Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991 19 TIL ÞESSA HEFI ÉG METNAÐ, TILKYNNTI MITTERAND FORSETI, OG ÉG ÆTLA AD GERA ÞAÐ SÁ SEM VILL LIFA AF VERÐUR AÐ VITA ÞAÐ SEM SKRIFAÐ STENDUR urnar um hvernig þetta yrði í fram- kvæmdinni. í ársbyijun 1989 var skipuð stór samstarfsnefnd og talið nauðsynlegt að velja fljótt arkitekt- inn, til þess að undirbúningsnefndin og arkitektinn gætu unnið saman í hálft annað ár. Staður, arkitekt og tilhögun á einu ári Efnt var til alþjóðlegrar sam- keppni um bygginguna, þar sem formaður dómnefndar var kínversk- bandaríski arkitektinn I.M. Pei, sá sem gerði pýramídann við Louvre- safnið. Dómnefndin valdi þrjár úr- lausnir og forsetinn kom svo sjálfur inn í málið í ágúst 1989 og valdi eina þeirra úr, hugmyndina að byggingunni rtieð fjórum tumum. Sá sem fékk þetta mikla verkefni var 36 ára gamall franskur arkitekt Dominique Perrault. Þá var líka búið að ákveða að 'allar prentaðar bækur yrðu fluttar úr Biblioteque Nationale í nýja safnið, og til- kynnti menntamálaráðherrann þá ákvörðun um leið. „Ari eftir að Mitterand forseti skrifaði bréfið til forsætisráðherr- ans um að heljast handa um þessi áform höfðum við það sem þurfti, útlínurnar í tilhögun starfseminnar, arkitektinn og staðinn," sagði Gatt- égno. „Þetta átti ekki að verða nýtt safn sem yrði framlenging og viðbót við Biblioteque Nationale, heldur yrði allt prentmálið, bækur og blöð frá upphafi flutt þaðan og í nýja safnið, en ekki aðeins prent- að mál frá 1945 eins og upphaflega hafði verið talað um. Og svo kæmu í framtíðinni allar viðbætur af prentuðu máli þangað. En í Frakk- landi, eins og víða annars staðar, á að skila öllu sem út er gefið í safnið. Jaques Chirac borgarstjóri Parísar, sem ekki er neinn vinur Mitterands sem kunnugt er, hafði strax látið borgina gefa undir bóka- safnið 70 þúsund fermetra autt svæði á Signubökkum og viðbætur síðar. Það flýtti mjög fyrir.“ Biblioteque de France mun standa á vinstri bakka Signu í 13. hverfi í austurborginni milli brúnna við Bercy og Tolbiac, ekki langt frá Austerlitsstöðinni og rétt á móti nýju fjármálaráðuneytisbygging- unni og íþróttavanginum í Bercy. Rétt austan við það mun svo rísa ný háskólabygging, þannig að þarna verður nýr menningarkjarni í borginni. Frá safninu, sem stendur mjög lágt í landinu þeim megin, liggur göngustígur niður að ánni og göngubrú yfir Signu í stóran skrúðgarð. Þarna hafði áður verið svæði með járnbrautarteinum fyrir flutninga. Og Gattégno segir það mikinn kost að einmitt á því sjö og hálfs hektara svæði sem safnið á að fá þurfti ekki að byija á því að rífa byggingar áður en hægt var að hefjast handa. Ný neðanjarðar- brautarstöð verður gerð við safnið til að auðvelda fólki að komast á staðinn, Meteor stöðin. Þegar hér var komið sögu í sam- talinu við M. Gattégno, var blaða- maðurinn orðinn forvitinn um hvað yrði nú um gömlu fallegu Þjóðar- bókhlöðuna við Richelieugötu í mið- borginni, þar sem notendur sitja við þungu eikarborðin undir fögrum kúpli með steindum gieijum — að vísu óþolinmóðir að komast í slík sæti og fá sín gögn. Hann sagði að þótt allt prentmálið færi í burtu yrði býsna mikið eftir, sem safnast hefur um aldir. Þar yrði áfram kort- asafnið, frímerkjasafnið og mynt- safnið, handritasafnið í 350 þúsund bindum, nótnasafnið og fleiri sér- söfn. 0g þetta gæfi tækifæri til að flytja þangað ýmis sérsöfn, sem dreifð eru um alla borgina, einkum söfn um listir sem áformað væri að fengju þar samastað. Verður nánar farið að vinna að því 1993. Nýja safnið tekur semsagt við öllu prentuðu máli sem hingað til hefur verið gefið út og verður í framtíðinni í Frakklandi, sem er gífurlegt magn, svo að þarna eiga menn að geta