Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 28

Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991 Sigurbjörg Páls- dóttir - Minning Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.)' Það var mikil sorg í hjarta mínu þegar ég heyrði að hún Dilla væri dáin. Ég minnist þess þegar ég var lítil stelpa, þá fór ég svo oft í heim- sókn til hennar eftir skóla, sat í marglita eldhúsinu hjá henni og fékk kakó og ristabrauð og við töluðum um daginn og veginn. Skemmtilegast þótti mér þegar ég fékk að þrífa með henni Dillu, þá fékk ég að fara í háhæluðu skóna hennar, sem pöss- uðu á mig, stelpuna, og við þrifum allt húsið og mér fannst ég svo mik- il kona. Síðan fékk ég að sitja við snyrtiborðið hennar og gramsa í skartgripakassanum hennar. Mér fannst hún Dilla alltaf svo ungleg og síhlæjandi, og þegar ég var lítil þá leið mér svo vel hjá henni, mér fannst ég vera jafningi hennar og vinkona, þó ég væri lítil stelpa en hún fullorðin kona. Þó heimsóknun- um hafi fækkað þegar ég varð eldri þá átti hún Dilla alltaf sérstakan stað í huga mér. Börn sóttu mikið til hennar Dillu, það sýnir best hversu einlæg og blíð hún var. Kæri Þor- bergur og fjölskylda, Tobba og fjöl- skylda, ég votta ykkur mína innile- gustu samúð. Guðrún Birna Okkur langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar vinkonu okkar, Sigurbjargar Pálsdóttur, eða Dillu eins og hún var alltaf kölluð, en hún lést 28. janúar sl. á Landspítalanum. Þetta kom öllum að óvörum, jafnvel þó við vissum að hún gengi ekki heil til skógar. En engan grunaði að hún væri svona veik, sem raun var vitni. Dilla var gift föðurbróður okk- ar, Þorbergi Friðrikssyni frá Látrum í Aðalvík. Þegar hann flyst, þá ung- ur maður, úr sveitinni, varð hans fyrsta heimili hjá foreldrum okkar í Keflavík. Það var þeirra gæfuspor er faðir okkar, Jóhann, kom Þorbergi að í málaranámi hjá Jóni Páli, föður Dillu. Þar urðu þeirra fyrstu kynni, er seinna leiddi til hjónabands, sem var afar farsælt, og sjaldan höfum við kynnst jafn samhentum hjónum. Þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Það var sama hvað þau tóku sér fyrir hendur, hvort það voru ferða- lög, hestamennska, sund, íþróttir eða hvað sem var, þá var alltaf sama ástin og umhyggjan í öllu sem þau gerðu saman. Eins og getið var fyrr í greininni, þá bjó Þorbergur fyrstu árin í Keflavík hjá foreldrum okkar, allt frá þeim tíma hefur verið sérstakt sam- band hjá foreldrum okkar og þeim Þorbergi og Dillu, það eru ófáar ferð- imar sem þau fóru saman bæði inn- anlands og utan. Fyrir alla þá um- hyggju í þessum ferðalögum, sem þau sýndu foreldrum okkar, langar okkur að þakka. Dilla var okkur einkar kær, hún var hvatamaður að því að ég (Gullý) lærði hárgreiðslu, og frá fyrsta degi mínum sem lærlingur greiddi ég henni, eða í 29 ár. Það er því mikill söknuður að fá hana ekki lengur í hárgreiðslu, því alls staðar þar sem hún kom var hún sem sólargeisli, glaðvær og með sínum smitandi hlátri kom hún öllum í gott skap. Margs er að minnast á slíkum stundum, við minnumst allra sam- verustundanna með henni og Tobbu systur hennar, en með þeim systrum var einstakur kærleikur, og voru þær mjög samrýndar og samhentar í öllu sem þær tóku sér fyrir hendur. Að leiðarlokum er erfitt að kveðja góða vinkonu sem reyndist okkur eins vel og Dilla gerði. Við og fjölskyldur okkar sendum Þorbergi og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Megi algóður Guð blessa minningu hennar. Hvíli hún í friði. Gullý og Þórunn Mig langar til að minnast í örfáum orðum móðursystur minnar, Sigur- bjargar Pálsdóttur, sem lést langt um aldur fram að kvöldi 28. janúar. Hún fæddist 9. febrúar 1928, eldri dóttir hjónanna Jóns Páls Frið- mundssonar málarameistara og Ingi- leifar Ingimundardóttur en þau bjuggu á