Morgunblaðið - 10.02.1991, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1991
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið.
Umhverfisvemd og
þjóðmálaumræður
Það er orðið tímabært og raunar
aðkallandi, að umhverfismál
verði ríkari þáttur í þjóðmálaumræð-
um en verið hefur fram að þessu.
Þrátt fyrir töluvert mikla umfjöllun
um nokkurt árabil hafa umhverfis-
mál verið eitt af þeim aukamálum,
sem til umræðu eru á opinberum
vettvangi en þurfa að verða eitt af
þeim meginmálum, sem þjóðin beinir
athygli sinni að.
Þeir, sem kynnzt hafa umræðum
um umhverfismál, a.m.k. í Norður-
Evrópu og í Bandaríkjunum, og í hve
ríkum mæli vemdun umhverfis er
að verða eðlilegur þáttur í daglegu
lífi fólks, telja, að við Islendingar
séum langt á eftir þessum þjóðum á
mörgum sviðum umhverfismála. I
þessu sambandi er bent á, að flokkun
sorps sé t.d. orðinn reglulegur þáttur
í daglegum störfum fólks í mörgum
ríkjum Bandaríkjanna og að notkun
á endurunnum pappír sé orðinn mun
almennari í Svíþjóð en hér, hvort sem
um er að ræða kaffipoka, bréfsefni
og umslög eða aðrar pappírsvörur,
sem fólk notar daglega. Alveg sér-
staklega er þó haft á orði, að vitund
fólks um þýðingu umhverfisvemdar
sé orðinn sterkari hjá mörgum ná-
grannaþjóðum okkar en hér.
Vafalaust stöndum við íslendingar
framar öðmm þjóðum í umhverfis-
vernd á margan hátt. Ein ástæðan
er sú, að hér hafa aldrei verið fram-
in umhverfisspjöll í jafn ríkum mæli
og annars staðar. Þess vegna stönd-
um við betur að vígi en margar aðr-
ar þjóðir. Þetta á ekki sízt við um
verndun náttúru landsins. ísland er
á margan veg óspjallað land, þegar
borið er saman við önnur lönd. En
einnig í þeim efnum verðum við að
gæta að okkur. í Þjóðviljanum í gær
er t.d. sagt frá grein í sænsku um-
hverfisverndarblaði, þar sem hörð
gagnrýni kemur fram á umgengni
okkar um Iandið og m.a. vikið að
skolpi, sem fer óhreinsað í fjörur og
fleiru. Staðreynd er, að margt í slíkri
gagnrýni er réttmætt. Um sumar
íjörur á höfuðborgarsvæðinu var
ekki hægt að ganga um langt árabil
vegna óþverra, sem kom út úr opnum
skoplræsum. Þetta er að vísu að lag-
ast en betur má ef duga skal.
Umhverfisvemd er að verða eitt
af aðalmálum margra stjómmála-
flokka í nágrannalöndum okkar og
ein af þeim aðferðum, sem stjóm-
málaflokkar íhuga til þess að stuðla
að umhverfisvernd, er að taka upp-
skattlagningu í því skyni. íhalds-
flokkurinn brezki hefur t.d. um nokk-
urt skeið unnið að stefnumörkun á
sviði umhverfismála fyrir næstu
kosningar þar í landi og er það trú
manna, að flokkurinn muni jafnvel
gera tillögur um skattlagningu í
þessu sambandi. Hið sama er á döf-
inni bæði í Þýzkalandi og Frakklandi.
Eitt af því, sem ætti að verka
hvetjandi á stjórnmálaflokkana til
þess að gera umhverfisvemd að einu’
aðalmála í þjóðmálaumræðum á
næstu árum, er augljós og einlægur
áhugi ungs fólks á þessum mála-
flokki. Það er unga fólkið í fyrirtækj-
um og stofnunum, sem þrýstir á
notkun endurunnins pappírs. Það er
unga fólkið, sem er að skapa eftir-
spurn í verzlunum eftir umhverfis-
vænum vörum af ýmsu tagi t.d.
þvottaefnum, sem veldur því að dreg-
ur úr eftirspurn eftir vörum, sem
spilla umhverfinu eins og t.d. sér-
stakri tegund af barnableium. Þetta
unga fólk kann að greiða þeim stjórn-
málaflokki atkvæði sitt, sem það
treystir bezt í umhverfisverndarmál-
um en tekur minna tillit til þess,
hvort flokkurinn telzt til hægri eða
vinstri samkvæmt hinni hefðbundnu
skiptingu.
