Morgunblaðið - 10.02.1991, Page 39
MORGL'NBI.Al)IÐ FÓLK j FRÉTTUM SUNXUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991
39
soStoarmak
Jón Páll áritar bók
sína fyrir Krýsuvík-
ursamtökin
Krisuvikursamtökin eru að fara
af stað með söfnunaráta^k með
það að markmiði að flytja inn í
fyrsta áfanga skólahússins í
Krýsuvík. Samtökunum var fyrir
nokkru gefinn dreifingarréttur að
bókinni um Jón Pál Sigmarsson,
sem Jón Óskar Sólnes skráði, og á
að nýta það fjármagn sem fæst við
dreifíngu hennar til skólahússins.
Jón Páll áritar bækurnar til stuðn-
ings átakinu.
íslensk og sænsk ungmenni eru
nú í meðferð í Krýsuvík undir stjórn
landlæknis. Ungmennin hafa aðset-
ur í gömlu starfsmannahúsi nálægt
skólanum. Það hús þarfnast nokk-
urrar viðgerðar til þess að geta
talist fullnægjandi. Það verður því
mikill munur fyrir samtökin að
komast í skólahúsið þar sem að-
staða verður öll mjög glæsileg.
Nýlega var kjörin ný stjórn hjá
samtökunum. í henni eiga sæti
Ágúst Pétursson, Ásgeir Hannes
Eiríksson, sr. Birgir Ásgeirsson,
Ferdinand Ferdinandsson, Gunnar
Sigtryggsson, Hrafnkell A. Jóns-
son, Jón Guðbergsson, sr. Valgeir
Ástráðsson, sr. Vigfús ÞórÁrnason,
en formaður er Sigurlína Davíðs-
dóttir. í framkvæmdastjórn sitja
þeir Gunnlaugur Halldórsson, Jón
Eiríksson og Snorri Welding.
Jón Páll áritar bókina um sig til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Með honum á myndinni eru
urlína Davíðsdóttir, formaður félagins, og Harpa Pétursdóttir sem sér um almannatengsl.
^ Morgunblaðið/Dagur Helgason
Fantasíufólk, f.v. Margrét, Sæmundur og Ágústa.
ÆVINTYRAFERÐ
Menn könnuðust
við Jón Baldvin
Ungur maður að nafni Dagur
Gunnarsson er að sýna ljós
myndir á Mokka á Skólavörðustíg
þessa daganna. Myndefnið er ef til
vill fremur óvenjulegt, ekki það að
myndefni Ijósmyndara á sýningum
er það oft. En Dagur er félagi í
leikhópnum Fantasíu sem fór um
Eystrasaltslöndin skömmu fyrir
áramótin og eru myndirnar allar
teknar í þeirri ferð. Eru þær flestar
af mannlífí, einkum í Litháen, en
einnig frá Eistlandi. Morgunblaðið
ræddi aðeins við Dag og innti hann
nánar eftir ferðinni sem farin var
rétt áður en allt fór í bál og brand
í Eystrasaltsríkjunum.
„Þetta gekk bara nokkuð vel mið-
að við aðstæður og þá á ég við að
þrátt fyrir að okkur hafi verið boð-
ið tii þessara landa með margra
mánaða fyrirvara þá misfórust allar
bréfaskriftir á milli okkar og
Eystraseltinga á síðustu vikunum.
Aðeins tveimur dögum áður en við
áttum að leggja í hann héðan komst
loks símskeyti á leiðarenda. Það var
varla að gestgjafar okkar vissu með
neinni vissu að okkar var von þrátt
fyrir allt, þótt allan tíman hafi stað-
ið til að fara,“ segir Dagur.
Fantasía hafði verið á ferð um
Svíþjóð þar -sem hópurinn syndi
verk sitt Vagnadans. Þar varð á
vegi hópsins leikhúsfólk frá Litháen
sem bauð hópnum á leiklistarhátíð
í Vilníus. Síðar kom boð frá Eistl-
andi um að sýna verkið. Eftir ferð-
ina er hópurinn með í vasanum boð
um að koma og sýna í Lettlandi
og Moskvu. En hvernig var Vagna-
dansi tekið? Dagur svarar:
„Verkinu var tekið sérstaklega
vel. Ég veit að vísu ekki hvort að
það var í einhverju sérstöku virðing-
arskini við okkur, en við sýndum í
fínu borgarleikhúsi Vilníusborgar,
en aðrir hópar sem voru frá Frakkl-
andi og Belgíu auk Eystrasaltsland-
anna sýndu í háskólasölum. Al-
menningur sýndi þessari hátíð mik-
inn áhuga og við vorum meira að
segja sýnd meðal annarra í klukku-
stundarlöngum þætti í litháenska
sjónvarpinu.“ Að lokum, Dagur,
hvernig upplifðu íslendingar
stemminguna þarna eystra?
„Það var tvímælalaust meiri
drungi í Eistlandi, fleiri hermenn á
götum, en í Litháen léku menn við
hvern sinn fingur, voru léttir og
bjartsýnir. Menn sögðu gjarnan,
sjáiði okkur eftir eitt ár. Þá verðum
við fijáls! Mepn vissu ekkert allt
of mikið um ísland, en nemi einn
í Háskólanum í Vilnius var þó á
því að að minnsta kosti menntað
fólk vissi að ísland væri lítið en vel
þróað land. Og vinveitt Litháen.
Menn þekktu Jón Baldvin, þó var
þetta áður en hann fór í sína frægu
för! Ætli það megi á milli sjá nú á
hvorum staðnum sé meiri drungi,“
segir Dagur Helgason ljósmyndari
og leikari.
KAUPMANNAHOFN
ÍVIKAKR. 15.800
2VIKURKR. 16.900
3VIKUR KR. 17.700
AÐEINS 370 SÆTI Á AFMÆLISVERÐI
M
m
!
:$:S
m
BROTTFARARD AG AR
maí 1. 8.15. 22. 29.
júní 5. 12. 19. 26.
júlí 3. 10.17.24.31.
ágúst 7. 14. 21. 28.
sept. 4. 11. 18. 25.
LON KL. 1600
CPH KL. 800
11 Ofangreind verð eru afmælisverðin
II á flugkostnaði, fram og til baka.
|| Síðan bætast við fjölbreyttir
gistimöguleikar að eigin vali,
|| bíialeiga og margt fleira. íslenskt
starfsfólk okkar í Kaupmannahöfn
og London annast fyrirgreiðslu
farþega á flugvöllum.
Þeir sem missa af afmælissætunum geta bókað sig í leiguflug á
12-16 % hærra gjaldi og samt komist miklu ódýrara yfir
Atlandshafið en almennt gerist. Leiguflug okkar, sem opið er
öllum íslendingum, er sannkölluð kjarabót í anda þjóðarsáttar.
Sætaframboð er takmarkað, svo nú gildir að nota þetta einstaka
tækifæri strax, því afmælissætin okkar til útlanda eru ódýrari en
flugfar til Egilsstaða.
— n1 ■GFERDIR
= SGLRRFLUC
Vesturgötu 12 - Sími 620066 og 15331
UTL