fundið allt sem nokk- um tíma hefur verið prentað í Frakklandi. Talið að nýja byggingin muni duga í hálfa öld til þess, ein turnhæð fara á ári undir nýtt efni í geymslu. Því þetta á að vera bóka- safn. Jean Gattégno vakti athygli á því að enginn vissi enn hvernig tæknin mundi þróast og nýtast í bókasöfnum. Og bókinni á ekki að varpa fyrir róða. Samt sem áður verður þar tekin upp öll nútíma- tækni, þannig að hægt verði að lesa af filmum og tölvuskjám o.s.frv. Ekki yrði þó allt efni flutt yfir á það strax, heldur valið úr það sem þurfa þykir. Nýja safnið hefur rými á 230 þúsund fermetrum og nær því langt út yfir það sem er í gamla safninu og gefur tækifæri til að bæta úr því sem ábótavant var. „í Frakklandi hefur útgáfa vís- indarita t.d. ekki verið í jafn ríkum mæli og í enskumælandi heiminum og við erum að vinna að því áð draga að mikið af erlendu efni í raunvísindum, félagsvísindum og fleiri flokkum. Við verðum að draga að útlent efni til þess að í nýja safninu verði hægt að fá allt úr öllum greinum," segir Gattégno, sem einmitt er fulltrúi í vísinda- nefndinni sem vinnur að þessu. Hann upplýsir að árlega fái Bibli- oteque Nationale 17-20 þúsund er- lend verk árlega og nú þurfi að kaupa um 140 þúsund til þess að vera á sama báti og stóru amerísku söfnin. „Eins að gera „vörutaln- ingu“ á því gamla, sem ekki hefur verið gerð síðan 1947. Eins er ver- ið að endurnýja öll uppflettitæki. Ljóst er að ný tækni verður að vera til að þjóna nútímanotendum. Fræðimenn þurfa til viðbótar við bækurnar filmur, myndbönd o.fl. Katalógar og tölvuvinnsla er alls staðar orðið að veruleika. Það verð- ur að vera liðlegur aðgangur að textum, myndum o.s.frv. Samhliða verður unnið að því að byggja upp tengsli milli safna, við stóru söfnin í Evrópu og Ameríku. Að vísu verð- ur aldrei hægt að gera alít í þeim mæli sem við viljum. Enn í dag er samt satt og rétt að til þess að lifa af verður maður að vita það sem skrifað stendur." Safn fyrir leika sem lærða Árið 1990, eftir að arkitektinn og stóru línunar voru dregnar var því samhliða unnið að tvennu, bygg- ingunni og undirbúningi að fyrir- komulagi í safninu sjálfu þar fyrir utan. „Sálfræðilega var það ekki auðvelt og tekist var á, en þetta kom og menn lærðu að vinna sam- an,“ segir Gattégno. „Eins og kom strax fram að í áformi forsetans átti þetta að verða opið safn fyrir leika sem lærða og í umræðunni þróaðist málið í átt til fijálsræðis. Um leið og fræðimenn ættu að geta fundið þar allt prentað mál frá upphafi, þá eiga allir, ekki bara fræðimenn, að geta fundið það sem þeir leita að. Okkur er þetta metn- aðarmál og köllum það „démo- kratisation", sem hefur að mark- miði að sem allra flestir borgaranna geti haft aðgang að öllu sem þeir vilja. Þetta er dálítið snúið í fram- kvæmd vegna þess að erfitt er að láta alla hafa aðgang að gömlum viðkvæmum gögnum. Þau mundu eyðast upp. Þar sáu menn fyrir sér bókasafnið í Pompidousafninu, þar sem koma 14 þúsund manns á dag. Menn skiptust í tvær fylkingar og önnur notaði það sem rök fyrir því að hafa bókhlöðuna ekki opna fyrir alla. Niðurstaðan varð sú að arki- tektinum var falið að sjá til þess að þarna gætu orðið skil, þótt hald- ið yrði við að hafa safnið galopið." Safnbyggingin tekur mið af þess- ari hugsun og markmiði. Hún er byggð í kringum 187X58 metra stóran garð með fjórum 96 metra háum turnum á hornunum. Dýptin á garðinum er 21 metri og tvær hæðir að honum. Þama er það sem safngestir koma inn og athafna sig til að finna það sem þeir óska. Á þessum tveimur hæðum allt í kring eru lestrarsalimir fimm fyrir 3.900 manns og snúa inn í garðinn, þann- ig að menn horfa út í rólegan gróð- urreit og tré. Sums staðar út í trén og sums