Morgunblaðið - 10.02.1991, Qupperneq 1
104 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
34. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1991
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sameinuðu þjóðirnar;
••
Oryggisráðsfund-
ur um styrjöldina
Andúð á Saddam sögð vaxandi í írak
Riyadh, Tel Aviv, London, Nikosiu. Reuter.
ÁKVEÐIÐ hefur verið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að
haldinn verði fundur um Persaflóastríðið á miðvikudag. Kúba og
Jemen, sem eiga sæti í ráðinu, hafa farið fram á slíkan fund ásamt
fimm Norður-Afríkuríkjum. Bretar hafa lagt til að fundurinn verði
fyrir luktum dyrum og telja bandamenn að til lítils sé að ræða
átökin þar sem Saddam Hussein íraksforseti láti engan bilbug á
sér finna. Saadoun Hammadi, aðstoðarforsætisráðherra íraks, kom
í gær til Teheran til að afhenda svar stjórnvalda í Bagdad við
friðartillögum Hashemis Rafsanjanis Iransforseta en lítið hefur
verið látið uppi um efni viðræðna ríkjanna.
trakar skutu Scud-eldflaug á
Israel skömmu eftir miðnætti að-
faranótt laugardags og voru þá
liðnir sex dagar frá síðustu eld-
flaugaárás. Yfirvöld sögðu að 25
manns hefðu slasast en enginn
alvarlega. Fréttamönnum á staðn-
um er bannað_ að skýra frá því
hvar flaugar íraka lenda og er
þetta gert til að koma í veg fyrir
að Irökum takist að miða af meiri
nákvæmni. Þrátt fyrir árásina
sagði Yitzhak Shamir forsætisráð-
herra að hættan af Scud-flaugun-
um færi ekki vaxandi. „Endalok
þessa ástands, þessara morðárása
hryðjuverkamanna, eru í nánd,“
sagði ráðherrann. Talsmenn
bandamannaheijanna í Saudi-
Arabíu sögðu að flugmönnum hefði
tekist að granda hreyfanlegum
Scud-skotpalli um nóttina, þó ekki
þeim sem notaður var við árásina
á ísrael.
Opinbert dagblað í Sýrlandi
hvatti í gær íraka til að drepa
Saddam Hussein og binda þannig
enda á mannfallið og hörmungam-
ar í landinu sem væru eingöngu
afleiðingar gerða forsetans. Blaða-
maður breska blaðsins The Times,
Richard Beeston, sem er nýkominn
frá írak, segir að andúð á forsetan-
um fari greinilega vaxandi. „Það
kraumar undir niðri. Fjölmargir
menn, sem kallaðir hafa verið til,
herþjónustu, hafa ekki mætt.“ Bre-
eston segir ennfremur að slagorð
séu máluð á veggi gegn Saddam
og mörgum Irökum þyki ólíðandi
með öllu að land sem ráði yfir
næstmesta olíuforða í Mið-Austur-
löndum, verði lagt í rústir vegna
metnaðar og þijósku eins manns.
Sjá fréttir á bls. 4.
Reuter
Vegfarendur í Vilnius virða fyrir sér auglýsingaspjöld fyrir kosningarnar sem fest hafa verið á stein-
steyptan vegg við þinghúsið.
Litháar virða tilskipun Gorbatsjovs að vettugi:
Þátttaka með ágætum í
kosmngum um sjálfstæði
Hermenn skipta sér ekki af atkvæðagreiðslunni — Eftir-
litsmenn frá þrettán ríkjum fylgjast með kosningunum
KJÖRSÓKN var góð framan af degi í Litháen í gær í atkvæða-
greiðslu um sjálfstæði. Þing landsins og ríkisstjórn sem standa fyrir
kosningunum segja að úrslitin séu ekki bindandi, hér sé um skoðana-
könnun að ræða, en hún veiti upplýsingar um afstöðu landsmanna
til sjálfstæðis og stjórnskipunar ríkisins. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor-
seti hefur lýst kosningarnar ólöglegar. Erlendir eftirlitsmenn frá
þrettán ríkjum fylgjast með kosningunum að beiðni stjórnvalda í
Litháen auk sendinefnda frá Armeníu, Moldovu, Eistlandi og Rúss-
landi.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið aflaði sér frá Vilnius
bar lítið á hermönnum í Litháen í
gær. Boðaðar hafa verið heræfingar
í Eystrasaltsríkjunum í dag, sunnu-
dag. Samkvæmt mati starfsmanna
þingsins byggðu á tölum frá Sajud-
is, bandalagi sjálfstæðissinna,
Danmörk:
Aflétta hluta viðskipta-
þvingana gegn S-Afríku
Kaupmannahöfn. Reuter.