Nú eru kosningar framundan og
þjóðmálaumræður verða líflegar á
næstu mánuðum. Fróðlegt verður að
fylgjast með því að hvaða marki
stjórnmálaflokkarnir taka umhverf-
ismál til meðferðar í kosningabar-
áttunni og í stefnumörkun nýrrar
ríkisstjórnar að kosningum loknum.
Alþingi og
alþjóðleg
fjölmiðlun
TTlnn hafa engar umræður, sem
Pj máli skipta, farið fram á Al-
jnngi um hina alþjóðlegu fjölmiðlun,
sem hér er að ryðja sér til rúms,
áhrif hennar og afleiðingar á tungu
þjóðarinnar og menningu. Enn hefur
enginn sextíu og þriggja þingmanna
séð ástæðu til að taka þetta stórmál
til umræðu eða sett fram tillögur um
framtíðarþróun þessara mála hér.
Utan Alþingis eru hins vegar að
vakna upp umræður, sem sýna, að
fólk er að átta sig á þeim hættum,
sem þessu eru samfara. Hvenær má
búast við, að þjóðþingið sjái ástæðu
til að taka alþjóðlega fjölmiðlun á
íslandi til alvarlegrar umræðu?
1 lO SJÁLF-
1 lOi stæðis-
flokkurinn þarf ekki
sízt að móta og fylgja
eftir viðunandi fisk-
veiðistefnu, en hlaup-
ast ekki frá því einsog
á landsfundi, þegar hann sætti sig
við málamiðlun í andstöðu við alda-
mótaskýrsluna sem tekur ekki held-
ur af skarið, og lætur sér lynda
stefnu sem hann trúir ekki á en
mun leiða til lénsskipulags á miðun-
um, ef allt verður látið hjakka í
sama fari. Þá tekur Don-Kí kvóti
við landinu. En gamanlaust, sjó-
menn sanka ekki að sér kvóta, held-
ur glænýir gróðamenn sem halda
þeir eigi reitina í þessu matadori;
sumir góðir útgerðarmenn, aðvísu,
aðrir ekki. Það þýðir ekki að marka
stefnu hinna fáu og sterku, heldur
verður að virða þegnlegan eignar-
rétt okkar allra einsog lög gera ráð
fyrir og hafna þeirri siðlausu lenzku
menn geti selt það sem þeim hefur
verið framselt tímabundið til nýt-
ingar einsog um sé að ræða eign
og eignarrétt. Það er andstætt lög-
málum heilbrigðs markaðar og er
raunar í ætt við kvótakerfi fjár-
hagsráðs og forréttinda sem flestir
höfðu ímugust á, en urðu þó að
lúta, svo siðlaust sem það var.
Menn fengu jeppa og seldu, en nú
kvótaskip. En þeir áttu þó jeppann
og þeir eiga skipin, aðvísu, en ekki
fiskinn óveiddan í sjó. Það væri nær
— og raunar manneskjulegra — að
binda kvótann aflaklóm en ryðkláf-
um, en væri þó einnig í andstöðu
við siðlega afstöðu til eignarréttar.
Veiðileyfasala einsog tíðkast í
laxveiðiám gæti höggvið á hnútinn
til lausnar einsog fjallað hefur verið
um í Reykjavíkurbréfum og forystu-
greinum í Morgunblaðinu (t.a.m. í
Reykjavíkurbréfi 4. nóvember ’90
og 13. jan. ’91, og leiðaranum Upp-
lausn á hafinu, sem birtist 1. des.
’90), en aðrar leiðir
koma vafalaust einnig
til álita þegar fundin
verður lausn til fram-
búðar.
Einsog ég hef áður
minnzt á hefði mátt
senda eigendum fiskimiðanna, þ.e.
öllum íslendingum, einskonar
hlutabréf í auðlindinni, eða einsog
segir í grein í 3ja hefti Fjármála-
tíðinda ’90, að því er virðist með
allmikilli velþóknun, . .. og í þessu
sambandi hefur raunar verið hreyft
þeirri nýstárlegu hugmynd, að hið
opinbera afhendi öllum landsmönn-
um eins konar hlutdeildarbréf í
þeirri auðlind, sem í fiskimiðunum
felst, og síðan geti þeir selt útvegs-
mönnum þennan rétt til veiða, sem
bréfunum fylgi, á markaðsverði.