staðar ofan á þau. Þetta svæði er opið almenningi. En þar sem hlutverk bókasafnsins er tvíþætt, annars vegar að geyma og veija þjóðarauðinn og hins vegar að gera gögn aðgengileg, þá er líka lokað svæði með lessölum sem fræðimenn þurfa leyfi til að nýta og taka þeir á annað þúsund fræði- menn í sæti. Þar er algert næði og vernd fyrir dýrmætar bækur. Á þessum hæðum em veitingasalir, fyrirlestrasalir og fleira. En í turn- • unum em ofan við fyrstu sex hæð- imar aðrar tuttugu hæðir með raka- stilltu og loftstýrðu geymslurými fyrir bækur og skjöl. Reiknað er með að þar verði rými til næstu 50 ára. Gluggar em í byggingunni, svo að þar er bjart. En til varnar bókun- um eru notaðir sérstakir flekar úr tré, sem hægt er að hagræða eftir aðstæðum og eiga að veija fyrir bjrtu. Almenningur verður þannig ekki aðskilinn frá bókum, og sér- staka vinnuaðstaðan fyrir fræði- menn ekki fjarri þeim þótt aðskilin sé. Sagði Jean Gattégno að mjög mikið af viði væri í byggingunni, t.d. öll húsgögn úr viði, og annars staðar notaður fléttaður viður. Fluttar 14 milljónir bóka Nú í desember sl. var semsagt hafist handa um byggingarfram- kvæmdir og áform um að á fyrsta fjórðungi 1992 verði hægt að kom- ast að á neðstu hæðum til að und- irbúa tækniiegar nýjungar í mót- tökusal. í ársbyijun 1994 á að verða hægt að byija að fytja þar inn bækur. Það er gífurlegt verk að flytja 12 milljón bækur og umskrá á 3 ámm, bókakost sem nær allt aftur til tilkomu Guttenbergs. 500 þúsund bækur verða áður teknar á filmu til nota í almenna safninu. Og í viðbót 2 milljónir sjaldgæfra og dýrmætra bóka. Einnig þarf að flytja á nýja staðinn blöð og tíma- rit sem eru í geymslum í París og í Versailles. Þegar er farið að gera við tímaritin í gamla safninu. 250 manns vinna að undirbúningi þessa í gamla safninu í Rue Richelieu og reiknað með að obbinn af þeim eigi eftir að vinna í nýja safninu. Telja menn kost að fá þannig í nýja safn- ið hæft og þjálfað starfsfólk. Jean Gattégno sagði að þetta yrði allt að vinna á fjórum árum, sem væri talsverður höfuðverkur. Því yrði að ná á árunum 1991-94 og allt að vera tilbúið í árslok 1994, með end- urskoðun á skráningum, nýjum katalogum og nútímavæðingu safysins. „Á miðju ári 1995 verður allt komið á sinn stað og safnið Biblio- teque de France opnað fyrir árslok 1995,“ segir Jean Gattégno. Hann segir að arkitektinn hafi fengið fyr- irmæli um að safnið mætti ekki kosta yfir 7 milljarða franka, bygg- ingin sjálf 5 miHjarða og tveir millj- arðar ættu að fara í það sem þar á að vera. „Fé hefur verið tryggt til þessa verks og með þeim hraða sem settur var. Það eina sem enn hefur ekki verið gengið frá er rekstrarfé þegar safnið tekur til starfa fullbúið, en það vill brenna við hjá okkur sem öðrum að það sé ekki gert samhliða. En nú á að fara að ganga í það.“ Að lokum má tilfæra orð annars aðstandanda safnins sem sagði að þótt kostnaðurinn við þetta stór- verkefni geti virst hár, þá sé verðið sem greitt sé fyrir það í samræmi við ávinninginn: að fá þjóðinni allri í hendur hæfasta menningarverk- færi í heimi. Það sé hreint ekki verið að dæma bókina úr leik, held- ur einmitt verið að skipa henni hærri sess, þótt þar við bætist ný form. Hið nýja Biblioteque de France, eins og það heitir nú, verð- ur þjóðarbókhlaðan Biblioteque Nationale, að viðbættri meiri nýsi- tækni, gagnatækni og upplýsinga- tækni. Eftirtaldar verslanir í Glæsibæ verba hér eftir opnar alla sunnudaga: OPIÐ • • A SUNNUDOGUM í GLÆSIBÆ FRA KL. KSjjgöSta 0 68516^ 5meinn*#afcari 13.00 - BAKARÍ - KONDITORI - KAFFI SNYRTIVORUVTRSLIININ ____(il IMIVI_____ g*8| , 1 ,, LANGIBAR SÖLUTURN ^JLÆSIBÆR œmsas&m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.