UFFE Ellemann-Jensen, ut-
anríkisráðherra Danmerkur,
segir að stjórnin muni aflétta
að nokkru viðskiptaþvingunum
sem settar voru á gagnvart
Suður-Afríku í mótmælaskyni
við stefnu minnihlutastjórnar
hvítra í kynþáttamálum.
Ráðherrann skýrði frá þessu
eftir fund í utanríkismálanefnd
þingsins á föstudag. Hann sagði
að aflétt yrði banni við samskipt-
um á sviði íþrótta, menningar-
mála og viðskiptatengsla. Danir
gengu harðast fram í refsiaðgerð-
unum af öllum aðildarþjóðum
Uffe Ellemann-Jensen
Evrópubandalagsins.
Ellemann-Jensen sagði dönsku
stjórnina myndu ræða nánar við
ríkisstjórnir á hinum Norðurlönd-
unum afnám þvingana á fleiri
sviðum eins og bann við fjarfest-
ingum í Suður-Afríku. íhugað
yrði að leyfa á ný eðlileg verslun-
arviðskipti þegar dönsk stjórnvöld
væru búin að kanna þau skref sem
stigin hefðu verið í S-Afríku.
F.W. de Klerk S-Afríkuforseti
hefur þegar slakað mjög á fram-
kvæmd aðskilnaðarstefnunnar og
heitið því að afnema þegar í sum-
ar grundvallarlög sem stefnan
hefur byggst á.
höfðu 50-60% atkvæðisbærra
manna greitt atkvæði klukkan
15.00 að staðartíma í gær. Búist
hafði verið við góðri þátttöku Litháa
en þeir eru 80% landsmanna en
minna var vitað um afstöðu rúss-
neska og pólska minnihlutans. Talið
er að óopinberar niðurstöður liggi
fyrir að morgni sunnudags. Opinber
úrslit verða hins vegar ekki tilkynnt
fyrr en á þriðjudag.
Stuðningsmenn Gorbatsjovs hafa
gagnrýnt atkvæðagreiðsluna á
þeirri forsendu að þar sé spurt
þriggja spurninga í einni: „Viltu að
Litháen verði sjálfstætt, lýðrsfeðis-
legt, lýðveldi?“ Litháar á hinn bóg-
inn segjast ekki sáttir við þjóðarat-
kvæðagreiðslu þá sem Sovétstjórnin
stendur fyrir 17. mars. Þá verður
spurt hvort menn samþykki nýjan
sambandssáttmála Sovétríkjanna.
Litháar hafa bent á að ekki sé ljóst
hvernig neikvætt svar við þeirri
spurningu verði túlkað. Þeir viija
heldur ekki taka þátt í sovéskum
kosningum því þeir líta á sig sem
sjálfstæða þjóð. Lettar og Eistlend-
ingar hafa einnig ákveðið að halda
sams konar skoðanakönnun og
Litháar. .
Ronald Reagan fyrrum Banda-
ríkjaforseti segir, samkvæmt frétt
Reuíers-fréttastofunnar, að óttinn
reki Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor-
seta áfram þegar hann beiti her-
valdi til að kveða niður sjálfstæðis-
hreyfingar í Eystrasaltsríkjunum.
Reagan segir að Gorbatsjov ætti
að geta gert hvort tveggja, haldið
ríki sínu saman og leyft Eistlandi,
Lettlandi og Litháen að öðlast sjálf-
stæði. „Ef ég væri núna í héimsókn
hjá Gorbatsjov forseta þá myndi ég
segja við hann, leyfðu þeim að fara,
vinur minn, leyfðu þeim að fara,“
sagði Reagan. „Þú getur fundið
leið til að viðhalda sambandsríki
þínu án þessara litlu landa sem vilja
einungis hverfa aftur til sjálfstæðis
þess sem þau nutu áður en Stalín
sölsaði þau undir sig.“
Grænland:
Þingnefnd
athugar
möguleika
á EB-aðild
Kaupmannahöfn. Frá 'N.J. Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Fjárhagsnefnd græn-
lenska þingsins er komin til
Kaupmannahafnar til að
kanna möguleikana á aðild
landsins að Evrópubandalag-
inu (EB).
Formaður nefndarinnar er
Konrad Steenholdt úr Atassut-
flokknum sem vill aðild. Hann
telur að landsmenn geti fengið
allt að 500 milljónir danskra
króna (um 4.500 milljónir
ísl. kr.) árlega í styrki frá EB.
Þrír stærstu stjórnmála-
flokkarnir eiga allir fulltrúa í
fjárhagsnefndinni en stjórnar-
fiokkurinn Siumut hefur verið
andvígur aðild. Að sögn blaðs-
ins Sermitsiak var það Lars
Emil Johansen, formaður Sium-
uts, er hafði frumkvæði að för
nefndarinnar til Danmerkur.