er fjallað um þetta hús. Þar kemur fram, að húsið er hannað sérstaklega fyrir sérþarfir þeirra, sem þar munu búa, en það er fólk, sem lamazt hefur að einhverju leyti í slys- um. Á hverri hæð eru sex íbúðir nema tvær á þeirri efstu, en þar verður ennf remur f élags- aðstaða fyrir íbúana. íbúðirnar eru af tveimur gerðum, 2ja og 3ja herbergja. Þær stærri eru 88 ferm. nettó og þær minni 68 ferm. Tíu íbúðir eru af hvorri gerð. í kjallara er bílgeymsla með einu bílastæði á íbúð. — Eldhúsið er eitt það mikilvæg- asta íhverri íbúð íþessu húsi, segir Magnús Bjarnason. — Þar verður m. a. eldhúsborð, sen hægt verður að hækka og lækka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.