Suðgurgötu 5 í Keflavík. Sigurbjörg, eða Dilla eins og hún var alltaf kölluð, giftist ung eftirlifandi manni sínum, Þorbergi Friðrikssyni málarameistara og framkvæmda- stjóra. Hjónabandið færði báðum mikla gleði og hamingju; þau voru ákaflega samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, góðir vinir og félagar sem nutu þess alla tíð að vera í návist hvort annars. Frístund- unum eyddu þau sem mest saman og voru ferðalög bæði innanlands og utan mikið áhugamál þeirra beggja. Ég á margar fallegar minningar um hana frænku mína. Hún er í Ingi Björn ívars- son - Minning Fæddur 3. janúar 1909 Dáinn 1. febrúar 1991 Það húmar að kveldi og hniginn er að velli kær móðurbróðir minn og nafni. Það fyrsta sem í hugann kem- ur við fráfall þessa mæta manns eru minningar góðar frá öllum okkar samverustundum þar sem hann var ævinlega sá sem gaf og veitti. Hann barst ekki á í lífinu hann varð aldrei meðal hinna þekktu nafna þjóðfé- lagsins, en það sem dýrmætara var; það fólk sem þekkti hann taldi þar leynast mannkostamann sem var trúr í lífinu öllu og traustur drengur sem ekki vildi vamm sitt vita. Það er gott að geta litið til baka til lið- inna stunda með frænda mínum og nafna og fyllast þÖkk fyrir að hafa mátt eiga hann að svo lengi. Sumir eiga þann Iífsmáta að skilja eingöngu eftir sig hið jákvæða, glað- væra og góða sem gefur lífsgöngu okkar allra svo mikið gildi. Oft er það veitt í hljóðlátri einlægni þess sem lætur sem minnst fyrir sér fara en færir öðrum þeim mun meira af sjálfum sér. Ingi Bjöm ívarsson fæddist 3. jan- úar 1909 á Bjargi á Djúpavogi. For- eldrar hans voru hjónin Anna Margr- ét Jónasdóttir frá Fáskrúðsfirði og ívar Halldórsson frá Haugum í Skriðdal. Ingi Bjöm átti sex systkini en af þeim lifír aðeins móðir mín Jónlína. Á Djúpavogi átti hann heima allt til ársins 1963 bjó með móður sinni þar til hún dó 1949. Anna Margrét, bróðurdóttir Inga, var alin upp hjá ömmu sinni og honum en hún lést 1951 aðeins 17 ára gömul og var þá mikill harmur kveðinn að Inga sem hafði annast hana frá andl- áti móður sinnar. Það var sjómennskan sem átti all- an hans hug á Djúpavogi þó einnig væri unnið að öðru er til féll. Hann reri m.a. með bræðrum sínum, átti sjálfur bát um tíma því sjálfsbjargar- viðleitni átti hann nóga. Það verður að nefna það hér að Ingi keypti íbúð- arhúsið Grund á Djúpavogi 1930 og lánaði foreldrum mínum það til af- nota í tíu ár. Það er enginn smáhöfð- ingslund em býr að baki slíku. Árið 1963 flytur hann til Reykjavíkur og þar kynnist hann Jenný Andersen og bjó með henni allt þar til hún lést 1972 og var það honum mikill missir. Jenný átti éina dóttur, Hrönn Viggósdóttur, og er óhætt að segja að hún og maður hennar hafí borið mikla umhyggju fyrir Inga. Það er margs að minnast frá löng- um kynnum. Alltaf kölluðum við hvom annan nafna og sama gerðu yngri bræður mínir. Eg fékk meðal annars sérstakt færi á að kynnast honum því mörg voru þau jól og áramót sem hann dvaldi heima hjá foreldrum mínum. Hann kom oft í desemberbyrjun og gekk til rjúpna og var ekki smátækur á því sviði. Kom með þetta fímmtíu til sjötíu eftir daginn. Hann var einkar hand- laginn, hafði glöggt smiðsauga, allt lék í höndum hans og vandvirkur var hann með afbrigðum. Á seinni árum var hans aðal áhugamál að sauma út púða og myndir sem báru góðu listfengi hans glöggan vott. Nú verða þeir ekki fleiri sunnu- dagsrúntamir okka,r nafna þegar hugað var að bryggjum og bátum, hvort sem var í Reykjavík eða Hafn- arfirði. Enn var hugur hans svo bundinn sjónum að fátt gladdi hann meir en að komast í snertingu við hafíð. Með söknuð í huga er honum þökkuð samfylgdin sem var okkur öllum svo kær sem áttum hann að. Hann brást aldrei annarra trausti en vildi ævinlega greiða götu allra sem hann umgekkst. í heiðríkju