Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 8

Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 8
6 8~ MORGUNBLAÐIÐ MtiOKWimW. 'EBRUAR 1991 * IT\ \ /^ÍDAGersunnudagurlO. febrúar. Föstuinn- mJmWJ( gangur. 41. dagur ársins 1991. Árdegis flóð í Reykjavík kl. 3.56 og síðdegisflóð kl. 16.18. Fjara kl. 10.24 og kl. 22.30. Sólarupprás í Rvík kl. 9.38 og sólarlag kl. 17.44. Myrkur kl. 18.37. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.42ogtungliðerísuðri kl. 10.21. (Almanak Háskóla íslands.) Snú þér til mín og ver mér náðugur, eins og ákveðið er þeim er elska nafn þitt. (Sálm. 119,132.) ÁRNAÐ HEILLA ^7/\ára afmæli. í dag, 10. 4 U febrúar, er sjötugur Aðalsteinn Guðjónsson fyrrv. bryti, Grettisgötu 94, Rvík. Hann er ísfirðingur. Á löngum starfsferli vann hann lengst hjá Ríkisskip, í 25 ár samfleytt, einnig hjá Eimskip, SÍS og í Múlakaffi. Hann er fráskilinn maður. Hann á þijá syni. pT/\ára afmæli. í dag, 10. þ.m., er fimmtugur Böðvar Páll Ásgeirsson, byggingameistari, Móaflöt 43 í Garðabæ. Kona hans er Gréta María Sigurðardóttir. Þau eru nú stödd á suðurhafs- eyjunni Bali í Indónesíu á hótelinu: Wina Cottage, Kuta-beach, s. 90-62-361- 51867. Ungir Reykvíkingar á leikvellinum í Safamýri, FRÉTTIR/MANNAMÓT ÞESSA helgi, árið 1941, birti Morgunblaðið fregnina af úr- slitum atkvæðagreiðslunnar um frumvarp Roosevelts Bandaríkjaforseta um hin svonefndu „láns og leigu- lög“, beinan stuðning Banda- ríkjanna við styijaldarrekstur Breta. Meirihlutinn með frumvarpinu í deildinni var 95 atkvæði, 260 með en 165 á móti. Umræðumar í deild- inni stóðu í 6 daga. Þá var inflúensufaraldur hér á landi. Þennan dag, fyrir 25 árum, var 9. sinfónía Beethovens flutt í fyrsta sinn hér á landi undir stjóm dr. Róberts A. Ottóssonar. Flutningur hennar þótti marka tímamót hérlendis segir í Morgunblað- inu. LÆTUR af embætti. Ut- anríkisráðuneytið tilk. í Lög- birtingablaðinu að Haraldi Kröyer, sendiherra, hafi verið veitt lausn frá sendi- LÓÐRÉTT: - 2 vafí, 3 op, 4 kjafts, 5 hirðum um, 6 rán- fugls, 7 veiðarfæri, 9 stríðstími, 10 bráðlyndu mennina, 12 tróðst, 13 þegar mikið er að gera, 18 vatns- aga, 20 guð, 21 grískur bók- stafur, 23 aðgæta, 24 ósam- stæðir. herrastörfum hinn 1. febrúar síðastl. Hann hefur nú síðast verið sendiherra íslands í Ósló. KVENFÉL. Breiðholts heldur fræðslu- og skemmti- fund nk. miðvikudagskvöld í anddyri Breiðholtsskóla kl. 20. Dóra Ingvadóttir banka- útibússtjóri, flytur erindi: Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna. Þá verða skemmti- atriði og kaffíveitingar. Fund- ur þessi er opfnn öllum konum í hverfinu. í UMFERÐARMIÐSTÖÐ- INNI er laus staða forstöðu- manns póstútibúsins sem þar er, R-6. Samgönguráðuneytið auglýsir stöðuna í Lögbirtingi og er umsóknarfrestur settur til 22. þ.m. HVASSALEITI 56-58, fé- lags- og þjónustumiðstöð aldraðra. Mánudaginn kl. 13 LÁRÉTT: - 1 þolið, 5 rétta, 8 gramir, 9 loftrella, 11 kroppa, 14 eyktarmark, 15 ijótt, 16 sárið, 17 yrki, 19 skjótar, 21 dreng, 22 nag- dýr, 25 hávaða, 26 spila, 27 skán. verður fijáls spilamennska og bridskennsla. I kaffitímanum verður bollukaffí. ÁSPRESTAKALL Safnað- arfélag sóknarinnar heldur aðalfund þriðjudaginn 