Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 17
MORGUNBLÁÐIÐ SÚNNUDÁGÚR 10. 'FEB'RÚÁ’R 1991
17
Menntaskólanum í Reykjavík. Á
þeim árum var það ekki ýkja al-
gengt að ungar stúlkur legðust í
bóknám og grúsk, en forsetarnir
komu frá nokkuð sérstökum heimil-
um, og sannast það hér sem
Thatcher segir um uppeldi. Hjá
þeim öllum var rík áhersla lögð á
menntun og víðsýni. Um aga var
ekki rætt. Hann bara var þarna.
Vigdís ólst upp á menntamanna-
heimili, faðir hennar var prófessor
og móðirin hjúkrunarfræðingur.
Þau voru tvö systkinin, og menntun
þeim til handa þótti vitanlega sjálf-
sögð. Rík áhersla var lögð á vænt-
umþykju og sjálfstæði, og var ætl-
ast til að þau tækju þátt í öllum
umræðúm. Að vísu gilti það ekki
þegar gestir voru, þá áttu þau að
biðja leyfis.
Faðir Guðrúnar Erlendsdóttur
var sjómaður og móðirin húsmóðir,
og voru þau ákveðin frá bytjun að
mennta dæturnar þijár. Sjálf höfðu
þau góðá námshæfileika, en áttu
ekki kost á að læra frekar en fleiri
á þessum árum. Á heimili þeirra
systra var mikið rætt um menntun
og nauðsyn hennar, og lítið hlustað
á nöldur.
Suður í Hafnarfirði var harkan
enn meiri þegar menntunin átti í
hlut. Guðrún Helgadóttir var einnig
alin upp á sjómannsheimili, en þar
voru systkinin tíu. Menntun barn-
anna var þó aldrei dregin í efa og
létu foreldrarnir sig frekar vanta
allt, heldur en að gefa eftir í þeim
málum. Það
kostaði sitt að
senda þijú ung-
menni inn í
Reykjavík á
hveijum degi svo
þau gætu sótt
skólann sinn, og
er sagt að Guð-
rún hafi oft ekki
átt aur í stræto.
En börnin fengu
öll sína mennt-
un, háskóla-
menntun eða
fagmenntun, og
það á tíma þegar
engin námslán
voru. Fyrir ungt
fólk nú til dags,
sem kannast
ekki við orða-
sambandið „að
bijótast til
mennta“ er ekki
auðvelt að skilja
þrautseigjuna
sem þarna ríkti.
Æskudraumar
Guðrún Helgadóttir ætlaði að
verða leikkona en varð rithöfundur
og þingmaður, Guðrún Erlendsdótt-
ir ætlaði að verða sagnfræðingur
en varð lögfræðingur, og Vigdís
Finnbogadóttir ætlaði að verða
skipstjóri eða læknir, en varð leik-
húsfræðingur. En þær höfðu allar
áhuga á leiklist þegar þær voru
yngri.
Guðrún og Guðrún léku saman
í Herranótt í MR, en Vigdís sótti
leikhús og kvikmyndahús, kunni
allt utanað sem hún sá og gagn-
rýndi eins og atvinnumaður. Leik-
kona ætlaði hún þó aldrei að verða.
Guðrún Helgadóttir kom sér hins
vegar í öll félög þar sem einhver
von var um að geta stigið á fjalirn-
ar, eins og t.a.m. í KFUK og stúk-
una Daníelsher nr. 4. Að mati
manna hefði Guðrún sennilega orð-
ið góð leikkona hefði hún lagt út á
þá braut, en þeir útiloka með öllu
frama nöfnu hennar á sviðinu. Guð-
rún Erlendsdóttir var glæsileg á
sviði, en átti það til að fá óstöðv-
andi hlátursköst í miðjum senum,
háalvarlegum.
Hún var hins vegar lengi í ball-
ett, og nafna hennar Helgadóttir
kom aðeins við í FH, en sagt er
um Vigdísi, „að hún hafí ekki verið
í neinum félögum, en með í öllu“.
Forsetarnir voru ekki mataðir af
sjónvarpsefni á ungdómsárum sín-
um og bjuggu því sjálfar til sitt
„sjónvarp“. Sögur voru lesnar, leik-
rit voru samin og sýnd með söng
og dansi, og Guðrún Helgadóttir
skrifaði heilu bækumar. Á laugar-
dagskvöldum var hlustað á útvarps-
■ H já þeim öllum var rík
áhersla lögö á menntun
og víðsýni. Um aga var
ekki rætt. Hann bara var
þarna.
■ Allar luku þær stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík. Á
þeim árum var það ekki
ýkja algengt að ungar
stúlkur legðust í bók-
nám og grúsk, en f orset-
arnir komu frá nokkuð
sérstökum heimilum.
leikritin. Hjá Vigdísi Finnbogadótt-
ur var það hátíðastund.