horfinna stunda er Ingi Bjöm kært kvaddur í klökkri minningu þess sem var, en mun áfram lýsa ókkur fram á vég- inn. Minning um mætan dreng sem við áttum svo margt að þakka. Bless- uð sé sú minning. ívar Ingibjöm Þórarinsson Á morgun kveðjum við í hinsta sinn elsku Inga afa okkar eins og við kölluðum hann alltaf. Hann and- aðist á Borgarspítalanum þann fyrsta febrúar. Okkur langar í örfáum orðum að minnast hans. Kynni okkar af Inga hófust ér hann og Jenný amma okk- ar heitin hófu sambúð saman. Við minnumst allra þeirra góðu stunda er við áttum með þeim á Suðurlands- braut sem var heimili þeirra. Eftir að amma okkar dó hélst náið sam- band okkar áfram. Okkar minnisstæðustu stundir með Inga voru um hátíðisdaga ,þar sem öll fjölskyldan var saman komin. Eftir að hann hætti störfum sneri hann sér að ýmiskonar hannyrðum sem voru hans líf og yndi og eru til margar fallegar myndir eftir hann sem bæði prýða heimili hans og sam- eign í Furugerði 1. Við þökkum elsku Inga afa fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Megi algóður Guð blessa minningu hans. Hvíli hann í friði. Kata, Jenný, Danícla og Lizzý mínum huga ímynd alls þess sem er óspillt og fagurt. Atvikin höguðu því þannig til að fyrstu æviár mín var móðir mín ein með mig en Dilla frænka var þá ung húsmóðir í Keflavík með syni sína tvo sem voru á svipuðu reki og ég. Við frændurn- ir vorum því öllum stundum saman á þessum árum og þeim fannst það bæði sjálfsagt og eðlilegt, systrun- um, að taka sameiginlega ábyrgð á uppeldi og velferð okkar. Þá skipti ekki máli hver var sonur hvers. Á sumrin fór ég í ógleymanleg ferðalög um landið með þeim hjónunum. Seinna, þegar ég var í gagnfræða- skólanum var notalegt að koma til Dillu frænku í löngu frímínútunum og fá eitthvað gott í svanginn meðan við ræddum um skólann, lífíð og til- veruna. Hún var gjafmild að eðlis- fari og örlát á ást sína og umhyggju þegar ástvinir hennar voru annars vegar. Hún var bamgóð og fannst böm vera það dýrmætasta í lífínu. Þegar ég eignaðist sjálfur böm gladdist hún yfír því eins og hér væri um hennar eigin bamaböm að ræða. Hún var mjög mannblendin og hafði gaman af umræðum um landsins gagn og nauðsynjar. { við- horfum hennar kom ævinlega fram hið jákvæða hugarfar sem einkenndi allt hennar líf og áherslan á að rækta vel það fallega og góða í tilverunni. Hún gaf mér hollt veganesti. Móðir mín, Þorbjörg Pálsdóttir, og Dilla frænka voru ekki einasta góðar systur heldur mjög nánar vinkonur alla tíð. Samband þeirra var sér- stakt, mjög náið og einlægt og veitti það þeim báðum mikinn styrk. Þær hittust daglega, og ef því varð ekki við komið þá var talað saman í síma. Frænka mín var eins og Jón Páll faðir hennar sterkur bakhjarl ijöl- skyldu sinnar og vina. Hún var alltaf með hugann við bömin sín og barna- bömin, ættingja sína og vini. Okkur sem þekktum hana og þótti vænt um hana er hún mikill harmdauði. Við slíkar aðstæður er huggun að eiga sjóð fallegra minninga. Ég vil þakka frænku minni fyrir allt sem hún gaf mér. Eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum, barnaböm- um sem og móður minni sendi ég samúðarkveðjur. Ingi Valur Jóhannsson Hin íbjúga veröld sem hverfist í sjálfa sig, gaf mér sólskin eins dags og húm einnar nætur. Þú, sem ég elska, hvi yfírgefur þú mig. (Söknuður, eftir Stein Steinar) Mánudaginn 28. janúar síðastlið- inn lést á hjartadeild Landspítalans Sigurbjörg Pálsdóttir tengdamóðir mín. Ég þakka fyrir þá ást og þá um- hyggju sem hún veitti mér og mínum, frá okkar fyrstu kynnum. Það er margs að minnast að leiðar- lokum, ferðalaga, gleðistunda, en mestur verður missirinn af hlátrinum hennar Dillu, sem kom öllum í gott skap. Dilla var móðirin, sem alltaf var til staðar fyrir fjölskylduna, ástvini, og alla þá sem þurftu þess með, það