Ef þetta hefði verið gert, væru 250
þús. hluthafar í þessu fyrirtæki og
þætti ekki mikið erlendis. En þá
hefði öllu réttlæti verið fullnægt og
þeir ráðstafað miðunum sem eiga
þau, hvortsem þeir vildu selja eða
framselja. Aðrir en eigendur eiga
ekki að geta ráðskazt með auðlind-
ina einsog nú er. Þetta er siðferði
sem ég hef leyft mér að gagnrýna,
enda forkastanlegt. Aðalatriðið er
ekki, hvernig veitt er, heldur hvort
réttlæti sé fullnægt. Auk þess hefur
núverandi kerfí ekki reynzt hag-
kvæmasta leiðin til hagræðingar í
sjávarútvegi, enda öðruhveiju skipi
ofaukið og fiskvinnslustöðvar of
dreifðar einsog Morgunblaðið hefur
margoft bent á. Hagkvæmni í sjáv-
arútvegi er undirstaða bættra
lífskjara í landinu, en ekki kvóta-
brask. Ef veiðileyfasala væri tekin
upp yrði hún aðhald og gæti leitt
til hagkvæmni, auk þess sem hún
væri réttlátara fyrirkomulag en það
sem nú er, vegna eignarréttar-
ákvæðis.. laganna. Líklega hefði
mátt framkvæma fyrrnefnda hug-
mynd með lagni. Einhvers staðar
segir... þol ei órétt(!) En það er
líklega ekki í tízku í íslenzkri pólitík
nú um stundir. Þeir koma víst ár
sinni bezt fyrir borð sem kunna að
nota olnbogana. Það gæti þó hefnt
sín grimmilega. Ríkið getur ekki
freistað manna til yfirgangs og lög-
verndað ráðstöfunarrétt fárra aðila
yfir eign okkar allra. Það jaðrar við
að svipta fólk þegnrétti. Eignarrétt-
urinn er friðhelgur og það bijótast
engir inní eigur annarra nema for-
hertir sósíalistar sem telja ríkisvald-
ið einskonar heilagan anda einsog
Hegel. Við hin höfnum forsjá þessa
„anda“, ég tala nú ekki um þegar
hann vemdar óréttlæti og særir sið-
ferðilegan metnað okkar. Áhugi
minn á kvótamálinu á ekki rætur í
neinu nema þessu frumatriði í
mannlegum samskiptum. Svo geta
menn veitt einsog þeir vilja fyrir
mér. Og ekkert eðlilegra en byggð-
irnar taki höndum saman og eignist
veiðileyfi með eðlilegum hætti og
án haturs og illinda. Við þurfum
öðru fremur á sátt og samstarfi að
halda. Kvótakerfíð hefur haft illdeil-
ur í för með sér. Byggðalögin eru
full af tortryggni, en eðlilegt væri
þeim gæfist tækifæri að byggja þar
upp blómlega búsetukjarna sem
arðvænlegt er. Það væri í anda
sjálfstæðisstefnunnar. Ég veit ekki
betur en hún hafí gert útá réttlætis-
vitund manna, en ekki forréttindi
olnbogans. Það eru engir nema
gallharðir marxistar sem telja hefð
geti svipt menn eign sinni.
En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki
heldur neinn samhentur hópur hvað
varðar byggðamál og réttindi kjör-
dæma eða landbúnaðarmál. Ein-
stigið er erfitt fyrir svo breiðan
flokk eða hreyfingu sem verður ein-
ungis stjórnað með málamiðlunum
ef vel á að vera.
M.
(meira næsta sunnudag.)
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 9. febrúar
| RÁ LOKUM HEIMS-
styijaldarinnar síðari
hafa meira en 150 stríð
verið háð á jörðinni, nán-
ast öll í fátækum, van-
F
þróuðum löndum. I þess-
um átökum hafa að
minnsta kosti 20 milljónir manna fallið.
En sú saga segir ekki alla söguna, því
sjúkdómar, hungur og fátækt eru eilífir
fylgifiskar stríðsátaka í þessum heimshluta
og fórnarlömb þeirra eru tugir milljóna.
1989 og 1990 voru ár friðarviðræðna og
frelsis, vopnum var eytt, herir kallaðir
heim, en í nærfellt 50 löndum halda
stríðsátök áfram og færast jafnvel í auk-
ana. Tólf til fjórtán milljónir manna eru
nú heimilislausir og jafnvel landlaust
flóttafólk ... Þeir jarðarbúa sem veikburð-
astir eru, þeir sem síst allra geta varið sig
eða flúið — börnin okkar — eru þeir sem
þjást mest. Tæmandi frásögn af öllum
þeim stríðum, stríðsátökum og hernaðar-
aðgerðum, sem hafa lagt líf milljóna bama
í rúst á undanförnum 45 árum, myndi
fylla marga doðranta“.