Allar ólust þær upp með afa sín-
um og ömmu, Guðrún Erlendsdótt-
ir þó ekki með afa sínum, og lærðu
eitt og annað sem ekki liggur á
lausu nú til dags.
Uppáhaldsfag Vigdísar forseta
fór eftir kennurum. Vitað er að í
barnaskóla þótti henni íslenska
skemmtilegust, en í menntaskóla
var það saga. Guðrún Erlendsdóttir
hélt einnig mest upp á sögu í
menntaskóla, en Guðrún Helgadótt-
ir hafði mest gaman af íslensku og
íslenskum bókmenntum og skaraði
framúr í þeim fögum.
Efnaleysi mun hafa valdið því
að Guðrún Helgadóttir fór ekki í
háskólanám, og. sagt er að hún
hafi heldur ekki kært sig um að
vera tekjulaus öllu lengur. Tveimur
árum eftir stúdentspróf gerðist hún
rektorsritari í gamla skólanum sín-
um og starfaði þar næstu tíu árin.
Guðrún Erlendsdóttir var af-
burða námskona og dúxaði á stúd-
entsprófi. Vitað er að hana dreymdi
um að fara til Frakklands og læra
sögu, en slíkt nám var dýrt og eng-
in námslán fyrir hendi til að létta
undir. Dúxinn mun því einfaldlega
hafa notað gömlu útilokunaraðferð-
ina þegar hún valdi lögfræðina við
Háskóla íslands. Tvær konur höfðu
þá lokið lögfræðinámi, þær Auður
Auðuns og Rannveig Þorsteinsdótt-
ir, tvær voru langt komnar og ein
innritaði sig um leið og Guðrún.
Menn vissu
aldrei hvort Vig-
dís var að grín-
ast eður ei, þeg-
ar hún kvaðst
vilja verða skip-
stjóri svo hún
gæti séð heim-
inn. Nógu frum-
legt þótti það
allavega. En þó
var vitað að
læknisfræðin
hafði heillað
hana, og munu
störf móður
hennar, sem á
sínum tíma
starfaði í Vínar-
borg, hafa haft
sín áhrif. Þegar
að því kom að
velja, varð
„heimurinn" fyr-
ir valinu, o'g
væntanlegur
forseti lýðveldis-
ins sigldi til
Frakklands Og
drakk í sig
„drama" og rómanska menningu.
Starfsreynsla
Vigdís Finnbogadóttir, Guðrún
Helgadóttir og Guðrún Erlendsdótt-
ir höfðu allar fengið dýrmæta
starfsreynslu á hinum ýmsu sviðum
áður en þær tóku við hinum virðu-
legu embættum sínum.
Vigdís forseti var m.a. frönsku-
kennari, leikhússtjóri og leiðsögu-
maður, og þekkti ekki einungis
heiminn, heldur líka hveija þúfu á
landinu sínu.
Guðrún Erlendsdóttir rak mál-
flutningsskrifstofu eftir að hún varð
lögfræðingur, var lektor og síðar
dósent í lagadeild Háskólans, bæj-
arfulltrúi, formaður hinna ýmsu
samtaka og félaga, m.a. jafnréttis-
ráðs, og hæstaréttardómari.
Guðrún Helgadóttir var m.a.
deildarstjóri hjá Tryggingastofnun
ríkisins, borgarfulltrúi og alþingis-
maður og sat í ýmsum ráðum.
Guðrún las sögur fyrir börnin sín
eins og flestar mæður gera, en
leiddist svo oft sjálfri það sem hún
las, að hún greip pennann og ritaði
barnasögu. Hún varð strax viður-
kenndur rithöfundur, og bókasafns-
fræðingar í skólum kvörtuðu yfir
„þessum bókum hennar Guðrúnar
Helga; þær væru alltaf eins og
druslur“. Hvert bindi sem kom var
lesið upp til agna.
Konurnar þijár höfðu allar „stað-
ið í púlti“ og látið aðra hlusta á
sig, áður en þær urðu forsetar.
Vigdís og Guðrún Erlendsdóttir bak
við kennarapúltið, Guðrún Helga-
dóttir á pólitískum fundum og í
hinum ýmsu ráðum, Guðrún Er-
lendsdóttir við formennsku- og
dómarastörfin, Vigdís sem leikhús-
stjóri, og svo mætti lengi telja. Þá
er víst betra að vera vel máli farin,
enda er íslenskan sameiginlegt
áhugamál þeirra þriggja.
Áhugamál
Það þarf víst ekki að sannfæra
neinn lengi um það hversu tíma-
bundnir forsetarnir eru, en heimild-
armenn fullyrða að þær gefi sér
allar tíma til að lesa, og lesi mikið.
Og hvaða bækur skyldu nú vera á
náttborðum forsetanna?
Eftir því sem næst verður komist
ku rithöfundurinn lesa mest ljóð,
safnar reyndar ljóðabókum, en
einnig eru þeir ofarlega á vinsæld-
arlistanum Gabríel García Marquez,
Milán Kundera, William Faulkner
og fleiri heimsbókmenntamenn.