19. þ.m. kl. 20.30 í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Kaffiveitingar að loknum fundarstörfum. STYKKISHÓLMUR. í ný- legum Lögbirtingi auglýsir Heilsugæslustöðin lausa stöðu heilsugæslulæknis. Þeir starfa þar tveir. Æskilegt er talið um umsækjandi hafí sér- fræðiréttindi í heimilislækn- ingum eða starfsreynslu á slíkum stöðvum. Starfinu fylgir, segir í tilk., hálf staða aðstoðarlæknis við St. Franc- iskuspítalann þar. Umsóknar- frestur er til febrúarloka. FÉL. eldri borgara. í dag er opið hús í Goðheimum við Sigtún kl. 14, frjáls spila- mennska og tafl. Dansað kl. 20. Mánudaginn opið hús frá kl. 13. Skáldakynning nk. þriðjudag kl. 15. JÞá mun Helgi Sæmundsson fjalla um Þorstein Erlingsson skáld og hefst kynning Helga kl. 15. í REYKJAHREPPI í S- Þingeyjarsýslu hefur hrepps- nefndin samþykkt að banna lausagöngu hrossa í hreppn- um. Hefur bannið þegar tekið gildi og skulu hrossaeigendur hafa þau í öruggri vörslu. Þann tíma ársins sem girðing- ar koma ekki að gagni skulu hross höfð í húsi eða annarri öruggri vörslu, segir í tilk. hreppsnefndarinnar sem er í Lögbirtingi. Hana undirritar oddviti hreppsins, Þorgrím- ur Sigurðsson. KVENNADEILD Styrktar- fél. lamaðra og fatlaðra held- ur aðalfundinn annað kvöld kl. 20.30 á Háaleitisbraut 11-13. SKIPSNAFN. í Lögbirtinga- blaðinu tilk. siglingamála- stjóri að útgerðarfyrirtækinu Enni hf. í Olafsvík hafi verið veittur einkaréttur á skips- nafninu Auðbjörg. HÁSKÓLINN á Akureyri auglýsir í Lögbirtihgf láusár tvær stöður lektora: lektors í iðnrekstrarfræði (vinnurann- sóknir og verksmiðjuskipu- lag). Hin er lektorsstaða í markaðsfræði (markaðs- fr./utanríkisverslun). Há- skólanum eiga að berast um- sóknir fyrir 1. mars nk. ITC-deildir. Mánudags- kvöldið heldur deildin Kvist- ur í Rvík fund í Holiday Inn- hótelinu kl. 20.30 og er hann öllum opinn. Deildin Eik, Seltjarnarnesi, heldur fund á Hallveigarstöðum mánudags- kvöldið kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Uppl. í s. 612046. ÍÞRÓTTAFÉL. Gerpla í Kópavogi heldur aðalfundinn laugard. 14. þ.m. í íþrótta- miðstöð ÍSÍ kl. 20.30. HRAUNPRÝÐI, slysavarna- deild kvenna í Hafnarfírði, heldur aðalfund nk. þriðju- dagskvöld í húsi deildarinnar, Hjallahrauni 9, kl. 20.30. Rætt um væntanlega leikhús- ferð í Borgarleikhúsið. KÓPAVOGUR. Kvenfél. Kópavogs efnir til spilakvölds í félagsheimili bæjarins og verður byijað að spila félags- vist kl. 20.30 og er öllum opið. GRENSÁSSÓKN heldur fund mánudagskvöldið kl. 20.30. M.a. myndasýning frá þjóðgarði Argentínu. Kaffi- veitingar. KVENFÉL. Óháða safnaðar- ins. Spilakvöld nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30. Kaffi- veitingar. KIRKJA ÁRBÆJARKIRKJA. Fé- lagsstarf aldraðra: Fótsnyrt- ing á mánudögum, tímapant- anir hjá Fjólu. Leikfimi þriðjudaga kl. 14. Hárgreiðsla' alla þriðjudaga hjá Hrafn- hildi. Opið hús í safnaðar- heimilinu miðvikudag kl. 13.30. Fyrirbænastund í Ár- bæjarkirkju kl. 16.30. Opið hús fyrir mæður og feður ungra barna í Ártúnsholti í safnaðarheimili Árbæjar- kirkju þriðjudag kl. 10-12. BÚSTAÐAKIRKJA. Tón- leikar kl. 17 til fjáröflunar í orgelsjóð. Flytjendur: Kenn- arar Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar ásamt Guðna Guð- mundssyni organista kirkj- unnar. Æskulýðsfundur í dag, sunnudag, kl. 17. NESKIRKJA. Æskulýðs- starf unglinga mánudags- kvöld kl. 20. Þriðjudag: Mömmumorgunn. Opið hús fyrir mæður og böm þeirra kl. 10-12. Æskulýðsstarf 12 ára og yngri kl. 17. FELLA- og Hóiakirkja. Fundur í Æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Fyrirbænir í kirkjunni þriðju- daga kl. 14. SELJAKIRKJA. Mánudag: Fundur KFUK, yngri deildar kl. 17.30, eldri deildar kl. 18. Æskulýðsfundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA. Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. Opið hús fyr- ir 10-12 ára mánudag kl. 17. SKIPIN RE YKJA VÍKURHÖFN: í gær kom togarinn Vigri inn til löndunar. Af strönd komu Stapafell og Kyndill. í dag fer Grundarfoss á ströndina. Á morgun er togarinn Ottó N. Þorláksson væntanlegur inn til löndunar og tveir græn- lenskir togarar em væntan- legir. ÁHEIT OG GJAFIR ÁHEIT á Strandarkirkju afhent Morgunblaðinu: Guðmundur Har. 10.000, M.J. 10.000, M.G.P. 8000, NN 6000, BH 5000, Gibralta 5000, BI 5000, S.B. 5000 S.K.T. 5000, M.M. 5000, A.H. 5000, Soffí 4000, Nói 2500, Ó.S. 2500, N.N. 2000, Sel- vogi S.S. 2000, N.N. 2000, Á og Á 2000, Þ.R. 2000, Alda Sigm. 2000, B.H. 2000, R.K.E.M. 2000, Vigdís Þ. 1400, Svana 1200, S.A. 1000, g.G. 1000, Björg 1000, S. 1000, NN 1000, BSM 1000, Sigríður Sigfínns. 1000, Sigríður Sigm. 1000, DJG 1000, NN 1000, D. 1000 SEO 600, GE 600, Frá móður 500, SM 500, NA 500, Eyjólfur 500, LG 200, Áí 200, NN 200 Ónefnd 150, SS 150, Ónefnd- ur 50 kr. sænskar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 skjór, 5 mána, 8 merka, 9 flesk, 11 ansar, 14 kát, 15 aumra, 16 aurum, 17 Rán, 19 treg, 21 kunn, 22_ iglunum, 25 kið, 26 æra, 27 sóa. LÓÐRÉTT: — 2 kol, 3 óms, 4 rekkar, 5 skatan, 6 man, 7 nía, 9 framtak, 10 eimreið, 12 straums, 13 Rúmenía, 18 áður, 20 gg, 21 ku, 23 læ, 24 Na. ORÐABÓKIN Kúin bakarans Þetta orðalag dettur mér stundum í hug, þegar ýmsar ambögur heyrast í máli. Einhvern tímann las ég frásögn um kúarektor hjá Bernhöft bakara í Reykjavík fyrir 150 árum. Sá steig víst ekki í vitið, en honum þótti upphefð í að hugsa um kýr bakar- ans. Ekki var hann sterk- ur í beygingu no. kýr, svo sem enn hendir marga. Því miður er svo, að marg- ur ræður ekki við beyg- ingu no. kýr þrátt fyrir alla skólagönguna. Ný- lega varð ég vitni að orða- lagi embættismanns, sem sagði orðrétt: „Ríkið er bezta mjólkur/oíi/i". Ekki neita ég því, að ég hrökk við, þegar ég heyrði þetta og það af vörum manns, sem örugglega hefur fengið lengri og betri menntun en kúarektorinn hjá Bernhöft átti kost á í byijun 19. aldar. Annað nafn á þarfri skepnu, sem erfitt er að vera án, veldur líka oft vandræðum, þ.e. no. ær. Skyldi ekki ein- hver kannast við, að talað sé um ærína í stað ána eða fara til áarinnar í stað ærinnatf Ekki er ósenni- legt, að það, að fjöldi borgarbúa umgengst ekki lengur blessaðar skepn- urnar, valdi hér töluverðu um. Nöfnin leika ekki lengur á tungu mikils hluta þjóðarinnar. Við það slævist málkennd og til- fínning fyrir beygingu orðanna og það svo, að fáir kunna hér rétt skil á. - JAJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.