Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 10.02.1991, Síða 44
o n n ■ ■ ■ t A N D S Landsbanki Islands Banki allra landsmanna Bögglapóstur um allt land PÓSTUROGSlMI MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Jólaviðskipti Visa: Vanskil eru minni en oft í venjuleg- um mánuði „VANSKIL eru minni en spáð var og haldið hefur verið fram,“ sagði Einar S. Einarsson fram- kvæmdastjóri Visa íslands í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann var spurður hvernig skil væru á kortaúttekt á jólaúttekt- artimabilinu, en eindagi upp- gjörs var 5. febrúar siðastliðinn. Heildarúttekt timabilsins var um 3.500 milljónir króna og höfðu um 3.300 milljónir verið greiddar á eindaga. Þetta segir Einar vera betri skil en oft í venjulegum mánuðum. „Ég get staðfest það, að gagn- stætt því sem komið hefur fram í fjölmiðlum hafa skil verið með betra móti en spáð var,“ sagði Einar. Hann sagði að á kvöldi eindagans, 5. febrúar, hafi á bilinu 100 til 200 milljónir króna enn verið útistand- andi, en það eru 3-5% af 3.500 milljónum. „Miðað við fyrra ár eru skilin betri og betri heldur en oft í venju- legum mánuði," sagði Einar. Hann sagði að líklegasta skýringin á bættum skilum væri að lang flestir séu farnir að kunna fótum sínum forráð í þessum efnum. Þá hefði á undanförnum árum einnig verið tekið á þeim vandamálum sem hafa komið upp og korthafar séu því almennt skilvísari en fyrr. Jólaúttektin nú er um milljarði meiri en í venjulegum mánuði, bæði vegna þess að úttektartímabilið var lengra en venjulega hjá mörgum kaupmönnum og vegna jólainn- kaupanna sjálfra. Sumaráætlun ferðaskrifstofanna: Verð á utanlandsferðum nú Óvenju snjólítið í Bláfjöllum Morgunblaðið/Árni Sæberg Rok hefur verið í Bláfjöllum í marga daga og óvenju lítill snjór er á skíðasvæðinu miðað við árstíma. I óveðrinu á dögunum urðu skemmdir í Bláfjöllum eins og annars staðar. Vír fauk út af flestum lyftunum og stólar í stólalyftunni skemmdust. Einnig fauk upp hurð á vélaskýli og rúður brotn- uðu í lyftuskýlum. Á 84 km yfir hámarkshraða LÖGREGLAN í Keflavík stöðv- aði um klukkan 4 í fyrrinótt ferð ungs ökumanns, sem ók eftir aðalgötu bæjarins á 134 kíló- metra hraða á klukkustund. Töluverð umferð akandi og gang- andi fólks var um bæinn. Leyfilegur námarkshraði er 50 km/klst., svo ökumaðurinn ók á 84 kílómetra hraða yfir hámarkinu. Hann var sviptur ökuskírteininu á staðnum og sér það ekki aftur í bráð. 10-25% lægra en á síðasta ári FULLTRÚAR þriggja stærstu ferðaskrifstofanna, Samvinnuferða- Landsýnar, Úrvals-Utsýnar og Veraldar, sögðu í samtali við Morgun- blaðið að verð á utanlandsferðum, sem þær bjóða upp á í sumar, sé 10-25% lægra en á síðasta ári. Þeir nefndu ýmsar skýringar á þessum lækkunum, hagstæða samninga, breytt skipulag ferðaskrif- stofanna, hagnaður fyrra árs sé notaður til að stuðla að lægra verði nú og að verð hafi í sumum tilfellum verið of hátt í fyrra. Skrifstof- urnar þrjár kynna sumaráætlanir sínar í dag, sunnudag. Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar, sagði að raunverð ferðaskrifstofunnar á komandi sumri hafi lækkað um 5-11% og sé lægra en árið 1989. „Þrátt fyrir 20-25% hækkun far- gjalda vegna hærra eldsneytisverðs tekst okkur að bjóða mun lægra verð en í fyrra,“ sagði hann. „Við höfum gert mjög hagstæða samn- inga um leiguflug, þar sem sæta- framboðið verður 10 þúsund sæti. Raunlækkun á fargjöldum nemur 5-11% frá síðasta ári og verðið er Efni frá CNN og Sky er meiri- hluti sjónvarpsdagskrárinnar ÓÞÝTT fréttaefni á ensku er nú meirihluti útsendingar beggja íslenzku sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt upplýsingum frá Stöð 2 og Rikissjónvarpinu. í liðinni viku, 2. til 8. febrúar, var innlent efni um 15% útsendingar hjá RÚV en 6% á Stöð 2. Stöð 2 sendir nú út allan sólar- hringinn, 168 klukkustundir á viku. Þar af voru í síðustu viku rúmar 10 klukkustundir af inn- lendu efni, og uppistaðan í því er fréttaþátturinn 19:19. Erlent efni með íslenzku tali var tæpar 13 klukkustundir, einkum barnaefni. Erlent efni með íslenzkum texta var sent út í 51 klukkustund. Útsendingar CNN-sjónvarps- stöðvarinnar tóku 94 tíma af dag- skránni eða 56%. í Ríkissjónvarpinu var innlent efni á dagskrá í tæpar 22 klukku- stundir í síðustu viku. Erlent efni með íslenzku tali var sýnt í sjö og hálfa klukkustund. Erlent efni með íslenzkum texta var 19 tímar, en útsendingar S/cy-fréttaþjón- ustunnar 96,5 tímar, 66%. Sjá baksvið bls. 6. lægra en árið 1989.“ Helgi sagði að rekstur Samvinnu- ferða-Landsýnar hefði gengið vel í fyrra og hluti af hagnaðinum væri nú notaður til að halda verðinu niðri. „Sem dæmi um verð get ég nefnt að þriggja vikna ferð fjögurra manna fjölskyldu til Mallorka kost- ar rúm 39 þúsund á mann.“ Tómas Tómasson hjá Úrvali- Útsýn sagði að verð hjá þeim hefði lækkað verulega til allra áfanga- staða frá síðasta ári og munaði 10-25% í krónutölu. „Á þessu eru nokkrar skýringar," sagði hann. „Við höfum greinilega verið of dýr- ir í fyrra og þegar nýir stjórnendur tóku hér til starfa í desember var starfið allt endurskoðað. Við höfum gert nýja samninga og breytt vinnu- tilhögun okkar.“ Tómas nefndi sem dæmi um verðlækkun að fjögurra manna fjöl- skyldá greiddi nú 54.400 krónum minna fyrir þriggja vikna ferð til Sa Coma á Mallorka en í fyrra og munaði þar 25% á krónutölu. Ferð- ir til Portúgal væru allt að 22% ódýrari og til Costa del Sol á Spáni allt að 21% ódýrari, talið í krónum. Andri Már Ingólfsson hjá ferða- miðstöðinni Veröld tók undir með þeim Tómasi og Helga að algeng lækkun fargjalda væri um 10% að raungildi og allt upp í 20%. „Við uáðútn hagstæðpm samningum við spánska flugfélagið Oasis, sem við skiptum við í fyrra og sætaframboð- ið núna er svipað og þá,“ sagði Andri Már. „Spánn verður mesta ferðamannalandið, enda beinir fólk ferðum sínum þangað fremur en til dæmis til Grikklands eða Kýpur, sem eru nær átökum við Persa- flóann. Við höfum gert nýja samn- inga á Spáni og bjóðum nýja gisti- staði á öllum áfangastöðum okkar þar.“ Samvinnuferðir-Landsýn bjóða áfram m.a. ferðir til Mallorka og Benidorm á Spáni, ferðir til Ítalíu og sumarhús í Hollandi og Frakk- landi. Helsta nýjungin er leiguflug til Vínar í Austurríki og Basel í Sviss. Úrval-Útsýn fer áfram til Mallorka, Flórída og Portúgal, en helstu nýjungar eru ferðir til Can- cun í Mexíkó, rútuferð um Banda- ríkin, sumarhús í Hollandi, flug og bíll til Baltimore og húsbílar í Evr- ópu. Hjá Veröld verða áfangastaðir á Spáni áfram Mallorka, Costa del Sol, Benidorm og Ibiza. Nýjungin er sumarhús á írlandi. Kynning á sumaráætlunum ferðaskrifstofanna þriggja verður í dag. Veröld verður með opið hús í aðalstöðvunum í Austurstræti, Úr- val-Útsýn verður með uppákomu á Hótel Borg og Samvinnuferðir- Landsýn kynna áætlun sína í hús- næði ferðaskrifstofunnar við Aust- urstræti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.