Réttindi
barna í við-
sjálli veröld
TILVITNUN SU,
sem að ofan getur,
er tekin úr gögnum
Rauða krossins,
sem fylgdu tilkynn-
ingu hans um aI-
heimsátak til hjálpar stríðshrjáðum, sem
hér á landi verður fylgt eftir undir kjörorð-
unum Sól úr sorta.
Síðan ofanskráð orð voru fram sett
hafa skuggar fallið á „ár friðarviðræðna
og frelsis“. Hæst ber grimmdarlega innrás
íraka í Kúveit, hernám þeirra á þessu
aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og eftir-
köst þeirra atburða. Framferði Sovét-
manna í Eystrasaltsríkjunum og framvind-
an í Sovétríkjunum á heildina litið síðustu
mánuði eykur og mjög á ugg lýðræðissinn-
aðs og friðelskandi fólks í veröldinni.
Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna
samþykkti sáttmála um réttindi barna í
nóvembermánuði 1989. í 39. grein segir:
„Opinberir aðilar skulu gera allar viðeig-
andi ráðstafnir til að tryggja líkamlegan
og andlegan bata og félagslega endurhæf-
ingu barns, sem orðið hefur fórnarlamb
hvers konar vanrækslu, misbeitingar eða
misnotkunar, ennfremur misþyrminga eða
hvers konar meðferðar eða refsingar, sem
telst vera grimmdarleg, ómannúðleg eða
niðurlægjandi, eða er fórnarlamb stríðsá-
taka. Slíkur bati eða endurhæfing skal
eiga sér stað í umhverfí, sem hefur bæt-
andi áhrif á heilsu barnsins og ýtir undir
aukna sjálfsvirðingu þess.“
í tilvitnuðum gögnum Rauða krossins
segir hins vegar:
„En staðreyndin er einfaldlega sú að
flestar stríðshijáðar þjóðir hafa hvorki efni
né aðstæður til að lækna börn sin sjálfar.
Það er því skylda umheimsins að sjá svo
um að börn þessara þjóða njóti þess réttar
sem þeim ber, samkvæmt 39. grein sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna."
Það er meðal annars af þessum sökum
sem Rauði kross íslands leitar nú til lands-
manna um samátak til að sól rísi úr sorta
þeirra jarðarbúa, „sem síst allra geta var-
ið sig eða flúið“ í stríðsátökum og annarri
veraldarvá, „barnanna okkar“, barna kyn-
slóðar okkar, sem nú byggir plánetuna
Jörð.
Afganistan
og umheim-
urinn
ENN SKAL VITN-
að til gagna Rauða
krossins:
„í Afganistan
hafa tvær milljónir
barna verið drepin
á síðasta áratug. Mörg hafa fallið í átök-
um, önnur hafa dáið úr hungri, sjúkdómum
og öðrum fylgifískum stríðsrekstrar. Meira
en ein milljón barna eru föðurlaus eða
munaðarlaus. Þar eru tölur um barna-
dauða og sjúkdóma barna hærri en jafnvel
í vanþróuðustu löndum heims og minna
nú helst á faraldur. Nálægt einum þriðja
af börnum Afganistan ná ekki fimm ára
aldri., Meira en fimm milljónir Afgana
hafa neyðst til að flýja land. í flestum
flóttamannabúðum eru konur og börn í
miklum meirihluta, oftast nær 80%.“
Ástandið í Afganistan er einn dekksti
bletturinn á samtíma okkar. Það er því
miður ekki einsdæmi, heldur dæmigert
fyrir afleiðingar hernaðarátaka, þar á
meðal staðbundinna styijalda, sem geisað
hafa víða um veröldina síðustu áratugi og
fært mannlífið í lægstu þrep hörmungar
og niðurlægingar, oft ásamt illu stjórnar-
fari, almennri vanþekkingu fólks og ýms-
um ytri aðstæðum. í gögnum Rauða kross-
ins segir að „í Súdan hafí 250 þúsund
böm dáið á árinu 1987 einu saman, þegar
matvæli voru notuð sem pólitísk stríðstól.
í átökunum í Mozambique hafa hundruð
þúsunda barna verið drepin eða særð.