Dómarinn er hrifnastur af ævisög-
um og þjóðlegum fróðleik, en einn-
ig af kvennasögum. Leikhúsfræð-
ingurinn unnir mest nýjum, íslensk-
um skáldsögum og ljóðum, og
herma sagnir að hann sé friðlaus
fyrir hver jól þegar bækurnar byija
að streyma á markaðinn.
Ef einhver heldur að þessar
merkiskonur hafi lagt handavinnu
og aðrar kvenlegar dyggðir fyrir
róða, þá er það hinn mesti misskiln-
ingur. Menn sáu Guðrúnu Helga-
dóttir bródera jóladúk fyrir síðustu
jól, en Vigdís hefur verið aðeins
latari við útsauminn síðustu árin.
Hún saumaði síðast út skammel
árið 1983 sem nefnt hefur verið
Stjórnmyndunarskammelið“, og af-
sakar víst stöðugt að hún skuli
nota jafn virðulegt skammel svona
undir fæturna.
Guðrún Erlendsdóttir horfír aldr-
ei á sjónvarp nema að prjóna í leið-
inni, og hefur alla tíð verið með
eitthvað á pijónum. Hún hefur látið
þau orð falla, að það sé einnig gott
að hugsa meðan maður straujar.
Guðrún er mikil göngukona, og það
er Vigdís einnig. Geta þær gengið
endalaust og hafa mikla ánægju
af. Vigdís tekur meira að segja
þátt í „þjóðarhlaupum" alls konar.
Hún svindlaði nú reyndar síðast
þegar hún gerði það, ætlaði að
læðast með veggjum heim, en rakst
þá á ungan svein sem grét hátt því
hann hafði orðið viðskila við móður
sína í mannhafinu. Forsetinn fór
með hann heim til sín, lék við hann
og hélt honum uppi á snakki þar
til móðirin var fundin. Fannst það
víst miklu skemmtilegra en hlaupið.
Guðrún Helgadóttir er engin
göngukona. Sjálf hefur hún sagt
að íþróttahreyfingin myndi roðna
upp í hársrætur ef hún vissi af
frammistöðu hennar í þeim málum.
Húsverk og garðyrkja eru hámark
íþróttaiðkunar hennar. Hún mun
víst vera mikil matkona og kannast
ekki við orðið „heilsufæða“. Svo
mun einnig vera um nöfnu hennar
Erlendsdóttur, sem borðar bæði það
sem er hollt og óhollt og er auk-
þess „viðurkenndur sælgætisgrís“.
Vigdís leggur hins vegar mikla
áherslu á hollt mataræði og nægan
svefn.
Skapgerðin
Öllum ber saman um að forset-
arnir þrír hafi sérstaka skapgerð.
Auk þess að vera vinnusamar, sam-
viskusamar og „óþolandi nákvæm-
ar“ eins og maður sem þekkir þær
allar þrjár komst að orði, einkennir
þær ákveðið æðruleysi. Þær kunna
allar þá list að sjá spaugilegu hlið-
ina á málunum og eru ófeimnar við
að gera grín að sjálfum sér. Hvort
Guðrún Erlendsdóttir er hætt að fá
hlátursköst er ekki gott að segja,
vitað er að Vigdís er hin mesta
hermikráka og ekki þarf að fjölyrða
um húmorinn í bókum Guðrúnar
Helgadóttur.
En þær geta víst líka sýnt aðra
hlið á sér. Guðrún Helgadóttir er
oft sögð hvassyrt og snögg upp á
lagið, Guðrún Erlendsdóttir stutt í
spuna og þurr á manninn, og Vig-
dís á það til að ansa ískalt sé henni
misboðið.
Af því má draga þá ályktun að
þær kunni að svara fyrir sig, og
eru sennilega löngu hættar að
hlusta á hvers kyns kjaftæði.
Ný sending af svef nsóf um
Tvíbreiðir svefnsófar.
Hagstætt verð.
Handmenntaskóli (slands hefur kennt yfir 1600 íslendingum bæði heima og
erlendis á síðastliðnum níu árum. Hjá okkur getur þú lærtteikningu, litameð-
ferð, skrautskrift, innanhússarkitektúr oggerðkúluhúsa-fyrirfullorðna-og
föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólaformi. Þú færð send verkefni frá
okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. -
Biddu um kynningu skólans með því að senda nafn og heimilisfang til okkar
eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við þöntun þinni á nóttu
sem degi. - Tímalengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið
nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem
þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhugasvið á auðveldan og skemmti-
legan hátt. Þú getur þetta líka. - Nýtt hjá okkur: Innanhússarkitektúr.
ÉG ÓSKA EFTIR AÐ FA SENT KVNNINGARRIT
HMÍ MÉR AD KOSTNADARLAUSU
NAFN.
HEIMILISF.
SÍSsll