kemur enginn í staðinn fyrir Dillu, listakokkinn góða. Orð eru fátækleg, þegar lýsa á þeim trega, sem verður við fráfall þessarar baráttukonu, því þó bana- legan væri stutt markaðist hún fyrst og fremst af baráttuþreki. Elsku Þobbi, ég veit að söknuður- inn er sár, því þú missir ekki aðeins eiginkonu, heldur þinn besta vin og félaga í öllum ykkar fjölmörgu áhugamálum. Guð blessi þig, blessuð sé minning hennar. Sigurbjörg Lárusdóttir Marvin Frímanns- son - Kveðjuorð I huga minn sækja fram myndir og minningar liðinna 45 ára, en þá kynntist ég fyrst Marvini Fríman- ssyni bifvélavirkja, sem nú er látinn aðeins 62 ára. Ég laðaðist strax að þessum myndarlega ljóshærða pilti, þegar við byijuðum að vinna saman hjá bifreiðasmiðjum K.Á. á Selfossi, ég þá tveim árum yngri. Það mynd- aðist fljótt gagnkvæmt vináttusam- band, sem mér var síðan alla tíð hjartfólgið og ómetanlegt. En ung- dómsárin líða með undrahraða, þegar litið er til baka og fyrr en varði vor- um við farnir að starfrækja okkar eigin fyrirtæki, hann á Selfossi en ég á Flúðum. Kapp, vandvirkni og metnaður var lagt í hvert verk, hvort sem það var við húsbyggingar eða þjónustu við viðskiptavinina og kunn- ingjana. Samverustundum okkar fór því fækkandi með árunum, það var sem tímaleysi gerði vart við sig til slíkra hluta og árin þutu áfram. og svo kom voðafregnin í fyrrahaust. Marvin var orðinn helsjúkur og gekkst undir stóraðgerð, sem reyndi nær fullkomlega á hans lífsþrek. Þegar þessar þrautir voru yfirstignar lagði hann hart að sér við endurhæf- ingu. Aðgerðin heppnaðist vel, þrótt- ur og atorka tóku við og vonin bjó um sig hjá öllum á ný. Við hjónin heimsóttum Marvin og Ingu síðasta vetrardag í fyrra og áttum hjá þeim yndislegar stundir eins og alltaf, þá sjaldan við hitt- umst. Þegar gestgjöfum höfðu verið þakkaðar móttökurnar og kvaddir, gekk ég út á götu í kvöldrökkrinu frá húsi þeirra. Komu þessar hend- ingar þá í huga minn. Eg kom hér í dag við sjálfan mig sár og segi eins og er það er best, að í huga mér harma ég öll liðin ár sem við höfum ekki sést. Á miðju sumri seinni part dags komum við enn að Engjavegi 8. Hjón- in voru að snyrta til í garði sínum. Ég var með eitthvað glens og gaman- yrði á vörum eins og oft áður þegar við hittumst fyrr og var farinn að vona að tilefni mætti gefast til þess á ný. Þegar við Marvin tókumst í hendur segir hann mér þau tíðindi að nú sé komið í hitt lungað líka svo það sé auðséð að hveiju stefni hjá sér. Ég missti bæði mál og mátt að heyra þetta. Ég rölti á eftir honum í gegnum húsið og út á nýsmíðaða verönd í garðinum þeirra, sem hann hafði nýlokið við en ég sá óljóst í fyrstu fyrir tárum sem byrgðu mér sýn við þess voðafrétt. Þetta var hann nýbinn að afreka, sem margan fullfrískan manninn hefur dreymt um að gera lengi. ( Síðast þegar við heimsóttum hjón- in hafði sá illvígi sjúkdómur svo að honum gengið að fótavist hans lauk á örfáum dögum. Ég settist við sjúkrabeð hans en báðum var erfitt um mál. Hann helsjúkur en skynjaði allt og vissi um það sem nálgaðist. Ég sat harmi sleginn að horfa á minn góða vin svona á sig kominn löngu fyrir aldur fram, þegar lífið á að byija á ný, á nýjan hátt með af- komendum hans á ókomnum árum, með umhyggju, ást og velgengni og til að njóta afraksturs, fyrirhyggju og erfíðis liðinna ára. Við héldumst í hendur lengi og hlýjar og kærar endurminningar streymdu milli okk- ar. Með erfiðismunum tókst honum að rísa upp um stund og við féllumst í faðma án margra orða. Vissum báðir að þetta var hinsta kveðjan. Marvin lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 2. febrúar. Þar með er traustur og samvisku- samur samferðamaður kvatidur. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína. Vinur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.