Opinberar skýrslur skýra frá því að Ren-
amo-skæruliðar í Mozambique þjálfí börn
allt niður í sex ára aldur. Ein þarlend at-
hugun leiddi í ljós að meira en tveir þriðju
allra barna sögðust einhvern tíma hafa
lent í árás eða átökum þar sem þau voru
viss um að verða drepin."
Rauði krossinn tíundar ýmis hliðstæð
dæmi frá Afríku, Asíu, Mið-Austurlöndum
(15 ára borgarastyijöld í Líbanon, styijöld
Iraka og írana, innrás íraka í Kúveit og
fylgjandi stríð við Persaflóa) og Suður-
Ámeríku. Niðurstaðan er ein og söm.
Vandi barna, sem lifa af hrylling af þessu
tagi, er nánast ólýsanlegur. í skýrslu
Rauða krossins segir:
„Böm sem hafa orðið vitni að skelfingu
stríðs geta löngu síðar fyllst óviðráðanleg-
um ótta þegar minningar, sem þau hafa
ekkert vald yfír, koma þeim skyndilega í
hug. Þau geta ekki fest svefn sólarhringum
saman. Mörg þeirra eru ófær um að ein-
beita sér og önnur lifa við stöðugan kvíða
sem þau ráða ekkert við, sannfærð um
að hvergi sé nokkurt öryggi að finna.
Börn sem missa foreldri eða ástvin verða
oft þunglynd ... Tilfinningaskaði barna
getur orðið svo djúpur og varanlegur að
ýmsar viðteknar hugmyndir fullorðinna
um hugarheim barna verði í ljósi þess að
telja rangar ...“
Sameinuðu þjóðirnar hafa kveðið á um
skyldur opinberra aðila „til að tryggja
líkamlegan og andlegan bata og félagslega
endurhæfíngu barna“, sem hafa orðið fórn-
arlömb stríðsátaka eða annars konar of-
beldis. Það er vel. Samþykktir duga hins
vegar skammt þegar vanþróaðar og
stríðshijáðar þjóðir eiga í hlut, sem hafa
hvorki efni né aðstæður til að fylgja sam-
þykktunum eftir. Af þeim sökum er þetta
alheimsátak Rauða krossins til hjálpar
stríðshijáðum sól í sorta samtímans; sólris
í höndum okkar, hins nafnlausa fjölda um
víða veröld.
Blikur á
lofti
FYRR I ÞESSU
bréfí var vikið að
árunum 1989 og
1990 sem árum
friðar og frelsis.
Það var ekki að ástæðulausu, þrátt fyrir
tugi staðbundinna stríða víða í veröldinni
og ómældar hörmungar og ótímabæran
dauða hundraða þúsunda, jafnvel milljóna
manna, þar á meðal barna, þessi ár.
Þessi tvö næstliðnu ár tengdust friði og
frelsi, einkum í hugum íbúa Evrópu og
N-Ameríku, vegna batnandi sambúðar
austurs og vesturs, samninga um afvopn-
un, þróunar til þjóðfrelsis í A-Evrópu, falls
Berlínarmúrsins og sameiningar þýzku
ríkjanna. Maður sagði gjarnan við mann,
við upphaf næstliðins árs, að enginn hafi
getað séð það fyrir, aðeins nokkrum miss
erum áður, hve A-Evrópuríki, þ. á m. Sov-
étríkin, þróuðust hratt frá alræði marxism
ans. Og þar kom að æðsti valdamaður
Sovétríkjanna, Míkhaíl Gorbatsjov, hlaut
friðarverðlaun Nóbels.
En Sovétríkin halda áfram að koma
okkur á óvart. Nú segjum við gjaman
hvert við annað, að enginn hafi getað séð
það fyrir, jafnvel ekki þegar Edúard She
vardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, sagði af sér embætti í andófi við
alræðisöflin seint á liðnu ári, hve hið kom-
múníska bakslag til fortíðar bæri brátt og
harðneskjulega að austur þar. Við vonum,
þrátt fyrir allt, að almannahugur til lýð-
ræðis og þegnréttinda í Sovétríkjunum
hafí aðeins tapað orustu en ekki frelsis-
stríðinu. Engu að síður er uggur í bijósti,
bæði vegna framvindunnar í Eystrasalts-
ríkjunum, sem fengu fullveldi sitt árið
1918, rétt eins og við íslendingar, en glöt-
uðu því í refskák Hitlers og Stalíns við
upphaf heimsstyijaldarinnar síðari, og
vegna óvissuástandsins í Sovétríkjunum.
