Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 20
HUGLEIÐINGAR FLOABARDAGA eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur í FRÉTTAFLÓÐI síðustu vikna um Flóastríðið hefur varla verið minnst á hvað stríðsaðilar ímyndi sér að verði í þessum heimshluta þegar allt er um garð geng- ið og bandamenn hafa náð því markmiði sínu að taka Kúveit úr höndum herja Saddams Husseins. Sömuleið- is stangast frásagnir á frá degi til dags; tilgangur stríðs- rekstrar bandamanna var op- inberlega að skila Kúveit til fyrri stjórnenda. Ekki var á dagskrá að leggja Irak í rúst né nokkurn tíma kveðið upp úr meb það að Saddam skyldi komið frá völdum. Nú kemur alltaf öðru hveiju fram að það sé allt að því jafn nauðsynlegt að koma Saddam Hussein frá völdum og að ná aftur Kúveit. Þó virðist öilum bera saman um að óljóst sé hveijir ættu að taka við af honum, þar sem engin stjómarandstaða er þar eins og við þekkjum hana. Útlægir írakar hafa látið til sín heyra en fátt bendir til að þar sé nokkur nýr stjórnandi íraks. Óhjákvæmilegt er annað en leiða hugann að þeirri staðhæfingu heija bandamanna að markmiðið sé að eyðileggja hernað- arvél íraka en ekki drepa óbreytta borgara. Fréttir af „árangri" og skothittni á írak eru svo mjög á reiki að undrun mína vekur. Þær yfirgengilegu loft- árásir á Bagdad ganga einnig á skjön við þá fullyrðingu að forðast verði í lengstu lög að óbreyttir borg- arar gjaldi fyrir misgerðir Saddams með lífi sínu. Þó margir staðir í Bagdad flokkist undir hemaðarlega mikilvæg skotmörk sér hver heilvita maður hvort sem hann þekkir sig í Bagdad eða ekki að væri aðeins varpað sprengjum á þau ættu þau fyrir löngu að vera rústir einar. Þegar fylgst er með fréttum af því sem er að gerast á þessu svæði verða menn að gæta sín að gleypa ekki fréttir og frásagnir aðila hrá- ar. Það er jafn mikið út í hött að taka frásagnir CNN og Sky eins og heilagan sannleika og fréttir Ir- aka. Fréttaflutningurinn er góður og gildur svo langt sem hann nær. Þegar betur er að gáð sést að hann nær ekki mjög langt og vestrænir fréttamenn í Saudi-Arabíu láta nú óspart óánægju sína í ijós. Þeim finnst upplýsingar loðnar, margir blaðamannafundir á dag með hinum ýmsu yfírmönnum eru innihaldslitlir og stundum beinlínis óáreiðanlegir. Ritstkoðun frétta er eðlileg í stríði en hugsast gæti að þarna sé of langt gengið. Yfirmenn bandamanna voru til dæmis búnir að gefa krassandi yfir- lýsingar um árangur af loftárásun- um fyrstu sólarhringana þegar kom upp úr dúrnum að þeir höfðu verið í óða önn að skjóta gúmmískrið- dreka og gerviskotpalla. Þeim hafði ekki tekist að eyðileggja flugflota íraka og meira að segja alþjóðaflug- völlurinn við Bagdad var í nothæfu ástandi. Það var ekki hent sprengj- um á Kúveit til að bytja með svo nærtækt er að spyrja hvaða „gagn“ hafí orðið að öllu sprengjuregninu. Hvað verður eftir að stríði lýkur Mér finnst alvarlegt að svo virð- ist sem enginn hafi gert áætlanir um hvað tekur við þegar ófriðnum lýkur. Þetta viðurkenna banda- menn. Það er því furðulegra ef tek- in eru gild orð þeirra um að þeir hafi þeir aldrei verið í vafa; þeir endurheimti Kúveit úr höndum Saddams og gersigri hann. Banda- menn segjast ekki verða degi leng- ur í Saudi-Arabíu en þörf krefur, þeir muni hverfa á braut eftir að Kúveit hefur verið frelsað. Ef sagan er lesin vitum við að þessi fullyrðing fær ekki staðist. Og við þurfum ekki einu sinni að lesa söguna. Þetta blasir við augum. Herliðið í Saudi-Arabíu getur ekki bara tekið saman pjönkur sín- ar og farið heim þegjandi og hljóða- laust. Eins og ekkert hafi gerst. Aröbum var ekki gefinn kostur á að reyna að leysa mál sín eftir inn- rás íraka í Kúveit í ágústbyrjun. Það er fjarska fátt sem bendir til að þeim verði gefinn kostur á því frekar að stríði loknu. Við verðum að hafa í huga að þarna er um að ræða heimshluta sem státar af mik-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.