Vonandi bíður fólksins í Eystrasaltsríkj-
unum, sem og fólksins í Sovétríkjunum,
frelsi með friði og friður með frelsi í ná-
inni framtíð. Vonandi kemur ekki til þess
að þær lýsingar Rauða krossins, sem fyrr
var vitnað til í bréfi þessu, á afleiðingum
ófriðar, nái enn og aftur til fólksins í þess-
um ríkjum, sem þoldi miklar raunir í heims-
styijöldinni síðari — og raunar vegna ills
stjómarfars allar götur síðan. Það á það
trúlega sameiginlegt með öllum öðmm
þjóðum, að biðja um frið ájörðu, mannrétt-
indi og velvild í samskiptum einstaklinga
og þjóða.
í GÖGNUM
Rauða krossins um
alheimsátak til
hjálpar stríðshijáð-
um, Sól úr sorta,
segir:
„Uppflosnun fólks er gífurlegt vanda-
Alheims-
átak: Sól
úr sorta
i
mál, hvar sem stríðsátök eru, þegar þús-
undir og jafnvel milljónir manna með fjölda
bama, flýja heimili sín í leit að mat og
öruggu húsaskjóli. Heimilislaust fólk á
flótta á engan aðgang að heilsugæslu eða
skólum. í flestum tilfellum hljóta böm
þeirra bæði líkamlegan og andlegan
skaða.“
Það segir sína sögu að flóttamanna-
vandinn í veröldinni, sem er einn dekksti
bletturinn á samtímasögunni, rekur ekki
sízt rætur til þeirra ríkja og heimshluta,
sem hafa orðið leiksoppar heimskomm-
únismans með einum eða öðrum hætti:
A-Evrópu, Afganistan, Víet-Nam,
Kambódíu o.s.frv. Það era hemaðarátök,
ytri aðstæður (þurrkar/uppskerubrestur),
almenn vanþekking (ónóg menntun), fá-
tækt og illt stjómarfar (þjóðfélagsgerðin),
sem valda uppflosnun fólks og flótta frá
fyrri heimkynnum.
Bömin, sem líða í dag vegna styijalda
og staðbundinna hemaðarátaka víða í ver-
öldinni, era böm þeirrar kynslóðar sem
við heyram til, börnin okkar. Alheimsátak
Rauða krossins til hjálpar stríðshijáðum
er ákall þeirra til allra, sem aflögufærir
era, og það eram við flest sem búum við
borgaralegt þingræði og lýðræði, ef grannt
er gáð. í forystugrein Morgunblaðsins um
þetta efni fyrir skemmstu segir m.a.:
„Kristnir menn eiga engan kost betri
til að staðfesta trú sína og framfylgja
kærleiksboðskapnum en í breytni sinni við
aðra menn. Það sem þeir gera þeim til
góða, sem mest eru hjálpar þurfi, gera
þeir höfundi tilverannar. Samátak þjóðar-
innar til hjálpar stríðshijáðum, „Sól úr
sorta“, þarf að mæta „glöðum gjöfuram“
þegar það knýr á hvers manns dyr með
hækkandi sól i mánuði vorsins."
Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, sendi fundi Rauða krossins um þetta
átak svohljóðandi kveðju, mánudaginn 28.
janúar síðastliðinn:
„Ég sendi fundi um alheimsátak til
hjálpar stríðshijáðum bestu kveðjur mínar.
Við Islendingar skulum minnast þess
láns að hafa aldrei átt aðild að stríðsátök-
um í þeim mæli sem svo margar þjóðir
hafa þurft að þola.
íslendingar hafa ávallt haft samkennd
með þeim, sem þjáðst hafa og hugsa með
hryggð og djúpri samúð til þeirra sem nú
hafa orðið fómarlömb blóðugra styijalda,
þar sem vopnuð átök eiga sér stað og stríð
geisa.“
Þetta eru orð í tíma töluð. Og hvatning
til landsmanna um að sýna hug sinn í
verki með stuðningi við stríðshijáða þegar
Rauði krossinn knýr á dyr þeirra innan
tíðar.
„Börnin sem líða
í dag, vegna styrj-
alda og staðbund-
inna hernaðar-
átaka víða í ver-
öldinni, eru börn
þeirrar kynslóðar
sem við heyrum
til, börnin okkar.
Alheimsátak
Rauða krossins til
hjálpar stríðs-
hrjáðum, Sól úr
sorta, er ákall
þeirra til allra,
sem aflögufærir
eru, og það erum
við flest sem bú-
um við borgara-
legtþingræðiog
lýðræði, ef grannt
er gáð.“